Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1994, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1994, Page 3
E LESBOK [1 ® 1S ® E11B B E ® B Œl ® ® Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Maasai- menn búa í Tanzaniu og eru stolt og stælt náttúru- börn, en hafa lifnaðarhætti forfeðranna í heiðri og halda fast í forna siði, húsbyggingar, hirðingja- líf, klæðnað og dans. Þuríður Guðjónsdóttir bjó um tíma í Tanzaníu og fór í heimsókn til Maasai- manna. Frumvíg ungrar hetju þóttu skipta miklu máli í heiðni, enda var Egill Skalla-Grímsson á barnsaldri þegar hann varð fyrst manns bani, en Grettir var seinþroska og var á fermingaraldri þegar hann drap þann fyrsta. Hermann Pálsson ræðir þetta og fleira i grein um vígfræði. Mælifell eru tólf á landinu og hefur nafnið vakið foi'vitni margra. Þórhallur Vilmundarson prófessor, for- stöðumaður Örnefnastofnunar, glímir við gátuna um uppruna og merkingu nafnsins'fgrein á bls. 5-8. Síðari hlutinn birtist í næstu Lesbók. Vinnuhjú voru ódýrt vinnuafl í íslenzka bændaþjóðfélaginu. Til þess að heiðra þau fyrir áratuga störf hjá sama bónda, voru teldn upp vinnuhjúaverðlaun, sem Búnaðarfélag Islands veitti, meira að segja tals- vert framá þessa öld. Lúðvík Vilhjálmsson hefur litið á sögu vinnuhjúaverðlaunanna. MICHEAL O’SIADHAIL Fall Hallgrímur Magnússon þýddi Síðla kvölds fundum við hann liggjandi í kuðung á frosinni stéttinni, dauðadrukkinn; fiatnefjað andlitið skein eins og tungl í fyllingu. Við þekktum hann í sjón, að allra dómi meistarí leiksviðsins, stefndi á toppinn, samt missteig hann sig einhvern veginn, gerði axarsköft, klúðraði öllu, ski-ópaði hjá leikhús- stjórunum. Fjallgöngumaður, fús að klifra, stígur á láglendi löng ganga, stöðug þreytandi sókn á brattann klífur að lokum þverhníptan hamarinn, syllu af syllu. Hann nær tindinum, lítur glæsileik heimsins. Finnur sektina, saknar spennu klifursins, svimar. Vonleysið læðist að og honum skrikar fótur. Við reistum hann á fætur. í hrjúfum vh'ðuleik tekst honum það félagar! — hann staulast upp tröppurnar. A stéttinni bíðum við kvíðin eftir ljósi í glugga. Höfundur er írskt Ijóðskáld og málfræðingur og talar íslensku. Eftir hann liggja fjór- ar Ijóðabækur, en Ijóðið að ofan er úr „The Image Wheel" frá 1985. Þýðandinn er læknir á Grundarfirði. Rabbað um rapp og rappað um rabb Nú ætla ég að skrifa svona rabb, í svona rapp stíl. Ég skrifa þetta 26. maí, daginn sem 26 ár eru lið- in frá því að ég fór fyrst í sveit og hægri umferð tók við. Enda veit ég ekki hvernig kosningarnar fara, bara að hver kynslóð fær yfir sig það sem hún á skilið. Mér sýndist að orðin rabb og rapp væru sama orðið, og aldrei þessu vant (fæ svona hugmyndir) staðfestu orðsifjabækurnar það. Þau eru fógur saman þessi orð, rabb og rapp, maður sér í hendingu fölt útþrælkað fólk í kaffitíma á íslandi kengdrukkið af kaffi „bara svona að rabba“, og bláleit atvinnulaus ung- menni Vestanhafs rappandi undir og yfir bumbu- og hjartslætti. Svona nota allir tungumálaheilastöðina, geta ekki annað en talað og talað, þannig dýr erum við, tölum í tunnu skort okkar eða of- fitu, kúgun, fátækt og alls konar -leysi, og hvað það er skelfilegt að landið sé að verða hluti af heiminum, og loftið ber orðin í ósýni- legar tunnur á bringunni, í annarra eyru og inn í hugsanarangala þjóðfélagsins. Og fornar klisjur bera í sér miklar og klassískar tilfinn- ingar, og orðin sem töluð eru safnast í stór ílát óánægju. Og orðin eru steinar sem kastað er út í þjóðfélagskvikuna, og miklar hljóð- bylgjur berast frá munnum og fjara út. Svo mikið er rabbað og rappað. Ánægjan þarf ekki að tala, hún bara skynj- ar, þegir og brosir, syngur kannski, raular eða dillar sér og hlær. Við búum í svo litlu heimshéraði, að mig grunar að í rabbi nú til dags yrði margt fólk ánægðara ef það rabbaði meira í takt við tím- ann. Áríðandi núna að kunna líka að rabba í heimstakti. Ekki rabba rímnalag alla daga, bara fyrir túrista og okkur sjálf á góðum stundum. Svo miklar breytingar heimta nú að ganga yfir. Skilvinda heimsins er farin að snúast hér uppi eins og annars staðar, tíu prósent fái ekki vinnu, það sé hagfræðilega hagstætt, þá haldast launin lág og gráðugt fólk verður himinsælt yfir að eiga sér þræl- dóm. Þeim sem engin þörf er fyrir er kastað út fyrir garð, þið þursar, einskisnýtu, mest úr verkalýðsstétt, nú sé landlægt atvinnuleysi heimsins. Það er margt klárt fólk hérna eins og alls staðar, sem þarf að eiga greiðan aðgang að erlendum hugmyndum. Við sitjum hér í málskúffunni fornu og fögru, sitjum á lóuírí- merki Atlantshafsins undir tjaldi okkar fornu og örsmáu íslensku, og heimurinn allur eitt samkeppnissvæði. Þegar ég spyr hvers vegna enska sé ekki kennd fyrr en börn missa tungu- hæfileikann er mér sagt að allir læri ensku hvort sem er reiprennandi. Þegar ég spyr hvers vegna verið sé að eyða stórfé í að þýða bækur fyrir háþróaða bókmenntaunnendur, úr tungumálum sem allir kunna, þá er mér sagt að fólk geti ekki lesið útlensku. Svona er vitleysan, grunsamleg mótsögn á gangi og eitthvað falskt í þessu öllu saman. Við þýðum erlend verk fyrri alda í stóram bindum á stífa tuttugustu aldar íslensku en gefum ekki út okkai’ eigin gömlu handrit síðari alda til að raunefla innlendu menninguna! Það á miklu frekar að styrkja þýðingar á íslenskúm verk- um allra alda, það er skylda okkar við heims- menninguna. Forgangsröðin, annars er hætta á að það forgangi sem máli skiptir. Svo eru skrifaðir langir ritdómar um ný- þýdd nýskrifuð snilldarverk án þess að á þýð- inguna sé minnst, þótt búið sé að skemma sjálft nafnið á verkinu, sjálfum lyklinum að verkinu hent í snjóinn. Verki þýðandans er sýnd slík lítilsvirðing að ekki er á þýðinguna minnst. Slík tvöfóld svívirðing særir mig sem höfund. Hvort er betra að nauðga eða sinna ekki þeim sem maður hefur tekið að sér? Það er að verða svo áríðandi að kunna á heiminn, ekki bara á landið. Atvinnulausi Akui-eyi-ingurinn stendur við hlið hinna í Evr- ópu og Ameríku og Ástralíu. Atvinnulausir verða að rappa af reisn og rabba mikið, og nýtt manngildi þarf að finna upp. Fín fót, fínn matur, fín hús, fínir bílar eru ekki málið, bara rapp í hamingjutakti. Þetta vissu Grikkir. Þeir voru ekkert ólmir í gull, heldur vildu finna sinn „fullkomleika“. Það þarf að rappa burt myglað gildismat, sem felur í sér misfínt, misríkt, misfallegt, misvaldamikið. Baráttan fyrir jöfnum auði er töpuð. En ekki baráttan fyrir reisn. Fólk talar með ólíkum hætti. Það hljóta allir að vita hvað rapp er, töluð tónlist, nýlegt innlegg afrískra Bandaríkjamanna í popptónl- ist. Þeir hafa lengi rappað svona í Áfríku, að minnsta kosti á ég þjóðlega suður-afríska tón- list á spólu, þar sem heyra má rapp. Orðið rapp segir orðabókin mín að sé úr mið-ensku, og þýði skarpar skammir eða gagnrýni. Rapp og rabb er sami hluturinn, það hangir allt saman. Afrískir Kanar rappa á sinni engilsaxnesku tungu, þeir hafa gleymt öllum fínu Afríkumál- unum sínum en bára menninguna sína samt svo sterka inn í heimsmenningu Ameríku. Það gerðist sjálft og sjálfkrafa. Það er víst bannað að ski'ifa labba, að ganga er hið æskilega orð, það hefur verið reynt að hreinsa burt úr mér þetta ógeð að skrifa sögn- ina að labba. Þess vegna er mér sérstök ánægja að nota þetta orð. Labba og rabba, lappa og rappa. Við fórum út að rappa daginn sem mamma hefði átt afmæli. Dagurinn varð óvart í henn- ar anda, krakkasafn á öllum aldri, hlustuðum fyrst á lögin úr Mjallhvíti, og allir syngja með tilþrifum og hreyfingum, allir klikk af gleði, klassík sem nýju börnin þurfa að kynnast, svo mikil klassík að í Gremlins-bíómyndinni fóru Gremlingjarnir í bíó til að sjá hæ-hó atriðið, dvergarnir að koma heim yfir brúna, hæ-hó, hæ-hó, við höfum unnið nóg, vinnusæla, vinn- an ft-elsar, sérstaklega þegar henni er lokið. („Hæ“ er forníslenskt sagði mér miðaldadokt- or, „hæ“ er úr jarðteinabók eða öðru trúar- legu miðaldariti, segjum „hæ“!, það má „mál- verndunarlega séð“ og hó er háklassískt.) Þá eyðilagði afgreiðsludrengur í kaffistofu Ráðhússins daginn, því einhver verður að 'gera það. Ég settist í mínum venjulegu drusl- um með eins árs í fanginu og dró upp pela og djús og brauð sem ég hafði tekið með fyr- ir litla, ætlaði svo að panta kökur og kókó á línuna. Hann ætlaði bara að láta mig vita það að þessi fína kaffistofa væri ekki fyrir bra bra kellingar með nesti, eigandinn þyldi þetta ekki. Við ft'usum af því það var svo mikið hatur og vanlíðan í þessu, og keyptum veiting- ar annars staðar. Og það festist í mér hvað það er mikil synd hvað fólk rappar lítið. Allra augu eiu kvikmyndavélar. Og kannski er verið að taka þig upp þegar þú sýnir aum- ingjum kvikindisskap, og um það verður alveg örugglega rappað. Staða þín, ríkidæmi þitt, gömlu gildin eru ekki nýjum lögmálum sam- kvæm. Gamla heimsmyndin skildi að hluti og skipaði í horn og píramída sem nú heimtar að renna saman. Áhorfandinn er hluti af til- rauninni. Bara að lappa og rappa líka. ÞÓRUNN VALDEMARSDÓTTIR LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4. JÚNI1994 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.