Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1992, Qupperneq 5

Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1992, Qupperneq 5
sig um leið og þeir hámuðu í sig hnetur og fleira góðgæti. Þessi apategund heldur sig í hópum þar sem elsti karlapinn er foringinn sem hinir verða að hlýða. Ba- búnapar geta orðið allt að 45 ára gamlir ef þeir hafa komist hjá að lenda ofan í maga hlébarða eða annarra rándýra. Nú var tekið að skyggja og Andy bílstjór- inn okkar taldi tíma til kominn að snúa aftur að útgönguhliðinu ella væri hætta á að við kæmumst ekki út úr garðinum því að hliðinu væri lokað kl.7. Á leiðinni til baka sáum við álengdar nokkra bíla sem höfðu staðnæmst á stígn- um og benti það til að eitthvað spennandi væri á seyði. Það leyndi sér ekki. Er við komum nær gat að líta tvö gríðarlega stór ljón sitt hvoru megin við veginn. Þau lágu þarna hin rólegustu og hreyfðu sig ekki þrátt fyrir þessa „innrás" okkar í ríki þeirra. Þau hljóta að hafa verið nýbúin að rífa í sig eins og eina antillópu fyrst þau virtu okkur naumast viðlits. Við ætluðum varla að trúa okkar eigin augum þó að stundin væri einmitt runnin upp sem við vonuðumst eftir. Það var ólýsanleg tilfinn- ing að vera þarna í nágvígi við ljón úti í villtri náttúrunni. Kannski fór um okkur dálitill sælukenndur hrollur af spenningi og forvitni. Ósjálfrátt rifjaðist upp í huga mínum hin hrífandi frásögn Joy Adamsson um ljón- ynjuna Elsu í bókinni Borin frjáls, en sú bók þykir einstæð vegna lýsinga á hátterni þessara merkilegu dýra, en þar segir á einum stað: „Ekkert nema vitsmunir geta skýrt þá veiðikænsku sem ljónin sýna þeg- ar hjörðin leggur sameiginlega til atlögu við veiðidýr." Ljónin eru mesti ógnvaldur annarra dýra skógarins, einkum þeirra sem lifa á jurta- fæðu. Grimmdin virðist ekki háð neinum takmörkum og sjaldnast á fórnarlamið sér undankomu auðið sem lendir í klónum á ljóni, kvendýrin eru engir eftirbátar karl- dýra í þeim efnum. Atferli ljóna hefur heill- að marga dýrafræðinga og margir hafa rannsakað það niður í kjölinn, m.a. hér á þessum slóðum. Nú var haldið í náttstað og verið í góðu yfirlæti á einum af þessum litlu gististöð- um, sem úir og grúir af í grennd við þjóð- garðinn. Þetta eru oft bjálkahús, byggð þannig að þau falla inn í umhverfið á að- dáunarverðan hátt. Gististaðurinn hét á ensku Pinelake Inn sem líklega er hægt að snúa á íslensku sem Furuvatnakráin en á samt lítið skylt við krá því þetta var hótel af bestu tegund með frábæra þjónustu. Fagrir Eru Morgnar Við Furuvatnaskóg Og Fagn- ANDI VlÐ HEILSUM NÝJUM Degi Við vorum árrisul næsta morgun og eftirvæntingin sú sama og fyrr er haldið var í þjóðgarðinn á ný. Besti tíminn til dýraskoðunar er snemma morguns eða síðari hluta dags. Um hádag- Termítahraukur í Kruger-garðinum. inn eru dýrin minna á ferli og leita í skugga til að skýla sér fyrir brennheitum geislum sólarinnar. Síðdegis fara þau aftur á kreik og má oft sjá þau lötra að vatnsbólunum. Ekki höfðum við farið langt þegar nas- hyrningahjörð birtist á rölti en í of mikilli fjarlægð fyrir myndatökur. Þrem karl- mönnum í hópnum fannst það hálf súrt í broti að ná ekki myndum af svo sjaldséðum dýrum og fengu leyfi til að fara út úr bíln- um (sem annars er bannað) á „nas- hyrningaveiðar" með myndbandsmynda- vélar einar að vopni. Við hin fylgdumst með af miklum áhuga tilbúin að koma til „bjargar" ef með þyrfti. Ekki reyndi þó á hugprýði okkar hinna að þessu sinni. Dýr- in virtust ekki verða upnæm fyrir þessum óboðnu gestum en héldu ótrauð áfram sínu striki eins og ekkert hefði í skorist. Vísund- ar og nashyrningar eru dýrategundir sem veita ljónum nokkurt viðnám og hafa stundum í fuliu tré við þau. Áfram var haldið hægt og sígandi og brátt fer að færast meira fjör í leikinn. Skyndilega kemur stór hópur af sebra- dýrum skokkandi eftir sléttunni skammt frá veginum. Það var mikill asi á þeim og ekki ólíklegt að þau hafi verið að flýja undan einhverjum óvinum sem hefðu hug á að hafa þau í hádegismatinn. Þau voru ákaflega falleg þarna í morgunbirtunni þar sem þau skeiðuðu með reistan hausinn og röndóttan féldinn, en hurfu von bráðar út i buskann. í bæklingi um Kruger-þjóðgarðinn er sagt að það muni vera um 20 þúsund sebra- dýr á þessu svæði. Varla vorum við búin að sleppa augunum af sebradýrunum þegar nokkrir virðulegir gíraffar komu og heilsuðu upp á okkur. Þeir gengu um ákaflega hægt og tígulega og hausinn á þeim bar við loft eins og mastur á skipi. Þeir hafa gott útsýni yfir umhverfíð sem er engin furða því hæð þeirra getur orðið allt að fimm og hálfur metri. Aðalfæðan eru blöð akasíutijánna sem þeim finnst hið mesta lostæti. Við áttum eftir að sjá gíraffana oft þennan dag, bæði við að teygja sig eftir blöðum tijánna og eins þegar þeir voru að baksa við að svala þorstanum við vatnsbólin og setja sig í alveg sérstakar stellingar til að ná niður í vatnið. Annað veifið sáust antilópuhjarðir bera sig yfir á sinn þokkafulla hátt og settu svip á þessa margbreytilegu og hrífandi mynd af þessari synfóníu náttúrunnar. Babúnapamir láta sig heldur ekki vanta og eru greinilega í sólskinsskapi í dag og leika fyrir okkur listir sínar. Henda sér grein af grein og krækja öðru hvoru í hnetu sem þeir brjóta á augabragði til að gæða sér á innihaldinu. Auk landdýra sveima yfir margskonar tegundir af fuglum bæði smáir og stórir eins og t.d ernir og gammar. Eitt af því sem vakti athygli okkar voru termítahraukarnir. Þeir voru dreifðir á stór- um svæðum sumir á giska allt að tveir metrar á hæð og sérkennilega gerðir. í bókinni Lífsbarátta dýranna eftir David Attenborough er feikna fróðleg lýsing á lifnaðarháttum termítanna og hvernig þeir búa til hinar hugvitsamlegu og flóknu byggingar. Þessir „arkitektar“ dýraríkisins fengu auðsjáanlega að hafa húsin sín óáreitt fyr- ir öðrum íbúum í nágrenninu enda er ekki eftir miklu að slægjast. En nú víkur sögunni frá termítamaurun- um að stærsta dýri jarðarinnar, fílnum. Fyrr um daginn gátum við greint fílahjarð- ir í fjarska á hraðri ferð um skóginn, en vonuðumst auðvitað til að „aka fram á“ eina slíka áður en haldið væri á brott. Og sem við erum að mjakast í áttina suður að Krókódílaánni sjáum við hvar fíll stend- ur inn í runna rétt við veginn. Nú hafði eftirvæntingin breyst í æsispennandi veru- leika. Villtur fíll í nokkurra metra fjarlægð stóð þama eins og hann væri kominn til að sýna sig. Augnablikið var þrungið spennu. Við fengum leyfí til að opna dym- ar á bílnum og taka myndir af þessum „höfðingja“ skógarins. En þá skiptir engum togum, sá gamli tók á rás til okkar og flennti út eyrun og blakaði þeim ógurlega eins og stórum vængjum. Við þustum inn í bílinn og Andy ók af stað skelfingu lost- inn, sjálfur Afríkubúinn. En fíllinn lagði undir flatt og lötraði þungum og luralegum skrefum í burtu. Við horfðum á eftir þessu einmana dýri sem líklega hefur verið karl- dýr og búið að reka úr fílahjörðinni fyrir ellisakir en það er algengt meðal fíla. Eft- ir það reika þeir einir um skóginn, geðvond- ir og varnarlausir. Fílar geta lifað í allt að 70 ár við hagstæð skilyrði. Talið er að 7-8 þúsund fílar séu í þjóðgarðinum. Degi var tekið að halla og skuggarnir að lengjast. Sólin var orðin lágt á lofti og varpaði eldrauðum bjarma yfir skóginn uns hún hvarf við sjóndeildarhringinn. Hitabeltismyrkrið datt á heitt og þungt og allir drættir í umhverfinu máðust út. Við héldum á brott úr Kruger-þjóðgarðin- um, þessari náttúruparadís sem vart á sinn líka annars staðar á hnettinum. Kvöldið beið okkar á hótelinu Karoos Lodge sem er í nágrenni við syðsta hluta þjóðgarðsins. Þetta er nýlegur gististaður byggður úr dökkum viði og húsin teygja sig eins og armar út frá miðju líkt og þau vilji faðma jörðina sem þau standa á. Kvöldverðurinn var snæddur úti í garði undir myrkum himni við flöktandi skin ljós- keranna er héngu á greinum tijánna. í miðju garðsins var varðeldur þar sem þjón- arnir voru á sífelldum þönum við að grilla safaríkt kjötið fyrir gestina. Og reykurinn blandaðist ilmi skógarins og ómur af söng blökkumanna barst til okkar utan úr kyrrð- inni og allt ófst þetta saman og gerði stemmninguna töfrum þrungna. Tíminn leið með ógnarhraða þrátt fyrir allan vilja okkar til að stöðva hann um stund. Þessum viðburðaríka degi var lokið og á morgun yrði endurminningin ein eftir. Höfundur er deildarstjóri í Félagsmálaráðuneyt- inu. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11. JÚL( 1992 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.