Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1994, Qupperneq 7
Svo kom ívar æskulýðsleiðtogi í skól-
ann. Hann var settur yfir allt æskulýðs-
starf í skólanum og átti að hafa góð áhrif
á okkur nemendurna.
ívar kom á fót margvíslegum klúbbum,
Ijósmyndaklúbb, spilaklúbb, skákklúbb og
hóf strax leit að hæfileikaríkum einstakl-
ingum, sem sköruðu fram úr og höfðu sér-
gáfur.
í þeirri leit kom hann að máli við Magga
feita, því Maggi var áberandi og vissi allt
um alla.
En hverjir höfðu hæfileika? Vissi hann
það?
Maggi beit á vörina og glotti.
Svo sagði hann: „Það er bara einn veru-
lega hæfleikaríkur einstaklingur í skólan-
um.“
ívar sperrti eyrun. Hann var snaggara-
legur og andlit hans opið og bjartleitt. Það
skein forvitni úr augum hans.
„Og hver er það?“ spurði hann.
„Símon,“ sagði Maggi án þess að blikna;
og í fyrsta sinn síðan þeir fóru niður í kjall-
arann nefndi hann Símon réttu nafni.
„Hvað getur hann?“ spurði ívar.
„Hann leikur á hörpu,“ sagði Maggi.
ívar æskulýðsleiðtogi var i KFUM og
hafði verið við kristniboðastörf bæði í
Eþíópíu og Kongó áður en hann kom í
skólann. Hann sýndi okkur skuggamyndir
þaðan og sagði okkur frá lifnaðarháttum
íbúanna.
Kannski gerði ívar sér ekki grein fyrir
því hve fátíðir hörpuleikarar eru hér á landi,
auk þess sem nemendur höfðu sannreynt
að hann var afar auðtrúa.
Að minnsta kosti hóf hann leit að Sím-
oni hörpuleikara, gekk um gangana og
spurðist fyrir um hann, en þegar ívar loks-
ins fann Símon sá hann ekki hjarðsvein
með hörpu.
Nei, ívar æskulýðsleiðtogi horfði inn í
augu svo sturluð af hræðslu að meira að
segja hann, sjálfur trúboðinn úr frum-
skóginum, forðaði sér.
Skömmu áður hafði Heimir, pabbi Sím-
ons, verið handtekinn eina ferðina enn, í
þetta sinn fyrir innbrot og grófa líkams-
árás. í innbroti hafði hann og aðrir ráðist
á húsvörð og barið hann til óbóta.
Nú þýddi ekkert að tala um slökkviliðs-
menn í Nýja-Sjálandi, farskip og fjarlæga
staði. Símon var búinn að fá nóg.
Hann hélt að ívar æskulýðsleiðtogi væri
frá lögreglunni eða barnaverndarnefnd og
gerði sér enga grein fyrir því hvor þeirra
forðaði sér fyrst.
Símon lifði í þögn, einsog óttaslegið dýr
í frumskógi. Um vorið, þegar Símon mætti
í ritgerðarprófið í stóra íþróttabragganum,
sat hann lengi og horfði á ritgerðarefnin
sem í boði voru.
Svo valdi hann ritgerðarefnið Vinátta.
„Ég á engan vin, en ég á kunningja í
Kópavogi," skrifaði hann, stakk blýantin-
um niður og rauk út.
Enginn í salnum sá Símon framar.
Hann hljóp frá Skipa.voginum; yfir rólu-
völlinn og áfram stíginn meðfram rólu-
vellinum. Hann lét ekki staðar numið fyrr
en hann stóð í spýtnabraki niðurgrafna
kjallarans undir bílskúrnum.
Þar hékk hann þegar að honum var
komið í timburbjálka sem slegið var upp á
miðju gólfinu.
„En guð sér á himnunum háu hve hjálp-
samur drengurinn er ...“
Á þessum árum hugsaði ég mikið um
guð. Bæði var ég velta fyrir mér hinum
órannsakanlegu vegum hans, svo og hinu
að guð var reiður og guð var góður.
Ég trúði því að guð hefndi sín á þeim
sem voru vondir en verðlaunaði þá sem
voru góðir. Ég reyndi sjálfur að vera góður.
Ég var kominn í sveitina og var oft að
hugsa um Símon og guð. Þetta var ónota-
leg tilfínning, ekki síst ef þetta var guð.
Ég gekk inn í stofuna. Á borðinu lá
dagblaðið Tíminn. Mér varð litið aftan á
blaðið og sá þetta andlit sem ég kannaðist
svo vel við.
Ég las fyrirsögnina: „Dráttarvélaslys ...“
og svo fréttina og horfði á myndina. Þetta
var fermingarmynd, sléttgreiddur drengur
á ljósmyndastofu, búlduleitur í framan en
brosið glaðlegt og hýrt.
Um það var engum blöðum að fletta.
Undir myndinni stóð Magnús Sveinsson.
Nafn hans var einnig í greininni og heim-
ilisfangið var það sama og hjá Magga.
Dráttarvélaslys voru afar algeng þetta
sumarið.
En guð, hvað vildi hann?
Höfundur er rithöfundur.
ÞÓRÐUR
MAGNÚSSON
Skafla-
kyndug
hæðar-
bungan
Stellaria
media
Upp við háreistan gafl
er haugarfi
með hálfluktum blómum;
þar er grastoddi,
og af gulkollu, krossfífli’og eld-
spýtum hrafl.
Nú er sumarið brott
og svalara
og sortnandi nætur;
ég sé kettina
í kalsanum tifa með lafandi skott.
Og í hryssingnum skýst
um hellurnar
í gangstéttum gráum
eitthvert bréfarusl
og blaða- með leiðindakjaftæði
víst.
En þó komið sé haust
ertu, haugarfi,
með krafti og kynngi
eins og töfrari
að tendra þín stjörnuljós viðstöðu-
laust.
Þótt þú opnir til hálfs
nú í október
þín eilitlu blómstur,
ertu’að fjölga þeim
uns frostnætur láta sverfa til stáls.
Hvað í sumar sem leið,
er sólkringlan
í suðri sér hreykti,
hver þín tíklofna
og tárhreina króna var þönd út
og gleið!
Og ég lagðist á hné
og hugsaði:
já, sjáðu, því seinna
svona smásmíði
ég smurt út í glýju og loðmullu sé!
Síður líf þitt ég skil
og lífskergju
en þeysandi þusur*
eða bomburnar ...
já, búi þeir aðeins einn haugarfa
til.
Vita gagnslaus þú ferð
í flæmingi
og illskiptinn undan,
og þú sáir þér
og sýnir oss tannhvítra blómanna
mergð!
En hvers virði það er
í verunni
að þráast og þrauka-
það er undarlegt-
ég efast um hvor okkar skilji það
ger.
*Nýyrði yfir þotur.
'/■&H
Þóröur Magnússon - sjálfsmynd.
Við
samviskan
Hvað verður um mig eftir mína
daga?
Ég af því merki þegar snert af
beyg;
Égfinn að hvert eitt sinn er sunna
hneig,
mín samviska mig hefði átt að
jaga.
Ég hafði’af henni aldrei nokkurn
aga
og alltaf leið hún hjá í breiðum
sveig;
nú reynirhún að vekja veikan geig
og verða’að liði heimskingjanum
raga.
Til hvers, til hvers ergamlan garm
að laga,
mín góða innri rödd, svo syfjuleg?
Til hvers að vera’að hirða visin
rök?
Og hver er máttur þinn og hvað
gat ég
og hvoru mátulegt að bíti sök?
Til hvers er sig í handarbök að
naga?
Frá síðasta
sumri
Ég frá í sumar eina angurværa
hef endurminning geymt um hér-
vist þína
og opin blóm sem létu liti skæra
í logni morguns glatt af blöðum
skína.
Þar undu flugur vel, með vængi
glæra;
þau vöktu gleði sumarið á enda,
en liggja nú ein niðurfrosin hræra
og nöturleg og flöt og visin benda.
Þau sömu blóm þú sást, og dáðist
að,
þó sjónin væri farin ört að bila,
ogaðeins baslast útá tröppur gast.
Nú hvílir lúið hold á vígðum stað;
í haust varð kæling þér að aldur-
tila.
Það er að skyggja - uggvænlegt
og hvasst.
Hláka
Ort á Vífils-
staðahæli
Hlákan er komin með rok og rign-
ingu.
VeiðibjöIIumergð.
Hátt grátt stuðlaberg á fleygiferð
yfir hraunið og fram með hæðar-
bungunni
skaflakyndugri:
Rokið hrekur regnið á fleygiferð
yfir hraunið og fram með hæðar-
bungunni
skaflakyndugri.
Veiðbjöllurnar þjóta kæruleysis-
lega
blaka sjaldan væng;
hver af annarri rennir sér fyrir
hæðina
sker boga bungunnar
kyrran
óðfluga
stórum og djúpum bug-
speglar bogann.
Á hælinu ýlfra gangarnir
á vindhliðinni púa gluggarnir
lokaðir.
Hlákan er komin stórfengleg!
Haustmerki
Örmjó fölrönd
á fjallsbrún dregin
efst, og sem undirspil
vaggandi skuggi
af visnu puntstrái
á grásteini skófskellóttum.
Uppstytta
í heiði skín sólin loks hérna
um hálfnaðan september
og meinhæg maðkafluga
á múrvegginn hlassar hér.
Og vært henni verður að finna
hvað veggurinn orðinn er hlýr,
um límda vængi losar
og löppunum saman nýr.
Æ, þægilegt er nú þetta:
hann þornaði, múrinn grár,
og djúpur frá belgnum digra
sér dreifir Ijómi blár.
Þórður Magnússon fæddist í Keflavík
1896 og lézt 1965. Hann lét eftir sig laus-
blaðamöppu, sem merkt var með „Kóð",
og voru þar í Ijóð hans. Þeim hafði hann
haldið fyrir sjálfan sig og sína nánustu
og aldrei hvarflaði að honum að birta
þau. Árið 1903 fluttist Þórður til Reykjavik-
ur með móður sinni, sem byggði hús að
Bergstaðastræti 7 og þar bjó Þórður alla
tíð siðan. Hann stundað verkamannavinnu
framan af en varð skrifstofumaður hjá
Reykjavíkurbæ 1920 og þar starfaði hann
í full 40 ár. Þrátt fyrir skamma skóla-
göngu, nam hann mörg tungumál og las
heimsbókmenntir á tungu skáldanna og
eignaðist gott bókasafn. Siðustu árin átti
frönsk tunga og bókmenntir hug hans.
Stærðfræði var honum skemmtiefni, drátt-
hagur var hann og vel að sér i náttúru-
fræði; þekkti hverja íslenzka jurt Nú er í
undirbúningi að gefa út Ijóð Þórðar og
mun bókin heita „Kóð".
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15. OKTÓBER1994 7