Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1994, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 23.04.1994, Blaðsíða 3
i_Egnflg lllöiESiu SDEirEEŒ]® ® Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnars- son. Ritstjómarfulltr.: Gísli Sigurðsson. Rit- stjóm: Kringlunni 1. Sími 691100. Einfari í leit að bitastæðu inntaki, segir danska listakonan Bodil Kaalund um sjálfa sig í samtali við Lesbók. Tilefnið var sýning hennar í Norrasna Húsinu, en Bodil Kaalund sýndi þar og í Hallgrímskirkju nokkrar myndanna sem hún hefur um árabÚ unnið fyrir glæsilega útgáfú af dönsku Biblíunni. Við Pollinn er heiti á veitingahúsi á Akureyri, sem er til húsa í sérkennilegum og greinilega danskættuðum hús- um á Oddeyrinni. Þarna hefur verið staðið að hús- vernd svo til fyrirmyndar má telja, en um Gránufé- lagshúsin og sögu þeirra skrifar Jón Hjaltason, sagnfræðingur á Akureryi. á sjúkrahúsum hafa það hlutverk að lækna trú ein- staklinga og fjölskyldna þegar vantrúin og nið- urbrotið hafa tekið völdin, segir Bragi Skúlason, sjúkrahúsprestur, sem skrifar greinina og segir frá fyrirrennurum sínum í starfi, svo og því sem áherzla er lögð á núna. KRISTJÁN FRÁ DJÚPALÆK í minningu skálds II Sem vatn, er sitrar gegnum gisin þök til gólfs í strjálum dropum, farvegslaust, sem dapur ferill fugls í þröngii vök, sem fís, er þyrla vindar undir haust, var líf þitt, bróðir, vega- og átta-villt, í veröld, sem þér fáa geisla bar. Vai' stríð mitt háð til einskis, ógnum fyllt? I örvænting þú spyr og hlýtur svar: Að eiga draum í dagsins tryllta gný og djúpa þrá til söngs í hljóðum skóg, að eiga sýn til sólar gegnum ský, og sorg í hjarta, - það er skáldi nóg. Kristján Einarsson frá Djúpalæk lézt 15. þ.m. á Akureyri þar sem hann bjó lengstan hluta ævi sinnar. Kristján fæddist 1915 að Djúþalæk í Skeggjastaðahreppi í N. Múlasýslu, starfaði lengi sem kennari, en frá 1966 vann hann næstum eingönmgu að ritstörfum. Fyrsta Ijóðabók Kristjáns, Frá nyrztu ströridum, kom út 1943, en sú síðasta, kvæðabók- in Dreifar af dagsláttu, kom út 1986. B B ÞEGAR OKIÐ HVERFUR Nú fyrir skömmu stóð svo á að ég þurfti að kynna mér að nýju kveðskap aldamóta- skáldanna svokölluðu, skáldanna sem kvöddu 19. öldina með ljóðum sínum en fögnuðu nýrri öld, þeirri sömu öld sem við munum brátt kveðja. I ljóðum þessara skálda ríkti gjarna taumlaus bjartsýni. Það var engu líkara en það lægi í loftinu að þjóðin gengi á sjö mílna skóm inn í nýjan og betri heim þar sem allar leiðir væru færar. Skáldin sáu fyrir sér fullt sjálfstæði þjóðarinnar, at- vinnuuppbyggingu og verslun sem stæði með blóma. Þessar vonir rættust að mestu sem vita- skuld ætti að vera fagnaðarefni. Gallinn er bara sá að í lok framfaraaldarinnar blasir við hnípin þjóð í vanda. Við getum okkur til gamans reynt að gera okkur í hugarlund þau kvæði sem innan stundar verða vafalítið ort í kveðju- skyni við 20. öldina og til að fagna hinni 21. Hætt er við að þá kveði við annan tón en þann sem hljómaði fyrir tæpri öld. Það er engu líkara en þjóð vor haf! gengið á vegg þar sem hún vissi ekki af neinni hindrun, komið að luktum dyrum þar sem fólk hélt að allt væri galopið. Við slíkar aðstæður er eðlilegt að við stöldrum við og rnetum stöðu okkar að nýju. Eg get þó ekki að því gert að mér þyk- ir sem vandi þjóðarinnar hafi verið blásinn upp og auglýstur um of, magnaður upp eins og púki sem þjóðinni er sendur henni til angurs. Varla kveikir maður svo á sjón- varpi eða útvarpi eða les dagblöðin án þess að lenda í miðju svartagallsrausi um atvinnuleysi og slæmar horfur á vinnu- markaði. Þetta eru náttúrlega gósentímar fyrir stjórnmálamenn sem vitaskuld hafa margt merkilegt að segja um atvinnu- ástandið — nema það sem máli skiptir. Hvarvetna á Vesturlöndum blasir við að atvinnuleysi er og verður viðvarandi. Það mun að öllum líkindum aukast á næstu árum en ekki minnka. Þessu hefur andi mannsins áorkað. Tæknin hefur á ótal sviðum leyst manninn undan oki vinn- unnar svo sem að var stefnt. Er þá nokk- uð út í hött að spyrja hvort þetta ill- ræmda atvinnuleysi sé ekki, þegar allt kemur til alls, sigur mannsandans? Þeirr- ar spurningar heyri ég sjaldan spurt og enn sjaldnar svarað. Þeir sem nú varðveita fjöregg þjóðanna verða fyrr eða síðar að viðurkenna orðinn hlut og velta fyrir sér spumingu sem verð- ur sífellt áleitnari: Hvað á að gera við fólkið? Svo virðist sem enn sé almennt álitið að gildi mannsins sé einkum fólgið í þræl- dómi hans. Flestir sýnast trúa því að þræh þeir ekki myrkranna á milh við mis- skemmtileg og -þroskandi störf séu þeir einskis nýtir þegnar í samfélagi vinnandi manna og kvenna, eins konar niðursetn- ingar af nýjum toga. En má ekki hta yfir sviðið frá öðrum sjónarhóli? Eg og margir fleiri líta svo á að þetta geti orðið upphaf nýrrar Paradísar manns- ins — sé rétt haldið á spöðunum — Para- dísar þar sem hæfileikar mannsins fá loks að njóta sín til fulls er þrældómnum slepp- ir. Ef vel tekst til getur þetta orðið gull- öld^ mannsins. Eg geri mér ljóst að mikil viðhorfs- breyting verður að eiga sér stað til að svo verði, jafnvel kúvending, ekki síst í landi okkar sem á stundum hefur minnt á geysi- stórar vinnubúðir — og þótt gott! Hvernig væri að byrja á því að taka atvinnuleysi út af sjúkdómaskrá? Það áliti ég stórt framfaraskref. Atvinnuleysi er ekki sjúkdómur þjóðar heldur niðurstaða tækniþróunai- sem síður en svo er lokið. Tæknin hefur komið í stað vinnandi handa sem nú eru frjálsar. Kannski ber brýna þörf til að leggja af hugtakið atvinnuleysi og finna upp nýtt orð til að lýsa ástandinu á uppbyggilegri hátt. En samt er spumingunni, sem varpað var fram hér að framan, ósvarað, hvað á að gera við fólkið sem engin þörf er fyrir á vinnumarkaðnum um ókomin ár? Getum við leyft okkur að óvirða það með þeim smánargreiðslum sem kallast atvinnuleysisbætur þegar sjálft orðið á varla rétt á sér lengur? Ég held ekki. Við þurfum að stokka upp — viðurkenna það sem við blasir — og gera okkur ljóst að fólk er verðmætt og fellur ekki úr gildi þótt dyntóttur vinnumarkaður hafni því. Það sem við þörfnumst er ný hugsun. Hinar vanabundnu lausnir eiga ekki leng- ur við. Vicí stöndum á þröskuldi nýn-ar aldar sem við þekkjum ekki og vitum ekki til hvers leiðir en getum hins vegar mætt henni betur undirbúin ef við viljum. Til er ágæt saga af ungum frambjóð- anda fyrir einn stjórnmálaflokkanna okk- ar. Sá ferðaðist um kjördæmið þar sem hann hugðist vinna eftirminnilegan sigur. Frambjóðandi þessi hafði þungar áhyggj- ur af flótta manna úr sveitum landsins á mölina. Hann hélt fund í samkomuhúsi emu í kjördæminu og voru fáir mættir. Áhyggjum sínum vegna fólksflóttans úr sveitunum lýsti hann svo: „Þegar ég lít yfir þennan sal sé ég glöggt að þessi sveit á ekki mikla framtíð fyrir sér.“ — Og náði ekki kjöri. Þetta sama dettur mér stundum í hug þegar ég heyri gömlu lausnirnar sungnar og leiknar, tálvonir vaktar og falsspár settar fram. ÞÓRÐUR HELGASON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23. APRÍL 1994 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.