Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1993, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1993, Blaðsíða 7
frá Hillevaag Leiðin til ljóssins Eftir GUÐRÚNU GUÐLAUGSDÓTTUR Hann var fæddur í Hattervaagen á Borgöya norður í Rogalandi, sonur fátækra en mjög trúaðra kvekarahjóna. Þegar Lars Hert- ervig var sjö ára gamall flutti fjölskyldan til Stafangurs, þar sem hún sætti síður of- sóknum vegna trúarskoðana sinna og lífs- kjörin voru heldur betri. Þegar Lars litli var að hoppa um götur litla fiskiveiðibæjarins datt ábyggilega fáum í hug að það ætti fyrir honum að liggja að verða einn fremsti málari Norðmanna. Vegna trúarskoðana foreldra sinna mátti Lars ekki fara í skóla en henn fékk í staðinn vinnu sem lærlingur hjá málarameistaranum Endre Dahl, sem var kvekari eins og Hertervighjónin. Hjá Dahl lærði Lars mikið um liti og málaralist. Sagt hefur verið að allt sem nota mátti til að mála á og með hafi hann tekið til handar- gagns. Meira að segja hár sem losnuðu þeg- ar hann strauk heimiliskettinum varlega notaði hann til að búa til fíngerða pensla. í frístundum sínum málaði Hertervig hinn ungi myndir af miklum ákafa. Ríkur kaup- maður sá eina af myndum hans og skildi að þarna fór mikill hæfileikamaður. Hann kom honum til náms og þar með var Lars Hertervig mörkuð leið í lífinu. Foreldrar Lars Hertervig vildu ekki að sonur þeirra færi burt til náms. Það stríddi á móti trúarvitund þeirra. En Lars gaf sig ekki og loks hafði hann sitt fram. Þegar hann fór sagði hann við foreldra sína: „Ann- aðhvort verð ég frægur málari eða ég mun ekki vinna fyrir daglegu brauði.“ í janúar 1851 fór Lars Hertervig til náms í Konung- lega myndlistarskólann í Ósló og fór svo ári síðar til frekara náms í Dússeldorf. Eftir að hafa verið heima í eitt sumar, þar sem dáðst var að framförum hans í myndlist- inni, fór hann á ný til Dússeldorf en þann vetur náðu grimm örlög taki á honum. Hann varð geðveikur. Veikindi hans lýstu sér í því að honum fannst hann sífelldlega vera eltur og sýndi ýmis önnur merki um geðtruflanir. Hann var sendur á geðsjúkrahúsið Gau- stad en fór þaðan einu og hálfu ári síðar með þann úrskurð lækna að hann væri hald- inn óiæknandi geðveiki. Eftir að hann hafði þannig verið stimplaður ólæknandi geðsjúkl- ingur vildi enginn styðja hann til frekara náms. Þótt hann væri mjög duglegur að mála var hann gersamlega utan við allt lista- líf sinnar samtíðar. Hann gleymdist sem myndlistarmaður og stóran hluta lífs síns lifði hann á fátækraframfæri í Stafangri. Nútímamenn hafa margir velt fyrir sér þeirri spurningu hvort Hertervig hafi í raun og veru verið svona illa haldinn af geðveiki eins og læknar hans héldu fram. Sjálfur hélt hann því fram að ástæðan fyrir sjúk- dómnum væri „að ég hef starað svo ákaft á landslagið í sólskini“, eins og hann orðaði það. Hann sagði einnig að skortur á góðum litum væri ástæðan til þess að hann ynni stöðugt við ófullgerðar myndir. En honum tókst vissulega að ljúka við margar af mynd- um sínum og þær hafa skapað honum nafn sem einn mesti og frumlegasti málari Nor- egs. Samtíðarmenn Hertervigs léku hann grátt á margan hátt. Götustrákar ertu hann og uppnefndu hann vitlausa-Lars og Rottuvasa, seinni nafngiftin vísaði til þess að nokkrir strákar höfðu sett rottu f vasa hans meðan hann var á gangi um götur bæjarins. Hann missti starf sitt á málaraverkstæðinu og þurfti að lifa af fátækrastyrk. Hann átti fáa vini en var stöðugt að mála. Sjálfur gerði hann sér grein fýrir gildi sínu sem málari. Þrátt fyrir einangrun og fátækt missti hann aldrei sjónar á þeirri trú sinni að hann væri hæfileikaríkur listamaður. Sú trú hjálpaði honum til þess að skapa þau listaverk sem nú halda nafni hans á lofti meðan löngu eru gleymd nöfn þeirra sem ofsóttu hann. Ole Henrik Moe kallar sögu Lars Herter- vigs „harmleik norskrar myndlistar". Eitt er víst að Lars Hertervig dó 72 ára gamall, bláfátækur á fátækraheimili í Stafangri. Þar í borg eru nú varðveitt á listasafni mörg af verkum hans, en önnur eru í listasöfnum Óslóar og víðar. Hann hefur verið kallaður málari ljóssins. Víst eru ljósbrigðin áhrifa- 'mikil í myndum hans, en yfirþyrmandi óveð- ursskýin sem hvíla ógnandi yfír mjög mörg- um myndum hans eru þó greinarhöfundi enn minnisstæðari. Það er í senn trúlegt og ótrú- legt að þessi verk séu sköpuð af manni sem var útskúfaður frá hinu borgaralega samfé- lagi samtíma hans, en þau örlög hlutu þeir sem voru stimplaðir ólæknandi geðveikir. 1 bók um Hertervig segir Moe ennfremur: „Þessi harði dómur var á vissan hátt leið Hertervigs til ljóssins. Það var eins og ótti hans og órótt geð opnaði honum leið mót frelsi sálarinnar." Og víst þarf andlegt frelsi til þess að geta skapað rayndir eins og þær sem Lars Hertervig lét eftir sig. Gömul furutré Vel hannaðir og fagurlega smíðaðir kirkjugripir: Orgel og skírnarfontur, altari og ræðupúlt, predikunarstóll og kertastjaki, sem er minningargjöf. Aðra hefðbundna kirkjugripi svo sem altari, predikunarstól, skímarfont og um- gjörð orgels, hefur arkitektinn teiknað af smekkvísi og tumstefið með bitunum tveimur er þar endurtekið í fallegri tré- smíði. Þegar á heildina er litið er Glerár- kirkja hátíðleg hið innra og þau áhrif eiga eftir að magnast til muna þegar gott lista- verk verður komið í kórinn. í stað þess að gera ráð fyrir kirkjuorg- eli uppá tugi miljóna króna, var horfið til þess ráðs að kaupa orgel, sem byggir á rafeindatækni. í því eru tölvukubbar með hljóðupptökum á pípum frá tveimur orgel- um í Evrópu. Tölvuheili sér síðan um að koma hljómunum til átta hátalara. Þetta er í hæsta máta nútímaleg laus og hún á þar að auki að geta verið góð. Þrátt fyrir smávegis agnúa, sem raktir hafa verið, er Glerárkirkja glæsilegt guðs- hús, sem stendur fallega og nýtur sín vel í hverfi sem er vaxtarbroddur byggðar á Akureyri. Byggingarsagan er ekki löng. Fyrsta byggingarnefndin hófst handa í ársbyijun 1970 undir forystu Vals heitins Arnþórssonar, þá kaupfélagsstjóra KEA. Glerárprestakall var stofnað 1981, en til þess tíma heyrði svæðið undir Lögmanns- hlíðarkirkju, sem orðin er nokkuð öldruð, 132 ára. I mai 1984 var fysta skóflustung- an tekin og það gerði Pétur Sigurgeirsson, biskup. í ágúst 1985 var í fyrsta sinn messað í kirkjunni; þó var hún ekki alveg fokheld. Og þann 6. desember síðastliðinn vígði Ólafur Skúlason, biskup, Glerár- kirkju. Það er afrek út af fyrir sig að byggja aðra eins kirkju á innan við ára- tug, og hefði einhverntíma þótt göldrum líkast, þegar stórar kirkjur í útlöndum voru í byggingu öldum saman. Þótt það sé annað mál og komi ekki við Glerárkirkju fremur en öðrum kirkjum, þá fínnst ferðafólki hvimleitt að koma næstum alltaf að læstum dyrum, ef því langar til að líta inn í íslenzka kirkju. Það er vant því frá ferðum í útlöndum að geta gengið hvenær sem er inn í fornar og fræg- ar kirkjur og átt þar rólega stund. Líklega þora menn ekki að láta kirkjur standa opnar hér, kannski af ótta við gripdeildir eða skemmdarverk. Þetta er engu að síður öfugþróun; kirkjur eiga samkvæmt eðli sínu að standa opnar þeim sem þangað vilja sækja og það er gersamlega ófært, Efri mynd: Safnaðarsalur, sem svo er nefndur, og getur tengst kirkjunni. Að neðan: Séð til hliðar yfir kórinn og fremstu sætaraðirnar. A myndinni sést hvernig hátölurum vegna orgelsins er komið fyrir. að ég eða þú eða hver sem er, þurfi að fara fyrst í tímafrekan eltingaleik til að finna einhvern sem hugsanlega geti opnað kirkju. Ef menn þora ekki af einhveijum ástæðum að láta kirkjur standa opnar alla daga, þá er lágmarks kurteisi - að minnsta kosti yfir sumartímann - að kirkjur séu opnar ákveðinn tíma á degi hveijum og að sá tími sé rækilega auglýsur við kirkju- dyr. Sé gæzla talin nauðsynleg, er ég sann- færður um að elzta kynslóðin, sem oftast hefur of lítið við að vera, mundi með gleði skipta þeiri kvöð á sig. GÍSLI SIGURÐSSON i ccoAk' Mnpqi inidi AfiPlNS 21 ÁGÚST 1993 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.