Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1994, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 17.09.1994, Síða 6
A Hljóðlát dvelj andi návist rið 1990 gaf norska skáldið Paul Helge Haugen út ljóðabók undir nafninu íhuganir um Georg- es de La Tour. Bókin vakti verulega athygli og var af hálfu Norðmanna tilnefnd til bók- menntaverðlauna Norðurlandaráðs árið eftir. Fimm ljóð úr ljóðabókinni íhuganir um Georges de la Tour eftir PAUL-HELGE HAUGEN Franski málarinn Georges de La Tour var uppi á 17. öid. Nafn hans féll í gleymsku fram á þessa öld að verk hans vöktu á ný verulega athygli. í eftirmála bókar sinnar segir Paul-Helge svo frá kynnum sínum af de La Tour: „Tvívegis hef ég hitt Georges de La To- ur. í fyrra sinnið var það í lítilli bókabúð í Kristiansand, það var útsala, árið var 1979. Ég gekk um og rótaði í hillum og kössum, og dró fram litla bók með eftirprentunum af verkum fransks málara sem ég tæpast hafði heyrt getið um. Þá var hann þar kom- inn. Ljósið hans leiftraði af síðunum og ekki allt of góðu prentverkinu, það snart mig án þess að gera boð á undan sér. La Tour var þarna í búðinni. Grá hafþokan úti fyrir varð að víkja ... Ég keypti ekki fleiri bækur þann daginn. í seinna sinnið hitti ég hann í París, mitt á Pont Neuf, þar sem ég lagði leið mína daglega allt vorið 1986. Hann kom hljóðlega, var um stund við hlið mér, svo var hann horfinn. Kannski var það hann, kannski ekki. En það snart eins og hann: hljóðlát dveljandi návist, án orða, án þess að þyrma yfir mann, návist full af skáhallri birtu snemmvorsins. Ég hef þekkt Georges de La Tour. Þennan aprílmorgun á Pont Neuf sá ég alveg skýrt fyrir mér bókarkápuna sem bar titilinn Ihuganir um Georges de La Tour. Þijú ár áttu að líða og ég veit ekki hversu margar umritanir áður en sú bók var endan- lega fest á pappír ... Þetta eru íhuganir um verk hans, magnaða kyrrðina, sorgina og fögnuðinn í hjónabandi Ijóss og myrkurs." Ljóðin í bók Paul-Helge eru alls 34. Aðeins fimm þeirra eru í endanlegri gerð höfundar beint tengd ákveðnum vekum de La Tour. Þessi ljóð birtast hér í íslenskri þýðingu ásamt myndum af tveimur lista- verkanna sem eru kveikja þeirra. Georges de la Tour: Trésmiðurinn Jósef. (Jósef, trésmiðurinn) Svo kemur hann, loksins hríslast yfirhöfuð háls hendur ómerkjanlegur vaxandi straumur náðar, óverðskuldaður þeim þorsta sem aldrei verður slökktur Þvær burtu drífandi ösku frá brenndum dögum sem runnu milli fingra Fljóðbylgja gegnum skil ferskvatns og sjávar skipreika áform, rekatré Kom mæt henni, þú sem mátt Kom og lát fyllast fyrr en heimur steinrennur á ný og þú hverfur inn og undir (María Magda- lena við spegilinn) Freistar þess að slíta sig lausa úr þessum líknarbelg morgunsins fálmandi, til að gefast á vald duftinu Ofn, æpandi fullur minninga Afl þar sem tíminn verður glóandi seigfljótandi efni áður en höggin falla Vanitas. Tómar augntóftimar stökkur kúpull hauskúpunnar, loft. Þessi gömlu bein og þessi lamaða innsýn, loks visnandi, vanitas. Formáli og ljóðaþýðingar eftir TRAUSTA ÓLAFSSON Georges de la Tour: Sveiflíruleikarinn. (Sveiflíru- leikarinn) Þessir samangreiptu dagar, hringmúrinn Hið raunverulega gnæfir yfír þig sem brúnn veggur, og slútir yfir hrjáð höfuð Lokuð augun, hljómbotn munnsins Hnefrnn sem nýr fram hljóðið úr einhverju öðru, eins konar meiningu Sækir það sem ekki á sér nafn Hreinn tónn rifmn laus óhreinum höndum Leika sig út úr fangeisi líkamans mortéli minninga Brunnar borgir Titrandi löngun Skuggar Visnir bamslíkamar Hestburðu: af dauða Leika náðina yfir þig, yfír okkur Hunangsljós á grómtekna húð þína, á þig land bítandi hægt sorfið sárum og tónlist (Engillinn birtist Jósef) Þytur sem af fuglum af vængjum þöndum mót stormi eða dregnum við jörð Grip inn í nóttina Harður hnefi sem þrýstir saman myrku efni Stigmata, soltnir munnar í lófunum Augu sem séð hafa of margt en þyrstir samt Og engillinn stígur inn, orðalaust mitt á meðal sofinna og vakinna sýnilegur í því ósýnilega Engillinn Engilsins systur og bræður Sú sköpun sem aldrei lýkur titrandi í geimnum hvarvetna Frá engum stað kemur hið alskæra Ijós sem flæðir út frá höndum sem halda á Ijósinu (Job/Fanginn) Stíg inn í þetta fangelsi: myrkur manneskja hvert sem hann snýr sér þessir fjórir veggir steinn steinlím steinn steinn hnuHungar, kalk, tommuþykkar fiögur af ótta bíður uppfyliingar einnar einustu gildrar þversagnar oghinn, náungi þinn, ætíð fimm faðma í burtu Samanhnipraðar verur með ásjónu mól jörðu og þung augnalok hinum megin bíður það sem hann ekki þekkir: tómara rúm og önnur hróp í hulinn guð útlínur sem gióa dauft í steininum Þýðandi er við nám í Noregi. 6 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.