Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1993, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1993, Side 8
Dæmigerð kennslustund í barnaheimspeki gengur þannig fyrir sig að lesinn er upphátt kafli eða sögubútur. Því næst leita nemendur að hugmyndum í eða út frá því sem lesið var. Að lokum eru uppástungur nemenda teknar til rökræðu. Oftast er verið að gera eitt af þrennu: lesa, leita, rökræða. Heimspeki er ónýtt auðlind í skólastarfi Helga Jóhannsdóttir Regn Þögult regnið á glugganum myndar tauma á glerinu í huganum andlit tárin mynda rákir á óhreinum kinnum þú réttir út hönd vilt þurrka þau burt En hönd þín rekst í kalt glerið og regnið streymir áfram Brot / rökkvuðum huga koma minningarnar eins og glerbrot Raðast í mynd sem brotnar við snertingu Vekja upp bros gleymdra daga Þjóta hjá eins og vindhviða á glugga dansandi spor full af sól Bak við eru önnur sem þú vilt ekki muna ýtir í burtu Höf.undur er sjúkraliði. Ásthildur G. Steinsen Til vinkonu Elsku Ijúfa góða vina með Ijósa hárið kæra kveðju sendi þér hlýja strauma í huga ber sem þú Ijúfust kenndir mér. Það er gott að eiga vini, sem að kunna Ijós að senda út frá sér til að ylja fólki hér, sem á ferðalagi er. Þó að beri okkur vélar yfir höfin órafjarlægð burt frá þér fmnst mér hugur dvelja hér þar sem best og fegurst er. Látum drauma okkar rætast sendum geisla inn í fátæklega sál sem ei greinir burtu tál eða talar okkar mál. Þessar línur eru órar, sem að renna beint í gegnum huga minn í því fögnuðinn ég fmn að þú skiljir boðskapinn. Ef þú getur sungið braginn og kannt lagið syngdu fyrir vininn þinn, þá er ljós í hjarta mér alveg eins og vera ber. AHir góðir vættir vaki yfir ykkur meðan fjarri þér ég er. Þetta er kveðjubrot með undirskrift frá mér. Höfundur er húsmóðir í Hafnarfiröi. ar til bandaríski heim- spekingurinn Matthew Lipman fór að sinna heimspekilegum þanka- gangi bama var í besta falli litið svo á að heim- spekin gæti þjónað sem heimspeki menntunar og þá gjarnan í hæfílegri fjarlægð frá grunn- skólum. Þegar betur er að gáð getur heim- spekin sinnt mikilvægu hlutverki innan skól- anna, ekki einungis háskóla heldur allra skóla. Kennsla Og Æðri HUGSUN Á æðri hugsun eru gjarnan nefnd þtjú einkenni: Hugtakaauðgi, samkvæmni og forvitni. Menn deila ekki svo mjög um þessi óljósu einkenni, hins vegar er verulegur ágreiningur um hvort og þá hvernig kenna megi æðri hugsun. Lipman beinir sjónum að æðri hugsun nemenda í heild sinni og segir að hana megi þjálfa. Þjálfun í æðri hugsun hefst ekki með þjálfun í einstökum leikniþáttum heldur eru þeir innbyggðir í samræðuna, leikniþjálfunin kemur að sjálfu sér, hún fylgir í kaupbæti, um leið og nem- endur taka þátt í heimspekilegum samræð- um. Þetta skýrist betur með dæmi. Hver kann- ast ekki við að ranka við sér eftir lestur eða áheym pistils sem þessa og spyija sig: Hvað var ég að lesa eða hlusta á? Svona aðstæður eru kjörnar til dagdrauma og bollalegginga á öðmm sviðum en því sem ytra áreitið fjallar um. Ég leyfí mér að ef- ast um að nokkur lesenda hafi dottað í lif- andi samræðu sem hann eða hún tók virkan þátt í. Jafnframt er ég viss um að fjölmörg okkar hafa skilið eigin skoðanir og viðmæl- „Mér fínnst mjög hjákátlegt að sjá heimspekina, móður vísindanna, utangarðs við venjulegt skólastarf. Það fer t.d. ekki á milli mála að heimspekilegri samræðuaðferð er óvíða beitt sem kennsluaðferð í íslenskum skólum.“ eftir HREIN PÁLSSON enda sinna dýpri skilningi eftir góða sam- ræðu. Auðvitað getur það sama gerst við lestur eða hlustun en í samræðu gerist þetta á auðveldari hátt. Mig grunar að ein undirrót skólaleiðans sem hellist yfir 9 ára nemendur og eldri sé sú að ekki eru gerðar kröfur til æðri hugsun- ar þeirra, þeim er gert um of að leggja hlut- ina á minnið á kostnað þess að grafast fyr- ir um þá og vinna út frá eigin reynslu- heimi. Allir, sem þekkja til bama eða geta rifjað upp bamið í sjálfum sér, vita að böm- um em pælingar eðlislægar og nauðsynleg- ar. Samræðufélagið Líta má á samræðufélagið, sem myndast með heimspekinemum, sem smækkaða mynd af lýðræðissamfélagi, en jafnframt veitir það fyrirmynd og þjálfun í gagnrýn- inni og skapandi hugsun. Heimspekileg sam- ræða leitast við að leiðrétta mistök sín jafn- óðum og þau uppgötvast. Hugmyndir og reynsla nemenda em teknar til umfjöllunar í ljósi heimspekinnar og þannig myndast ákveðinn samræðugmndvöllur. Lipman fer þannig að þessu að hann skrifar heimspekilegar skáldsögur um krakka sem eru á svipuðum aldri og fyrir- hugaðir lesendur. í sögunum em dregnar upp myndir af hugsandi bömum sem leitast við að bijóta ýmis mál til mergjar, gjaman með aðstoð kennara sinna. Gengið er í sögu heimspekinnar sem hugmyndabanka, hvergi er minnst einu orði á heimspekinga heldur em hugmyndir þeirra settar fram á einfald- an hátt, út frá hversdagslegri reynslu okkar. Dæmigerð kennslustund í bamaheim- speki gengur þannig fyrir sig að lesinn er upphátt kafli eða sögubútur. Því næst leita nemendur að hugmyndum í eða út frá því sem lesið var. Að lokum em uppástungur nemenda teknar til rökræðu. Oftast er verið að gera eitt af þrennu: lesa, leita, rökræða. Að loknum lestri spyr kennari hvað hafi vakið áhuga nemenda. í fyrstu þarf að umorða þessa spumingu á ýmsan máta en smám saman verður hún óþörf og nemend- ur setja sjálfkrafa fram uppástungur sínar eða leita hugmynda í textanum. Þetta fyrir- komulag gerir nemendur samábyrga fyrir því sem tekið er til umfjöllunar og fjölbreytn- in felst í uppástungum þeirra en ekki nýjum og nýjum kennsluaðferðum. Það hefur gildi í sjálfu sér að mynda samræðufélög með nemendum en ég bendi gjaman á tvö atriði sem þetta snerta. Ann- ars vegar viljum við efla samlyndi og hins vegar víðsýni nemenda. Ákveðið samlyndi er til staðar í öllum nemendahópum; í of mörgum er það átakanlega lítið. Víðsýni felst ekki í því að kokgleypa sem flestar hugmyndir á sem skemmstum tíma, heldur í því að gefa hugmyndum tækifæri. Það þarf að velta fyrir sér forsendum og afleið- ingum hugmynda áður en þær em sam- þykktar eða afskrifaðar. Það léttir ótrúlega á herðum kennara þegar samræðufélag myndast með nemend- um. Kennarinn fer að einbeita sér að sam- ræðunni einni í stað þess að gæta aga, spyija spurninga og reyna að sjá fyrir hvert stefnir. Þetta gerist þannig að í upphafi er það kennarinn einn sem spyr krefjandi spum- inga en smám saman gera nemendur slíkar spurningar að sínum spumingum og fara að beina þeim sín á milli. Um leið verður þeim auðveldara að spinna samræðuþráðinn og samhliða eykst sjálfsagi nemenda og þeir fara að aga hvem annan. Grunnleiknisvið Heim- SPEKILEGRAR HUGSUNAR Hér er ekki rými til að telja upp og skýra hina einstöku leikniþætti sem sinnt er í heimspekilegri samræðu. Mig langar þó til að nefna ykkur íjögur meginleiknisvið sem eru öllu námsefni Lipmans sameiginleg. Ung börn búa yfir einhverri leikni á þessum svið- um þegar þau hefja skólagöngu og að þessu þarf að hlúa á öllum skólastigum. Rannsóknarleikni leiðréttir sjálfa sig í starfí og hún beinist að því að uppgötva eða skapa leiðir til að rannsaka hið torræða og fella um það dóma. Það er dæmi um rann- sóknarleikni sem gerir bömum kleift að tengja núverandi reynslu sína við fyrri reynslu sem og við væntingar þeirra gagn- vart framtíðinni. Þau skýra, segja fyrir um, tengja orsök og afleiðingu og þar fram eft- ir götunum. Rökleikni snýst fyrst og fremst um að draga ályktanir út frá núverandi þekkingu, hún t.d. kemur skipulagi á og samhæfir afrakstur rannsókna. Upplýsinga- og skipulagningarleikni (eða hugtakaleikni) er leikni sem beinist að því að fella upplýsingar í merkingarbærar skipulagsheildir. Lýsing og frásögn eru dæmi um ferli sem krefjast þess að við komum skipulagi á vitneskju okkar og reynslu. Yfírfærsluleikni. Yfírfærsla á sér stað þegar merking á einu sviði er færð yfír á annað. Allri yfirfærslu fylgir túlkun og tak- mark hennar er að varðveita merkingar- kjama þess sem yfírfært er. í heimspeki- legri samræðu er stöðugt verið að umorða og búa til dæmi til að rökstyðja eða grafa undan skoðunum sem haldið er á lofti. LOKAORÐ Ávinningur þess að ástunda heimspeki- lega hugsun með bömum er í höfuðdráttum þríþættur: Áhrif á annað nám heimspeki- nema em jákvæð og ótvíræð; samskipti nemenda batna; nemendur þjálfast í lýðræð- islegum vinnubrögðum. Því miður er ekki unnt að reifa hér rök með og á móti heimspeki sem sérstakri námsgrein. Ég leyfi mér þó að fullyrða að höfuðkostur heimspekinnar er sá að engin önnur grein hefur jafn náin innri tengsl við hugsun einstaklinga og þjóða. Annars er staða heimspekinnar í vestrænum skólakerf- um ráðgáta, sem ekki verður leyst hér. Mér fínnst mjög hjákátlegt að sjá heimspekina, móður vísindanna, utangarðs við venjulegt skólastarf. Það fer t.d. ekki á milli mála að heimspekilegri samræðuaðferð er óvíða beitt sem kennsluaðferð í íslenskum skólum. Skýringin er margþætt en hæst ber að tak- mörkuð, ef nokkur, hefð er fyrir þessum vinnubrögðum. Kennarar hvorki læra að beita heimspeki né fá þeir markvissa þjálfun í að leiða heimspekilegar samræður með nemendum sínum. Heimspekin er ónýtt auð- lind í almennu skólastarfí. Höfundur er skólastjóri Heimspekiskólans

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.