Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1993, Side 10

Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1993, Side 10
Á Kóngsveginum - Brúarfoss í Brúará. Fyrr- um var aðeins gjáin, sem skerst inn í foss- inn, brúuð og þótti vera slysagildra. Enn er hægt að fara með hesta yfir Brúará á gömlu brúnni, þaðan sem myndin er tekin. Stígurinn og sundið raður hófadynur, jóreykur, blá fjöll, fossar, mýrar og blásin börð. Bæir undir hlíðum, húsfreyjur utan dyra með skuplur, skyggja hönd fyrir auga. Hjarðir á beit og um þær þessi sæla rósemi dýrsins, þegar það er í friði Konan í skutnum og Gráni stjórna fórinni. Nú eru það marglit föx sem leika við strauminn: Grá, rauð, brún, mósótt og leirljós. Hún lokar augunum og hlustar á þessi gamalkunnu þekku hljóð frá syndandi hrossum og báti sem klýfur straum. Eftir ÁSTRÍÐI SIGURMUNDARDÓTTUR og lifir. sínu eigin lífi. Blámóða yfir fjarlæg- um fjöllum, jökullinn hvítur og tiginn að fjallabaki en roðnandi í síðdegissól. Eftir stígnum hlaupa þrettán ferðahestar, mjó- slegnir og sveittir, eftir langan og strangan dag með fjöllum. Sumir ganga lausir, aðrir bera töskur. Lestina reka nokkrar konur og lítil stúlka er ríður stórum gráum hesti. Allar eru þær sólbrúnar og rykugar og ef til vill farnar að þreytast en í augum þeirra er glóð gleðinnar því þær eru sælar og kjósa sér ekki annað hlutskipti betra í bráð. Almannagjá að baki. Þar umdi við dátt af gný hófanna er bergmálið dundi svo kátt. Að lifa slíkt er viðburður er ekki gleym- ist. Það er tími til að hugsa og dást að skarti náttúrunnar, njóta funans í fimum fótum og kvikum bökum, horfa í hrynjandi föxin. Er bugða kemur á veginn og lausu hestamir líða hjá, sjást á hlið, er eitthvað heillandi við alla þessa marglitu fætur sem troða veginn, brúna, gráa, rauða og sokk- ótta; sumir á skeiði, aðrir á brokki. Blessuð hrossin, það leggur frá þeim þekkan ilm sem allir ferðamenn þekkja. Þegar kemur að lindánni fögru, Brúará, er steypist svöl og tær niður úr skörðunum, þá blasir brúin við. Þessi brú er trébrú, með bogadregnu grindverki, mannhæðar háu, var býggð í tilefni þess að Danakonungur kom hingað í heimsókn; var því kölluð kon- ungsbrú. Nú er hún orðin feyskin og léleg svo allt verður að selflytja eins og sagt er, aðeins hestur og maður í senn. En falleg er brúin þótt við liggi að hún dingli undir byrðinni. En þetta gengur slysalaust og er eitt af því skemmtilega. Gjá ein mikil liggur með syðri bakkanum undir brúna og niður fyrir hana, steypist vatnið þar niður í breiðum glitrandi fossi. Spöl neðar skagar stór klettur út í ána. Kollur hans er vel gróinn, kjörinn staður til að hvílast og taka upp nesti. Þarna í flúðunum leika sér af listfengi litlu skærlitu straumendurnar. Hvar sem þær sjást, skapa þær ætíð yndi fegurðar í sál þeirra er horfa. Við klettarið fjallsins svífa tveir ernir þöndum vængjum. Konurn- ar Iíta þá hýru auga og ein þeirra tekur að skýra dóttur sinni frá kynnum sínum af þeim eða forfeðrum þeirra. Þegar við systkinin vorum í æsku áttum við heima syðst í þessari sveit, þar sem stór- fljótið beygir og tekur stefnu beint til sjó- ar. Þar við ána var fagurt klettabelti en í fyrndinni höfðu nokkur björg fallið fram úr beltinu og voru að hálfu leyti úti í ánni. Eitt þeirra var miklu stærst og topplaga og efst vaxið brúski af bleikum sigurskúfi; kallað Kirkjuklettur, því það var trú manna að þarna væru álfaborgir. Þannig var það þegar líða fór á sumar að börnin á bænum tóku að bíða hvern dag, þau biðu eftir haust- undri nokkru sem alltaf kom. Það bar skugga í loftið og þrír ernir komu svífandi, tveir vaxnir og einn ungi, fleygur. Þeir sett- ust beint ofan í sigurskúfsbrúskinn á Kirkju- klettinum. Líklega hafa þeir flogið í einni lotu ofan frá varpstað-sínum í fjallinu en fundist nú verðugt að hvílast. Og þarna sitja þeir lengi dags. Konunni finnst að þennan dag ár hvert hafí verið logn og blíða og þegar sól var sest, hafí skugga arnanna borið langt út á ána og allt umhverfíð sleg- ið undarlegri dul og töfrum. Hún lokar aug- um og seiðir fram myndina hið innra með §ér, reynir að mála hana með orðum svo ævintýrið geti stigið fram í huga barnsins. Og ernirnir svífa bæði að fornu og nýju. Svo skapast ógleymanlegar stundir. Enn sitja konurnar á klettinum hjá brúnni. Ein þeirra tekur upp myndavél og myndar borðhaldið. Allt ljómar í sólgiltrandi úða. Henni flýgur í hug setning, höfð eftir fanga, „að lifa var að muna blendnar ár með stiklandi fiskum og sólskin í konu- hári“, líka hári þeirra er þarna sitja. Áfram er haldið því náttstað skal náð i kvöld. Það glittir í Bláfell og Jarlhettur hin- ar tindafögru sem sagt er um að séu eins og tröllaheimar í nálægð. Það er riðið um garð á hinu forna höfuðbóli, Bræðratungu. Blæju er lyft frá glugga, hver skyldi vera þar á ferð? Á eyrunum við ána vex eyrarrós í breið- um. Rósin blómstrar, árbakkinn roðnar. Áin fellur skolgrá til suðurs, þungur straumur. Að feijustað stefnir hópurinn. Handan ár- innar er bær og þangað er ferðinni heitið og skal nú sundlagt yfír ána. í hópnum er rauð hryssa, besti gæðingur og fríð sýnum en nokkuð við aldur. Hún á heima á bænum fyrir handan. Þessi hryssa hefur verið að heiman í fjarlægu héraði um tíma. Nú gerist hún óró og vill stefna beint á bæinn, varðar ekkert um ána. Hún geysist á harðastökki niður eyramar og lætur ekk- ert hefta för sína. Ein konan ríður eftir henni en fær ekki við neitt ráðið. Hryssan stansar andartak þegar hún kemur að ánni, þefar og krafsar ofurlítið, en strokar síðan beint út í. Hún syndir Iöngum, föstum sund- tökum og skilar vel. Löngunin ber hana. Höfuðið er frítt og rautt faxið.leikur fijálst við skolgrátt jökulvatnið. Bijóst hennar klýf- ur napran flaum án hiks eða efa. Þegar hryssan kennir grunns gellur við glymjandi Iangdregið hnegg. Það er kveðja hennar til heimahrossanna. Það stendur heldur ekki á svari. Hátt, titrandi hnegg klýfur loftið. Á bakkanum birtist stór, föngulegur, leirljós hestur; reiðhestur húsbóndans og foringi hjarðarinnar. Þau mætast á háa, dökka bakkanum sunnan árinnar. Fögnuður þeirra er augljós, þau þefa og snúast hvort um annað, svo leggja þau saman hálsana, rautt og ljóst fax sameinast. Þau standa graf- kyrr, líkust höggmynd. Konan á eyrinni er heilluð, það er kæti í augnaráði hennar og hún rankar ekki við sér fyrr en kallað er til hennar, hún er á valdi bernskunnar þegar hún var oft feiju- maður á þessu fljóti. Er hún nær til hinna eru þær að spretta af, handan árinnar sér til manns og fylgir honum mógrár hundur. Þegar báturinn kennir grunns er allur hrossahópurinn reiðubúinn til sunds, Stóri Gráni fremstur, hóglátur og varfærinn dráttarhestur. Á öllum beislum er gerður einteymingur, svo enginn flæki sig í taumi. Bátnum er- ýtt frá landi og konan, systir bóndans, sest í skut, hún teymir Grána. Hann veður hiklaust út í. Á honum er ekk- ert fum, dýfír aðeins flipanum í strauminn og nasavængirnir titra ofurlítið, sýpur hregg nokkrum sinnum þegar kalt vatnið seytlar um bakið, brátt er hann kominn á hroka- sund. Hinar konurnar verða eftir og reka hópinn í ána. Það gengur talsvert á; svipu- smellir og fyrirskipanir kveða við og brátt eru öll hrossin komin í ána, nema ungi fol- inn, Lýsingur, fjögurra vetra og nú beislað- ur í fyrsta sinn og teymdur með. Er ögn óstýrilátur, frýsar, snýr sér í hring og rís upp með titrandi bóga. Yndisleg skepna og ung, særð yfir því að vera svipt frelsiinu. Það bregður angri í dökkt auga hans. Áin er óárennileg með röstum og iðum. Hann fær kjass og blíðuhót svo ungi gapinn lætur sefast um stund. En út í beljandi strenginn verður hann að fara á eftir hinum, hann syndir knálega og spyrnir hart við straumi. Við og við treður hann marvaða, lundin ör og heit. í stefni bátsins situr lítil stúlka og hundur. Þau halla sér hvort að öðru í hljóð- um unaði endurfundanna, því þau eru gaml- ir vinir. Hundurinn sýnist vera með lokuð augu en ef vel er að gáð sést að í raun og veru eru þessi hundsaugu vökul og fylgjast vel með hverri hreyfíngu. Það má ekki á milli sjá hvort er sælla, hundurinn eða stúlk- an. Konan í skutnum og Gráni stjórna för- inni. Nú eru það marglit föx sem leika við strauminn: Grá, rauð, brún, mósótt og leir- ljós. Hún lokar augunum og hlustar á þessi gamalkunnu þekku hljóð frá syndandi hross- um og báti sem klýfur straum. Áraglam, hvik báran við kjölinn, frýs og hnegg, niður þungs straumfalls. Og minningarnar seiða fram myndir af löngu liðnum atburðum frá uppvaxtarárunum þegar hún tókst á og lék sér við fljótið og hrossin. Gæðingar æskunn- ar berast á bárum; mest ber þar á bleiku höfði með sveipóttri stjörnu í enni, einnig blesóttu, breið blesa, annað augað hvítt. Það bregður fyrir neti, kviku af laxi, sem verið er að innbyrða. Báturinn fleygist fyrir nefið og inn í lygnuna. Þar er innbyrt. Þess- ir silfruðu fríðu fiskar beijast hart fyrir lífí sínu með sporðaköstum og busli. Sú tíð er nú löngu liðin en virðist þó hverfa inn i líð- andi stund. Ofurlítill hnykkur og báturinn skríður í vörina. Gráni tekur land og hin hrossin hvert af öðru. Konan sleppir taumnum og sá grái tekur strikið upp götusneiðinginn sem liggur upp svarta bakkann, hrossin fylgja honum hvert af öðru og það stirnir á vota feldi þeirra. Uppi á bakkanum bíður vallendisgrasið þétt og ilmandi, vel þegið svöngum. Feijumaðurinn ýtir bánum aftur á flot, hann á eftir að sækja hinar konurn- ar. Smástúlkan og systir hans hvíla sig á meðan sú litla leggur arm sinn um hund- inn. Konan horfir niður eftir ánni. Ögn neð- ar er gamalt vað. Á því vaði reið Daði Halldórsson er hann heimsótti ástmey sína að Bræðratungu. í svartamyrkri um haust lagðfyhann líf sitt í hættu í straumi þessa fljóts. Allir þekkja þá sögu. Á bakkanum kroppa hrossin og það bylur í þurrum sverðinum er þau bíta. Lýsingur einn er órór. Hann rásar, hleypur upp á hæsta hólinn og skyggnist í norðurátt. Vel limaður, grannur og reistur stendur hann á hólnum og ber við hrannað loftið, faxið mikið og reist, ýft af vindi. Aftanskinið rauð ljósan feld hans. Ungi gulbrýndi Lýsingur, líkast því að hann hugsi: „Það er undarleg óró sem yfir mér býr, einhver ótaminn kraft- ur mig í óvissu knýr.“ í hugann kemur kvæðisbrot eftir Hannes Pétursson: Engu þarf að kvíða nú kular úr opnum skörðum og lækimir hljóðna í lautunum mér að baki. Engu þarf að kvíða klárinn fetar sinn veg stefnir inn í nóttina með stjörnu í enni. Höfundur er vistmaður í Sunnuhlíö i Kópavogi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.