Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1993, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1993, Síða 3
f-EgBáW H ® 11 ® ® S ® B ® ® 11Œ1 ® ® Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjór- ar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunn- arsson. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðs- son. Ritstjórn: Kringlunni 1. Sími 691100. Lögsagnari Ólafur lögsagnari á Eyri í Seyðisfírði við Djúp var vitur maður “ en eigi alls kostar jafnaðarmaður". Sigurður Bjarnason, fyrrum ritstjóri, þingmaður og sendiherra, fór að Eyri í Seyðisfirði ogþá vaknaði áhugi hans á að gera sögu Ólafs skil í Lesbókargrein. Myndin á forsíðu heitir „ÞRÁ“ og er eftir Braga Ásgeirsson. Hún er birt í tilefni af yfirlitssýningu á grafíkverkum Braga sem opnuð verður í dag, 18. september, í Listasafni íslands. Myndin, sem er handlitað steinþrykk frá 1956, er að mörgu leyti einkennandi fyrir þau vinnubrögð sem Bragi tamdi sér í grafíklist sinni, en um þau fjallar Aðalsteinn Ingólfsson í grein í Lesbókinni. Einn þáttur í vaxandi umhverfisáhuga fólks snýr að gömlum húsum og sögu þeirra. Fleiri og fleiri sækjast eftir að búa í gömlum húsum og leggja metnað sinn í endurgerð þeirra. Annað tímanna tákn er merking sögulegra húsa í Reykjavík með koparskiltum Tveir heimar Raunveruleikinn og kvikmyndaheimurinn runnu saman í eitt, þegar geimferðastofnun Bandaríkjanna lét mála eina af eldflaugum sínum sem auglýsingu fyrir kvikmynd. Þannig lifum við nú á mörkum tveggja heima, þar sem okkur er gert æ erfiðara um vik með að skilja í sundur ímyndun og áþreifan- leika. GUÐMUNDUR BÖÐVARSSON Kyssti mig sól Kyssti mig sól og sagði: Sérðu ekki, hvað ég skín? Gleymdu nú vetrargaddinum sára, gleymdu honum, ástin mín. Nú er ég átján ára. Þá dunaði haustsins harpa í hug mínum þungan slátt. Því spurði ég: geturðu gleymt þessum rómi, sem glymur hér dag og nátt og býr yfir dauðadómi? Því blaðmjúkra birkiskóga bíður lauffall og sorg, og vorhuga þíns bíða vökunætur í vetrarins hljóðu borg. Við gluggana frosna þú grætur. Þá hló hún inn í mitt hjarta, hár mitt strauk hún og kvað: Horfðu í augu mín, ef þú getur, ástin mín, gerðu það — og segðu svo: Það er vetur. Þá sviku mig rökin, og síðan syngur í huga mér hinn hjúfrandi blær og hin hrynjandi bára, hvar sem, hvar sem ég fer: Nú er hún átján ára. Höfundur fæddist 1. september 1904 é Kirkjubóli í Hvítársíðu. Hann var bóndi þar 1932 - 59, bókavörður í Hafnarfirði til 62, er hann fluttist aftur að Kirkjubóli. Fyrsta Ijóðabók hans: Kyssti mig sól kom út 1936. Leggur og skel - sýndarveruleiki Fyrir átján árum skrifaði undirritaður, þá sjö ára, sögu í Morgunblaðið, undir yfirskriftinni „Hornin mín“. Sögukorn- ið- fjaliaði um búið mitt, sem ég hélt að gömlum íslenzkum sið með horn- um, leggjum og skeljum, sem mér höfðu áskotnazt norður á Sauðár- króki. Ég átti reyndar líka plastkýr og kind- ur, en ef ég man rétt átti ég ekki erfitt með að ímynda mér að kúskeljar væru kýr, leggir hestar, horn ær og þar fram eftir götunum. Með aðstoð eldri systra minna tókst mér meira að segja að gefa allri hjörðinni nöfn og var fjárglöggur með afbrigðum. Hamingjan var mikil þegar mér tókst, eftir langar bréfaskriftir við frænku mína í Svarfaðardalnum, að heija út úr henni voldugt hrútshorn, sem gegndi hrúts- hlutverki sínu á bænum með stakri prýði eftir það. Tilefni þessara fyrstu Morgunblaðsskrifa rifjaðist upp fyrir mér þegar ég las á for- síðu síðasta sunnudagsblaðs Morgunblaðs- ins um ótta brezkra heilbrigðisyfirvalda við að tölvuleikir af nýjustu gerð, „svokallaður „sýndarveruleiki", sem eru að koma á markað um þessar mundir og eru miklu raunverulegri en þeir, sem fyrir eru, geti valdið skaða á sjón bama“. Bretarnir hafa komizt að því að börnin geti orðið rang- eygð af því að leika sér í þessum nýja „sýndarveruleika". Ég held að sýndarveruleikinn getj skemmt fleira í börnunum en sjónina. í ýmsum myndum er tilbúinn raunveruleiki að koma í stað skapandi leikja. í tölvuleikj- um og teiknimyndum er búinn til heill heim- ur, sem börnunum er boðið að ganga inn í og þar sem margt ævintýralegt gerist, en leikreglurnar eru mótaðar fyrirfram og lagðar upp í hendurnar á þeim — þau eru ekki skapandi stjómendur leiksins, heldur valdalausir þátttakendur. Tölvan eða myndbandstækið stjórnar. Ævintýraheim- urinn er svo raunverulegur, að engar eyður eru skildar eftir handa ímyndunaraflinu að fýlla upp í. Kýr lítur út eins og kýr, geimskip eins og geimskip og He-man eins og He-man. Enginn leikur sér lengur með skel og segir að hún sé skjöldótt mjólkur- kýr. í kvikmyndum á borð við Júragarðinn, söguþráðslausri og hallærislegri bíómynd sem fer sigurför um Vesturlönd þessa dag- ana, er skáldaður upp tilbúinn myndrænn veruleiki með aðstoð tölvutækninnar. í tengslum við kvikmyndagerðina fer svo fram umfangsmikil leikfangagerð, þar sem lögð er áherzla á sem allra nákvæmastar eftirlíkingar skrímslanna í myndinni — þegar stutt er á belginn á þeim, reka þau meira að segja upp alveg eins öskur og í myndinni — aðeins örlítið málmkenndara. Tölvur og myndbandstæki eru að ryðja sér til rúms sem staðgenglar bamfóstra. Börnin em sett niður við tækin, og síðan heyrist ekki meira frá þeim næstu klukku- stundirnar. Þessi eilífa myndræna mötun hefur áreiðanlega sín áhrif. Vinnufélagar mínir segja mér að bömin þeirra séu hætt að geta ímyndað sér sögupersónurnar í huganum, þegar lesið er fyrir þau úr bók- um. Æskan er að verða svo vön því að henni séu sagðar allar sögur á rafeinda- skjá, að hinn skrifaði texti höfðar ekki til hennar á sama hátt og áður. Islenzkukenn- arar hafa orðið áþreifanlega varir við þessa þróun og segja frá því í blaðaviðtölum að nemendur þeirra lesi stundum ekki eina einustu bók, að námsbókunum undanskild- um, svo vikum skipti. Frásagnarhæfileikinn hlýtur líka að þroskast lítið þegar ímyndunaraflið er ekki örvað meira en raun ber vitni. Enginn get- ur lært að setja það fram á skýran og skemmtilegan hátt, sem hann hefur að segja, nema hann þekki góða frásagnarlist af eigin raun. Sennilega eru börn nú til dags fórn- arlömb samspils örrar tækniþróunar og tímaskorts margra foreldra. Það tekur tíma að örva bömin sín, lesa fyrir þau og með þeim og fá þeim skapandi verkefni að glíma við. Það er langtum auðveldara að planta þeim fyrir framan tölvu- eða sjónvarpsskjá- inn og nota tímann sjálfur í eitthvað annað. Tölvuleikir og myndbönd em auðvitað ekki alvond. Nintendo-fyrirtækið japanska, sem hefur grætt milljarða á sölu tölvu- leikja, hefur til dæmis á seinustu ámm orðið fyrir mikilli gagnrýni og bmgðizt við henni með því að leggja aukna áherzlu á hönnun leikja, sem efla ályktunarhæfni og minni bamanna. Þess vegna er ekki sama hvaða leikur er settur í tölvuna, eins og margir kunna að halda. Það er heldur ekki sama hvort horft er á Mjallhvíti eða Júra- garðinn í myndbandstækinu. Foreldrar hljóta að taka sig saman um að snúa þessari óheillaþróun við. Það kost- ar eflaust tíma og fyrirhöfn að halda bók- um að bömunum, beina þeim inn á braut sköpunargleði og örvunar ímyndunarafls- ins, en það er áreiðanlega þess virði. Jafn- vel mætti fá þeim legg og skel og leyfa þeim sjálfum að sjá um framhaldið. ÓLAFUR Þ. STEPHENSEN LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 18. SEPTEMBER 1993 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.