Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1993, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 21.08.1993, Blaðsíða 9
Mynd: Sidney Nolan. allt niður í rót seinna." Hann tíndi engi- sprettufrávilling af skyrtunni sinni og klauf hana með þumalfingursnöglinni. Hún var full af klístrugum eggjum. „Hugsaðu þér að þetta sé margfaldað með milljónum. Hefurðu aldrei séð flokk ungra engispretta á ferðinni? Jæja, þá ertu heppin." Margrétu fannst sveimur fullorðnu dýr- anna nógu slæmur. Birtan útifyrir var nú ljósgul, skuggar liðu hjá, skuggar skor- dýra á hreyfíngu og líktust vaxandi og minnkandi regni. Stefán gamli sagði: „Þær hafa vindinn í rassinn. Það er þó bót í máli.“ „Er ástandið mjög slæmt?“ spurði Mar- grét hrædd. Og gamli maðurinn svaraði með tilfinningaþunga: „Við erum búin að vera. Þessi sveimur fer að öllum líkindum framhjá, en þegar þær eru einu sinni komnar af stað, kemur hver hópurinn af öðrum að norðan, Og svo er það ungviðið. Þetta gæti staðið í tvö til þijú ár.“ Margrét settist vonleysisleg og hugsaði: „Jæja, ef þetta eru lokin, þá eru það lok- in. Hvað nú? Við verum að flytja til borgar- innar öll þijú ...“ Hún leit snöggt á Stef- án, gamla manninn, sem hafði stundað búskap í fjörutíu ár í þessari sveit, tvisvar orðið gjaldþrota og hún vissi að ekkert fengi hann til að gerast skrifstofumaður inni í borginni. Hún fann sárt til með hon- um, hann var svo þreytulegur, áhyggju- drættirnir frá nefí að munni svo djúpir. Vesalings gamli maðurinn ... Hann tók engisprettu, sem hafði lent í vasa hans og hélt henni uppi á einum fæti: „Það eru stáltaugar í þessum fæti þínum,“ sagði hann góðlátlega við engisprettuna. Enda þótt hann hefði'verið að beijast við engi- sprettur, lemja engisprettur, æpa að engi- sprettum og sópa þeim í haugum á eld síðustu þijár klukkustundirnar, fór hann samt sem áður með þessa einu að útidyrun- um og kastaði henni varlega út til félaga sinna eins ög hann vildi helst ekki skerða hár á höfði hennar. Þetta var Margrétu huggun, allt í einu var hún orðin óeðlilega hress. Hún minnt- ist þess að þetta var ekki í fyrsta skiptið síðustu þijú árin, sem karlmennirnir höfðu lýst yfir endanlegu og óbætandi gjaldþroti. „Gefðu mér drykk, stúlka,“ sagði hann síðan og hún færði honum viskíflöskuna. Meðan á þesesu stóð var eiginmaður hennar úti í stormviðri skordýranna, beij- andi málminn og mokandi laufi á eldana, alþakinn skordýrum — hana hryllti við. „Hvernig geturðu þolað að þær snerti þig?“ spurði hún. Hann leit álasandi á hana. Hún skammaðist sín auðmjúk — alveg eins og hún hafði gert, þegar hann hafði virt rækilega fyrir sér borgargervi hennar, liðað og litað hár og langar rauðlakkaðar neglur. Nú var hún almennileg bóndakona í hentugum skóm og sterklegu pilsi. Hún kynni jafnvel að venjast því að engisprett- umar settust á hana, ef því væri að skipta. Þegar Stefán gamli hafði fengið sér dálítið viskí, fór hann aftur í slaginn og óð nú brúnar, glansandi engisprettubreið- ur. Klukkan var fimm. Eftir klukkustund var sólsetur. Þá myndi sveimurinn setjast. Hann var enn jafnþykkur uppi yfir þeim. Trén vora orðin að brúnum, glansandi, draslulegum hrúgum. Margrét fór að gráta. Þetta var allt svo vonlaust. Ef uppskeran brást ekki, komu engisprettur, kæmu ekki engisprettur, var maðkaplága eða sléttueldar. Alltaf eitt- hvað. Skijáfíð í engisprettuheijunum var eins og stórskógur í stormi, þegar þær settust á þakið, var sem regn skylli yfir, ekki sást til jarðar fýrir mjúkri, brúnni, flóðbylgju, sem vall fram — þetta var eins og að drukkna í engisprettu, kaffærast í þessu andstyggilega brúna flóði. Svo virt- ist sem þakið myndi bresta undan þunga þeirra og hurðin láta undan þrýstingnum og herbergin fyllast af þeim — og það var að verða svo dimmt — hún leit upp. Það hafði létt í lofti, blá op sáust í hinu dökka, iðandi skýi. Bláu svæðin urðu köld og dauflit, sólin hlaut að vera að setjast. Gegnum skordýraþoku sá hún menn nálg- ast. Fyrstur kom Stefán gamli og gekk rösklega, þá eiginmaður hennar, tekinn og þreytulegur af erfiðinu. Á eftir þeim komu vinnumennimir. Skordýr skriðu um þá alla. Málmgjöllin voru þögnuð. Hún heyrði ekkert annað en endalausan þyt óteljandi vængja. Mennirnir tveir lömdu af sér skordýrin og komu inn. „Jæja,“ sagði Ríkarður og kyssti konu sína á kinnina. „Aðalsveimurinn er farinn hjá.“ „í guðsbænum,“ sagði Margrét reiðilega og enn hálfgrátandi, „þetta hér er svo sem nógu slæmt, er það ekki?“ Enda þótt kvöld- loftið væri ekki lengur svart og þykkt, heldur tærblátt með smá skordýrahópum, sem flugu fram og aftur, var allt annað — tré, byggingar, runnar, jarðvegurinn horfið undir brúna, iðandi kös. „Ef ekki kemur rigning í nótt, sem held- ur þeim hér, — ef ekki rignir og þær verða þvingaðar af vætu, fljúga þær brott við sólarupprás á morgun." „Við fáum áreiðanlega eitthvað af ung- viði. En ekki frá öllum sveimnum og það er huggun í því.“ Margrét stóð á fætur og þurrkaði sér um augun og lét sem hún hefði ekki verið að gráta. Hún útbjó dálítinn kvöldverð handa þeim, því að vinnufólkið var svo örþreytt að það gat ekki hreyft sig. Hún sagði því að fara niður í kofaþyrpinguna og hvíla sig. Hún bar fram kvöldmatinn og sat og hlustaði. Það var engin einasta maísplanta eftir, heyrði hún. Ekki ein einasta. Þeir ætluðu að kalla plöntunarmennina út um leið og engispretturnar væru farnar. Þeir yrðu að byija á öllu upp á nýtt. „En hvaða gagn er að því?“ hugsaði Margrét, „ef öll jörðin yrði iðandi af ungum engisprettum?" Hún hlustaði á þá rökræða um bæklinginn frá stjórninni, þar sem lýst var aðferðum til að sigrast á engisprettum. Stöðugt þyrfti að hafa menn á ferli til að gæta að hreyfingu í grasinu. Þegar svo fyndust smáblettir af engisprettum, litlum, svörtum, iðandi kvikindum, líkustum skor- títum, ætti að grafa skurð umhverfis blett- inn eða úða hann eitri úr sprautu, en stjórn- in útvegaði mönnum. Stjórnin óskaði eftir samvinnu manna í heimsátaki til að af- létta þessari plágu fyrir fullt og allt. Menn ættu að ráðast að rótum engisprettanna. Það er að segja ungviðinu. Karlmennirnir töluðu eins og þeir væru að undirbúa styij- öld og Margrét hlustaði furðu lostin. Um nóttina ríkti þögn, engin merki bárust frá heijunum, sem mest höfðu að utandyra, nema stöku sinnum brestir í grein eða hávaði í tré, sem féll. Margrét svaf illa í rúminu við hlið Rík- arðs, sem steinsvaf, úrvinda eftir bardag- ann seinnipart dagsins. Um morguninn vaknaði hún við gult sólskin á sænginni, tært sólskin, en þó liðu stöku sinnum dauf- ir skuggar yfír það. Hún gekk út að glugg- anum. Stefán gamli hafði orðið á undan henni. Þarna stóð hann úti og starði yfir runnana. Og hún stóð og starði, undrandi og furðu lostin gegn vilja sínum. Svo leit út sem sérhvert tré og runni og jörðin öll stæðu í ljósum logum. Engispretturnar blökuðu vængjunum til að losa sig við næturdöggina. Allt var umhverfið rauð- gullnu ljósi. Hún fór til gamla mannsins, steig var- lega til jarðar innan um skordýrin. Þau stóðu og horfðu. Yfir höfðum þeirra hvelfd- ist tærblár himininn. „Fallegt," sagði Stefán gamli hrifinn. Já, hugsaði Margrét. Við erum kannski gjaldþrota og eignalaus, en það era ekki allir, sem hafa séð engisprettur blaka vængjunum við sólarupprás. Yfír hæðunum í fjarska sást dauf rauð- lituð slæða á himninum. Hún þéttist og hvarf. „þarna fara þær,“ sagði Stefán gamli. „Þarna fer aðalfylkingin, suður.“ Og nú flugu engispretturnar af stað af tijánum og jörðinni allt umhverfís þau. Þær voru eins og litlar flugvélar, sem undirbjuggu flugtak, reyndu vængina til að sjá hvort þeir væru orðnir nógu þurrir. Og svo lögðu þær af stað. Það var sem rauðbrún gufa stigi upp af rannum og landi á margra mílna svæði. Aftur sortn- aði sólin. Og þegar klístraðar greinamar réttu úr sér eftir að þunganum var létt af þeim, litu trén út eins og svartar beinagrindur. Engin grænka var eftir. Þau stóðu þijú saman allan morguninn og horfðu á brúnt skurnið, þynnast, bresta og leysast upp og sameinast aðalfylkingunni, sem nú var eins og rauðbrún slæða á suðurhimninum. Landið, sem áður hafði verið slikjað grænku ungra viðkvæmra maísplantna, var nú hijóstragt og bert. Öll trén rúin laufum. Eyðilagt land. Engin grænka, ekkert grænt nokkurs staðar. Um miðjan daginn var rauðleita skýið horfíð. Sjá mátti einstaka engisprettu á flækingi. Á jörðinni vora hræin og þær særðu. Afrísku vinnumennirnir vora að sópa þeim saman með tijágreinum og henda í tunnur. „Hefurðu nokkumtíma smakkað sól- þurrkaðar engisprettur?“ spurði Stefán gamli. „Þegar ég varð gjaldþrota fyrir tuttugu áram, lifði ég á maísmjöli og þurrkuðum engisprettum í þijá mánuði. Þær era alls ekki svo slæmar — líkjast einna helst reyktum físki.“ En Margrét vildi ekki einu sinni hugsa um þetta. Eftir miðdagsmatinn gengu mennirnir út á landið. Öllu þurfti að planta á ný. Væri hamingjan þeim örlítið hliðholl, myndi annar sveimur ekki koma alveg sömu leið. En þeir vonuðu að brátt myndi rigna svo nýtt gras sprytti — annars væri nautpeningurinn dauðans matur — ekkert grasstrá var eftir á landinu. Margrét var að reyna að venjast tilhugs- uninni um þijú eða fjögur engisprettuár. Héðan í frá hugsaði hún sér engisprettur sem illviðri, alltaf yfírvofandi. Henni fannst hún vera eins og sá, sem hefur lifað af stríð. Ef þetta skemmda og snauða land var ekki viðurstyggð eyðileggingarinnar — hvað þá? En karlmennirnir átu kvöldverðinn með bestu lyst. „Það hefði getað verið verra,“ sögðu þeir. „Það hefði getað verið miklu verra.“ Anna Marla Þórisdóttir þýddi. Um Doris Lessing Doris Lessing fæddist árið 1919 í Persíu, en af breskum foreldrum. Þegar hún var fímm eða sex ára gömul flutt- ist fjölskyldan til Suður-Ródesíu, þar sem foreldrar hennar hófu sveitabú- skap. Þrítug að aldri fluttist Doris Less- ing til Englands og hafði í farteski sínu handritið af fyrstu skáldsögu sinni, The Grass is Singing, sem gefín var út 1950 og hlaut hinar bestu móttökur í Eng- landi, Ameríku og tíu Evrópulöndum, þar sem hún var strax gefín út. Forlag- ið hefur gefið út íslenska þýðingu þess- arar bókar og er þýðandi Birgir Sigurðs- son. Hjörtur Pálsson hefur þýtt aðra skáldsögu Dorisar Lessing, Minningar einnar, sem eftir lifði og kom hún út hjá bókaútgáfunni Nótt. Sumarið 1984 þýddi undirrituð tvær smásögur Dorisar Lessing, Nýi maðurinn, sem lesin var í útvarpið og The Sun Between Their Feet, sem birtist í Samvinnunni undir nafninu Sólburður. Alls hefur Doris Lessing skrifað um fimmtán skáldsögur og fjöldann allan af smásögum, sem gefnar hafa verið út í a.m.k. sex bindum, þar af eru tvö með sögum frá Afríku. Þó að ritverk Dorisar Lessing teljist ekki sjálfsævisöguleg, skírskotar hún þó mjög til reynslu sinnar svo sem í bernsku og æsku í Ródesíu og það án efa í sögu þeirri, sem hér birtist. Líklega er The Golden Notebook ein þekktasta og mest umtalaða bók Do- risar Lessing. Hún kom út þegar 1962 og hlaut Medici-verðlaunin. Oft og mik- ið hefur verið skírskotað til þessarar bókar í kvennavakningunni síðasta hálf- an annan áratug. I þessari gríðariöngu bók lætur Doris Lessing fáa þætti mannlegra samskipta óumrædda. A.M.Þ. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21.ÁGÚST1993 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.