Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1993, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 30.01.1993, Side 6
BORGARSKIPULAG í FORTÍÐ OG NÚTÍÐ „Litlir kassar' út um holt og hæðir Ummæli í tímaritinu Architectural Review um Reykjavík sem „sprawling suburb“ eða dreift úthverfí, hafa orðið mér tilefni til hugleiðinga um þá leið, sem við höfum á undanfömum áratugum kosið að fara í skipulagi Reykjavík- í framhaldi af ummælum um Reykjavík í alþjóðlegu tímariti um arkitektúr og frá var sagt í síðustu Lesbók, og að gefnu tilefni annarsstaðar, verður hugað nánar að þeirri skipulagshugmynd, sem hér hefur orðið að veruleika. Er hún evrópsk, er hún amerísk, er hún miðuð við að hver einasti maður aki bíl, myndar hún þægilegt umhverfi? ur. Það á eins við um Akureyri, Kópavog, Hafnarfjörð og raunar alla bæi á Islandi. Hér er átt við þá meginstefnu, að svo til hvert hús skuli byggt sem eining út af fyr- ir sig, helzt á rúmgóðri lóð. Þetta gisna þéttbýli dreifist þá út um víðan völl með öllum þeim tilkostnaði sem af því sprettur. Kostimir felast í því að annarsstaðar en í stórum sambýlishúsum er fólk eitthvað meira út af fyrir sig og getur ræktað sinn garð. Fyrir allan þann fjölda, sem flutzt hefur á mölina úr smærri bæjum eða úr sveitum, er það ugglaust nær hinu uppruna- lega. Það skal fúslega viðurkennt, að fjöl- mörg hverfí með smærri húsum eða einbýlis- húsum, bæði í Reykjavík og öðrum bæjum, eru út af fyrir sig fallegt umhverfi, þar sem laufkrónur trjánna teygja sig á sumardögum upp fyrir þök húsanna og lóðimar eru unn- ar af verulegum listrænum og menningar- legum metnaði. Samt er og verður spurning hvort þetta sé hin rétta leið í bæja- og borg- arskipulagi á norðurhjara veraldarinnar. II Fyrir nokkmm ámm ritaði Björn Ólafs, arkitekt, sem nú starfar í París, grein um skipulag Reykjavíkur, og hafði hann þá um árabil búið í Frakklandi. Þar sagði Björn, að Reykjavík gæti ekki talizt evr- ópsk borg. Hún minnti að flestu leyti á amerískar borgir, sem dreifðar eru um slíkar víðáttur, að það er eins og bygging- arlandið sé óendanlegt. Til dæmis að taka em 80 km í gegnum Houston í Texas og miðbærinn með skýjakljúfunum lítið stærri en miðbærinn í Reykjavík. Allt hitt eru úthverfí með einnar og tveggja hæða hús- um. Sumpart er allt yfirvaxið með skógi svo það sést í rauninni ekki að þetta sé borg, nema kannski úr lofti. Víða í Bandaríkjunum em þessu óendan- legu úthverfí mjög huggulegt umhverfi; þó fínnst mér hvimleitt, að lifandi sála sést yfirleitt ekki á ferli nema í bíl. Bíllinn er grundvöllur þessa lífsmáta, þessa skipu- lags og húsmæður eru hálfu og heilu dag- ana að aka börnunum sínum í tima eða eitthvað ámóta. Að skreppa spöl eins og úr Reykjavík og austur á Selfoss eða Hvolsvöll, þykir ekki umtalsvert. Allt byggir þetta á ofboðslegri sóun, bæði á tíma fólks, á bílum og eldsneyti og síðast en ekki sízt á landi. í minni bæjunum em verzlanir, veitinga- hús og þjónustufyrirtæki við „Main Street“, aðalgötuna, sem allsstaðar hefur fengið útlit frumskógarins. Þar sést varla í hús fyrir auglýsingaskiltum, sem æpa hvert í kapp við annað. Þarna skilur sem betur fer á milli okkar og þeirra. Aðalgat- an í íslenzkum kaupstað er laus við þessa áþján að mestu. Þó er að síga á ógæfuhlið- ina. Maður er til dæmis boðinn velkominn í Mosfellsbæ með flennistóru flettiskilti, sem er einungis til ama eins og hver ann- ar óþrifnaður og ber ekki vott um mikinn menningarlegan metnað Þó flestir íslenzkir bæir - nema kannski Kópavogur - hafi úr talsverðu landi að spila, er óþarft -að haga sér eins og því séu engin takmörk sett og úthverfí Reykja- víkur muni með tíð og tíma teygja sig uppá Hellisheiði og Akureyri innst inn í Öxnadal. Mér fínnst bandarískir bæir sízt af öllu verðug fyrirmynd og alveg afleitt að útlendir gestir sjái sérstök tengsl á milli Reykjavíkur og smábæja í Florida, eða annarsstaðar þar í landi. III Fyrir skömmu ræddi formaður Arki- tektafélags íslands við mig og fór þess á leit að ég tjáði mig um það á einhverri samkomu, hvernig Reykjavík kæmi mér fyrir sjónir. Ég er honum þakklátur fyrir traustið, en sagði honum, að ef ég mess- aði eitthvað um þetta, þá yrði það eins og áður hér í Lesbók. Ég vona að þeir hjá Arkitektafélaginu hafi fundið einhvern eða einhverja, sem gátu talað yfir hausamótunum á þeim svo gagn væri að. En ég fór eftir þetta að velta því fyrir mér, hvernig ég mundi svara spurningunni. Það svar hef ég gefið áður og það hefði ekki orðið til neinnar gleði fyrir arkitekta að hlusta á það, því þeir Hluti Vesturbæjaríns í Reykjavík. Ekki ól aðadegi. En hér er þó umfram allt skipuli renningurinn lyóti sín sem bezt. bera höfuðábyrgð á því ásamt kjörnum sjórnmálamönnum, að Reykjavík er „sprawling suburb“ eins og ráðhúsrýnirinn sagði. Ábyrgðin er þeirra, að mið hefur verið tekið af hinni amerísku „bílaborg“, sem útheimtir yfirgengilegar fjárfestingar í umferðarmannvirkjum og dreifingu á allskonar þjónustu, sem fólk vill hafa í námunda. Þeir bera ábyrgðina á því, að smávegis útréttingar taka óratíma, því aka verður bæinn endanna á milli til að sinna hversdagslegum erindum. Reykjavík nær yfir svæði sem sumar milljónaborgir eru byggðar á, ekki bara í Austurlöndum, heldur einnig í Evrópu. Þeir bera ábyrgð á því, a.m.k. að hluta, að óeðlilegt stress er sagt vera í Reykjavík. Þetta manngerða umhverfi okkar er svo erfitt og óhag- kvæmt, að það veldur sérstöku álagi. Til að mynda er ekki ein einasta greið umferð- aræð í gegnum bæinn. Ég hefði sagt arkitektunum eins og ég hef sagt áður, að Reykjavík kemur mér fyrir sjónir sem slitrur af bæ, eða einstök, lítið samhangandi úthverfi. Þetta er bær í henglum vegna þess, að bersvæðin, gal- eyðurnar, setja mestan svip á hann. Kannski hefur Ráðhússrýninum fundizt „Litlir kassar/á lækjarbakka..." Þannig var byggt í Reykjavík, á öldinni sem leið og enn húum við að skipulagi, þar sem litlir kassar eru lagðir til grundvallar. Með aðalskipulagi Reykjavíkur, 1962, var lagður grundvöllur að þeirri víðáttu, sem síðan er orðin á borginni. 6

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.