Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1993, Page 6
Hlutadýrkun safnamanna og
hagræðing menningarminja
þjóðminjalögum segir að hlutverk menningarsögu-
legra safna sé að fjalla um minjar um menningar-
sögu þjóðarinnar. Slíkar minjar eru oftast ýmiss
konar munir sem eru taldir búa yfir einhveiju
óáþreifanlegu gildi vegna tengsla þeirra við þjóð-
Þegar venjulegur gripur
er tekinn til varðveislu í
safni er öllum ráðum
beitt til að koma í veg
fyrir að hann máist og
eyðist þrátt fyrir að hann
haldi áfram að eldast.
Gripurinn verður ekki á
sama hátt og áður þátt-
takandi í framvindu
sögunnar. Hann nýtur
sérstakrar verndar og
hættir að eldast neina í
tíma.
Eftir HJÖRLEIF
STEFÁNSSON
menninguna og þetta aukagildi gefur þeim
slíkt vægi umfram aðra hluti að um þá eru
sett sérstök lög, þjóðminjalög, og stór stofnun
rekin til að fjalla um þá, rannsaka og sýna.
En hvenær hefur hlutur menningarsögu-
legt gildi? Eru til greinilegar, almennar reglur
þar að lútandi eða er það eitthvað sem er svo
sjálfsagt að ekki þarf um það neinar reglur?
Leyfum okkur að búa til eftirfarandi dæmi:
Bomir eru saman tveir spunarokkar frá
miðri 18. öld, báðir smíðaðir samtímis í Dan-
mörku af sama manni og upphaflega eins
gerðir. Síðan skildu leiðir rokkanna. Annar
þeirra var fluttur til íslands og notaður í
spunahúsi Innréttinganna í Reykjavík meðan
þær störfuðu. Eftir það komst hann í eigu
biskupsmaddömu sem notaði hann þar til
dóttir hennar fluttist að heiman sem amt-
mannsfrú og hafði með sér rokkinn norður í
land. Seinna var hann gefinn til kvennaskóla
Þóru Melsted við Austurvöll. Hinn rokkurinn
hafnaði á fjónsku bændabýli þar sem hann
var notaður alla tíð. Gemm einnig ráð fyrir
því að báðir séu rokkamir jafnslitnir og beri
engin ótvíræð, sýnileg sérkenni sem greini
þá að. íslenski rokkurinn, sem við myndum
Ieyfa okkur að kaila þann fyrmefnda, hefði
þó tvímælalaust menningarsögulegt gildi
langt umfram þann danska og yrði líklega
talinn með íslenskum þjóðminjum. Þetta mik-
ilvæga aukagildi sem íslenski rokkurinn öðl-
aðist við það að tengjast íslensku þjóðlífí í
tvöhundmð ár er engum manni sýnilegt en
það byggir á þekkingunni um sögu rokksins
og tengslum hennar við sögu þjóðarinnar og
er nánast eins og hlutkennd staðfesting á
sögunni.
Menningarsögulegt gildi hlutanna virðist
vera ósýnilegur eiginleiki þeirra sem opinber-
ast þeim sem þekkja til viðkomandi menning-
arsögu og tengsla viðkomandi hluta við hana.
Þetta leiðir hugann að hlutadýrkun fmm-
stæðra trúarbragða.
í Nordisk konversations leksikon segir
m.a. um orðin fetisch og fetischisme í laus-
legri þýðingu: Fetisch: dauður hlutur sem
talinn er hafa dulrænan kraft og er því tilbeð-
inn. Upprani orðsins er portúgalskur (feitico)
og var upphaflega notað um trúarhluti afrí-
skra svertingja. Fetischisme er sú trú sem
byggir á ósýnilegum öflum sem hlutir búa
yfir og hægt er að notfæra í okkar sýnilega
heimi. Fetichismi og hlutadýrkun safnmanna
era sem sagt skyld fyrirbæri að því leyti að
í báðum tilvikum er gert ráð fyrir því að hlut-
1. byggingarstig. Timburstofa, staf-
verk, frá því um 1800.
ir búi yfir ósýnilegum öflum. Hlutadýrkun
safnamanna er þó ekki einstaklingsbundin
eins og í hinum framstæða fetischisma, held-
ur er því beinlínis haldið fram að hún hafí
gildi fyrir alla þjóðina. Flestir alvarlega hugs-
andi safnamenn leitast reyndar við að skilja
og skýra í hveiju menningarsögulegt gildi
safnmuna er fólgið, útskýra gerð hlutanna
og setja þá í samhengi við samfélagið sem
skapaði þá og notaði og þannig verða þeir
oft jafnframt til þess að bæta við þekkingu
á menningarsögunni. Til menningarsögu
hvers tíma heyra auðvitað allir menningar-
þættir, atvinnuhættir, listir, vísindi,- trúar-
brögð og hvað eina sem nöfnum tjáir að nefna.
Safngripimir verða fulltrúar eða boðberar
einhverra menningarþátta, hluti fyrir heild
og tákna á einhvem hátt menningarsöguna.
Safnamaður sem á með fullu vægi að kveða
upp úr um menningarsögulegt gildi gripa
þarf að vera mjög vel að sér um hvaðeina
sem tengist menningarsögu, þ.e. öllum helstu
menningarþáttum hvers tíma. Hann á helst
að vera alfræðingur eins og hinir svokölluðu
encyklopedistar vora á 18. öldinni. Sér til
aðstoðar þarf hann svo að hafa sérfróða
menn á ýmsum sviðum, t.d. fomleifafræð-
inga, forverði, listfræðinga o.s.frv. Þama
erum við sem sagt komin að hinu gamla hlut-
verki þjóðminjavarðarins sem fjölmenntaðs
spekings, sem á að hafa yfirlit yfir þjóðmenn-
inguna og minjavörsluna alla.
Þetta hefur stundum leitt huga minn að
frægu ritverki eftir þýska rithöfundinn Her-
mann Hesse, Das Glasperlenspiel, sem hann
skrifaði um 1946 og fékk Nóbelsverðlaunin
fyrir fáum áram seinna.
Þar lýsir hann samfélagi framtíðarinnar
þar sem glerkúluspilið er mikilvægasta iðja
mannanna. Glerkúluspilið á sér langa sögu
og reyndar má rekja forsögu þess þúsundir
ára aftur í tímann. Hugmyndir Pýþagórasar
um stærðfræðilega reglu alheimsins, tilraunir
tónskálda á 16. öld með stærðfræðilega tón-
list, flatarmálsfræði myndlistarinnar í byijun
20. aldarinnar, allt eru þetta vísar að því sem
seinna varð glerkúluspilið.
Upphaflega ijallaði spilið einkum um tón-
list, en fljótlega var stærðfræðin ekki síður
mikilvæg. Smám saman bættust fleiri þekk-
ingarsvið mannsins við hinar flóknu reglur
glerkúluspilsins og þegar það var fullmótað
spannaði það alla mannlega þekkingu og all-
ar viðurkenndar vísinda- og listgreinar vora
iðkaðar innan spilsins.
Glerkúluspilið var einkum stundað af
mönnum sem höfðu fengið áralanga þjálfun
í iðkun þess. Þeir sem náð höfðu lengst í list-
inni fengust ekki við annað. Efnt var til mik-
illa menningarhátíða þar sem snillingar þjóð-
arinnar kynntu seinustu spil sín og leikflétt-
ur. Spilið var tilgangur i sjálfu sér. Við iðkun
þess beittu menn ítrastu þekkingu á listum
og vísindagreinum, hvergi reis menningin
hærra.
Gerkúluspilið táknaði samþáttun allrar
menningarviðleitni mannkynsins og á svip-
aðan hátt á safnmaðurinn að ígrunda menn-
ingarsögu fortíðarinnar og velja þá muni til
varðveislu sem búa yfír dulmögnuðum skila-
boðum til framtíðarinnar.
Aðferðir raunvísindanna eru verkfæri sem
2. byggingarstig. Mörtuturninn byggð-
ur um 1863, grindarhús með klassísku
yfirbragði.
tvílyftan skúr við hlið Viktoríuhússins, ]
sem þá hét. Skúr byggður aftan við \
húsið.
aðeins er hægt að beita við afmörkuð verk- ,
svið innan safnastarfsins en heildarsýnin er
hins vegar miklu flóknara og felur einnig í
sér óræðari þekkingu, jafnvel dulúð.
Hús Sem Menningarminjar
Hús hafa allmikla sérstöðu meðal safngripa
vegna þess hve stór þau era og flókin, þau
geta haft umtalsvert verðgildi og eru fæst í
eigu safna þótt þau séu friðuð vegna menning-
arsögulegs gildis.
Til skamms tíma vora hús eða byggingar
í víðum skilningi dýrustu og flóknustu mann-
virki jarðarinnar og í þeim opinberaðist menn-
ingarstaða hverrar þjóðar betur en í nokkrum
öðrum manngerðum hlutum.
Menningarsögulegt gildi húsa, eins og ann-
arra gripa, vex að jafnaði með aldrinum. Því
eldri sem þau eru þeim mun fágætari og jafn-
framt tengjast þau lengri tímaTnenningarsög-
unnar. (Fáeinum byggingum er meira að segja
frá upphafi ætlað að hafa menningarsögulegt
gildi, einkum húsum sem reist eru sem minnis-
varðar um merka atburði í sögu þjóðar, eins
og reyndin er um Þjóðminjasafnshúsið við
Suðurgötu.
Að framkvæði Ólafs Thors var ákveðið á
Alþingi árið 1944 með samþykki allra þing-
manna að reisa hús yfir Þjóðminjasafn Is-
lands sem minnisvarða um stofnun lýðveld-
isins. Samþykktin var með viðhafnarbrag.
Auðvitað var það alls ekki tilviljun að Þjóð-
minjasafnsbygging var valin sem minnisvarði
um lýðveldisstofnunina. Vissulega þurfti Þjóð-
minjasafnið á húsi að halda, en fyrst og fremst
þótti stofnunin vera þess eðlis að hún hæfði
öðrum' betur sem minnisvarði um einhver
merkustu tímamót íslandssögunnar.
Þegar sú skoðun er nú fimmtíu áram seinna
viðruð í nafni Þjóðminjaráðs að fullyrðingar
um menningarsögulegt gildi Þjóðminjasafns-
hússins séu aðeins tilfinningalegs eðlis sem
ekki beri að láta vega þungt þegar ákveðið
er hvar safninu skuli valinn staður til framtíð-
ar er yfirstjóm þjóðminjavörslunnar hættu-
lega rugluð í ríminu. Slík skoðun jafngildir
nefnilega því að Þjóðminjaráð telji allt starf
að vörslu þjóðminja vera tifinningalega vellu
Hlutadýrkun safnamanna gerir ráð fyrir því að hlutir búi yfir ósýnilegum öflum
og hafi gildi fyrir alla þjóðina.