Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1993, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1993, Síða 3
1-EgRáW ImI frT fo1 líí1 im rijr ,"bTi rn m [«1 r«i m nmi r«i Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjór- ar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunn- arsson. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðs- son. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 691100. Hiutadýrkun safnamanna gerir ráð fyrir að hlutir búi yfir ósýnileg- um öflum og hafi gildi fyrir alla þjóðina, segir Hjör- leifur Stefánsson arkitekt í grein sem fjallar einnig um hagræðingu menningarminja og er Viktoríuhús í Vigur tekið sem dæmi. Forsíðan Um þessar mundir stendur yfir á Kjarvalsstöðum sýning Daða Guðbjörnssonar, listmálara, sem syndir á móti straumi í naumhyggjutízkunni í hérlendri myndlist og sýnir skáldlegar fantasíur, sem sumir kenna við barok. Myndin heitir „Tré“ og er 2x2,löm. IMýskólastefnan Helga Siguijónsdóttir skrifaði greinaflokk í Lesbók í vetur um nýskólastefnuna þar sem alvarleg gagn- rýni kom fram á Kennaraskólann og eitthvað sem heitir „félagsmótun“ á kostnað hefðbundinna náms- greina. Nú hefur Ingvar Sigurgeirsson, lektor við HÍ, risið upp til varnar skólanum og stefnunni og svarar Helgu. Þorskurinn Útbreiðsla þorsks tengist ylríkum Atlantssjó, segir Svend-Aage Malmberg haffræðingur í seinni grein sinni um vöxt og viðgang þorskstofnsins og metur hann það svo, að jafna megi ástandi íslenzka þorsk- stofnsins við rányrkjuna á kjarrskógum landsins í aldanna rás. t»r---------------- 'í" ■■ ■-■■■ JORGE-LUIS BORGES Mattheus, 25. kapv 30. vers Thor Vilhjálmsson þýddi Og kastið hinum ónýta þjóni út í myrkríð fyrír utan. Þar mun vera grátur og gnístran tanna. Fyrsta brúin í Constitucion, og mér við tær dynur lesta sem mynda völundarhús úr járni. Reykur og eimblístrur gusu upp í nóttina sem snöggiega var orðin að dómsdegi. Frá óséðum sjóndeiidarhringn um og frá djúpum míns eðlis hrópandi rödd þessa hluti (þessa hluti, ekki þessi orð sem eru fánýt veraldieg þýðing á einu einasta orði): — Stjörnur, brauð, auturíenzk og vesturlenzk bókasöfn, mannspil, skákborð, gangar í húsum, þakgluggar og kjall ari. Mannslíkami til að geta eigrað um jörðina, neglur sem vaxa um nótt, í dauðanum, skuggar til þess að gleyma, önnum kafnir speglar tónasveiflur, tillátast allra forma tímans, [sem margfalda], landamæri Brazilíu og Úrúguay, hestar og morgnar, koparvog og eintak af Grettissögu, algebra og eldur, árásin á Júnin í minning blóðs þíns, þéttbýlli dagar en Balzac, ilmur af hunangsblómum, ást. og dagur á undan ást og óbærilegar minningar, draumurínn sem djásn í haugi, gæfan, og minnið sjálft sem maðurinn skoðar ekki án svima, allt þetta hefur þér hlotnazt og auk þess hin forna næring ætluð hetjum, svik, ósigur, auðmýking. Til einskis var höfunum sóað á þig, til einskis sólinni sem undrandi augu Whitmans litu þú hefur kastað árunum á glæ, árin hafa kastaðþér á glæ, og ennþá ennþá hefurðu ekki skrifað Ijóðið. Jorge-Luis Borges, f. 1899, var argentínskt skáld, talinn eitt af höfuðskáld- um heimsins á sinni tíð og þekktur fyrir áhuga sinn á forníslenzkum bók- menntum. Hann var blindur en kom engu að síður hingað til að „sjá" ísland. B B HUGSAÐ TIL TÓFUIMIMAR egar líður að fardögum - þeir eru fyrstu daga júní- mánaðar - verður mér oft hugsað til tófunnar sem hafði numið hér land, kannski árþúsundum á undan mannfólkinu. „Allt var þá kyrrt í veiðistöð er það var óvant manni“, segir Ari fróði og fyrir landnám og í aldir þar á eftir hefur verið mikil gæðatíð fyrir tófuna. En síðan menn komust yfir byssur hefur hún verið ofsótt af illri nauðsyn og það eru í rauninni undur og stórmerki, að henni skyldi ekki hafa verið útrýmt. Þó ég sé ekki í tófuvinafélaginu, finnst mér með því aðdáunarverðara í ríki íslenzkrar náttúru hvernig þetta dýr hefur lifað af. Það kemur við hjartað í hvetjum manni að sjá lamb með afnagaða snoppu og höfuð- leðrið rifið af upp að augum; lambið gat samt verið tórandi. Þessvegna var engin miskunn í boði fyrir tófuna. En það er ekki annað hægt en að bera virðingu fyrir vits- munum hennar og hæfninni til að lifa af fimbulvetur, þegar hvergi er vök og ekkert kvikt að hafa á endalausu hjarninu. Harka íslenzka refsins er takmarkalaus; festi hann fót í dýraboga, reynir hann að minnsta kosti að losa sig með því að naga af sér fótinn. En hversvegna að hugsa sérstaklega til tófunnar í fardögum? Það er vegna þess að ég ólst upp við það á víðáttumikilli fjalla- jörð, að einmitt þá skyldi haldið til grenja til að framkvæma hina ríkisstyrktu útrým- ingarherferð. Faðir minn hafði það embætti með höndum um árabil að vera refaskytta og í fardögum dró hann fram „hólkinn", tvíhleypta haglabyssu, og bjó sig til útilegu við annan mann. Oftast var ekki um neina grenjaleit að ræða; lágfóta var vanaföst og bjó oftast um sig í sömu grenjunum í Úthlíð- arhrauni. Menn vissu hvar þau voru; ég gæti jafnvel fundið þau nú eftir áratugi. Ástæðan fyrir tímasetningunni var sú, að í fardögum mátti ætla að yrðlingar væru nýfarnir að sjá og þá var oft hægt að tæla þá út úr greni með því að herma eftir tóf- unni og það kunnu grenjaskyttur. En stund- um gekk það ekki og þá náðust þeir í yrðling- asöx, gildru sem var smækkuð útgáfa af dýraboga. Yrðlingarnir voru teknir lifandi og fóðraðir í tómri votheysgryfju unz þeim var fargað og skinnunum komið i verð. Það var skemmtilegt að fylgjast með þess- um litlu, loðnu hnullungum, sem engin leið var að temja. Þeir höfðu innbyggðan ótta af manninum; tortryggnin skein úr augum þeirra og ekki vantaði grimmdina. Menn segja núna, að þetta séu prógrammeruð dýr, eðlisávísunin segir þeim allt. í þeirri prógrammeringu er móðurástin á sínum stað. Stundum náðust fullorðnu dýrin ekki, en yrðlingarnir teknir og geymdir í gryijunni. Þeir létu óspart í sér heyra og móðirin vissi áreiðanlega hvar þeir voru. Eitt sinn er þeim var fargað og hræin graf- in utan við túngirðinguna, var næsta morg- un búið að tæta burtu hnausa og mold og hræin lágu ofan jarðar. Næsta víst er að móðirin, grenlægjan, hafði verið þar að verki. Okkur fannst það átakanlegt. Það var líka gamalkunnugt bragð að taka yrðling, binda hann á sauðband nærri gren- inu og láta hann emja. Skyttan lá þá í leyni skammt frá. Stundum lét tófan aðeins í sér heyra, líkt og hún kallaðist á við yrðlinginn, en gaf samt ekki færi á sér. En væri einn þeirra áberandi veiklulegur og minni en hin- ir, þá brást varla að móðirin kom á hend- ingskasti þegar hún heyrði vælið - og þá í flasið á skyttunni. Bæði grenlægjan og refurinn fara til að- drátta um iágnættið og eru frameftir bjartri vornóttinni á veiðum. A meðan er komið að greninu og skyttan kemur sér fyrir í leyni, til að mynda í hraunsprungu og hefur grenis- munann í sigti. Það var ótrúlegt hvað dýrin gátu borið og oft náðust þau, þegar þau komu grandalaus að greninu. Þau voru oft með fugla og jafnvel óbrotin egg í kjaft- inum, en dýrbítur (sú tófa sem leggst á fé) var þrátt fyrir allt fremur sjaldgæfur. Næðust dýrin ekki í þessari fystu atlögu - sem gat verið vegna þess að vindur stóð af manninum - þá var sú aðferð reynd að farga yrðlingi og binda í dýraboga, sem síð- an var grafinn niður svo þannig leit út, að yrðlingurinn lægi á jörðinni. Ekki dugði það nærri alltaf. Þá var þrautaráðið að finna verustað lágfótu eftir kvaki fugla og hefja eltingar. Fyrst tók hún ævinlega feyknarleg- an sprett, sem stóð fremur stutt, og þá var haldið í humátt á eftir, en ekki hratt og umfram allt reynt að missa ekki sjónar á henni. Ef skyttan hafði þrek í nokkurra klukkutíma eltingar, fór venjulega svo að tófuna brast úthald og skyttan komst i færi. Þjóðsagan sagði að tófan væri þindarlaus og ætti af þeirri ástæðu afar erfitt með að hlaupa undan brekku. En hún hleypur með leyfturhraða fyrsta spölinn. Óvenju þolnir menn, sem gjarnan voru kallaðir tófuspreng- ir, hlupu stundum tófuna uppi. En þegar þrek hennar þraut var líka eins gott að vera vopnaður, því þá snýst hún gegn manninum og sagan segir að hún stökkvi þá beint á hálsæðarnar. Ekki veit ég um sönnur á því, en Albert hóndi á Gýgjarhóli í Biskupstung- um, „sauðléttur maður“ eins og bændur tóku til orða, var sagður hafa elt tófu á hjarni allar götur inn í Hvítárnes. Þar snerist hún gegn honum og hann varð frá að hverfa, því hann var vopnlaus leizt ekki á ráða niður- lögum hennar með berum höndunum. Mér er minnisstætt eitt vor þegar ég var um fermingu og leysti af í nokkra daga aðstoðarmann skyttunnar. Við lágum við greni innarlega í hrauninu með útijöllin í næsta nágrenni, Högnhöfða og Kálfstinda og útsýni til Langjökuls og Jarlhetta. Ég var á dagvaktinni, þegar næstum víst var að ekkert gerðist, en til málamynda hafði ég byssuna hjá mér í hraunsprungu. Oft hafði maður verið einn á ferð í þessu hrauni, en næstum alltaf á hesti eða þá á eftir fé. Sá sem hefur skepnur nærri sér er aldrei einn. Langan vordaginn í hraunsprungunni var einveran hinsvegar alger. Ég hafði með með litla teikniblokk og blýant og ceiknaði fjöllin þangað til ég kunni utanað hvert gil og hvern hamar. Skyttan svaf og bjó sig undir eltingar næstu nótt. Dýrin höfðu ekki gefið færi á sér. Það var blíða og þessi kyrrð, sem mér finnst að ríki sjaldnar nú orðið. Hraun- gijótið hitnaði af sólinni og stundum spruttu upp hvirfilvindar með strókum úr leir og þurri mold. Og stundum fannst mér ég geta heyrt andardrátt landsins. En langtímum saman heyrðist ekkert hljóð nema kvak mófugla og stundum þessi hvella, hræðslukennda rödd spóans, sem hefur orð- ið var við tófuna og reynir að leiða hana burtu frá hreiðri sínu með kúnstum sem lágfóta, svo greind sem hún er, sér áreiðan- lega í gegnum. Hún hefur hægt um sig á daginn, en fyrir milligöngu spóans er oftast hægt að vita hvar hún dvelur. Yrðlingasöxin lágu með nýskotna lóu að agni seilingarlengd inni í grenskjaftinum og mér fannst hryggilegt að þurfa að fórna lóu í þessu augnamiði. Veiðieðlið vantaði í þenn- an ungling og hefur ekki gert vart við sig enn. Heim kominn gat hann ekki sagt nein- ar afrekssögur; hafði ekki einu sinni náð yrðlingi. Þeir voru trúlega orðnir of stálpað- ir; bærðu ekki á sér og hreyfðu ekki við lóunni. Þannig liðu dagarnir og nákvæmlega ekkert gerðist. Samt hafa þeir orðið mér minnisstæðari en aðrir viðburðaríkari dagar. GÍSLI SIGURÐSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15. MAÍ 1993 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.