Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1993, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1993, Blaðsíða 1
O R G N B L A Ð S 1 N s Stofnuð 1925 ' 42. tbl. 27. NÓVEMBER 1993 - -68. árg. Steinandlitið með „sannindamunninum“ skýra af hverju hlutimir eru eins og þeir eru. Norski fræðimaðurinn Hallvard Ma- geroy skrifaði um þetta í afmælisrit til Krist- jáns Eldjáms. Hann fjallaði um þann hlut sem síst má reyna, því auðvitað hafa bimir sinar, þótt þær séu ekki eins augsýnilegar á þessum ilfetum eins og á táfetum. Mageroy nefnir þá skýringu á þessum undarlegu upp- lýsingum, en þykir þó líklegra að upphaflega hafi þarna staðið: „af hornum bjarnarins", þar sem birnir hafi verið einu óhymdu dýrin sem Norðurlandabúar þekktu af hans stærð. En annars þykir Mageray þulan ekki tor- tryggileg. í henni er stuðlun og gæti það bent til að hun sé eldri en rituð saga Snorra. Hliðstæður Athyglisverðast er, að þessi saga um hand- armissi Týs virðist ekki eiga sér neina hlið- stæðu meðal goðsagna skyldra trúarbragða. En slíkt má annars finna víða, allt aftur til Indlands. í nýlegu stóra uppflettiriti um trú- arbrögð er grein um Tý og stendur þar að mikið hafi verið um þetta efni fjallað. En ekki verður þar á aðrar hliðstæður bent en þá, að Óðinn hafi látið annað auga sitt til að öðlast visku. Enniremur er rakið eftir hinum fræga goðsagnafræðingi Georges Dumézil, að saga Týs líkist sögunni af hetjuskap / Róm. Mucius Scaevola, Rómverja sem reyndi að myrða Lars Porsenna, Etrúskakóng, sem réðist á Róm um 500 f.Kr. En Scaevola myrti annan mann í misgripum og var hand- tekinn. Hann sagði hreinskilnislega hvað hann hefði ætlað sér og að 300 ungir Róm- verjar hefðu svarið að vinna það víg sem honum hefði mistekist. Þessu lýsti Páll Mel- steð svo fyrir 130 áram: Porsenna bauð að kasta honum á bál, ef hann segði eigi allt hið sanna af samsær- ismönnum. Múcius Scaevola lét sér eigi bilt við verða, og réttir hægri höndina í fórnrbál eitt mikið, er þar brann hjá þeim: höndin brann til kola, en Múcíus stóð kyr í sömu sporam, sem ekki væri að. Konung- ur undraðist slíka karlmennsku og gaf hon- um líf og heimfararleyfi. Segja sumir, að Porsenna hafi orðið skelkaður og haídið heim til sín. Nú getur Dumézil sér þess til (bls. 149 o.áfr.) að Múcíus hafi logið til um hina 300 og því megi þetta kallast eiðrof. Nokkuð virð- ist þó langsótt að tengja þetta við söguna um handarmissi Týs. En Dumézil lagði áherslu á, að hann hafi verið guð hins lög- formlega, einnig í hemaði og því sé eðlilegt að hann leggi hönd sína að veði fyrir tryggð- um, jafnvel þótt rofnar verði (bls. 125 o.áfr.) Ennfremur bendir Dumézil á fyrri atburð í Fenrisúlfur íRóm Fornnorræni guðinn Týr er mikillar ættar, nafn hans er samstofna nöfnum höfuðguða Grikkja og Rómverja, Zeus og Júpíter, svo og lýsingar- orðinu divus í latínu, en það þýðir gúðdómleg- ur. En svo mjög hefur hróður þessa guðs blikn- að þegar norrænar goðsögur voru settar í kvæði og síðar skráðar, að vart er eftir nema eitt afreksverk, en að vísu mikið. ✓ I Róm má enn í dag sjá sláandi hliðstæðu við söguna um handarmissi Týs. Það er steinskjöldur með andliti, nefndur sannindamunnur. Þegar eiður var svarinn átti sá er sór að stinga hendi í þann munn, en steinandlitið átti að bíta höndina af, væri eiðurinn rangt svarinn. Eftir ÖRN ÓLAFSSON GOÐMÖGN Helsta heimild um norrænar goðsögur er Edda, kennslubók í kveðskap, sem Snorri Sturluson er talinn hafa ritað um 1220. Þar segir m.a. frá því að einn ása, Loki, „er sum- ir kalla rógbera ásanna og frumkveðil flærð- anna og óvin allra guða og manna“ (33.k., bls. 48) átti þijú böm með tröUskessu. Eitt þeirra var úlfur, sem óx ört, svo ásum stóð stuggur af, enda var því spáð að illt myndu þeir af honum hljóta. Þeir gerðu þá „fjötur allsterkan, er þeir kölluðu Læðing, og bára hann til úlfsins, og báðu hann reyna afl sitt við fjöturinn*“. Er skemmst af því að segja að úlfurinn „leystist úr Læðingi", og þegar æsir lögðu á hann annan fjötur, „dróma“, hálfu sterkari, þá „drap (þ.e. sló) hann sig úr dróma“. Það er síðan haft fyrir orðtak, að leysi úr Iæðingi eða drepi úr dróma, þá er ein- hver hlutur er ákaflega sóttur. Eftir það óttuðust æsimir, að þeir mundu ei fá bund- ið úlfinn. Þá sendi Alföður þann, er Skím- ir er nefndur, sendimaður Freys, ofan í Svartálfaheim til dvega nokkurra og lét gera íjötur þann, er Gleipnir heitir. Hann var gjör af sex hlutum: af dyn kattarins, og af sinum bjamarins og af skeggi konunn- ar og af rótum bjargsins og af anda fisks- ins og af fugls hráka. Og þótt þú vitir ei áður þessi tíðindi, þá máttu nú finna skjótt hér sönn dæmi, að eigi er logið að þér. Séð muntu hafa, að konan hefúr ekki skegg og enginn dynur verður af hlaupi kattarins og engvar rætur undir bjarginu, og það veit trúa mín, að jafnsatt er það allt, ef ég hefi sagt þér, þótt þeir séu sumir hlutir, er þú mátt ei reyna. (34.k„ bls. 49-50). Fjöturinn varð mjúkur sem silki og sak- leysislegur, en úlfinn granaði þá auðvitað að hann myndi vera með svikum ger. Þó fékkst hann til að reyna fjöturinn með þvi skilyrði að einhver ása legði hönd sína í munn honum til tryggingar því „að þetta sé falslaust gjört“. Það vildi enginn gera nema Týr og úlfurinn varð þvi fastari í fjötrinum sem hann braust meira um. „Þá hlógu allir nema Týr. Hann Iét hönd sína,“ segir Snorri (34.k„ bls. 51). Nú sýnist mér að jafnvl þetta afreksverk verði að hafa af Tý, eða með öðrum orðum, að þetta sé ekki fom goðsaga. Það ræð ég af vísbendingum sem hér skulu raktar. I fyrsta lagi hefur sumum sýnst að ofantal- in lýsing á samsetningu Qötursins beri meiri keim af hugarflugi skálds en af þjóðsögum eða goðsögum. En þær era þó oft til að út-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.