Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1992, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1992, Blaðsíða 7
Ljósmynd/Sigurður Ægisson Ijósmynd/Sigurbjörg Ingvadóttir Ljósmynd/Sigurður Ægisson d ofan í Breiðdal. Þarna er svið einnar nnur tveggja systra mælti svo fyrir, að r á Breiðdalsheiði, þar sem hún sæi út ðleiðina. Átti enginn ófriður að komast væri órofin og beinin lægju þar óáreitt. ikkst þar fram undir 1900. Síðan gengu menn að vísindakonunni og frétti hver eftir því sem mest forvitni var á. Var hún og góð af frásögnum. Gekk það og lítt í tauma er hún sagði. Þessu næst var komið eftir henni af öðr- um bæ og fór hún þá þangað. Þá var sent eftir Þorbirni því að hann vildi eigi heima vera meðan slík heiðni var framin. Veðrátta batnaði skjótt þegar er vora tók sem Þorbjörg hafði sagt. Þessi heimild er ómetanleg, og mun vera nákvæmasta lýsing á búnaði seiðkonu eða völvu, er geymst hefur. Athyglisvert er að lesa um þessi dýrindis klæði, sem benda til þess hver virðingarstaða þessara kvenna í raun var á heiðnum tíma. Má geta þess til dæmis, að samkvæmt Grágás var kattarskinn margfalt verðmeira en refaskinn. Neistar Heiðninnar Mikill fjöldi álagabletta á íslandi er lifandi dæmi um neista heiðninnar fram á okkar daga, þ.e.a.s. trú á huldufólk og álfa margs konar. Eitt af því sem gæti líka hafa varðveist frá gamalli tíð er merkilegt fyrirbæri, sem kallast völvuleiði, en það eru minjar og ör- nefni víða um land, einkum þó fyrir austan og suðaustan. Oft er þar um að ræða þúfur í túni, óreglulegar þústir, steina eða hóla. Um flest þessara völvuleiða er ekkert meira vitað; örfáum fylgja þó sagnir, munnlegar eða ritaðar. Kemur þar iðulega fram, að sá, er byggi upp leiðið eða haldi því við, fái ein- hvern glaðning eða happ í staðinn. Það athyglisverðasta við þessi „leiði“ — burtséð frá því, hvað undir kann að liggja — er, að menn hafa verið að hlúa að þeim allt fram á okkar tíma, þ.e.a.s. undir lok 20. ald- ar, hlaða þau upp og snurfusa, og það í landi, sem búið er að vera kristið í næstum 1000 ár. VÖLVURNAR Þeir, sem á landnámsöld vildu fræðast um komandi tíma, gengu m.a. til völvu. Hún var fjölkunnug og sagði fyrir örlög manna og óorðna hluti. Orðið völva er talið dregið af fornu orði, völur, er merkir stafur, en þess lags tæki munu völvurnar hafa notað, m.a. er þær frömdu seið. Orðtakið „að fara á vonarvöl", þ.e.a.s. að vera með betlara- eða göngu- mannastaf, er einnig komið frá þessu, en sumar eða allar völvurnar flökkuðu um. Af fornum bókum má ráða, þrátt fyrir allt, að völvur hafa á 8., 9., og 10. öld verið algengar á Norðurlöndum og Grænlandi, en tekið að fækka upp úr því, við tilkomu hins nýja siðar, kristinnar trúar. Þær hafa samt vitanlega ekki horfið með öllu, rétt sisona, heldur starfað áfram, og þá í leynum, ef ekki vildi betur til. Jarðvegurinn var enn til staðar. Lýsingin í Eiríkssögu rauða virðist einmitt benda í þá átt. Og nú er spurt: Hafi þessar eftirlegukind- ur heiðindóms lifað fram á 11. öld og haldið iðju sinni áfram, hvað skyldi þá hafa verið gert með jarðneskar leifar þeirra síðar? I kristnu landi, vel að merkja. Ekki kom til greina að setja þær í kirkjugarð, og því hef- ur bara eitt verið til ráða: að grafa þær fyr- ir utan svæði hinnar vígðu moldar. Á milli 50 og 60 völvuleiði (þ.e.a.s. ör- nefni óg/eða minjar) hafa varðveist fram á okkar daga á íslandi, á meðan engin heimild eða vitneskja er til um slík örnefni á Norður- löndunum og Grænlandi. Mörg leiðanna snúa í norður-suður, eins og títt var með grafir heiðinna manna, en sum þó einnig í austur- vestur. Vera má, að hér sé um að ræða þess- ar jarðnesku leifar völvanna, sem minnst var Ljósmynd/Sigurður Ægisson Völvuleiðið í Einholti á Mýrum, skammt frá Hornafirði. Afmarkað með girð- ingu. Segir fleira en mörg orð. á, þ.e.a.s. í einhveijum dæmum, en um það verður ekkert fullyrt á þessu stigi málsins. Staðirnir í raun og veru skiptir ekki nokkru máli hvort völvuleiðin eru raunverulegar grafir eða ekki. Út frá þjóðfræðilegu sjónarmiði er hitt áhugaverðara, að þessi örnefni kvikn- uðu, og héldust lifandi fram á okkar daga. Það eitt segir margt. ^ Mér hefur tekist að fínna, með dyggri aðstoð góðra manna, 49 staði á landinu, þar sem völvur eiga að sögn að vera grafnar. Yfírleitt má fínna heimildir um þessi leiði á prenti; í sumum tilvikum þó ekki. Stundum eru fleiri en eitt leiði á hveijum stað. Langoftast er talað um völvuleiði í þessu sambandi (ýmist ritað með hástaf eða litl- um), en fyrir kemur þó Völvuhóll, og á örfá- um stöðum er þess einungis getið, að þar sé völva grafín, en ömefnið sjálft hefur týnst. Hér fyrir neðan eru staðimir upp taldir, og þá byijað fyrir norðan og haldið austur um og þaðan suður eftir: Hamarshyrna, Fljótum, Skagafirði, Vík, Héðinsfirði, Nes, Saurbæjarhreppi, Eyjafírði, Leyningshólar, Saurbæjarhreppi, Eyjafirði, Böðvarsdalur, Vopnafírði, Eyvindarstaðir, Vopnafírði, Kirkjubær, Hróarstungu, Vífíls- staðir, Hróarstungu, Hjarðarhagi, Jökuldal, Bakkagerði, Borgarfirði eystra, Kjólsvík, Borgarfjarðarhreppi, eystra, Litla-Vík, Borg- arfjarðarhreppi, eystra, Reykir, Mjóafirði, Fannardalur, Norðfírði, Grænanes, Norðfírði, Stuðlar, Viðfírði, Hólmaháls, Reyðarfírði, Selja(r)teigur, Reyðarfirði, Bemnes, Fá- skrúðsfírði, Hvalnesháls, milli Stöðvarfjarðar og Breiðdalsvíkur, Þorvaldsstaðir/Tungufell, Breiðdal, Ánastaðir, Breiðdal, Breiðdalsheiði, Papey, Hamar, Hamarsfírði, Geithellar, Álftafírði, Flugustaðir, Álftafirði, Vík, Lóni, Stafafell, Lóni, Þórisdalur, Lóni, Krossaland, Lóni, Hafnames, Homafirði, Krossbær, Nesj- um, Homafirði, Hoffell, Nesjum, Homafirði, Einholt, Mýrum, Homafírði, Heinaberg, Mýr- um, Homafirði, Uppsalir, Mýmm, Homa- fírði, Kálfafellsstaður (Butra), Suðursveit, Hnappavellir, Öræfum, Kálfafell, Fljóts- hverfi, Skaftárdalur, Síðu, Efri-ey, í Hóls- landi á Meðallandi, Höfðabrekka, Mýrdal, Norður-Vík (Efri-Vík), Mýrdal, Fell, Mýrdal, Ytri-Skógar, Skógum undir Eyjafjöllum, Of- anleiti, Vestmannaeyjum, Álfsstaðir, Skeið- um, Árnessýslu, Garðar, Álftanesi. Einkennileg Skipting Eins og glöggur lesandi hefur eflaust tek- ið eftir, er næsta furðulegt hvað völvuleiðin raðast mikið á Austfírðina og suður um land. Ekkert völvuleiði hefur til þessa fundist í eftirfarandi sýslum: Kjósarsýslu, Borgar- fjarðarsýslu, Mýrasýslu, Snæfells- og Hnappadalssýslu, Dalasýslu, Barðastrand- arsýslum, ísafjarðarsýslum, Strandasýslu, Húnavatnssýslum ogÞingeyjarsýslum. M.ö.o. vantar þessi ömefni á annan helming lands- ins, þótt ekki sé kannski öll von úti með að eitthvað fínnist á þeim slóðum. Hvað skyldi valda þessari einkennilegu dreifíngu? Dæmi Um VÖLVULEIÐI Segja má, að fímm völvuleiði af öllum þessum, sem upp eru talin hér að ofan, séu kunnari almenningi en önnur. Þau eru í Leyningshólum, á Hólmahálsi, í Einholti, á Kálfafellsstað og á Felli. Öllum fylgja þeim sagnir af einhverjum toga, og þá yfírleitt meiri en gerist með hin. Til að sýna lesendum betur hvað um er að ræða, skulu hér tekin þijú dæmi. A) í ævisögu séra Jóns Steingrímssonar, en hann var uppi á 18. öld, er alllangur kafli um völvuleiðið á Felli. Orðrétt segir þar: Sagt er ein valva hafí búið á Felli í páfadómi og jafnvel átt þá jörð. Leiði hennar er sagt að sé austur í brekkun- um, þar sól skín fyrst á og fer síðast af. Hún skyldi hafa heitið á fátæka á einum pestartíma, að gefa þeim 30 álna toll, ef pestin dræpi engan á sínum bæ, af ungu fólki, hvað svo við borið hafði. Og svo var mikill átrúnaður á þessum tolli, að allt svo lengi sem hann væri goldinn mundi þar ei ungbam deyja og enginn vissi eða mundi nú á dögum að þar hefði nokkur unglingur dáið, meðan honum var útsvarað. Og 5. janúar árið 1818 ritar séra Þórður Brynjúlfsson (1763- 1840), þá prestur í Sólheimaþingi, eftirfarandi, þar sem hann er að telja upp merkilegar fornaldarleifar í Sólheima- og Dyrhólasóknum innan Vestur- Skaftafellssýslu, „eftir fyrirmælum hinnar konunglegu neftidar til slíkra hluta viður- halds“: Dys nokkur, eður stórt leiði, skammt frá prestssetrinu Felli, sem horfir til norðurs og suðurs, kallað völvuleiði, í þeim stað þar sem sól skín fyrst og lengst á; því þar skyldi þessi svo nefnda valva hafa boðið að veita sér greftran. Menn halda fyrir satt, að þar iiggi kona sú, er fyrrum, á þeim pápísku tíðum (óvíst hvenær) bjó hér á Felli, og líklega hefur verið eigandi þeirrar jarðar. Hún lagði fyrir, að þeir, er þar byggju síðan, skyldu greiða til hreppsins fátækra 2 tunnur skyrs á hveiju ári. Hefur þessi tollur síðan varað, og varir enn, að því leyti, sem Fells ábúandi má annað hvort greiða til fátækra 60 álnir í landaurum eða forsorga einhvem ómaga af hreppnum, svo lengi þessi tollur nær, honum til framfæris. Einn minna fommanna hefur reynt til að koma af þessari álögu, sem byggði á pápískri yfirtrú, en forgefíns; og sumir hafa þá trú, að óhöpp viðliggi, ef bmgðið er útaf þessarar konu fyrir- mælum. Báðir þessir textar sýna, og þá einkum sá fyrri, að völvuleiðið er gamalt. Enn í dag má sjá völvuleiðið á Felli, á þeim stað, er prestur segir frá í bók sinni. Er það mjög stórt og vel upp hlaðið, en þau ákvæði fylgja, að ekki megi slá það eða í kringum það. Margar sögur era til varðveittar á prenti um þetta leiði og það, hversu álögin vora I- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21 .NÓVEMBER 1992 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.