Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1992, Qupperneq 12

Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1992, Qupperneq 12
R A N N S w O K N "1,r R Á r/uo °í s L A N D 1 Umsjón: Sigurður H. Richter Heyverkun Loftslagi er þannig háttað hérlendis að nauðsynlegt er að afla fóðurs til vetrarforða handa búfé. Hey nemur um það bil þriðjungi af ársfóðri naut- gripa, sauðíjár og hrossa. Heyöflun og heyverkun eru því mjög þýðingarmikill þáttur landbúnaðar. Rannsóknir á Heyverkun Heyöflun og heyverkun eru mikilvægir liðir í nýtingu innlendra auðlinda til búfjárræktar og matvælaframleiðslu. Margir þættir hafa áhrif á verðmæti heyins til fóðrunar. Myndin sýnir áhrif sláttutíma og þurrkstigs heys í rúllu- böggum á daglegt heyát sauðfjár (geml- inga). Eftir BJARNA GUÐMUNDSSON Saga heyverkunarrannsókna á íslandi er ekki löng. Rannsóknir á súgþurrkun heys hófust skömmu fyrir miðja öldina. Litlu síð- ar hóf búnaðardeild atvinnudeildar Háskól- ans rannsóknir á votheysgerð, m.a. í sam- vinnu við verkfæranefnd ríkisins á Hvann- eyri, er þá starfaði. Fyrir daga þessara rann- sókna höfðu þeir Halldór Vilhjálmsson, skólastjóri, og Þórir Guðmundsson, kennari á Hvanneyri, gert ýmsar heyverkunar- og fóðrunartilraunir þar. Má telja þá brautryðj- endur á þessu sviði hérlendis. Á Hvanneyri er nú unnið að rannsóknum á heyverkun með samstarfi Bændaskólans (búvísindadeildar) og Rannsóknastofnunar landbúnaðarins (bútæknideildar). Markmið Rannsóknanna - Rannsóknaþörfin Það er markmið rannsókna á sviði hey- verkunar að leita leiða til þess að framleiða ódýrt, gott og heilnæmt fóður. Ekki þarf að tíunda þörfina fyrir lækkun framleiðslu- kostnaðar heysins, og þar með afurðanna. Sóst er eftir að verka heyið þannig að gæði þess rýrni sem minnst frá slætti til gjafa. Ella skerðist framleiðslugildi þess og fóðrið verður dýrara. Vaxandi athygli er beint að hollustu heysins. Ýmsa kvilla í skepnum, t.d. meltingartruflanir, votheysveiki, hey- mæði ofl. má rekja til þess hvernig heyið hefur verkast. Alkunna er einnig að rykugt og myglað hey veldur mörgum sem við það vinna óþægindum og jafnvel heilsutjóni. Þótt byggja megi á niðurstöðum erlendra rannsókna eru skilyrði hérlendis að mörgu leyti frábrugðin því sem þar gerist. Hér er heyið stærri hluti heildarfóðurs búfjár en erlendis; sprettutíminn er skemmri, graslag annað og veðurfar einnig. Með innlendum rannsóknum er því bætt við erlenda þekk- ingu sem nýta má bændum og neytendum búfjárafurða til hagsbóta. Verðmæti Heysins Mæla má efnamagn í heyi (orku, prótein, steinefni...), en lystugleika þess er erfíð- ara að meta. Þegar meira liggur við í tilraun- um með fóðurframleiðslu og heyverkun er því öruggast að prófa heyið á búfénu og mæla viðbrögð þess og afurðir, samhliða efnamælingum. Heyuppskera og efnamagn hennar er engan veginn einhlítur mæli- kvarði á verðmæti heysins í búrekstrinum; lystugleiki heysins og nýting ráða miklu. Verðmæti heysins verður því ekki að fullu metið fyrr en búféð hefur breytt efnum þess í afurðir. Veðrið Og Heyskapurinn Veður á Islandi er síbreytilegt og úrfella- samt. Heyskapurinn er því oft glíma við veðrið, að nýta fleiri eða færri þurrviðris- Heyskapur á Hvanneyri. stundir til þess að bjarga heyjum undan skemmdum. Heyvinnuvélar og tækni auka afköst og öryggi, svo meira af fóðri næst á réttum tíma. Heyskapurinn er líka glíma við þroskabreytingar grasanna, þar sem fóðurgildi þeirra breytist með hveijum degi sumars. Á meðan heyið liggur á velli rýrnar það að fóðurgildi, mismikið eftir veðri og því hvernig heyið er meðhöndlað. Mælingar á Hvanneyri hafa sýnt að fóðurtapið svarar til 1-2% á dag. í óþurrkatíð verður það til- finnanlegt — veldur búunum tekjumissi, sem numið getur tugum og jafnvel hundruðum þúsunda króna. Véltækni, sem styttir tíma heysins á velli, getur því verið fljót að borga sig. Rúllubaggarnir - NÝ Tækni Við Heyverkun Á síðustu fimm árum hefur orðið mikil breyting á tækni við heyverkun hérlendis. Svonefnd rúllutækni hefur rutt sér til rúms. Heyið er bundið í rúllur, sem síðan eru hjúp- aðar plastfílmu, nægilega sterkri til þess að súrefni komist ekki að heyinu og spilli gæðum þess. Fast að helmingur heyforða bænda er nú verkaður með þessum hætti. Verkun heysins í rúllunum byggist á gerj- un líkt og önnur votheysverkun. Rannsókn- ir á Hvanneyri og reynsla bænda hefur sýnt að nokkur þurrkun heysins á velli áður en það er bundið í rúllur er til bóta. Með því móti verða heyrúllurnar þéttari í sér, svo umbúðakostnaðurinn verður tiltölulega minni. Heyið ést líka betur að jafnaði, svo vænta má meiri afurða og minni fóðurbætis- þarfar. Gæði plastfilmunnar, sem rúllubaggarnir eru hjúpaðir í, ráða miklu um verkun heys- ins og geymslu. Ör þróun hefur orðið í fram- leiðslu plastfilmunnar hvað snertir þéttleika gagnvart súrefnisleka, framleiðsluverð, umhverfísáhrif og möguleika á endur- vinnslu. Bútæknideildin á Hvanneyri hefur unnið að mælingum á gæðum plastfilmunn- ar, m.a. í samvinnu við Iðntæknistofnun Islands. Hér er mikið í húfi því árlega kaupa bændur rúlluplast fyrir liðlega hundrað milljónir króna. Léleg eða illa frágengin plastfílma getur valdið búunum miklum skaða. Hey Verkað Með Íblöndunarefnum Ýmis efni hafa verið reynd til þess að bæta verkun heys. Erlendis er nú mikið unnið að rannsóknum á notkun íblöndunar- efna, ekki síst af lífrænum toga. Á Hvann- eyri hafa slík efni verið reynd meðal annars í rúlluhey. Komið hefur verið upp aðstöðu til örverurannsókna á vegum bændaskólans, svo unnt er að fylgjast með geijun votheys- ins og áhrifum íblöndunarefnanna á hana. Efni eins og maurasýra og kofa-salt (kals- íum-formiat o.fl.) hafa gefið góða raun. Með þeim hefur heyið oftast nær verkast betur og reynst lystugra en án þeirra. Mest mun- ar um efnin ef gæðum heysins er áfátt, t.d. ef það er of blautt eða rýrt að kolvetnum en kolvetnin eru hráefni réttrar geijunar í heyinu. KOSTNAÐUR VIÐ HEYÖFLUN Samhliða rannsóknum á verkun heysins og gildi þess til fóðrunar er safnað öðrum gögnum, svo sem um vinnutíma, aflþörf véla og orkunotkun. Þannig er lagður grund- völlur að mati á kostnaði við mismunandi heyöflunaraðferðir. Þessi þáttur rannsókn- anna er einkum á hendi bútæknideildarinn- ar, þar sem fram fer m.a. opinber prófun á búvélum. Bændasamtökin hafa nýlega samið við stjórnvöld um tiltekna framleiðniaukningu landbúnaðarins næstu árin. Þar sem fóður- öflunin er stór liður í búvöruframleiðslunni þarf að leita allra leiða til þess að bæta heyverkunina og draga úr framleiðslukostn- aði heysins. Rannsóknir og þróunarstarf auðvelda þá leit. Með kennslu bændaefna og ráðgjöf til bænda er niðurstöðum hennar komið til skila. Höfundur er fóðurverkfræðingur og starfar við búvísindadeild Bændaskólans á Hvanneyri. Vallarsv.gr.-Fy Beringspuntur Vallarsv.gr.-ís. Vallarfoxgras Vallarsv.gr-Hol. Túnvingull Snarrót ////////////////////// w//////////////m 7////////////////Æ /////////////// ’mmy/Æ. 8000 6000 4000 2000 0 50 100 150 200 Uppskera af heyi, kg/ha Vöxtur lamba, kg/ha Úr heyverkunartilraun á Hvanneyri með sjö grastegundir. Annars vegar (t.v.) er uppskera þeirra í kílóum þurrefnis á hektara, en hins vegar (t.h.) heildarvöxtur lamba, sem fóðruð voru á uppskeru hverrar grastegundar. Vöxtur lambannu er þvígefinn upp íkg á hektara. Hann er beinn mælikvarði á framleiðslugildi heysins af hverri grastegund. Dæmi um beina eldsneytisnotkun við heyöfl- un með tveimur algengum aðferðum. Súg- þurrkunin nýtir innlenda raforku, sem spar- ast, sé heyið geymt í plastbjúpuðum rúllu- böggum. Þá kemur hins vegar til óbein og erlend orka við framleiðslu og vinnslu plasts- ins.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.