Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1993, Side 8
Kirkjugarðurinn á Ingjaldshóli.
„Slokknaði fagurt
lista ljós“
Jón Kjæmesteð Þorláksson sá er
Jónas Hallgrímsson orti um hið
gullfallega kvæði Á gömlu leiði
1841, var samkvæmt Minister-
ialbók Bægisársóknar 1794-1823
fæddur að Skriðu í Hörgárdal 6. júní
1799.
Á árunum 1828-1835 bjó Jón Kjær-
nesteð á jörðinni Munaðarhóli á Hellis-
sandi, konungsjörð í Stapaumboði,
gamla Hraunskarði. Þar mun hann
hafa verið í skjóli amtmannanna Gríms
Jónssonar og Bjama Þorsteinssonar á
Stapa.
Jón flutti til Ólafsvíkur með fjöl-
skyldu sína vorið 1835. Þar dó hann
25. júní 1836.
Skúli Alexandersson á Hellissandi,
fyrrv. alþm., benti mér á fyrir skömmu
að í Kvaeðafylgsnum Hannesar Péturs-
sonar (Iðunn 1979, Höndin haga
99-114) og einnig í Ritverkum Jónasar
Hallgrímssonar (Svart á hvítu 1989 IV
158) kæmi fram að Jón Kjæmesteð
hafi verið jarðaður í kirkjugarðinum
að Fróðá.
Ég hafði hinsvegar séð í kirkjubókum
að hann hafi verið jarðaður í kirkju-
garðinum á Ingjaldshóli.
í „Jöklu“, Ministerialbók Nesþinga
undir Jökli 1785-1836, þ.e. Ingjalds-
hóls- og Fróðársókna, afriti, stendur
eftirfarandi:
„Jón Þorláksson Kjemesteð giptur
gartner, bóndi frá Ólafsvíkurbæ, deyði
25. Juni af gallsótt 38 ára; grafínn 30.
s.m. Sigldur gáfu- og listamaður.
Sigmundur Sigmundsson giptur
þurrabúðarmaður frá Ólafsvík deyði
25. Juni af brjóstveiki; grafinn 30. s.m.
Báðir þessir vora grafnir á Ingjalds-
hóli.“
Það hefur því verið í kirkjugarðinum
á Ingjaldshóli sem kveikjan að kvæði
Jónasar Á gömlu leiði 1841 varð til.
Þess má geta til gamans að faðir
Jóns Kjæmesteðs, Þorlákur Hallgríms-
son, var afabróðir Þóra Gunnarsdóttur
(Ritverk 1989 IV 448) en milli þeirra
Jónasar munu hafa verið æskuástir. Á
síðasta æviári sínu orti svo Jónas kvæð-
ið Ferðalok, dýrmæta perlu, sem undir-
rituðum finnst vera einskonar yfirbótar
og friðþægingarkvæði af hálfu Jónas-
ar, þegar hann gerði upp hug sinn
vegna þessarar fyrstu ástar.
ÓLAFUR ELÍMUNDARSON
BARÐI BENEDIKTSSON
Magnús sálarháski
Förumanna flokkinn gisti
fátt er ljóst um upprunann
Skaftárelda móðan mikla
marki sínu brenndi hann.
Einn af okkar kynjakvistum
kunni list, sem mjög var dáð
afbragðs slyngur sláttumaður
stendur enda víða skráð.
Við iðju sína eyra Ijáir
hvað eggin hjalar brýnið við
á tungubroddi bitið kannar
að búandkarla fornum sið.
Ljáin víða státin stendur
þó stráin séu rótarklippt
grundin ymur, grætur undir
grænum hlífðarkufli svipt.
Afköst hans með ólíkindum
ekki hugnast griðkonum
svo hægðameðal Háska gefa
ef hægja mætti á látonum.
í fylling tímans kallið kemur
en kempan þá úr brókum fer
í Ijána síðan lætur renna
líkar griðkum stórum ver.
Magnús, afreksmaður mesti
mátti þola stríðan hag
vængbrotinn á vori Iífsins
af vægðarlausum aldarbrag.
Sýndi reisn á reisum sínum
við ráðamenn á þjónkun spar.
Fluglæs, gæddur forspárgáfu
af förumönnum öðrum bar.
Höfundur býr á Akureyri. •
Frá Arbæjarsafni
Laugarnes, ofan
jarðar og neðan,
fyrr og nú
INNGANGUR
Laugarnesið er táin, sem potar sér eilítið út í
Kollafjörðinn, sú sem Listasafn Sigurjóns Ólafs-
sonar stendur nú á. Strandlengjan á nesinu er
sú eina um norðanverðan Seltjarnarneshreppinn
hinn foma, sem enn er ósnortin að mestu og
Laugamestáin á sér
gamla og merkilega sögu.
Búsetu má a.m.k. rekja
til aldamótanna 1200 og
sennilega miklu lengur.
Saga Laugamess snertir
almenna sögu landsins,
sjúkrahússögu,
kirkjusögu, listasögu,
sögu Reykjavíkur og sögu
hemáms á íslandi.
Eftir BJARNA F.
EINARSSON
uppranaleg. Er ströndin á náttúraminja-
skrá og friðlýst, enda er gróðurfar víða á
nesinu með því fjölbreyttasta sem til er
innan borgarmarkanna.
Útsýni frá Laugamesinu er margslung-
ið og mikilfenglegt. Þar sér til Akureyrar,
Engeyjar og Viðeyjar, hólmanna Skarfa-
kletts og Litla Skarfakletts og nokkurra
skeija. Bakgranninn prýða Akrafjallið og
Esjan og fleiri ijöll þegar vel viðrar.
Fuglalíf á nesinu og á Sundunum þar
er allfjölbreytt og á það einkum við um
sjófugla af ýmsum tegundum og svo auð-
vitað æðarfuglinn. Hvergi í borginni gef-
ast jafn miklir möguleikar á því að sam-
ræma sögu, listir, menningu og umhverfi,
allt á einu útivistarsvæði, og á Laugames-
inu.
SÖGUBROT
Elsta öragga heimildin um mannavist í
Laugamesi er kirknaskrá Páls biskups
Jónssonar í Skálholti, sem talin er frá því
um_ 1200.
Árið 1235 er kirkju í Laugamesi getið
í „Máldaga um veiði í Elliðaám" og það
því fýrsta nákvæma ártalið, sem hægt er
að tengja sögu Laugamess. Reyndar er
Laugnesinga sjálfra getið árið áður og af
sömu ástæðu, eða árið 1234 í „Máldaga
um eignir Maríu kirkju og staðar í Viðey“
(Viðeyjarklausturs), þar sem sagt er að
Viðeyjarkirkja eigi laxveiði í Elliðaám „at
helmingi við Lavgnesinga".
Kirkjan í Laugamesi var aflögð árið
1794, þegar sóknin var sameinuð dóm-
kirkjusókninni í Reykjavík. Kirkja hafði
því staðið í rúm 600 ár í Laugarnesi og
sannanlega verið margendurbyggð og lag-
færð sem og sjálfur kirkjugarðurinn.
Veralega miklu lengur hefur búskapur
verið stundaður í Laugarnesi, þótt hann
sé ekki beinlínis getið í rituðum heimildum
á sama hátt og kirkjunnar. Næsta víst er
að bóndabær hafi staðið nálægt kirkjunni,
þegar hún var reist í fyrstunni, þó að við
vitum ekki nákvæmlega hvenær hann kom
til. Ekki er loku fyrir það skotið að búskap-
ur í Laugarnesi sé jafn gamall byggð í
Málverk eftir Auguste Mayer af Laugarnesstofu árið 1836.