Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1992, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1992, Blaðsíða 10
 I Konur á víkingaöld og íslensk nunnuklaustur Myndin: Morgunn í Lind- isfarne, 1989. Eftír mál- verki Gísla Sigurðssonar. (Fyrsta árás víkinga var á klaustrið i Lindisfarne árið 793 og er sá atburð- ur talinn marka upphaf víkingaaldar.) essi rit fjalla um miðaldir og síðmiðaldir. Um- fjallanir um stöðu kvenna á lokaskeiði þjóðflutn- ingatímans og innan íslenskrar kirkju á síðmið- öldum. Eitt er það sem brýnt er að átta sig á varðandi alla sögu ár-, mið- og síðmiðalda og „Judith Jesch skrifar bók um konur á víkingaöld. Hún leitast við að draga fram kjör kvenna og lífs- máta á þessu tímabili samkvæmt þeim heimild- um sem eru tiltækar, fornminjum, gröfum og grafbúnaði, rúnasteinum, staðanöfnum og eigin- nöfnum, erlendum skráð- um heimildum, þ.e. eink- um arabískum, listmun- um og skreytingum sem varðveist hafa og söguleg- um heimildum íslenskra sagnfræðinga frá miðöld- um, goðafræði og íslend- ingasögum.“ Eftir SIGLAUG BRYNLEIFSSON allt fram á 18. öld, en það er, að samfélög manna voru byggð upp sem stigveldi og mannagrein var mjög mikil miðað við mæli- kvarða og skoðanir manna nú á dögum. Aðskilnaður kynjanna í tvo heima, sem einkenndust af kúgun karla á konum, er eins og hver önnur fabúla fundin upp á síð- ari hluta 20. aldar. Samfélög miðalda og þar með samfélög víkinga voru lagskipt, hver stétt hafði ákveðinn rétt og skyldur, þrælar og ambáttir gengu næst búsmalan- um og ánauðarbændur miðalda voru ekki ijarri því að vera flokkaðir á svipaðan hátt og þrælar. Nú var meginþorri hverrar þjóðar bændur og af þeim íjölda var yfirgnæfandi meiri- hluti ánauðarbændur, þegar kemur fram á miðaldir víðast hvar í Evrópu. Lýsing á bændum í evrópskum bókmenntum og frá- sögnum klerka á ármiðöldum, 5.-6. öld, voru allar á eina leið. „Rustíkus" hafði ákaf- lega neikvæða merkingu og ekki síður „pag- anus“ heiðingi. í „Declinatio Rustica“, (ívitnun Le Goff) þýsku handriti frá 13. öld, er orðið bóndi þýtt á sex vegu: „Þorpari, ruddi, ræningi, stigamaður og þjófur“, og þegar orðið er haft í fleirtölu, þá eru orðin: „Ræflar, betlarar, lygarar, fantar, rusl og heiðingjar". Þessi mynd ánauðarbænda var bundin vissum svæðum og ríkjum í Evrópu, og á sér langa forsögu í þrælahaldi fomaldar. En samkvæmt hugmyndum Fomgrikkja var vinnan þrælkun sem stafaði af nauðsyn. Aristoteles ræðir þrælahaldið í (Politics 1253 b 25) og þar segir: „Án nauðungar er líf manna og hvað þá hið góða líf ómögu- legt. Það að eiga þræla er aðferð til þess að sigrast á nauðunginni, það stangast ekki á við náttúmna, lífíð krefst þess.“ Bændur framleiða lífsnauðsynjar, eru undirorpnir nauðung og eru því flokkaðir með þrælum bæði af Plató og Aristotelesi. Vinnan sem nauðung og ósamboðin frjáls- bornum manni mótaði lífsskoðun manna fram eftir öldum. Þegar þrælahald lagðist af víða, þá varð ánauðarbóndinn staðgeng- ill þrælsins. Á öldum þegar ísvetur eða þurrkasumar gat þýtt hungursneyð og fram- leiðslugeta var takmörkuð við frumstæð handverkfæri, var nauðungin náttúrulögmál fyrir meginþorra hverrar þjóðar eða ætt- flokks bæði fyrir karl og konu. Því er kúg- un kvenna á miðöldum jöfn kúgun karla. Judith Jesch skrifar bók um konur á vík- ingaöld. Hún leitast við að draga fram kjör kvenna og lífsmáta á þessu tímabili sam- kvæmt þeim heimildum sem eru tiltækar, fornminjum, gröfum og grafbúnaði, rúna- steinum, staðanöfnum og eiginnöfnum, er- lendum skráðum heimildum, þ.e. einkum arabískum, listmunum og skreytingum sem varðveist hafa og sögulegum heimildum ís- lenskra sagnfræðinga frá miðöldum, goða- fræði og Íslendingasögum. „Villainage in England . . .“ eftir Sir Paul Vinogradoff er meðal þeirra rita sem fjalla um enska bændastétt á miðöldum, en hluti þeirrar stéttar var af norrænum uppruna, einkum í hinum fornu Danalögum. Ánauðin virðist hafa verið linari þar en annars stað- ar og hvað þá um Norðurlönd, þaðan sem víkingar komu? E.t.v. voru víkingaferðir lausn undan nauðung heima fyrir sem varð gjörleg við þá einkennilegu framför í skipa- smíðum sem tekur að gæta á 7.-8. öld á Norðurlöndum. í bók Jesch kemur fram það lagskipta samfélag, fámenn yfírstétt og fjöl- mennar lágstéttir. Réttur yfírstéttar kvenna var réttlættur. Þær gátu ráðið löndum og átt auð fjár, ferðast um lönd allt frá Vín- landi til Rómar, um Bretlandseyjar og Rúss- land. Meginþorri þeirra kvenna sem víking- ar höfðu með sér, voru þó ambáttir, enda voru ferðir víkinga þrælaveiðar, ekki síst í austurveg. Kvenlýsingar Eddukvæða benda ekki til kvennakúgunar í heiðni meðal yfírstéttanna, aðrar stéttir voru „kúgaðar“, jafnt karl sem kona. Höfundur Iýkur bók sinni svo: „Vík- ingaöldin var þrátt fyrir allt ekki aðeins blóð, sviti og tár, jafnvel ekki heldur fyrir konur... í lok víkingaaldar var kristinn siður tekinn í lög og með kristninni lukust upp nýir úrkostir fyrir konur.“ Þeim þætti miðaldamenn- ingar lýsir Anna Sigurðar- dóttir í „Allt hafði annan róm áður í páfadóm ...“. Sú bók er fyrsta ritið sem fjallar um nunnuklaustur á íslandi að einhveiju marki. Höfundur- inn hefur kembt tiltækar heimildir af nákvæmni og unnið af vandvirkni merki- legt heimildarrit um íslensk nunnuklaustur og íslenska kristni. Til þess að geta skilið heima miðalda í Evrópu og viðhorf miðaldamannsins er frumskilyrðið að átta sig á, að fólk þeirra tíma lifði í tveimur heimum, eilíft líf var því fullkomin og oft áþreifan- leg staðreynd. Líf þess hér á jörðu var undirbúningur und- ir eilíft líf og þeir, sem var þetta ljósast, riftu oft öllum samböndum við „heiminn" og helguðu sig undirbúningi ei- lífs lífs bæði fyrir sjálfa sig og aðra, með guðsdýrkun og stöðugu bænahaldi. Klaustr- in voru þeir griðastaðir þar sem mönnum gafst tækifæri til að lifa trúarlífí í friði frá veraldarvafstri. Klaustur voru fyrst stofnuð í austurhlut- um Rómaveldis. Saga þeirra hefst með ein- setumönnum, sem setjast að í eyðimörkum og um svipað leyti hófu konur einsetulíf. Á því tímabili sem Gibbon lýsir svo ágætlega í „Decline and Fall of the Roman Empire" varð m.a. sú breyting á umboðsstjórn ríkis- ins, að kirkjan tók meira og minna við hlut- verki ríkisvaldsins og varð þar með á löng- um tíma arftaki Rómaveldis og varðveitti hinn rómverska arf, ekki síst lögin. Við hrun borgarlífs í Rómaveldi hefst straumur fólks úr borgum til sveita og einmitt á því langa tímabili eru mörg merkustu klaustur Ítalíu stofnuð og forgöngu höfðu oft afkom- endur senatoraætta ríkisins, en í þeirra höndum var obbinn af jarðeignunum innan Rómaveldis. Rómversk, kristin yfírstétt ásamt yfírstéttum þeirra fyrrverandi bar- baraþjóða sem tekið höfðu upp rómverska hætti og latneska málbyggingu og róm- verskt réttarkerfí, mótuðu klaustrastofnanir og allt skipulag þessara stórkostlegu klaust- urbúa, sem urðu fyrirmynd í landbúnaði á þeim öldum. Meðal klaustraheitanna var hreinlífi, sem var inngróin stefna þeirra kirkjufeðra sem mótuðu kristnina á ármið- öldum. Andúðin á líkamlegum losta og lík- amsþörfum var leið til þess að öðlast vott af skynjun á því ástandi sem mýstíkerar nefndu „nunc stans“, tímaleysi eilífðarinn- ar, algjör lausn frá lí’kamsviðjum. Benedikt frá Nursía stofnaði klaustur á Monte Cassíno á Ítalíu um 529, en systir hans, Skolastika, stofnaði nunnuklaustur. Benediktsregla mótaði klausturlíf í Evrópu, og bæði nunnuklaustrin hér á landi voru af þeirri reglu. Kirkjubæjarklaustur var stofnað 1186 og hitt nunnuklaustrið, Reyni- staðaklaustur, 1295. Fyrsta munkaklaustrið var formlega stofnað á Þingeyrum 1133, en e.t.v. hafa munkar frá Bæ í Borgarfirði sest þar að þegar Jón Ögmundsson stofnaði klaustrið 1112. Til þess að koma á stofn klaustri þurfti mikið fé (í jörðum og jarða- leigum) og því stóðu höfðingjar, þ.e. auðug- ir jarðeigendur eða kirkjan sjálf, fyrir klaustrastofnunum. íslensk kirkja er orðin auðug stofnun eftir hundrað ára starf og þeir sem þar að stóðu voru íslenskir höfð- ingjar. Starf kirkjunnar var hér á landi eins og annars staðar í Evrópu siðmenningar- starf, íslensk bókmennt hefst með því starfí og þeir „bókvísu" klerkar voru frumkvöðlar íslenskrar bókmenningar sem tengdist forn- um munnlegum arfi með þeim afleiðingum að hér blómgaðist sagnfræði og söguritun, sem var og er sérstæð í evrópskri menning- arsögu. Klaustrin voru þýðingarmikil í þessu starfi. Anna Sigurðardóttir rekur þessa menn- ingarsögu varðandi þau tvö nunnuklaustur sem voru hér við lýði í hundruð ára og eins og höfundur ritar í formála: „Allt hafði annan róm áður í páfadóm" — „í hálfa sjöttu öld meðan rómversk-kaþólsk kirkjuskipan var á íslandi. Mörgum vill gleymast að frá siðaskiptum eru rúmar fjórar aldir.“ Höfundi hefur tekist að lífga löngu liðna tíð, rekja sögu persóna og stofnana og sýna fram á þann mikilsverða þátt sem íslenskar nunnur áttu í siðmenningar- og mennta- stefnu kaþólskrar kristni. Saumur, vefnað- ur, bókagerð, skreytilist og ræktun og ekki síst bænahaldið voru störf klausturfólksins. Anna Sigurðardóttir lætur ekki staðar num- ið við fortíðarsöguna. Hún rekur einnig starf kaþólskra systra, eftir að klausturlíf hófst aftur á íslandi með þeim góðu gestum frá kaþólskum svæðum Evrópu, sem settust hér að og hafa unnið að hjúkrun og spítalahaldi auk þýðingarmesta þáttarins samkvæmt þeirra reglum, bænastarfinu og uppfræðslu barna. Höfundurinn skiptir riti sínu í fjórar bæk- ur og í fjórðu bók birtir hún ljóð og frásagn- ir frá þessum tímum og síðari tímum. Bók þessi er smekklega unnin, fjöldi mynda og prentun eins og best verður á kosið, band ágætt. Þau brot ög minjar sem enn eru við lýði úr þessum tveimur klaustrum eru ekki fjölskrúðug borið saman við horfna grípi og bækur, sem rifin voru og brennd á siða- skiptatímanum eða flutt úr landi, þar hafa farið heil listasöfn. Judith Jesch: Women in the Viking Age. The Boydell Press 1991. Anna Sigurðardóttir: Allt hafði annan róm áður í páfadóm. Nunnuklaustrin tvö á íslandi á miðöldum og brot úr kristnisögu. Úr veröld kvenna III. Kvenna- sögusafn íslands — Rv. 1988. Höfundur er rithöfundur. 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.