Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1993, Síða 2
Greinaskrif Helgu Sigurjónsdóttur um skólamál
Kenning misskilin
Síðla vetrar skrifaði Helga Sig-
urjónsdóttir greinaflokk sem
hún nefnir „Nýskólastefna"
og birtist hann í Lesbók Morg-
unblaðsins. Þar gerir hún
ýmislegt að umtalsefni sem
tengist skólakerfí okkar, eink-
um skólastefnu síðastliðinna
20-25 ára. Við eftirgrennslan sýnist helst
vaka fyrir henni að leita að sökudólgum sem
beri ábyrgð á því sem að hennar mati hefur
farið miður í íslensku skólastarfi.
Mikilvægt er að fram komi gagnrýni á
ríkjandi fyrirkomulag á hinum ýmsu sviðum
þjóðlífsins hvort sem það er í skólamálum,
velferðarmálum eða efnahagsmálum. Til að
geta stuðlað að framförum þarf sífellt að
vega og meta stöðuna. í því ljósi ber að
fagna umræðu um skólamál. En umfjöllunin
þarf að vera sett fram af þekkingu og sann-
girni. Því miður var því ekki að heilsa í
greinaflokki Helgu.
„SKÝRINGAR“ Helgu
Ljóst er að Helga ber hag nemenda fýrir
bijósti. Sem kennari og námsráðgjafí hefur
Hvorki kenning Piagets
né hugmyndir Wolfgangs
Edelsteins um skólastarf
gefa nokkurt tilefni til
þeirrar ályktunar að slá
eigi af kröfum til
nemenda. Hvernig sem á
málið er litið er því afar
ósanngjarnt að láta að því
liggja að Wolfgang hafl
innleitt hér kenningar
sem kveða á um slíkt.
Eftir SIGRÚNU AÐAL-
BJARNARDÓTTUR
hún orðið áþreifanlega vör við að margir
unglingar eiga við námserfíðleika að etja
og illa er búið að þeim á ýmsan hátt. Eg
tek heils hugar undir að uppalendur þurfa
að hlúa betur að æskunni. Einnig skil ég
vel áhyggjur kennara af auknum kröfum
sem gerðar eru til uppeldishlutverks þeirra.
Að sjálfsögðu finna kennarar til mikillar
ábyrgðar en jafnframt til nokkurs vanmátt-
ar að taka á margvíslegum námserfíðleikum
ásamt ýmsum félagslegum og tilfmninga-
legum vanda nemenda.
í greinaflokknum koma fram áhyggjur
Helgu af erfiðleikum nemenda og kennara
í skólastarfi. Á þeim forsendum höfða
greinaskrifín til foreldra og skólafólks. Um
leið er hætt við að „skýringar" hennar á
þessum vanda verði teknar gildar. Það eru
einmitt skýringar Helgu sem valda því að
ekki er hægt að láta kyrrt liggja. Mér stend-
ur hreint ekki á sama um sjónarmið lesenda
blaðsins, þ.e. foreldra, kennara og annarra
sem láta sig skólamál varða. Morgunblaðið
nær sem kunnugt er til þorra landsmanna.
Því miður gætir bæði mikillar einföldunar
og rangfærslna í skrifum Helgu. Hér verður
eingöngu vikið að umfjöllun hennar um
kenningu Piagets, en sú kenning er henni
mikill þyrmr í augum. Þó þyrfti í raun
margar greinar til að benda lesendum á
rangfærslurnar enda margar hliðar á máli
hennar. Þar má fyrst nefna sögulega um-
ijöllun um skólamál. í grein sinni „Skóla-
saga: Til fordæmingar eða skilningsauka“
rekur dr. Loftur Guttormsson1 sagnfræðing-
ur hvemig „hún [Helga] meðhöndlar skóla-
söguna eftir geðþótta til þess að púkka
undir hleypidóma um gullna fortíð andspæn-
is vondum mönnum í nútíð" (bls. 43). Les-
endur blaðsins eru hvattir til að lesa grein
Lofts sem birtist í síðasta hefti Nýrra
mertntamála.
Af sömu ástæðu þyrfti að gera athuga-
semdir við umfjöllun Helgu um hugmynda-
fræði að baki „Nýskólastefnunni", kennara-
menntun, kennsluhætti og „opna skólann"
(þ.e. þann „misskilning" að hugmyndafræði
Summerhillskólans hafi verið fyrirmynd
opna skólans hér á landi). Hér verða þó sem
fýrr segir eingöngu gerðar athugasemdir
við skrif hennar um kenningu Piagets.
Þáttur Kenningar Piagets
Ekki þarf lengi að lesa greinaflokk Helgu
til að átta sig á hveija hún telur bera ábyrgð
á því sem miður kann að hafa farið í ís-
lensku skólastarfi síðustu áratugi. Það em
einkum tveir menn, sem hún nefnir „bylting-
arforingja“ (4. hluti). Þetta eru þeir Andri
Isaksson sem var um árabil deildarstjóri í
menntamálaráðuneytinu og síðar prófessor
við Háskóla íslands og dr. Wolfgang Edel-
stein sem var ráðunautur menntamálaráðu-
neytisins í skólamálum og einn forstöðu-
manna Max Planck rannsóknastofnunarinn-
ar í Berlín. Helga lætur að því liggja að
einkum hinn síðarnefndi hafi innleitt hér
hina voðalegustu kenningu sem leitt hafí
skólakerfið í glötun, sem sé kenningu Piag-
ets. Margt er við umfjöllun Helgu að athuga
en hér verða aðeins þijú efnisatriði tekin
til umræðu.
„ÁTRÚNAÐARGOÐ * KENNARA!
í 4. hluta greinar sinnar segir Helga „...
þessar vafasömu og raunar röngu kenning-
ar Piagets hafa verið gerðar að biblíu kenn-
ara og hann nánast að átrúnaðargoði." Já,
stór eru orðin.
í fyrsta lagi leyfi ég mér að efast um
að kennarar líti á Piaget sem átrúnaðargoð
sitt og líti nú hver kennari í eigin barm.
Hins vegar er þeirri spurningu ósvarað hvort
efla hefði mátt enn betur þroska hvers nem-
anda ef kjaminn í þessari kenningu hefði
verið hafður að leiðarljósi í skólastarfi. Því
miður hefur það lítt verið kannað hér á landi
og betra fyrir alla aðila að fara varlega í
yfírlýsingar. Þó má segja að rannsókn sem
ég gerði á framfömm nemenda í samskipta-
hæfni tengist kenningu Piagets. Sú rann-
sókn leiddi í ljós gagnsemi hugmynda í
hans anda í skólastarfí sem ég hef greint
frá_ á öðmm vettvangi.2
í öðm lagi virðist Helga gera ráð fyrir
því að kenning Piagets hafi runnið óhindrað
beint í æð kennaranema. Öflun þekkingar
fer ekki fram á svo einfaldan máta hvorki
hjá bömum né fullorðnum. í raun felst í
orðum Helgu að kennarar tileinki sér gagn-
rýnislaust það sem borið er á borð fyrir þá.
Það er alrangt. Kennurum er betur treyst-
andi en svo.
I þriðja lagi þarf að benda á að tengsl á
milli kenninga um nám annars vegar og
framkvæmdar þeirra í skólastarfi hins vegar
hafa lengi, vafíst fyrir mönnum og gera
enn. Af framansögðu má ljóst vera hve
mikil einföldun það er að skrifa kosti eða
galla á íslensku skólastafí á reikning Piag-
ets.
Vafasöm Og RÖNG KENNING!
Dómur Helgu um að kenning Piagets sé
vafasöm og röng stenst ekki. Sjaldnast er
hægt að segja um kenningar í vísindum að
þær séu réttar eða rangar. Þær em aftur
á móti misgóðar eða öliu heldur misjafnlega
gagnlegar. Hér ætla ég ekki að ræða lýs-
ingu hennnar á kenningunni né þá gagn-
rýni sem hún leitast við að setja fram, þó
að margar villur mætti leiðrétta. Ég ætla
heldur ekki að draga fram ýmsa þætti kenn-
ingar Piagets sem hafa staðist tímans tönn.
Það sem skiptir hér máli er að fræðimenn
taka ýmsar kenningar til athugunar sem
einhvers virði em og velta fyrir sér kostum
þeirra og göllum. Það er eðli og verksvið
vísinda. Þannig hafa þeir fjallað um kenn-
ingu Piagets eins og kenningar annarra
fræðimanna. Pjölmargir renna stoðum undir
kenningu hans með rannsóknum sínum.
Aðrir benda á veikleika kenningarinnar en
kjósa samt að spinna áfram á rokk hans.
Enginn efast um að Piaget hefur haft
mikil áhrif í sálarfræði, enda meta fræði-
menn á alþjóðlegum vettvangi framlag hans
mikils. Keppst hefur verið við að útfæra
kenningu hans á ýmsum þroskasviðum.
Mýmargar rannsóknir hafa t.d. verið gerðar
á vitsmunaþroska bama og unglinga í kjöl-
far athugana hans. Og þótt Piaget ritaði
ekki nema eina bók3 um félags- og siðgæðis-
þroska hefur umfjöllun hans þar orðið til-
efni fijórra rannsókna á því sviði. Kenning
hans hefur og reynst gagnleg, þar sem hún
varpaði nýju ljósi á þroska bama og ung-
linga. Það er því fráleitt að gera kenningu
Piagets í heild tortryggilega með sleggju-
dómum og verður að teljast hlálegt að Helga
skuli reyna að afmá framlag hans með einu
pennastriki.
Til gamans má geta þess að sá merki
skólamaður Sigurður Thorlacius skólastjóri
Austurbæjarskólans hafði þegar árið 1935
auga fyrir því hve framlag Piagets væri
mikilvægt. Það ár ritaði hann grein í
Menntamál um kenningu Piagets um sið-
gæðisþroska, sem sá síðarnefndi hafði birt
aðeins nokkmm ámm áður.
OF LITLAR KRÖFUR!
Þótt umsögn Helgu um kenningu Piagets
sé léttvæg er óhjákvæmilegt að taka alvár-
lega orð hennar sem bæði birtast í texta
og em dregin fram á áberandi hátt með
því að þau em sett undir mynd af bömum
á skólabekk (4. hluti). Orðrétt stendur und-
ir myndinni: „Einstrengingsleg innræting í
kennaranámi um árabil á þroskakenningum
Piagets hefur valdið því að kennarar hafa
vanmetið vitsmuni bama og ekki þorað að
bera á borð fyrir þau bitastætt námsefni."
Hér er um að ræða alvarlega ásökun. Helga
reynir að skella skuldinni um kröfuleysi, sem
hún telur vera í skólum, bæði á kenningu
Piagets og á þá sem hún telur hafa haft
forgöngu um að koma henni á framfæri hér
á landi. í raun er Helga þó að áfellast þá
sem að kennaramenntun standa og ekki
síst kennarana sjálfa. Sér það rétt hjá Helgu
að kennarar hafi ekki þorað að bera á borð
bitastætt námefni fyrir nemendur sína og
borið fyrir sig kenningu Piagets hafa þeir
ekki síður en Helga sjálf misskilið kjarnann
í kenningu hans hrapallega. Kenningvnni
hefur Þá hreinlega verið snúið í andhverfu
sína. Ég leyfi mér að efast um að Helga
hafi rétt fyrir sér um túlkun kennara á
kenningu Piagets og flnnst hún gera lítið
úr hæfni þeirra með þessum orðum. Lítum
aðeins á kjamann í þessari kenningu.
Kenning Piagets fjallar um það hvernig
hver einstaklingur nær valdi á nýrri þekk-
ingu með því að takasta á við krefjandi við-
fangsefni:4 Áríðandi er að ný reynsla og ný
þekking skapi togstreitu í huga einstaklings-
ins til þess að hann þroskist. Til að taka
framförum þarf bam eða unglingur því stöð-
ugt að vera að fást við efni sem reyna virki-
lega á hugsun hans. í glímunni veltir bam-
ið vöngum yfír efninu, leitast við að skilja
það með því m.a. að kanna orsakir og afleið-
ingar, álykta og komast að niðurstöðu sem
getur verið í formi nýrra spurninga. Þannig
helst hugsunin vakandi og frjó.
Ef viðfangsefnin veitast barninu of létt
reynir ekkert á hugann. Baminu fer ekki
fram sem skyldi. Viðfangsefnin verða að
vera krefjandi. Þau verða að reyna á hug-
ann, ekki aðeins á minni bamsins heldur
einnig rökhugsun og skapandi hugsun. Við-
fangsefnin mega þó ekki vera svo framandi
að efnið fari gjörsamlega fyrir ofan garð
og neðan. í þeim tilvikum nær barnið ekki
að tengja nýja þekkingu þeirri þekkingu sem
það býr yfir.6
Hér gefst ekki ráðrúm til að útskýra
kenningu Piagets nánar. Meginatriðið er að
hann aðhylltist í raun mjög eintaklingsbund-
ið nám til að koma megi sem best til móts
við þroska hvers bams. Þannig fer best á
því að hans mati að hvert og eitt barn fáist
við krefjandi viðfangsefni eftir getu. Af
framansögðu má ljóst vera hve fráleitt er
að halda því fram að kenning Piagets feli
i sér að litlar kröfur séu gerðar til nemenda.
Sem fyrr segir verður ekki annað skilið
á máli Helgu en að boðberi kenningarinnar
hér á landi hafí verið dr. Wolfgang Edel-
stein. Með því er gefíð í skyn að hann eigi
sök á því að skólar geri of litlar kröfur til
nemenda sinna. Þeir sem kynnst hafa Wolf-
gang og ritum hans vita best hve mikil öfug-
mæli þetta eru.6 Fáa hef ég hitt á lífsleið-
inni sem gera eins miklar kröfur og hann
til sjálfs sín, samferðamanna sinna, kennara
og nemenda. Hann krefst þess að hver og
einn leiti sífellt þekkingar og dýpri skilnings
á því sem hann tekur sér fyrir hendur.
Wolfgang gerir þá kröfu til kennara að
þeir séu fagmenn sem hafí skýr markmið
og vinni af þekkingu og ábyrgð að því að
efla þroska hvers nemanda. Það gera þeir
ekki síst með því að gera kröfur til nem-
enda, virkja þá, fá þá til að hugsa og takast
á við hlutina, í stað þess að tefja fyrir þroska
þeirra með aðgerðaleysi. Um leið krefst
hann þess af nemendum að þeir leggi hart
að sér.
Hvorki kenning Piagets né hugmyndir
Wolfgangs Edelsteins um skólastarf gefa
nokkurt tilefni til þeirrar ályktunar að slá
eigi af kröfum til nemenda. Hvernig sem á
málið er litið er því afar ósanngjarnt að
láta að því liggja að Wolfgang hafí innleitt
hér kenningar sem kveða á um slíkt.
Spyija má hvaða tilgangi það þjóni að
ala á tortryggni .hjá þeim, sem annt er um
menntamál þjóðarinnar, með villandi um-
ræðu um það sem unnið hefur verið að á
síðustu áratugum. Ég tel að heilladrýgra
væri fyrir æsku þessa lands að menn ræddu
af sanngimi þá reynslu sem fengist hefur
og sæktu fram á þeim grunni.
1 Loftur Guðmundsson (1993). Skólasaga: Til for-
dæmingar eða skilningsauka. Ný menntamál, 11,
(1), 38-43.
2 Sigrún Áðalbjamardóttir (1993). „Ræðum í stað
þess að rífast:“ Framfarir f samskiptahæfni skóla-
bama. Ný menntamil, 11, (1), 22-29.
3 Piaget, J. (1932/1965). The Moral Judgment of the
Child. New York: The Free Press.
1 Piaget, J. (1977/1936). The Origin of Intelligence
in the Child. Chicago: The University of Chicago
Press.
6 Bringuier, J.C. (1980). Conversations vith Jean Pia-
get. Chicago: The University of Chicago Press.
6 Wolfgang Edelstein (1988). Skóli - nám - sam-
félag. (Ritröð Kennaraháskólans og Iðunnar 10.)
Reykjavík: Iðunn.
Höfundur er dósent í uppeldisfræði við Há-
skóla íslands, námsefnishöfundur og fyrrver-
andi grunnskólakennari.