Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1994, Qupperneq 12

Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1994, Qupperneq 12
Eftir það ríða þeir heiman úr Hjarðarholti níu saman. Porgerður var hin tíunda. Þau ríða inn eftirfjör- um og svo til Ljárskóga. Það var öndverða nótt, létta ei fyrr en þau koma í Sælingsdal þá er nokkuð var morgnað. Skógur þykkur var í dalnum í þann tíð. Bolli var þar I seli sem Halldór hafði spurt. Selin stóðu við ána þar sem nú heita Bolla- tóftir. Holt mikið gengur fyrir ofan selið og ofan að Stakkagili. Milli hlíðarinnnar og holtsins er engi mikið er í Barmi heitir. Þar unnu húskarlar Bolla. Þeir Halldór og hans förunautar riðu að Öxnagróf, yfir Ránarvöllu og svo fyrir ofan Hamarengi. Það er gegnt selinu. Þeir vissu að margt manna var að selinu, stíga af baki og ætluðu að bíða þess er menn færu frá selinu til verks. Halldór var skyggn maður. Hann sér að maðurinn hleypur ofan úr hlíðinni og stefndi til selsins. Þeir gerðu sem hann mælti fyrir. Án hrísmagi varð þeirra skjótastur og getur farið sveininn, tekur hann upp og keyrir niður. Það fall varð á þá leið að hryggurinn brotnaði í sundur í sveininum. Síðan riðu þeir að selinu. Þetta mun vera smala ’ maður Bolla og mun hafa séð ferð vora. Skulum vér nu gera í móti honum og láta hann engri njósn V komatil selsins. Smalamaður Bolla fór að fé snemma um morguninn uppi í hlíðinni. Hann sá mennina í skóginum og svo hrossin er bundin voru. Hann grunar að þetta muni eigi vera friðmenn er svo leynilega fóru. Hann stefnir þegar heim hið gengsta til selsins og ætlar að segja Bolla komu manna. Selin voru tvö, svefnsel og búr. Bolli hafði verið snemma á fótum um morguninn og skipað til vinnu en lagðist þá til svefns er húskarlar fóru í brott. Þau voru tvö í selinu, Bolli og Guð- rún. Þau vöknuðu við dyninn er þeir hlupu af baki. Heyrðu þau og er þeir ræddu um hver fyrstur skyldi inn ganga í selið að Bolla. Bolli kenndi mál Halldórs og fleiri þeira förunauta. Bolli mælti við Guðrúnu: Hygg ég að þau ein tíðindi munu hér verða að ég mun sjá mega og ekki mun þig Bolli mein að mér þótt ég væri nær þér stödd. Skalt þú ganga úr selinu í brott og sá einn mun fundur okkar verða er þig mun ekki . gaman að verða. Bolli kvaðst þessu ráða vilja og svo var að Guðrún gekk út úr selinu. Hún gekk ofan fyrir brekkuna til lækj- ar þess er þar féll og tók að þvo léreft sín. Bolli var nú einn í selinu. Hann tók vopn sín, setti hjálm á höfuð sér og hafði skjöld fyrir sér en sverðið Fótbít í hendi. Enga hafði hann brynju. Þeir Halldór ræða nú um með sér hversu að skal orka því að engi var fús að gang ínn í selið. Þá mælti Án hrísmagi: Eru þeir menn hér í ferð er Kjartani eru skyldri að frændsemi en ég en engi mun sá að minnisamara muni vera um þann atburð er Kjartan lést en mér. Var mér það þá í hug að ég var heim færður í Tungu ódauður að einu, en Kjartan var veginn, að ég mundi feginn vinna Bolla mein ef ég kæmist í færi. Mun ég fyrstur inn ganga I selið. <9 W/'*'" 'Vfiy//6v/ " 1 /V ffl m Síðan gengur Án inn í selið hart og skjótt og hafði skjöldinn yfir höfði sér. Bolli hjó til hans með Fótblt og af skjaldarsporð- inn og þar með klauf hann Án í herðar niður. Fékk hann þegar bana. Þá svarar Þorsteinn svarti: Hreystimannlega er slíkt mælt en þó er r ráðlegra að rasa eigi fyrir ráð fram og fari menn nú varlega því að Bolli mun eigi kyrr fyrir standa er að honum er sótt. Nú þótt hann sé fáliður fyrir þá munuð þér þar von eiga snarprar varnar því að Bolli er bæði sterkur og vígfimur. Hefir hann og sverð það er öruggt er til vopns. Síðan gekk Lambi inn. Hann hafði hlíf fyrir sér en sverð brugðið í hendi. því kippti Boili Fótbít úr sárinu og bar þá af hon- um skjöldinn. Þá lagði Lambi í lær Bolla og varð mikið sár.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.