Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1994, Blaðsíða 9
Vinnuhjúa-
verðlaunin
Talið er að þrælahald hafi lagst af á íslandi á
tólftu öld. Ekki er alveg ljóst hvers vegna því
var hætt, en víst er að ekki var um neinn utan
að komandi þrýsting að ræða og voru íslending-
ar fyrri til að hætta þrælahaldi en nágrannar
Búnaðarfélagið mun síðast
hafa veitt vinnuhjúaverðlaun
árið 1987 og er reyndar
merkilegt að vinnuhjú séu enn
til í landinu. Búnaðarritið
nafngreinir ekki
verðlaunahafana, en trúlega
er um að ræða gamalt fólk
sem sest hefur í helgan stein.
eftir LÚÐVÍK
VILHJÁLMSSON
þeirra. í þá daga hvarflaði ekki að nokkrum
manni að þrælahald væri á einhvern hátt sið-
ferðilega rangt, svo ekki var það samviskan
sem nagaði menn.
Við hlutverki og störfum þræla tók stétt
sem þegar var fyrir, það er, vinnuhjú.
Litlu betri hafa kjör þessa fólks verið en
þræla þótt frjáls ættu að kallast. Trúlega
hefur kostur þeirra farið versnandi í rás ald-
anna með auknum kotbúskap, versnandi efna-
hag og hallærum.
I bókmenntum okkar er ekki mikið fjallað
um þetta fólk eða aðbúnað þess og virðist
eins og að um snöggan blett sé að ræða á
sálartetrinu, samanber þá furðulegu geðs-
hræringu sem þjóðin komst í við að horfa á
kaunasting Baldurs Hermannssonar í sjón-
varpinu á síðasta ári.
Vinnuhjúastéttin starfaði í sveitum landsins
möglunai’laust, allt frá landnámi fram á tutt-
ugustu öldina. Starfíð gekk oft í erfðir.
Pegar kemur fram á okkar daga er eins
og að vottur af samvisku láti á sér kræla.
Arið 1905 fer Búnaðarfélagið að veita svo-
kölluð Vinnuhjúaverðlaun. Viðurkenningar
þessar voru í formi göngustafa, tóbaksdósa,
skrúfhólka og skeiða. Verðlaun þessi voru
veitt í áratugi, og fengu allt frá einum og upp
í rúmlega þrjátíu manns verðlaunin ár hvert.
Stór galli var á þessu þó ágæta og virðingar-
verða framtaki en það vai’ að þau vinnuhjú
sem þóttust ef til vill eiga skilið'viðurkenning-
una urðu sjálf að sækja um verðlaunaútnefn-
ingu skriflega til Búnaðarfélagsins, og með
þurfti að fylgja vottorð frá húsbóndanum um
að viðkomandi hafí þjónað sér af dugnaði og
trúmennsku, og hve lengi. Áreiðanlega hafa
margir sem uppfylltu skilyrðin ekki haft geð
í sér að setjast niður við slík betliskrif.
En úti í Kaupmannahöfn sat íslenskur
fræðimaður sem vildi gera hlutina betur og
af einhverri reisn.
Bogi Th. Melsted fæddist 1860, sonur Jóns
Melsted prests að Klausturhólum, sonar Páls
amtmanns Melsted; Páll var sonur Þórðar
prests Jónssonar á Völlum og Ingibjargar
Jónsdóttur prests á Melstað, og er þaðan
komið Melsted-nafnið.
Árið 1882 fór Bogi til háskólanáms í Kaup-
Ung vinnukona í eldhúsinu á Víðimýri í Skagafirði. Myndina teiknaði erlendur
ferðamaður 1863.
mannahöfn og tók magister próf í sögu 1890.
1892-3 er hann þingmaður Arnesinga, en fær
þá starf við Ríkisskjalasafn Dana og starfaði
þar í 10 ár. Arið 1903 sagði hann stöðu sinni
lausri til að stunda fræðistörf og þó einkum
til að sinna hjartans áhugamáli sínu, en það
var að skrifa sögu Islendinga allt fram á hans
daga. Þetta átti að vera tröllaukið verk í átta
bindum. Ekki sýnist hann beinlínis hafa hlaup-
ið til verksins því nærri 30 árum síðar (1893-
1920) eru komin út þrjú bindi og söguefnið
rétt fí-am á tólftu öld. Því miður varð þetta
verk ekki lengra, en Bogi gaf út ýmis rit og
bækur tengdar sögu íslands.
Þegar Kaupmannahafnardeild Bókmennta-
félagsins flutti til Islands var Bogi ákaflega
andstæður þeim flutningi og sárnaði mjög.
Því var það að árið 1912 stofnaði hann Hið
íslenzka fræðafélag ásamt nokkrum vinum
sínum. Til að forða hinu nýja félagi frá illum
örlögum Bókmenntafélagsdeildarinnar setti
Bogi félaginu þannig lög að ekki var nokkur
hætta á að um óvæntan flutning frá Kaup-
mannahöfn yrði að ræða.
1. grein: „Hið íslenska fræðafélag er sjálf-
stæð stofnun. Það er sinn eigin eigandi, og
skal ávallt eiga fast aðsetur í Kaupmannahöfn
og má aldrei flytja þaðan.“ í þriðju grein seg-
ir að félagar skuli vera tólf og allir verða
þeir að eiga heima í Kaupmannahöfn.
Fræðafélagið stóð að ýmiskonar útgáfu-
starfsemi og árið 1916 kom fyrsta ársrit fé-
lagsins út en þau urðu ellefu alls. Bogi var
ritstjóri til dauðadags og virðist félagið logn-
ast útaf við fráfall hans (1028), en eftir hans
dag kernm- aðeins eitt ársrit út. í ritinu birt-
ust ýmiskonai’ fróðleikur, svo sem ferðasögur,
ritgerðir um söguleg efni, greinar um merka
menn og eiginlega eitthvað fyrir alla nema
ljóðaunnendur. En það var bókstaflega rit-
stjórnarstefna að birta engan kveðskap af
neinu tagi svo skrítið sem það hljómar sérstak-
lega þegar tíðarandinn er hafður í huga.
í fyrsta ársritinu birtist grein eftir Boga
sem heitir Verðlaunasjóður handa duglegum
og dyggum vinnuhjúum í sveit. í greininni
segir Bogi mann nokkurn, sem ekki vilji láta
nafns sins getið (sic) hafa komið að máli við
sig og boðist til að gefa eitt hundrað krónur
til stofnunar slíks sjóðs með þeim skilyrðum:
1: Að landsmenn vilji sinna málinu að
minnsta kosti svo, að á fyrsta ári komi loforð
frá jarðeigendum, ábúendum eða einhverjum
öðrum um að greiða í sjóðinn fyrir 100 jarðir,
tillög, er séu eigi minni fyrir hverja jörð en
nú segir:
5kr. fyrir minnstu jarðir og hjálegur alt
að 10 hndr. að dyrleika,
10 ki’. fyrir jarðir að dýrleika 10-15 hund-
ruð,
15 kr. fyrir jarðir að dýrleika 15-20 hund-
ruð,
20 kr. fyrir jarðir að dýrleika 20-25 hund-
ruð,
25 kr. fyrir jarðir að dýrleika 25-30 hund-
ruð o.s.frv. eftir dýrleika jarðanna, eitt tillag
fyrir hverja jörð í eitt skipti fyrir öll.
2: Rétt til verðlauna fá aðeins þau hjú sem
eru í vist á jörðum sem greitt hafa í sjóðinn.
Börn sem vinna hjá foreldrum sínum sem hjú
eiga líka rétt til verðlauna.
3: Minni verðlaun en 100 — eitt hundrað —
kr. veitast ekki úr sjóðnum og konum jafnhá
og körlum.
4: Verðlaunin leggist á sparisjóðsbók, er
beri nafn vinnandans, hún og afhent honum.
5: Vinnandi skal hafa verið minnst 7 ár í
vist á sama stað, eða 10 ár á tveim.
6: Verðlaunasjóðinn skal ávaxta í aðaldeild
Söfnunarsjóðs lslands.
Bogi kemst að því að eftir jarðarmatinu
1861 ættu að safnast 75.000 eða 86.775 eftir
því hvemig borgað er í sjóðinn. Útborgun úr
sjóðnum yrði kr. 3.500 á ári og mundi samt
bætast við höfuðstólinn. Verðlaunin áttu að
vera mishá, en hæstu verðlaunin ekki minni
en 250 kr.
Bogi bendir á að þeir best settu í þjóðfélag-
inu fái orður og peninga fyrir sín störf, og
að bændur fái peninga frá kónginum fyrir
jarðarbætur, sem þeir svo sjálfir njóta. Hann
getur um verðlaun Búnaðarfélagsins, en þau
séu af opinberu fé, í formi dauðra hluta, og
megi ekki kosta meira en 15 krónur. „Þetta
er betra en ekld, en bara allt of lítið.“ Nýju
verðlaunin skal veita fyrir dug og dyggð, það
er; verklegan dugnað og kunnáttu, gott vinnu-
lag, iðni, skyldurækt og trúmennsku.
Næst er bai’a að koma málinu af stað og
er Bogi bjartsýnn á framgang málsins og
bendir á leiðir til að bændur sleppi jafnvel
sjálfir við að borga í sjóðinn. Til dæmis gæti
féð komið frá einhverjum sem bjó á bænum
en er fluttur (uppkomin börn komin á möl-
ina), nú eða einhverjir aðrir sem bera hlýhug
til jarðarinnar vegna góðra stunda þar (sumar-
börn af mölinni?). Síðan eni náttúrulega
vinnuhjúin sem enga erfingja eiga og geta
arfleitt jörðina að lífsstritinu.
Hvem munar um að gefa lambs- eða kind-
arverð í sjóðinn? Enda er eins víst að lambið
eða kindin sem fyrir valinu yrði mundi hvort
eð er hafa drepist strax næsta vetur úr hor,
þótt ekki sé svó sem auðvelt að spá um slíkt!
Næst koma vangaveltur um vinnuhjú á ís-
landi og satt er að þeim fer fækkandi, en vís-
ast er að þeim fjölgi aftur seinna og öruggt
að hjú verða alltaf á Islandi rétt eins og í
öðrum menningarrílqum. Bogi hefur áhyggjur
af kunnáttu og agaleysi hjúa, en það er bænd-
um að kenna því þeir kunna ekkert að stjórna.
Svo koma stúlkur til Danmerkur til að vera
í vist, en þeim er umsvifalaust vísað á dyr á
betri heimilum. Þær virðast halda að þær
geti leyft sér hvað sem er því enginn þekki
þær svo langt að heiman. Bogi hefur meira
að segja hlerað um tvær sem lentu alla leið
inni í tugthús. Þrátt fyrir allt þetta og reynd-
ar margt fleira eiga þau samt skilið að sjóður-
inn verði stofnaður. Því næst ræðir Bogi um
stjóm sjóðsins og telur eðlilegt og í henni
verði húsbóndi, húsmóðir, vinnumaður, vinnu-
kona og oddamaður, en í þá stöðu vill Bogi
fá formann Búnaðarfélagsins. Og nú er bara
að byrja og senda Boga línu með loforði um
framlag og fá menn þá birt nöfn sín í næsta
ársriti.
I því ársriti fræðafélagsins telur Bogi upp
átta einstaklinga sem lofað hafa framlögum í
sjóðinn. Þetta em vonbrigði, en ekki er þó
víst að hann viti af öllum, því sjóhernaður
Breta og Þjóðverja hamlar nú öllum siglingum
á Norður-Atlantshafi. Hvað um það, málið
hefur fengið mjög jákvæða umfjöllun á íslandi
og ónafngi-eindi maðurinn sem kom málinu
af stað hefur góðfúslega veitt árs frest um
stofnun sjóðsins. Enn em menn hvattir til að
senda inn loforð um greiðslu og fá nafnið sitt
á prent í næsta ársriti. Árið eftir hafa loforð
borist frá 100 jörðum og er helmingur þeirra
úr Hrunamannahreppi og Gnúpveijahreppi
(úr kjördæmi Boga fyrrum). Ekki fá allir
Hlutverk vinnu-
manna var við úti-
störf, gegningar,
heyskap, smala-
mennskur og stund-
um voru þeir sendir
íverið. Myndin er
tekin í Gilhaga í
Skagafirði 1898.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4. JÚNI1994 9