Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1993, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1993, Side 7
islegum stíl, sjá „Stúlkuhöfuð" (1953), „Kona við sauma“ (1953), „Kona með fugl“ (1953). Vel á minnst, konur og fuglar hafa alla tíð átt samleið í grafíkmyndum Braga. Framan af er fuglinn sjálfsagt eins konar skáldskaparminni, árétting þeirrar anda- giftar sem listamaðurinn telur konuna færa manninum. 1 síðari grafíkmyndum Braga er eins víst að fuglum sé ætlað að minna á hið náttúrulega og upprunalega í eðli konunnar. Auk þess er mér ekki örgrannt um að örli á erótískri stríðni í þessum myndum; vísa þær ekki til tvíræðrar merk- ingar orðsins „fugl“ í mörgum Evrópumál- um? Allmikil breyting verður á kvenímynd- inni í gi-afík Braga eftir 1954. Fíngerðu skáldagyðjurnar víkja fyrir sterkbyggðari konum, að sönnu stílfærðum, en í hæsta máta jarðbundnum. Þessi umskipti má eflaust rekja til vetrardvalar Braga í Róm 1953-54, en þá fékk hann inni í alþjóðlegum fagurlistaskóla þar sem sátu fyrir íturvaxn- ari stúlkur en hann hafði áður teiknað. Ekki má heldur gleyma því að í Róm er tæpast þverfótað fyrir fomum og nýjum höggmyndum af stæðilegu kvenfólki. Loks er rétt að mjnna á að um það leyti sem Bragi var á Ítalíu höfðu margir málsmet- andi listamenn þar í landi tekið forna mannamyndahefð til gagngerrar end- urskoðunar. NÝ KVENÍMYND Það var um veturinn 1955-56, á grafík- verkstæði Konunglegu listaakademíunnar í Kaupmannahöfn sem Bragi fékk tækifæri til að þroska þessa nýju kvenímynd. Á sjö mánaða tímabili gerði hann yfír þrjátíu stór- ar steinþrykksmyndir af konum, sem eru feiknarleg afköst, sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að hann hafði ekki áður fengist við steinþrykk. Þessar konumyndir Braga, sem danski gagmýnandinn Sigurd Schultz nefndi óð til hins „mikla, áþreifan- lega forms" konunnar, eru að mestu sprottnar upp úr módelteikningum hans frá Róm; um það vitna stellingar og bygging fyrirsætanna. Eins og áður sagði eru kropp- ar þeirra stílfærðir en sjaldnast verulega ummyndaðir nema í andliti. Allt kapp er lagt á taktfasta hrynjandi efnismikilla út- lima, fyrst og fremst með samspili hvítra og svartra flata, markvissri dreifíngu ljóss og skugga. í þessum jarðbundnu konu- myndum sínum er Bragi hins vegar ekki að fást við jarðbundnar kenndir, heldur að leita innra samræmis formanna. .Mannslík- aminn er í eðli sínu meistaraverk náttúrunn- ar í flatarmálsfræði... Bygging hans leysir fyrrum óleysanlega reikningsþraut hvað snertir þrískiptingu hornsins, tvöföldun ten- ingsins og ferskeytingu hringsins - hin svo- nefndu klassísku vandamál Fomgrikkja,“ segir Bragi um þessar myndir í viðtali sem birt er í skrá Listasafns íslands. Konumynd- ir Braga frá 1956 em tímamótaverk í ís- lenskri grafíklist, þrungnar klassískri. ró- semd og innra krafti. Nýtt Blómaskeið Næstu árin verða litlar breytingar á kvenímyndinni í grafíklist Braga, enda gat hann þá lítið sinnt henni vegna brauðstrits og vöntunar á aðstöðu til grafíkvinnslu hér á íslandi. Á árunum 1958-60 tókst honum að fá inni í grafíkdeild Fagurlistaskólans í Múnchen, en ýmsar aðstæður þar voru honum í óhag, þannig að honum tókst ekki að vinna úr þeirri þekkingu, þ.á m. á sáld- þrykki, sem hann aflaði sér þar. Þær fáu konumyndir sem Bragi gerði á áranum 1958-64 eru yfírleitt fíngerðar ætingar af »>gyðjum“ í gamla stflnum eða óræðar tákn- fígúrar - að sjálfsögðu með fugl við hend- ina... Árið 1983 gerði Knútur Braun, sem þá rak Listmunahúsið við Lækjargötu, Braga út af örkinni til að vinna grafíkmöppu hjá þekktum fagmönnum í Kaupmannahöfn, Hostrap-Pedersen og Johansen. Þar með hófst nýtt blómaskeið í grafíklist Braga sem ekki er séð fyrir endann á og fól meðal annars í sér viðhorfsbreytingu hans til kvenímyndar. Nýjustu konur Braga hafa til að bera myndugleika kvennanna frá 1956, en fas þeirra er frjálslegra. Þær fara ekki í felur með kynþokka sinn, þvert á móti flíka þær honum purkunarlaust. Karl- maðurinn er hins vegar samur við sig, blikn- ar andspænis kvenlegri frjósemd og ástríðu- hita. Nú gefst islenskum listunnendum tæki- færi til að skoða þessa sérstæðu kvenna- króníku Braga Ásgeirssonar í heild sinni. Yfirlitssýningin á verkum hans í Listasafni íslands stendur til 31. október. AÐALSTEINN INGÓLFSSON Kona. Steinþrykk 1956 Ástríður. Steinþrykk 1983. Óp. Trérista 1952 Systurnar. Steinþrykk 1958. i LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 18. SEPTEMBER 1993 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.