Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1992, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1992, Blaðsíða 7
Geysisgos á byrjunarstigi og í fullu veldi, framkallað með sápu. Ljósm.: Sigurður Greipsson. Ljjósm.: Björn Hróarsson. Hverinn Smiður þjá Geysi gýs myndarlega eftir að sápa hefur verið sett í hann. Ljósm.: Bjöm Hróarsson. Strokkur er sá eini af hverunum við Geysi, sem gýs af sjálfsdáðum með skömmu millibili. Ljósrn.: Sigurður Sveinn Jónsson. Óþerrisholu, skammt frá Geysi, framkallað iápu. hrúður á yfirborði. Strokkur er nú eini hver- inn á Geysissvæðinu sem gýs af sjálfsdáð- um. Hér er eindregið hvatt til að framkölluð verði gos í nokkrum öðrum hverum á svæð- inu, og það sem oftast. Verði það gert á fyrirfram ákveðnum og auglýstum tímum. Framköllun gosanna yrði í höndum eftirlits- manna. Ekki hefur verið sýnt fram á með vísinda- legum rökum að sápan sem sett er í hveri, valdi röskun þeirra, leysi upp hverahrúður eða valdi öðrum spjöllum á hverunum sjálf- um. Við sápugos rennur örlítið sápumengað vatn frá viðkomandi hver og berst út í umhverfið. Vegna þess hve sápumagnið er lítið miðað við vatnsmagn hveranna er þó um sáralitla umhverfísmengun að ræða. Sápumagnið í vatninu sem rennur frá Geysi eftir framkallað sápugos er til dæmis um 1 kg í tonni, 0,1 prósent eða 1 prómill. Þrátt fyrir það er sjálfsagt að nota umhverfis- væna sápu og jafnframt kanna til hlítar hvert það lágmarksmagn er sem unnt er að komst af með til að viðkomandi hver gjósi. Rannsóknir höfunda hafa leitt í ljós að í mörgum tilfellum þarf aðeins örlítið magn af sápu og miklu minna en nú er notað til að koma hverum af stað. Skiptir þar miklu máli hvernig sápa er notuð og tímasetningin á því hvenær hver tegund er sett út í hverinn. Smið, Sóða, Fötu og aðra litla hveri á Geysissvæðinu ætti að láta gjósa helst á hverjum degi og Geysi minnst einu sinni í viku. Þá mætti ef til vill gera tilraunir til að koma fleiri hverum af stað. Síðast en ekki síst þarf að selja aðgang gegn vægu gjaldi en að Geysi koma á þriðja hundrað þúsund gestir á hverju ári. Hver og einn gestur þarf því ekki að greiða háa upphæð til að halda uppi nokkrum starfsmönnum í fullu starfi. Þá væri svæðinu líklega borgið, niðurlægingu þess myndi ljúka en upp- gangstímar fara í hönd. Miðað við þessar hugmyndir virðast síð- ustu aðgerðir Náttúruvendarráðs skjóta skökku við. Sumarið 1991 gaus Geysir að- eins þrisvar sinnum, tvisvar sinnum á vegum ráðsins en eitt sinn á vegum einkaaðila. Náttúruverndarráð sætti nokkurri gagn- rýni fýrir „sölu“ sína á gosum Geysis sumar- ið 1991. Lítt heyrist þó af svörum Náttúru- verndarráðs fýrr en leið að vori nú fyrir skemmstu. Geysir skyldi aldrei gjósa fram- ar. Bann var lagt við því að láta hverinn gjósa og enginn má framar beija það sjónar- spil augum. Er þar um geðþóttaákvörðun að ræða sem lítt eða ekki byggir á vísinda- legum gögnum eða rannsóknum. Þessar aðgerðir Náttúruverndarráðs munu ekki auka hróður svæðisins — þvert á móti. Gos Geysis og annarra hvera á svæð- inu fara betur með hverina og umhverfi þeirra en aðgerðarleysið sem nú ræður ríkj- um á þessu stórfenglega hverasvæði. Auk þess myndu hveragosin auka á sjónarspil svæðisins og laða þangað ferðafólk í aukn- um mæli. Höfundar eru jarðfræöingar, hafa ritaö bók um hveri á íslandi þar sem fræöast má frekar um Geysi og aðra hveri á (slandi. RÖGNVALDUR RÖGN- VALDSSON Sprungið dekk Mér líður eins og sprungnu dekki ég verð aldrei eins og áður - örið mun alltaf fylgja mér og þegar ég held aftur af stað á gamlar slóðir eða nýjar og rilja upp minningarnar þá finn ég alltaf til í sárinu - eins og sprungið dekk. .. Sorg Ég horfi á tréð og sé það gráta laufunum á jörðina það grætur eins og ég og eftir stutta stund synda laufin burt eftir votri moldinni - Þá stend ég upp þurrka tárin, og fer að safna fleiri tárum til að geta grátið með einhverju öðru tré... seinna Höfundur er viðskiptafræðingur. INGÓLFUR JÓNSSON frá Prestbakka Bræðramál I. Grettir: Knýr nú Hösmagi hurðir nei harðar þessi ber sem hamslaus, illur andi þar ÖnguII að gættum fer. Bágt er að vera svo bjargarfár sem bundin kerling við flet. En eigi mun bregðast eggin hvöss, sem ungur ég tryggðum hét. Gangið þið piltar greiðar fram því Grettir lifandi er. Hvort hræðist þið mig á hnjánum? Ég hegg þann sem deigur fer. Ber væri hver að baki sér ef bróður síns nyti ei. Eldrauð verður þeim IUugi hríðin hér áður en ég dey. II. Illugi: Vart er Illuga hugur hallur þótt hogginn Grettir sé. Bræðrum tveim frá Bjargi vestur þeim bauðst ekkert vopnahlé. Syngur hátt í sverði mínu sungið er brátt þess stef. Grið sem þið bjóðið mérget ei þegið ég gjarnan kýs mér hel. Brýndar axir bíta vel. Bjart er í vesturátt. Þar leiftrar nú gullin geislabrú um glóhvolf vítt og blátt. Brostu nú hlýtt yfir Bjargi sól þar bíður kona ei. Geymir brátt móðir sagan sjálf sona þinna bein. Ljóðið er úr nýjustu Ijóðabók höfundarins, sem út kom hjá Skákprenti og heitir “Litir regnbogans". Hún er sjötta Ijóðabók Ing- ólfs. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11. JÚLÍ1992 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.