Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1994, Qupperneq 1

Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1994, Qupperneq 1
' StofnuÖ 1925 . tbl. 17. SEPTEMBER 1994 - 69. árg. T ilfinningalegir eftirskjálftar K lukkan framan á kaþólsku kirkjunni skammt frá heimili mínu, í borg heilagrar Moniku (Santa Monica) í Suður-Kaliforníuríki, hefur stöðvast. Vísarnir sýna tímann 4.31, en á þeirri stundu þann 17. janúar sl. reið öflugur Jarðskjálftinn í Kaliforníu í janúar sl. varð mörgum ógnvekjandi lífsreynsla sem dró dilk á eftir sér. Eftir SIGRÍÐILÓU JÓNSDÓTTUR jarðskjálfti yfir svæðið hér, eins og greint hefur verið frá í fréttum. Mánuði seinna höfðu meira en 5000 eftirskjálftar fylgt í kjölfarið. Þó skjálftinn stæði ekki yfir í nema 40 sekúndur, voru áhrif hans víðtæk og hann kemur einnig til með að hafa langvarandi áhrif á líf fólks hér. Nú er ljóst, að aldrei áður í sögu Bandaríkjanna, hefur tjón verið metið eins mikið af völdum náttúruhamfara og það sem þessi skjálfti olli. En það eru líka aðrar alvarlegar afleiðingar, sem eru ekki eins sýnilegar og sem ekki er að sama skapi hægt að meta eftir fjárhagslegum mælikvarða. Það eru þau áhrif sem náttúru- hamfarir eins og þessar hafa á tilfinninga- lega líðan fólks og heilsu. í þessari grein ætla ég að fjalla lítillega um þetta atriði og greina frá hjálparstarfi sem ég kynntist hér á svæðinu, sem fól í sér áfallahjálp, eða m.ö.o. tilfinningalegan stuðning við fórn- arlömb skjálftans. Björgunarmenn leita að fólki í rústum eftir jarðskjálftann mikla, sem varð í Los Angeles í janúar síðastliðnum. Eðlileg Viðbrögð Undir Óeðlilegum Kringumstæð- um - Helstu Einkenni Reynslan hefur sýnt, að þegar jarð- skjálftar verða í þéttbýli, valda þeir jafnan meiri skelfingu en aðrar náttúruhamfarir. Ástæðan er sú, að erfitt hefur reynst að spá nákvæmlega fyrir um hvenær búast megi við meiriháttar skjálftum. Þó að flest- ir íbúar á jarðskjálftasvæðum, séu að öllu jöfnu meðvitaðir um hugsanlega hættu, þá kom fram í tengslum við þennan skjálfta, að margir, sem töldu sig vera mjög vel undirbúna, voru samt sem áður slegnir miklum óhug. Allt gerðist svo snöggt og án viðvarana. Allt sem fólk gengur að sem vísu í daglegu lífi, eins og stöðugleiki hýbýla sinna og jarðarinnar sem það stendur á, fór úr skorðum. Reiknað er með því að jarðskjálftinn hafi haft einhver tilfinningaleg áhrif á alla sem voru á svæðinu. Sumir upplifðu þó sterkari tilfinningar en aðrir og einnig var misjafnt að hve miklu leyti þær ollu fólki erfiðleikum við að takast á við daglegt líf á ný eftir atburðinn. Fyrri reynsla, aðstæð- ur fólks og undirbúningur eru meðal þeirra þátta sem skipta máli í þessu sambandi. í úrtakskönnun, sem var gerð tveimur vikum eftir skjálftann og greint var frá í nokkrum fjölmiðlum, kom í ljós að Ijórði hver aðspurðra taldi þetta vera þá mest ógnvekjandi lífsreynslu sem hann/hún hafði lent í og 57% fundu fyrir kvíða- eða streitueinkennum, sem mátti rekja beint til skjálftans og olli þeim erfiðleikum í daglegu lífi. Flestir finna fyrir ótta á meðan meiri- háttar skjálfti ríður yfir og stundum líka lengi vel á eftir. Gríðarlegur hávaði og niðamyrkuy magnaði óttatilfinninguna hjá mörgum. Ótal spurningar þjóta í gegnum hugann á svona stundu, eins og hvort maður eigi að halda kyrru fyrir eða að fara. Hugsunum um nánustu fjölskyldu- meðlimi skýtur líka upp í hugann og er umhyggja fyrir öryggi þeirra eitt það fyrsta sem grípur fólk. Að þessu sinni var að mörgu leyti lán í óláni að skjálftinn skyldi verða að nóttu til, því þá voru flest- ir fjölskyldumeðlimir nálægt hver öðrum. Ef skjálftinn hefði orðið að degi til, hefði enn meiri skelfing gripið um sig, svo og gríðalegt öngþveiti, er fólk hefði rokið í síma og út á ótrygga vegi til að kanna hvernig sínum nánustu hefði reitt af. Fyrst á eftir atburðinn áttu margir í erfiðleikum með að hugsa rökrétt. Á þessu stigi er fólki því m.a. ráðið frá því að taka mikilvægar ákvarðanir. Margir kvörtuðu einnig yfir gleymsku, skertu tímaskyni, lystarleysi og eirðarleysi. Þessi vandamáí leysast venjulega þegar tekist hefur að koma daglegu lífi í fastar skorður á ný. Endurupplifun atburðarásarinnar i vöku eða draumi, olli mörgum erfiðleikum fyrst á eftir, en þetta dofnar venjulega með tím- anum. Ymis áreiti í umhverfinu, sem minna á atburðinn, eða svipaðir atburðir, eins og eftirskjálftar, gátu kallað fram sterkar minningar og tilfinningar. Margir vom ofurnæmir á öll hljóð og hreyfingu fýrst eftir skjálftann og áreiti sem að öllu jöfnu teljast væg, gátu kallað fram sterk kvíða- viðbrögð, Röskun á svefnvenjum var algeng hjá öllum aldurshópum. Margir voru gripnir kvíða þegar háttatími nálgaðist, forðuðust

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.