Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1993, Blaðsíða 7
turinn, 1908. Olía á striga, 180x220 sm. Er í eigu Hermitage-safnsins í Pétursborg. Myndin getur talizt mjög einkennandi
't í einum fleti, án dýptar eða fjarvíddar, og eins hitt, hveníig hann notar á myndrænan hátt dæmigerðar skreytingar úr
<eð leyfi erfingja Matisse.
vildi Matisse einnig undirstrika gleðina og
hamingjuna við að mála og var hann sjálfur
mjög ánægður með verkið þegar hann sendi
það á Salon des Indépendants, Óháðrasýn-
inguna, árið 1906, þó að undirtektirnar yrðu
síður en svo jákvæðar.
Systkinin Leó og Gertrud Stein keyptu
Lífsgleðina og segir sagan að Picasso hafí
séð verkið hjá þeim í heimboði haustið 1906,
þar sem hann hitti einnig Matisse í fyrsta
skipti. Picasso skildi um leið mikilvægi verks-
ins og ári síðar svarar hann Matisse með
því að mála Ungfrúrnar frá Avignon. í dag
eru þessi mögnuðu og margslungnu verk sem
bæði eiga Cezanne mikið að þakka talin lykil-
verk listasögu tuttugustu aldarinnar.
Dansinn Og Tónlistin
Upp úr 1907 er Matisse orðinn þekktur
listamaður þó að hann sé alltaf mjög um-
deildur og búinn að eignast hóp þenkjandi
og varanlegra stuðningsmanna. Amerísku
systkinin fyrrnefndu, Leo og Gertrud Stein,
sem keyptu strax Konuna með hattinn og
Lífsgleðina urðu til þess að kynna Matisse
fyrir Michael og Sarah Stein, systrunum
Claribel og Etta Cone og vinkonu þeirra,
Harriet Lane, sem öll áttu eftir að verða
einlægir aðdáendur hans ævilangt. Sarah
Stein átti t.d. mjög mikinn þátt í því að
Matisse stofnaði skóla árið 1908, sama ár
og „Minnisblöð málarans" birtust í La
Gránde Revue þar sem Matisse gerði grein
fyrir listrænum skoðunum sínum og mark-
miðum. Greinin hafði mikil áhrif á alla li-
staumræðu og er vitnað til hennar iðulega
enn þann dag í dag. Skólinn dró einkum
erlenda listamenn að og hafði þar af leið-
andi mjög mikil áhrif á list Þýskalands og
Norðurlandanna. Eini íslenski listamaðurinn
sem stundaði nám hjá Matisse var Jón Stef-
ánsson sem fór þangað fyrir áeggjan norska
málarans Jean Heiberg. En þó að Jón hafí
hrifíst af hugmyndum Matisse er erfitt að
greina áhrif meistarans í verkum hans, aftur
á móti hefur hin takmarkalausa aðdáun
Matisse á Cézanne greinilega komist vel til
skila. Þrátt fyrir hinn mikla nemendafjölda
sem sótti skólann tók Matisse þá ákvörðun
að loka honum árið 1911 til að einbeita sér
algjörlega að list sinni.
Sá sem studdi best við bakið á Matisse á
þessu tímabili var rússneski auðkýfíngurinn
Sergei Ivanovitch Chtchoukine sem átti stór-
kostlegt safn nútímalistar, verk eftir m.a.
Monet, Degas, Cezanne, Renoir, Gauguin,
Van Gogh og fleiri. Hann keypti meira en
30 verk af Matisse á tíu árum sem í dag
eru flest meðal þekktustu og fegurstu verka
þessa tímabils. Hann málaði t.d. bæði Dans-
inn (1909) og Tónlistina (1909-1910) eftir
pöntun fyrir Chtchoukine til að skreyta stiga-
palla í Troubatzkoy-höll hans í Moskvu.
Á sýningunni í Pompidou-safninu eru báð-
ar tillögurnar að Dansinum, Dans no 1 og
Dans no II, en Tónlistin varð eftir í Moskvu
þar eð myndin er í mjög slæmu ástandi og
þar af leiðandi of viðkvæm til ferðalaga. I
þessum þremur verkum rifjar Matisse upp
stef úr eldri myndum. Úr Lífsgleðinni, sem
var honum eilíf uppspretta, sótti hann hring-
dans fiskimanna á ströndinni sem hann not-
ar í Dansinum og í Tónlistinni hefur hann
vafalaust aflað fanga í samnefnt verk, sem
hann málaði árið 1907. Matisse gerði marga
frumdrætti að verkunum og sést þar vel
hvernig hann reynir að losa sig við fjarvídd-
ina og stefnir stöðugt að einfaldari lausnum
bæði í teikningu og lit. Hin taumlausa lífs-
orka sem geislaði frá Dansinum hneykslaði
jafnvel Chthoukine sjálfan og hafnaði hann
endanlegu gerðinni sem var sýnd á Haust-
sýningunni 1910. Hann skipti þó brátt um
skoðun og árið 1911 fór Matisse sjálfur með
verkin til Rússlands til að hengja þau upp.
Austurlensk áhrif
Og Samruni
Á árunum 1911-12 ferðast Matisse mikið
m.a. til Rússlands og Marokkó og höfðu
ferðalögin mikil áhrif á myndsköpun hans á
þessum árum, sérstaklega dvöl hans í Tan-
ger þar sem hann heillaðist af litadýrðinni,
birtunni og list innfæddra.
Árið 1911 málar hann 3 innimyndir þar
austurlensk áhrif eru áberandi og þar sem
hann beitir nýrri aðferð í uppbyggingu svip-
aðri þeirri sem að helgimyndamálararnir
notuðu, þ.e.a.s. hann afmáir fjarvíddina að
mestu og fletur út kompósisjónina. Þessi til-
hneiging til að losna við blekkinguna var
þegar til staðar í Dansinum, Tónlistinni og
Rauðum samhljóm (1908) þar sem hann
sameinaði forgrunn og bakgrunn, hið innra
og ytra, þannig að málverkið varð eins og
sléttur flötur.
Þrjár þessara innimynda eru nú sýndar í
fyrsta skipti í París: Fjölskylda málarans
(1911) sem sýnir eiginkonu Matisse og böm
þeirra þrjú eins og skákpeð eða klippimynd-
ir felldar inn í skrautbúna stássstofu þar sem
mismunandi austurlensk skreytimynstur
þekja rýmið umhverfís svart-hvítt taflborð
sem grípur strax athygli skoðandans. Inni-
mynd með eggaldinum (1911) er líka alþak-
in skrautmynstri og eflaust besta dæmið um
það sem Matisse kallar „dekóratífa kompósi-
sjón“. Málverkið byggist upp á mismunandi
stórum rétthymingum sem eru málaðir ólíku
skreytimunstri, þannig að hver og einn gæti
verið málverk út af fyrir sig. Augu skoðand-
ans hvarfla þess vegna ósjálfrátt um allan
myndflötinn áður en þau staðnæmast að
lokum við uppstillingu af þremur eggaldinum
á miðju borði, sem réttlæta um leið titil
verksins. Þessi tvívíddarskoðun málverksins
er líka aðal viðfangsefni Matisse í Rauðu
vinnustofunni (1911) sem er öruglega eitt
af meistaraverkum hans og þar sem nýjung-
in er fólgin í því að allt rýmið er málað ein-
um lit, rauða litnum, sem orsakar að hlutirn-
ir virðast fljóta í rými vinnustofunnar.
ÁMÖRKUMHINS
ÓHLUTLÆGA
Þremur árum síðar málar Matisse myndir
sem að sumu leyti voru enn róttækari í ein-
faldleika sínum og nálguðust jafnvel að verða
algjörlega abstrakt eins og Útsýni yfir No-
tre Dame (1914), Opni glugginn í CoIIioure
(1914) og Gula gluggatjaldið (1915). Mat-
isse hefur aldrei komist eins nálægt abstrakt-
sjóninni og í Opna glugganum, en sú mynd
sýnir ekkert annað en kolsvartan rétthyrning
afmarkaðan lóðréttum pensiistorkum sem
eiga eflaust að tákna gluggahlerana. í raun
og veru er myndin „tóm“ vegna þess að það
er ekkert til að horfa á og skoðandinn veit
ekki hvort hann lítur inn eða út um gluggann.
Sumir listfræðingar vilja meina að Opni
glugginn sé tákn fyrir örvæntingu frönsku
þjóðarinnar gagnvart heimsstyrjöldinni, á
meðan amerísku abstrakt málararnir (Kelly,
Newman, Noland, Rothko) fundu í henni
tærleika og andríki sem hafði mikil áhrif á
þá og átti eftir að blása í þá styrk til frek-
ari átaka.
Upp úr þessu verður svarti liturinn æ
mikilvægari i verkum Matisse eins og t.d. í
verkunum Marokkóbúarnir (1916) og Bað-
fólk við á (1916-17) sem Nútímalistasafnið
í Chicago vildi því miður ekki lána á sýning-
una. Matisse málaði báðar þessar myndir á
stríðsárunum og hafa sumir haldið því fram
að hann sé hér í samræðum við kúbismann.
Þegar Matisse var sjálfur beðinn um að út-
skýra Marokkóbúana sagði hann aðeins „Ég
get ekki lýst því með orðum. Fyrir mig er
verkið upphaf nýrrar littjáningar þar sem
ég tefli svarta litnum saman við andstæðu-
liti sína.“ Matisse hefur aldrei tekist betur
en einmitt hér að sýna okkur fram á það
að svarti Iiturinn er líka litur.
Sýningunni lýkur árið 1917 um að leyti
sem Matisse heldur til Nissa þar sem han
átti eftir að dvelja langdvölum, eignast ann-
að heimili og þar sem nýtt tímabil hefst á
listferli hans. Til þess að gefa gestum sýning-
arinnar smá vísbendingu um það hvernig
list Matisse átti að þróast næstu ár hafa
kommisserar sýningarinnar tekið þá ákvörð-
un að sýna verk frá 1919, Tedrykkja ígarð-
inum við hliðina á Rauða marmaraborðinu
(1916) þannig að vel sést hvernig útflatt
marmaraborðið réttir úr sér og fær á sig
fjarvíddarsvip í Tedrykkjunni, Það er aug-
ljóst að nú hefur Matisse aðhyllst vissan
„realisma" og hefðbundnari myndskipan.
Málari Hamingjunnar
Eða Málari Kvíðans?
Málari hamingjunnar, lostans, unaðs-
semdarinnar, friðsælunnar, mjúku línunnar,
hreinleikans o.s.frv. o.s.frv. Það vantar alitaf
sterk og falleg lýsingarorð þegar myndlist
Matisse er annars vegar. „Mig dreymir um
list sem er laus við ástríður og óróleika, list
sem getur róað og huggað manninn, sem
þarf að beita hugsuninni, hvort sem hann
er kaupsýslumaður eða rithöfundur," sagði
Matisse og espaði með því nokkra „róttæka"
gagnrýnendur sem héldu því fram að list
hans væri lítið annað en stássstofuhlutir
fyrir borgarastéttina.
En til þess að ná þessu jafnvægi, þessum
einfaldleika, þessum ■ hreinleika og þessari
taumlausu lífsorku, sem verkin miðla til
okkar enn þann dag í dag, þurfti Matisse
að beita sjálfan sig geysilega miklum aga,
skarpskyggni og sjálfrýni og sést vel á þess-
ari sýningu hve óþolinmóður, örvæntingar-
fullur og kvíðinn „málari hamingjunnar" í
raun og veru var. Þó að hver mynd sé veisla
fyrir augað er hún líka ögrun sem krefst
stöðugrar endurskoðunar, þar sem málarinn
hefur lagt allt að veði til að ná þeirri full-
komnun sem hann var stöðugt að leita eft-
ir. Hann hikaði ekki við að bijóta niður,
afmá, mála yfír — og byggja upp aftur.
„Maður fær bara eina hugmynd sem
maður fæðist með og allt lífið fer í að þróa
þessa ákveðnu hugmynd, leyfa henni að
vaxa og dafna,“ sagði Matisse sem á gam-
als aldri tók sér skæri í hönd þegar hann
gat ekki lengur haldið á pensli og hélt áfram
að umbylta og endumýja myndlistina'með
því að gera litskærar klippimyndir, sem eru
meðal fegurstu verka nútímalistar og hafa
opnað breiðar brautir fyrir marga unga lista-
menn.
„Áhorfendur em á móti þér, en framtíðin
er með þér,“ skrifaði Chtchoukine í bréfí til
Matisse árið 1910. Orð hans hafa sannarlega
ræst því eins og sjá má af þeirri aðsókn sem
sýningarnar í New Ýork og París hafa feng-
ið hefur áhugi á list Matisse aldrei verið
meiri en í dag og er nú loksins komið á jafn-
vægi á milli „suður- og norðurpólsins" en
þannig kallaði Picassó sig og Matisse, með-
vitaður um það að án þeirra yrði erfitt að
skrifa listasögu tuttugustu aldarinnar.
Islenskum listamönnum og listunnendum
sem leið eiga um París er eindregið ráðlagt
að láta ekki hina löngu biðröð, sem mynd-
ast hvem dag fyrir framan Pompidou-menn-
ingarmiðstöðina, aftra sér frá því að fara
upp á 5. hæð til að sjá verk þessa stórkost-
lega listamanns sem Duchamp sagði „að
væri besti málari aldarinnar“. Sýningunni
lýkur 21. júní næstkomandi.
Sýningin er opin frá mánudegi til föstudags frá
kl. 12-22, laugardaga, sunnudaga og helgidaga frá
kl. 10-22. Lokað á þriðjudögum.
Höfundur er listfrasðipgur og býr í París.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 22.MAÍ1993 7