Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1993, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1993, Blaðsíða 8
HÖFUNDUR:ÓÞEKKTUR MYNDASAGA: BÚI KRISTJÁNSSON Ólafur sat nú í búi sínu með miklum sóma og eru þar allir synir hans heima og svo Bolli frændi þeirra og fóstbróðir. Það var jafnan tíðhjalað í Breiðarfjarðardölum um skipti þeirra Hrúts og Þorleiks að Hrútur hefði þungt af fengið Kotkatli og sonum hans. Þá mælti Ósvífurtil Guðrúnar og bræðra hennar. Bið ég ykkur að minnast þess hvort væri betur ráðið að hafa þar lagt sjálfa sig í hættu við heljarmenn slík sem þau Kotkell voru. Eigi er sá ráðlaus faðir er þinna ráða á kost. Eitt sinn ræddi Ólafur við Kjartan: Kjartan var mjög fyrir sonum Ólafs. Þeir Kjartan og Bolli unnust mest. Fór Kjartan hvergi þess ereigi fyigdi Bolli honum. Kjartan fór ofttil Sælings- dalslaugar. Jafnan bar svo til að Guðrún var að laugu. Þótti Kjartani gott að tala við Guðrúnu því að hún var bæði vitur og málsnjöll. Það var allra manna mál að með þeim Kjartani og Guðrúnu þætti vera mest iafnræði þeirra manna er þar óxu upp. Vinátta var og mikil með þeim Ólafi og Osvífi og jafnan heimboð og ekki því minnur að kært gerðist með hinum yngrum mönnum. Eigi veit ég, segir hann, hví mér jafnan svo hugstætt er þú ferð til Lauga og talar við Guðrúnu. En eigi er það fyrir því að eigi þætti mér Guðrún fyrir öllum konum öðrum og hún ein er svo kvenna að mér þyki þér f ullkosta. Nú er það hugboð mitt, en eigi vil ég þess spá, að vérfrændurog Laugamenn berum eigi allsendis gæfu til um vorskipti. Eigi vil ég gera í móti vilja föður míns, það er hann mætti við gera, en þetta mun beturtakast en þú getur til. Heldur Kjartan teknum hætti um ferðirsínar. Fói Bolli jafnan með honum. Líða nú þau misseri. Hrefna Kálfur Ásgeir hét maður og var kallaður æðikollur. Hann bjó að Ásgeirsá í Víðidal. Hann var son Auðunar skökuls. Hann kom fyrst sinna kynsmanna til íslands. Hann nam Víðidal. Annar son Auðunar hét Þorgrímur hærukollur. Hann varfaðirÁsmundar, föður Grettis. Ásgeir æðikollur átti fimm böm. Synir hans hétu Auðun, Þorvaldurog Kálfur. AHirvoru synirÁsgeirs vænlegir menn. Kálfur Ásgeirsson var þann tíma í fömm og þótti hinn nýtasti maður. Dætur Ásgeirs hétu Þuríður og Hrefna. Hrefna var vænst kvenna norður þar í sveitum og vel Gjöfum var Kjartan út leiddur frá Borg. Ríða þeir Bolli heim síðan. En erólafurfrétti þéssa ráðabreytni þá þótti honum Kjartan þessu hafa skjótt ráðið og kvaðst þó eigi bregða mundu. Það er sagt eitt sinn, að Kjartan Ólafsson byrjaði ferð sína suðurtil Borgarfjarðar. Ekki er getið um ferð hans fyrr en hann kom til Borgar. Þar bjó Þorsteinn Egilsson móðurbróðir hans. Bolli var í ferð með honum því að svo var ástuðigt með þeim fóstbræðmm að hvorgi þóttist nýta mega að þeir væm eigi ásamt. Þorsteinn tók við Kjartani með allri blíðu, kvaðst þökk kunna að hann væri þar lengur en skemur. Kjartan dvelst að Borg um hríð. Þetta sumar stóð skip uppi í Gufuárósi. Það skip átti Kálfur Ásgeirsson. Hann hafði verið um veturinn á vist með Þorsteini Egilssyni. Kjartan segir Þorsteini í hljóði að það var mest erindi hans suður þangað að hann vildi kaupa skip hálft að Kálfi... Síðan kaupir Kjartan skip hálft að Kálfi og gera helmingarfélag. Skal Kjartan koma til skips þá er tíu vikur em af sumri. ... er mer a þvi hugur að fara utan... hvernig virðist þér Kálfur. Eg hygg að hann sé góður drengur, er það vorkunn mikil frændi, að þig fýsi að kanna annarra manna siðu. Mun þín ferð verða merki- leg með nokkuru móti. Eiga frændur þínir mikið í hættu hversu þértekstferðin. Kjartan kvað vel takast munu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.