Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1994, Side 1

Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1994, Side 1
O R G U L A Ð S Stofnuð 19 2 5 21. tbl. 4. JÚNÍ1994 — 69. árg. Stolt og stælt náttúrubörn Eftir nokkurra mánaða dvöl í Dar es Salaam í Tanzaníu, þar sem maðurinn minn, Páll Ólafs- son verkfræðingur, starfaði um hríð, ákváðum við hjónin að fara í viku safarí-ferð í þjóð- garða Norður-Tanzaníu. Við vorum einstak- Lifnaðarhættir Maasai-manna í Tanzaníu hafa ekki breyst öldum saman og þeir halda ótrúlega fast í gamlar hefðir í klæðnaði, dansi og siðum tengdum tímamótum í lífinu, svo sem fæðingum, kyn- þroska ungmenna, giftingum og dauða. Eftir ÞURÍÐI GUÐJÓNSDÓTTUR lega heppin með leiðsögumann, hinn 32 ára gamla Juma, ættaðan frá Kilimanjaro. Hann stóð aldrei á gati, vissi gjörsamlega allt um fuglana og dýrin, allt frá termítum upp i fíla, latnesk og ensk nöfn á trjám og jurtum, og það sem meira var, allt um Maasai-fólkið líka. Á ferð um Tanzaníu höfðu Maasaiar vak- ið óseðjandi foi-vitni mína, þar sem þeir reikuðu um með búsmala sinn, nauta- og geitahjarðir. Þeir voru áberandi gi-annvaxn- ii% hárprúðir og perluskreyttir. Oftast voru þeir í skærrauðum klæðum, einfaldlega bundnum með hnút yfir öxl, en stundum í vínrauðum, fjólulitum eða appelsínugulum og alltaf með staf eða spjót í hendi, stund- um hvort tveggja. Líka sáust bláklæddir Maasaiar, sem eru í betri efnum, því þau klæði eru dýrari. Aldrei sá ég græn- eða gulklædda Maasaia. Konurnar voru nauðr- akaðar á höfði og afar perluski’eyttar eins og mennirnir, um höfuð, háls, handleggi og ökkla. Eg vissi að Maasaiar era einn fjölmenn- asti af 120 þjóðflokkum Tanzaníu, þótt fjöldi þeirra sé óviss vegna þess að þeir vilja ekki taka þátt í manntali og era stöðugt á hreyfingu í leit að beit og vatnsbólum fyrir hjarðir sínar. Þeir virða heldur ekki landa- mæri og ferðast að vild milli Tanzaníu, Uganda og Kenya. Lifnaðarhættii' þeirra hafa ekki breyst öldum saman og þeir halda ótrúlega fast í gamlar hefðir í klæðnaði, Vngar Maasai-stúlkur í viðhafnarbúningi og Maasai-stríðsmenn, hávaxnir og grann- ir. Einn lyftir sér léttilega jafnfætis, en Maasai-menn eru einmitt frægir fyrir óvenju mikinn stökkkraft. Greinarhöfundurinn við eitt af húsum Massai-manna og börnin horfa forviða á hvítingjann. Innsetta kortið sýnir Tanzaníu þar sem Massai-menn búa. dansi og siðum tengdum tímamótum í lífí. inu, svo sem fæðingum, kynþroska ung- menna, giftingum og dauða. Þeir forðast og líta með mikilli tortryggni á alla- aðra siðmenningu. Suma siði hafa þeir þó neyðst til að leggja niður, eins og þann að ungir menn urðu að fella ljón áðm- en þeir vora teknir í tölu fullgildra manna, þar sem ekki má lengur fella villidýr að vild. Maasaiar era vel gefnir og þeir sem menntast hafa, hafa jafnvel komist í æðstu stöður í Kenya og Tanzaníu. Meðal þeirra er fyn-um for- sætisráðheraa Tanzaníu, Edward Moringe Sokoine, sem lést í bílslysi 1984, en hann hafði verið talinn líldegur eftirmaður þáver- andi forseta landsins, Nyerere. Mörg dæmi era um að menntaðir Maasaiar snúi aftur til heimkynna sinna og hjarðanna. Maasaiar höfðu áður orð á sér fyrir að vera herská- ir, svo mjög að jafnvel á tímum þrælaveið- anna vora þeir látnh- í friði að mestu. Erf- itt er að nálgast þetta fólk, það vill ekki senda börnin sín í skóla og læknar sig sjálft með jurtum. Nú voram við stödd á heima- slóðum Maasaia, hásléttum og steppum Norður-Tanzaníu og spurningum mínum til Juma linnti ekki. Á öðram degi ferðarinnai’ komum við í náttstað á brán Ngorongoro-gígsins í 2.300 m hæð. Juma sagði mér þá að hann þekkti Maasai-fjölskyldu skammt frá, sem við gætum fengið að hitta og skoða híbýli henn- ar gegn smá greiðslu. Þótt við væram lúin eftir 12 tíma ferðalag á slæmum vegum, gat ég ekki sleppt þessu tækifæri til að kynnast Maasaium nánar. Páll hafði að vísu meiri áhuga á viðfangsefnum morgundags- ins, að skoða stærsta eldgíg í heimi og villi- dýrin sem lifa á sléttunni í botni hans, en hún er 265 ferkílómetrar að stærð. Samt lét hann sig hafa það að koma með. Maasai-þorpið eða býlið var þyrping 11 húsa. Veggir húsanna era gerðir úr trjá- renglum, sem klæddai' era strámottum og síðan er klínt á þær blöndu af kúamykju og leir og stráþak byggt yfir. Kringum húsin var hátt og þykkt gerði úr hrísi og trjágreinum til varnar villidýrum. Innan þess var önnur girðing úi’ gi'önnum stauram fyi-h' búsmalann. í þessum húsum bjó ein fjölskylda, ættfaðirinn, 99 ára, og synir hans með fjölskyldum sínum. Karlmennirn- ir sátu utan girðingar og heilsuðu Juma kunnuglega. Eiginlega vai'ð ég fyrir von-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.