Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1994, Qupperneq 7
ur nyrzt, er í hásuðvestur frá Litladal og
Stóradal (áður Djúpadal). Hins vegar eru
í Hagámesi norðan við Hagá, þar sem
hún fellur í Djúpadalsá, „tóftarbrot forn,
og herma munnmæli, að þar hafi verið
býij “i° Tóftir þessar eru norður af MæK-
fellshnjúki, og er því hugsanlegt, að hnjúk-
urinn hafi verið hádegismark þaðan, en
frekari vitneskju um byggð á þessum stað
skortir. Norðaustan við Mælifell var sam-
nefnt sel frá Djúpadal á síðari öldum, og
í Jarðabók Árna og Páls er sagt, að munn-
mæli séu um, að þar hafi í fymdinni verið
byggð.11
Um Mælifell í Djúpadal segir Steindór
Steindórsson: „Framar í dalnum eru ýms-
ir hnjúkar, sem eigi verða hér taldir, en
hæstur þeirra er Mælifell fyrir miðjum
dal.“12 í sömu stefnu og Djúpidalur (þ. e.
í suðvestur) ganga fjórir dalir, og eru
þijú fell á milli þeirra: Hvassafellshnjúkur
vestast, Mælifell í miðjunni og Sneis aust-
ast. Norðvestur frá Djúpadal gengur hins
vegar Hagárdalur milli Kambfellsfjalls og
Litladalsfjalls. En Mælifell er einnig miðju-
sett í þeim skilningi, að það veður langt
fram fyrir önnur fell í dalnum og er því
„fyrir miðjum dal“, eins og Steindór Stein-
dórsson kemst að orði.
Mælifell hjá Þeista-
REYKJUM
Mælifell hjá Þeistareykjum er stakt fell
(455 m) austan undir Lambafjöllum
skammt norðvestur af Þeistareykjum.
Fellið virðist vera mjög miðja vega austan
undir Höfuðreiðarmúla og Lambafjöllum.
Frá Sæluhúsmúla við Reykjaheiðarveg,
þar sem sýslumörkin eru, suður í Gijót
liggja vesturmörk smölunarlands Þeista-
reykja.13 Baldur Jónsson bóndi í Yzta-
hvammi í Aðaldal (f. 1934), sem gengið
hefur Þeistareykjaland í 40 ár, staðfestir,
að nærri lagi sé að telja Mælifell miðja
vega á þessu svæði milli Sæluhúsmúla og
Gijóta, þar sem iandið fer að hækka og
verður gróðurlaust, og er það um 17 km
leið.
Mælifell á Mælifells-
SANDI
Mælifell á Mælifellssandi norðan Mýr-
dalsjökuls er rétt sunnan við Fjallabaksveg
syðri. Sveinn Pálsson segir, að á austur-
leið stefni menn rétt norðan við Mæli-
fell.17 Það kann að vera hálfnaðarmark
einhvers tiltekins áfanga á þeirri leið.
Gróðurfar á þessum slóðum hefur breytzt
mikið í tímans rás vegna eldsumbrota, og
er því erfitt að gera sér grein fyrir, hvar
verið hafa áningarstaðir með Fjallabaks-
vegi syðri á fyrri öldum. Ekki virðist þó
óeðlilegt að gera ráð fyrir áningarstað í
Hvanngili um 15 km vestan Mælifells og
þá öðrum áningarstað álíka langt austan
Mælifells ofarlega í Skaftártungu, t. d. í
Mælifell á Mælifellssandi, öðru nafni Meyja(r)strútur að sögn Eggerts Ólafssonar. Myndina tók þýzkur Ijósmyndari, Klaus D. lU staðaheiði eða vestui af Búlandsseli
Franche, og var hún nýlega á sýningu hans í Listasafni Akureyrar. eða Réttarfelli.
Mælifellshnjúkur í Skagafirði.
Mælifell í Eyjafirði.
Mælifell í Vopnafirði
Jón Þorgeirsson bóndi í Skógum í Vest-
urárdal í Vopnafirði (f. 1926) segir um
Mælifell þar í sveit: „Heiðin dregur nafn
af rúmlega 800 m háu fjalli, Mælifelli, sem
er um miðja heiði.. ,“14 Mælifellsheiðin
nær frá Almenningsá inn að Haugsfjall-
garði (Botnafjallgarði) norðan Selár að
sögn Jóns. Mælifell (822 m) er og miðja
vega milli Kistufells (820 m) og Hrúta-
fjalla (862 m). Þess er enn að geta, að
Mælifell er við gamla leið um Haug eða
Haugsöræfi frá Vesturárdal í Vopnafirði
til Hóls á Hólsfjöllum.15 Á þeirri leið
mætti hafa Mælifell sem miðjumark milli
Fremri-Hlíðar í Vesturárdal, en þaðan var
yfirleitt lagt upp, og Austari-Haugs-
brekku, en þar eru bæði sýslumörk og
vesturmörk smölunarlands Vopnfírðinga.
Mælifell í álftafirði
Mælifell í Álftafirði er á milli Hlíðar-
fjalls og Krossanesijalls. En tindurinn er
einnig í hásuður frá bænum á Þvottá og
blasir við þaðan. Kristinn Guðmundsson
bóndi á Þvottá (f. 1920) segist hafa litið
svo á, að Mælifellstindurinn (487 m) væri
hádegismark frá Þvottá, en kveðst þó
ekki hafa heyrt menn tala um annað
eyktamark þaðan en Nónbotna. Enn bæt-
ist það við, að Mælifell er við sjó, og hef-
ur því hugsanlega mátt nota það sem
miðjumark á sjóleið. Nærri lætur, að það
sé miðja vega á um 64 km sjóleið milli
Djúpavogs (undir Búlandstindi), verzlun-
arstaðar frá síðari hluta 16. aldar, og
Papaóss (undir Brunnhorni), en í Papa-
firði er gamall lendingar- og útróðrarstað-
ur Lónsmanna.16
Mæliíell
10J
km
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4. JÚNI' 1994 7