Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1993, Side 5
innyflin. Hann sagði þetta fulltrúa.sýslu-
um tiðrætt um útilegum.enn, Sagðist h.ann
ei ætlað henni aðra eins lygi og bætti við:
„Þú skalt ábyrgjast afleiðingarnar." Var
hann þá ægilegur á svipinn, svo að henni
brá og lét hún gera sýslumanni orð að hún
óttaðist um líf sitt.
Þar kom, að sýslumaður þóttist nokkuð
viss um þá Jón og Sigurð. Jón var tekinn
og honum komið fyrir í járnum hjá Hafliða
á Hrauni. Svo var farið að sækja Sigurð.
Kom flokkur sýslumanns að Leiðólfsstöðum
um kvöld. Sigurður var kominn inn frá gegn-
ingum og rétt farinn úr snjófötunum. Þegar
barið er að dyrum hleypur hann umsvifa-
laust út, svona lítt klæddur. Honum er sagt,
að hann sé nú fangi í nafni konungs og lag-
anna. „Ekki er ég fyrir þeim, sem saklausir
hafa fangaðir verið,“ svaraði Sigurður. Hljóp
hann síðan á bak á lausum hesti sem þeir
höfðu með sér og bað hann ekki einu sinni
um að mega klæða sig. Fannst ekki, að hann
tæki kuldann nærri sér, en þegar kom að
Hæringsstöðum fannst sýslumanni þetta
ófært og kom honum fyrir. Var hann þar í
járnum í viku og virtist liggja vel á honum.
Ekki sýnist hafa verið leitað á honum, því
hann tók eitt sinn upp hníf og sýndi og lét
svo um mælt, að hann hefði átt lafhægt með
að drepa sýslumann þegar hann var tekinn.
Svo var hann fluttur að Hjálmholti til sýslu-
manns. Þar kom hann sér í mjúkinn hjá konu
hans, svo að hún þóttist viss um að hann
væri saklaus. Kom hún því til leiðar að hann
var ekki eins hart haldinn og annars hefði
verið.
Um þetta leyti var Gottsvin, faðir Sigurð-
ar, kominn í húsmennsku á Baugsstöðum.
Einn morgun var Gottsvin daufur í dálkinn
og er hann var spurður sagði hann draum
sinn frá því þá um nóttina. Honum fannst
hann ganga út og líta út á víkina. Lá þá ís
yfir henni allri. Hann sér fjóra menn koma
ríðandi yfir ísana austan af Eyrarbakka,
þeir fara mikinn og stefna upp til búðanna.
Er Sigurður fremstur í flokki og ríður bleik-
um hesti. Þeir stíga af baki við búð Gott-
svins. Hestur Sigurðar er allur sílaður. Hrist-
ir hesturinn sig - og það hrökkva blóðdropar
á Gottsvin. - Þess er að geta, að þegar gamla
manninn dreymdi þetta hafði ránið frést en
enginn verið tekinn.
Þegar rannsóknir hófust aftur í málinu
komu fram vitni, sem báru það, að Sigurður
hefði látið grunsamleg orð falla um ránskap.
Auk þess bar vinnukona hans, að ekki hefði
verið kært með hjónunum og mundi Vilborg
hafa gifst Sigurði mest af hræðslu við hann,
hann væri hroðalegur ef hann reiddist. Svip-
að sagði nágranni hans og nafni á Hrærings-
stöðum - en sagði Sigurð hafa verið góðan
nágranna þrátt fyrir skapbrestinn. Kom nú
æ fleira fram sem benti til sektar Sigurðar
og Jóns Geirmundssonar og auk þeirra Jóns
Kolbeinssonar á Brú og Hafliða bróður hans
á Stóra-Hrauni. Hafliði var þó af flestum
talinn hafa verið með af einni saman fylgi-
spekt við bróður sinn.
Jón Geirmundsson var orðinn ákaflega
meyr þegar hér var komið sögu, ekki síst
af ótta um afdrif konu sinnar ef hann yrði
dæmdur. Var,ð honum nóg boðið, þegar hann
dreymdi eina nótt í varðhaldinu, að Páll
Hafliðason á Skúmsstöðum risti hann á kvið-
inn en síðan kom djöfullinn og hirti úr honum
manns, en sa réð drauminn þannig, að „ann-
aðhvort tekur djöfullinn sálu þína eða hann
tekur frá þér þann kraft sem hann hefur
hingað til gefíð þér til að þræta fyrir sannleik-
ann“. Var það snjöll ráðning eins og á stóð,
því Jón var kominn að því að guggna og
játaði hann nú samstundis. Þá fór málið að
ganga. Hafliði var tekinn, og játaði svo hver
af öðrum. Kom ýmislegt fleira upp en
Kambsránið í þeim játningum. Sigurður
tregðaðist lengst við, en játaði loks er hinir
höfðu verið lokaðir inni hjá honum hver eftir
annan til þess að leiða hann á rétta vegu.
Dómur var kveðinn upp í Hróarsholti 21.
janúar árið eftir ránið. Voru margir dæmdir
- því margt misjafnt hafði komið upp í sam-
bandi við Kambsmálið - en flestir til hýðing-
ar og dálítilla fjársekta. Kambsránsmenn
fengu þyngri dóma. „Sigurður Gottsvinsson,
nú í arresti í Hjálmholti, á að hýðast við staur,
brennimarkast og erfiða ævilangt í festingar
þrældómi" sagði þar. Dómnum var breytt
seinna, en það stóð, að Sigurður átti aldrei
að verða frjáls aftur.
Sigurður fór fljótlega að hugsa til þess
að stijúka úr prísundinni. Hann var hinn
rólegasti og kom sér vel við þá sem gættu
hans og beið svo átekta. Um kvöldið 2. maí
neytir hann færis og strýkur. Hann fer upp
í Eystrihrepp, felur sig í fjárhúsum í Vestra-
Geldingaholti yfir daginn en næstu nótt kem-
ur hann á þekjuna í Steinsholti og gerir vart
við sig. Er honum vísað á lambhúskofa í
túninu, hlaðna borg með opi upp úr og var
lítil gryfja í gólfinu. Var honum færður mat-
ur og sat hann í gryfjunni. Sýslumaður lét
spyijast fyrir og komst fljótlega á sporið.
Var farið að lambakofanum og fékkst maður
til að ganga inn eftir nokkurt þóf, því engan
langaði. Gægist þá höfuð upp úr fylgsninu
í gólfi kofans og segir lágt: „Gettu ekki um
mig.“ Hinn svarar: „Heldurðu ég vilji vera
drottinssviki?" Þegar Sigurður sá að ekki
þýddi að þæfast stökk hann jöfnum fótum
upp úr gryfjunni og gekk út. Tekið var á
móti honum með tveimur kveðjum. Sýsiu-
maður sagði: „Víða liggja vegamót, Sigurð-
ur.“ En fulltrúi hans: „Þama ertu þá, fantur-
inn þinn.“ Var Sigurður í strangri gæslu
eftir þetta.
Þó strauk hann í annað sinn. Það var
þannig, að sýslumannsfrúin kenndi í bijósti
um Sigurð og gat komið því til leiðar að
fengi að hvíla sig stund og stund frá járnun-
um, þar eð hann vann bæði vel og var vel
liðinn á heimilinu. Fékk hann þessvegna að
vera laus á kvöldin frá því ljós var kveikt
og menn settust inn í baðstofu og þar til
farið var að hátta. Eitt kvöldið sat Sigurður
og rakaði gæru. Sat hann rétt við upp-
gönguna á baðstofuloftið. Sýslumaður var
að lesa sögu í hinum stofuendanum og höfðu
allir hugann við það. Allt í einu er Sigurður
horfinn. Menn hlupu út en það var framorð-
ið og dimmt og þoka á. Sendir voru menn
að leita en fundu ekki. Sigurður kom á bæi
en nú þorði enginn að hýsa hann. Brá hann
á það ráð að fara inn á afrétti, en leitir voru
afstaðnar svo þar var lítið að hafa. Hlýtur
Sigurði að hafa þótt öll sund lokuð, því hann
ákveður að snúa aftur í Hjálmholt. A leiðinni
kom hann við í Geldingaholti. Þar varð hon-
hafa ætlað að komast til útilegumanna-
byggða en ekki náð. Þóttist hann vita margt
um þá og m.a. hvernig ætti að veijast þeim
ef til illinda kæmi. Hann bar á sér grasajárn
mikið og otaði því og sagði: „Ekki er til
neins að horfa á hendurnar á þeim, en á
augun í þeim, því þangað sem þeir horfa,
þar ætla þeir á mann högginu." Tii er og
saga, eftir Sigurði höfð, að hann hafi komist
inn í óbyggðir en orðið að snúa aftur af því
að svo þykkur mökkur af flugum hafi mætt
honum að hann komst ekkert áfram, og hafi
flugurnar verið mættar þarna fyrir tilverknað
kraftaskálds. Er nú Sigurður enn járnaður.
Hann hefur þó verið hress og til eru afreka-
sögur af honum frá þeim tíma líka. Vinnu-
kona sá hann hoppa jafnfætis milli veggja
yfir húsasund, nær fimm metra breitt með
járnin á fótunum og sinn ábætismeisinn und-
ir hvorri hendi.
Og enn strauk Sigurður. Sýslumaður hafði
komið honum fyrir á öðrum bæ og lá hann
þar nótt og dag í járnunum í lítilli kompu,
mat var smeygt inn um op, og út fékk hann
ekki að koma nema smástund á degi hveijum
ef veður leyfði. Varð honum nú þyngra í
skapi. Eitt sinn er hann var staddur úti sá
hann kaupmann af Eyrarbakka þjösnast hjá
á hesti, sem hann hafði sjálfur átt og þótt
mjög vænt um, en kaupmaður fengið hann
á uppboði eftir að Sigurður var tekinn og
eigur hans seldar. Viknaði nú Sigurður og
sneri inn í kompu sína og heyrðist segja um
leið: „Svo far nú veröld vel.“ Einn morguninn
er svo Sigurður horfinn og hefur brotið járn-
in. Það hafði hann gert oftar en einu sinni
áður , svo sem til að sýna hvað hann gæti,
því það var honum gjarnt. Fer Sigurður nú
þar til hann kemur að Þjórsá, tekur þar bát
og kemst austur um, fer svo að Seli í Holt-
um. Þar þekkti hann bóndann, Gísla Filippus-
son. Bóndi kom honum ekki strax fyrir sig
og þóttist Sigurður þá vera sendimaður sýslu-
manns. En í því minntist Gísli hans. Bað
Sigurður hann þá ásjár og vísaði Gísli honum
á tóman fjárhelli. Gæti hann verið þar á
daginn en ferðast um nætur. Grunaði Sigurð
ekki og varð hann feginn. Fór hann svo inn
en Gísli hlóð fyrir dyrnar og sendi eftir liðs-
auka. Komu þeir nokkrir. Var hellirinn opnað-
ur en engan fýsti inn að ganga, því hann
var djúpur og tröppur niður. Einn mann-
anna, Sigurður Jónsson gægðist inn og kall-
aði til nafna síns. Hann svaraði: „Hver kall-
ar?‘í Hinn kallar aftur og gekk svona fjórum
sinnum. Við fimmta kallið kom Sigurður fram
að tröppunum. Rétti Sigurður Jónsson honum
hendina. Sigurður Gottsvinsson tók í hana
en sleppti aftur og gekk svo tvisvar sinnum.
Þá kom hann loksins út og gafst upp. Hljóp
hann upp á lausan hest, sem þeir höfðu með
sér, án þess að styðja hendi við. Svo tók
hann fram hníf úr erminni, kastaði honum
upp í heygarðinn og mælti: „Farðu nú, mér
verður ekki gagn að þér lengur." Hann reyndi
ekki framar að stijúka.
Á þéssum árum gekk ekki póstskip nema
tvisvar á ári, vor og haust. Kambsránsmenn
voru fluttir utan um vorið 1830, stuttu eftir
þriðja strok Sigurðar. Sigurði var gramt í
geði þegar hann var fluttur burt og varð að
binda hann og teyma undir, en menn gengu
með hestinum sitt hvorum megin og höfðu
báðir band í Sigurði. Ýmsar sögur eru sagð-
ar af honum á leiðinni utan, ýmist til dæmis
um hreysti hans, snarleik, hugrekki, hörku
eða þá gæfuleysið. Þegar til Kaupmanna-
hafnar kom var Sigurður hýddur eins og
dómurinn sagði fyrir um og mun hafa borið
sig vel. Greri hann fljótt og var svo fluttur
í þrælkunina, rasphúsið svokallaða, þar sem
hann átti að eyða því sem eftir var.
Þar var hann þó ekki lengi, heldur var
fluttur i tyftunarhúsið, þar sem vinna var
léttari. Sigurður hafði látið svo um mælt í
Óseyrarnesi eftir að dómur hæstaréttar var
birtur honum: „Eg verð 3 ár í rasphúsinu.
Ekki verður það lengur. En hvernig ég losna
þaðan er mér hulið“. Það kom í ljós á sínum
tíma. Þann 4. mars 1834 var Sigurður háls-
höggvinn. Af aðdragandanum fer þrennum
sögum. En þær eru allar á þá leið, að Sigurð-
ur reiddist og banaði óréttlátum fangaverði.
Hið rétta er, að Sigurði og samfanga hans
lenti saman um það hvor væri hraustari.
Vildu þeir veðja, en fangaverðir skárust í
leikinn. Fer svo einn vörðurinn, Reimann að
nafni, að atast í Sigurði og kennir honum
um upptökin; daginn eftir skipaði hann hon-
um að vinna verk sem Sigurður átti óhægt
með vegna handarmeins. En þá hafði annar
yfirmaður þegar skipað Sigurði að vera kyrr
við annað verk sem hann var byijaður á.
Reiddist Reimann Sigurði enn meir fyrir vik-
ið. Lauk svo að Sigurður rauk á hann og rak
hann í gegn. Reimann lifði af, en árás á
fangavörð var líflátssök. Víkingurinn var
leiddur til höggs á Amager um morguninn
4. mars 1834.
Höfundur fæst við ritstörf.
KRISTJÁN J.
GUNNARSSON
Jarðarfarir
á frjálsum
markaði
Afmáð er kennitalan.
Þér útúr móðurtölvunni
spýtirRíkið,
svo uppgeti hafist
að lokum
hin ftjálsa samkeppni
um líkið.
í kirkjugarðinn
má engan lengur
allt að því
ókeypis grafa
- útskýrt ífáum dráttum
þá verður einhver eitthvað
uppúrþví að hafa -
annað er brot
á réttmætum
viðskiptaháttum.
Ó, frjálsa samkeppni,
forsjálust allra meyja,
á Sólheimatýrunni
láttu ei logann deyja.
Kurteisis-
heimsókn?
Ástkæra Fjallkona
ertu að fara frá mér?
Þaðersem ég
finni það á mér.
Kjáninn þinn
auðvitað ekki,
þótt aðra að vísu
ég þekki.
(Hvort er nú betra
að halda
eða sleppa?)
Heyrðu, ástin,
égætla bara
snöggvast
að skreppa
oglíta við
hjá EES.
Bless!
Darwinismi
Astin
breytist
samkvæmt
þróunarkenningunni.
Atlotin
steingerðar
náttúruminjar.
Nætur
risaeðlun(n)ar
taldar.
Höfundur er fyrrverandi fræðslustjóri.
Bleiksárgljúfur í Fljótehlíð. Það er til marks um fræknleik Sigurðar Gottsvinsson-
ar, að hann stökk yfir gljúfrið og hélt á viðarbagga.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 30. JANÚAR 1993