Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1993, Síða 6
IPARÍS
Loksins, loksins fá Parísarbúar og aðrir listáhuga-
menn sem eiga leið um borgina tækifæri til
að sjá verk eftir Henri Matisse samankomin á
einum stað. Sýningin sem heitir einfaldlega
Henri Matisse 1904-1914 var opnuð 23. febrú-
Málari hamingjunnar,
lostans, unaðssemd-
arinnar, friðsælunnar,
mjúku línunnar og
hreinleikans hefur
Matisse verið nefndur.
Hann sagði: „Maður fær
bara eina hugmynd sem
maður fæðist með og allt
líflð fer í að þróa þessa
ákveðnu hugmynd, leyfa
henni að vaxa og dafna.“
Greinin er skrifuð í
tilefni sýningar á verkum
Matisse frá 1904-14, sem
stendur í Pompidou-
safninu fram til 21. júní
og er íslenskum
ferðalöngum í París bent
sérstaklega á það.
Eftir LAUFEYJU
HELGADÓTTUR
Matisse við samklippur á gamalsaldri.
ar síðastliðinn í Pompidou-menningarmið-
stöðinni. Gagnstætt við hina risastóru yfír-
litssýningu (420 verk), sem að MoMa í New
York skipulagði fyrir stuttu á verkum Mat-
isse og flestir sem sáu eru sammála um að
hafí verið stórkostleg, ákvað Nútímalista-
safnið í París að einbeita sér að tímabilinu
1904-1914 sem eru álitin fijóustu og athygl-
isverðustu árin á listferli málarans.
Það tók tvö ár að undirbúa sýninguna og
er þetta metnaðarfýllsta og kostnaðarsam-
asta (23-24 milljónir fr.fr.) verkefni sem
Pompidou-safnið hefur ráðist í til þessa. Það
er mjög erfitt að safna saman verkum eftir
Matisse m.a. vegna þess hve dreifð þau eru
og hve tregir eigendurnir eru til að lána
þau, enda mörg verkin mjög illa farin. Mat-
isse skeytti lítið um tæknihliðar verkanna,
sérstaklega á fyrstu árunum og er það
ástæðan fyrir því að verk eins og t.d. Græna
strikið (1905), Konan með hattinn ^1905),
og Tónlistin (1909-1910) eru alls ekki iátin
ferðast í dag. Þess vegna er því fleygt að
þetta sé kannski í síðasta skipti sem hægt
verði að sjá svona mörg verk eftir Matisse
frá þessu tímabili samankomin á einum stað.
Þekktustu verkin á sýningunni koma í
flest frá stórum söfnum, Hermitage-safninu
í St. Pétursborg, Púskin-safninu í Moskvu,
MoMa f New York og Statens Museum for
Kunst í Kaupmannahöfn svo einhver séu
nefnd, en einnig hafa margir einkaaðilar
iánað verk, en alls eru um 130 málverk og
12 höggmyndir á sýningunni.
„Þú Munt
ElNFALDA MÁLVERKIð"
Henri Matisse fæddist á gamlárskvöld
1869 í Chateau-Cambrésis í Picardie í Norð-
ur-Frakklandi. Faðir hans var komkaupmað-
ur og móðir hans seldi liti og skreytti diska.
Ekkert benti til þess fyrstu tuttugu árin að
Matisse hefði listamannshæfileika og hlýddi
hann föður sínum þegar hann ákvað að hann
skyldi fara í lögfræðinám. Að loknu námi
vann Matisse í Saint-Quentin skammt frá
heimabæ sínum sem ritari á málflutnings-
skrifstofu þar til hann veiktist af botnlanga-
bólgu og þurfti að vera rúmliggjandi í nokkra
mánuði. Það var þá sem móðir hans gaf
honum litakassann fræga og upplifði Mat-
isse nú í fyrsta sinn þá yndislegu tilfinningu
að hrífast af viðfangsefni og ákvað sam-
stundis að hann vildi læra að mála.
Hann yfirgaf starf sitt og hélt til Parísar
í Academie Julien þar sem Bouguerau kenndi
og var það í tvö ár, en fór þá í Listaakadem-
íuna þar sem Gustave Moreau tók hann
undir vemdarvæng sinn. Kennsluaðferðir
Moreaus þóttu nútímalegar og hafði hann
mjög sterk áhrif á Matisse sem hreifst m.a.
af skrautlegum bogalínum meistarans og
náði hann ótrúlegum árangri á mjög stuttum
tíma. „Þú munt einfalda málverkið," sagði
Moreau við Matisse nokkm síðar og reynd-
ist hann sannarlega forspár.
Á vinnustofu Moreau kynntist Matisse
m.a. Georges Rouault og Albert Marquet sem
hann tengdist vináttuböndum ævilangt.
Hann uppgötvaði gömlu meistarana á
Louvre-safninu, impressioniastana, Van
Gogh og veldi litarins, Gauguin og hrifningu
á primitívisma og umfram allt Cézanne
(1839-1906) sem hann kallaði „guðföður
máiaralistarinnar" og sem átti eftir að verða
óendanleg uppspretta fyrir hann eins og
marga fleiri. Þó að Matisse hefði lítil fjárráð
keypti hann árið 1899 myndina Trois Baign-
euses eða Þijár konur í baði (1879-82) eft-
ir Cézanne sem hann skildi ekki við sig fyrr
en á fullorðinsaldri þegar hann gaf myndina
til Petit Palais-safnsins í París, en þá lét
hann fylgja þau ummæli með gjöfinni að
hann vænti þess að margir gætu séð hana
þar, „vegna þess að þetta málverk hefur
haldið mér uppi andlega á mestu erfiðleika-
stundum á starfsferli mínum sem málari og
í það hef ég sótt trú mina og þolgæði“.
AF HVERJU 1904?
Sýningin er sett upp í tímaröð og er upp-
hengingin afar látlaus og smekkleg. Hvert
verk fær nóg rými og hafa forráðamenn
sýningarinnar lagt mikinn metnað í að áhorf-
endur gætu notið verkanna sem best.
En af hveiju hefst sýningin árið 9104?
Árið 1904 heldur Matisse fyrstu einkasýn-
inguna (34 ára gamall) hjá Vollard og sama
ár málar hann myndina Luxe, , Calrne et
Voupté — íburður, kyrrð og unaður — sem
er jafnframt eitt af fyrstu verkunum sem
áhorfandinn sér þegar hann kemur inn á
sýninguna. I þessu verki sjást m.a. flestar
fyrirmyndirnar sem síðar koma fram í verk-
um hans og hér tjáir hann sig líka í fyrsta
skipti fyrst og fremst í gegnum litinn.
Sumarið 1904 dvaldi Matisse í Saint
Tropez í boði málarans Paul Signacs. Hann
var nokkrum árum eldri en Matisse, var
undir mjög sterkum áhrifum frá Georges
Seurat og málaði eingöngu með pointillista
aðferðinni. Signac hafði augsýnilega mikil
áhrif á Matisse á þessu tímabili og ber mynd-
in íburður, kyrrð og unaður því vitni að
Matisse hafí haft fullkomið vald á þeirri
tækni, þó að hann hafí heldur ekki aígjör-
lega látið hana njörva sig. Seinna lýsti Mat-
isse því yfir að hann hafi átt í miklum erfið-
leikum með að sætta sig við þessa sund-
urgreiningu litarins sem honum fannst setja
sér vissar skorður og varð myndin þess vegna
síðasta tilraun hans til að beita þessum
ströngu litarreglum Seurat.
Þegar Signac sá myndina á sýningu hinna
Óháðu vorið 1905 varð hann yfír sig hrif-
inn, keypti hana og gerði Matisse að forseta
sýningarnefndarinnar.
„Með Sól í MAGANUM“
Þegar komið er aðeins lengra inn á sýning-
una hanga nokkur verk sem Matisse málaði
í fiskiþorpinu Collioure í S-Frakklandi, ná-
lægt spænsku landamærunum, þar sem hann
dvaldi ásamý málaranum André Derain sum-
arið 1905. Á þessu ári verða algjör umskipti
í listsköpun Matisse, hann heillast af sterkri
birtu Miðjarðarhafsins, yfírgefur hinar vís-
indalegu reglur Seurat og Signacs og fer
að nota hreina liti sem hann málar á léreft-
ið með sí stækkandi pensilstrokum. Þetta
verður upphafið á hinu svonefnda Fauve-
tímabili sem átti eftir að hneyksla marga.
Þegar Picasso sagði, „að Matisse væri með
sól í maganum" átti hann auðvitað við þessa
björtu birtu og leiftrandi litadýrð sem ein-
kenndi framvegis flest verk Matisse.
MálverkiðKonan með hattinn (1905), sem
vantar reyndar á sýninguna, var eitt þeirra
verka sem gestir Haustsýningarinnar 1905
hlógu hvað mest að þegar Matisse sýndi þar
ásamt Derain, Vlaminck, Marquet, Rouault
og fleirum. Það var reyndar tilviljun ein að
verk eftir þessa málara lentu öll í sama saln-
um þannig að þegar listgagnrýnandinn Lou-
is Vauxelles kom þar inn á hann að hafa
líkt þeim við „fauves“ eða villidýr, en þaðan
kemur auðvitað fauvisminn sem festist við
þá upp frá því. En það var ekki bara hjá
fauvistunum sem að litirnir leystust úr læð-
ingi, þýsku expressíónistamir og margir
rússneskir málarar komu líka fram með
hvellar og djarfar litasamsetningar sem sjok-
kemðu frómar sálir og rótuðu upp í íhalds-
sömum smekk.
Þó að Konan með hattinn sé hefðbundin
andlitsmynd af eiginkonu Matisse þá var þið
hin djarfa litanotkun málarans sem að tmfl-
aði skoðendur. Hann málar andlitið mjög
fijálslega svipað og um landslag væri að
ræða og hikar ekki við að draga dökkgræn-
Rauður samhljómur, eða Rauði eftirrét
fyrir Matisse, t.d. hvernig allt er nánas
húsbúnaði í kringum aldamótin. Birt n
ar pensilstrokur þvert yfír ennið, niður nef-
brúnina og mála aðra kinnina gulgræna og
hina gulbleika. Það var þessi djarfa, tjáning-
arríka og óvanalega litanotkun sem fór fyr-
ir bijóstið á mörgum og kannski sérstaklega
Frökkum, enda voru fyrstu kaupendur og
aðdáendur Matisse aðallega útlendingar.
Hápunktur Fauve-tímabilsins hjá Matisse
er málverkið Bonheurde vivre, Lífsgleði, sem
hann málaði á ámnum 1905-1906, en um
leið veikasti punktur sýningarinnar þar eð
verkið vantar. Ástæðan er sú að búið var
að ákveða að verkið yrði á sýningu sem
Orsay-safnið skipuleggur í september næst-
komandi, þar sem sýnd verða úrvalsverk úr
eigu Barnes-stofnunarinnar í Bandaríkj-
unum, en þeir eiga verkið og þótti þeim
óþarfí að það færi líka til Pompidou-safns-
ins. Dagblaðið Le Monde (25. febrúar ’93)
fékk þó sérstakt leyfi til að birta litmynd
af verkinu á síðum sínum í tilefni sýningar-
innar og er það í fyrsta skipti sem litljós-
mynd af verkinu birtist á prenti.
Lífsgleðin telst með mikilvægustu mál-
verkum 20 aldarinnar og er vafalaust undir-
stöðuheimild um listþróun Matisse á þessum
mikilvægu áram. Tveimur áram áður en
hann lést benti Matisse sjálfur á þetta verk
sem slagæð listferils síns. „Ég var 35 ára
þegar ég málaði Lífsgleðina og núna þegar
ég geri klippimyndirnar er ég 82 ára, ég er
alltaf sá sami ... vegna þess að í öll þessi
ár hef ég verið að leita að því sama, sem
ég hef svo tjáð með mismunandi aðferðum."
Lífsgleðin sem er óður til litarins er sprottið
upp úr sumardvöl hans í Collioure og er jafn-
framt einskonar stefnuyfírlýsing þar sem
Matisse lítur bæði til fortíðar og framtíðar
og undirstrikar þannig röksemdir sínar um
það hvernig málverk á að vera. Hann vann
marga mánuði við verkið, sem var jafnframt
stærsta verk sem hann hafði nokkurn tím-
ann málað. Myndin sýnir nakið fólk sem
teygir úr sér, elskast og dansar í litríku og
sólarbjörtu tijágrónu sjávarlandslagi. Þetta
er gamli draumurinn um aldingarðinn þar
sem lífsþorstinn og ánægjan era í fyrirrúmi
og menn era lausir undan hversdagslegu
amstri og veraldlegum áhyggjum. Með þessu