Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1994, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1994, Blaðsíða 4
Ljósm.Lesbók: Kristinn. VEGGUR í Ráðhúsi Reykjavíkur, efnið er íslenskt grágrýti, mosavaxið, en vatn eða klaki verða hluti af heildarmyndinni. Hugmynd og hönnun: Margrét Harðardóttir og Steve Christer, arkitektar í Studíó Granda. Hönnun er auðlind NÚ á tímum kreppu og atvinnuleysis hefur hall- að verulega undan fæti í íslenskum fram- leiðsluiðnaði og hafa sumar greinar hans nánast hrunið. Samtímis hefur verið ótrúlega mikil gróska í íslenskri hönnun og hand- Nám í iðnhönnun er ekki til á íslandi og staða hönnunar í öllu menntakerfinu er afar veik. Hér gætum við ekki síst lært af Finnum. Eftir DENNIS JÓHANNSSON verki. Lítil hönnunar- og handverksfyrirtæki spretta upp víða um land. Hönnuðir hafa í auknum mæli farið þá leið að annast fram- leiðslu og sölumál sjálfir. Þeir eru líka famir að sýna afrakstur vinnu sinnar á eigin vegum og nýlega voru t.d. íslenskir húsgagnahönnuð- ir að sýna húsgögn í Bella Center í Kaup- mannahöfn þriðja árið í röð. Hönnun er auð- lind sem vert er að nýta nú þegar atvinnu- mál landsmanna standa á tímamótum. FVam- tíðartækifæri íslensks iðnaðar liggja einkum í í hönnun og vömvöndun. Hönnun er aflvaki nýrra hugmynda og uppspretta framleiðslu- vara, en störf hönnuða em oft vanmetin og skilningur stjómvalda af skornum skammti. Ráðamenn virðast oft ekki gera sér grein fyrir að hönnun ásamt vömþróun og mark- vissri markaðssetningu er forsenda nýsköpun- ar í framleiðsluiðnaði. Breskar rannsóknir hafa staðfest að kostnaður við hönnun í sam- anburði við aðra framleiðsluþætti er tiltölu- lega lítill, en af einstökum verkþáttum þá er hönnunarkostnaður sá þáttur sem skilar mestri lækkun í framleiðslukostnaði og bestri arðsemi. Slíkar niðurstöður hljóta að vera áhugaverðar fyrir íslendinga. Form ísland, félag áhugamanna um hönnun, hefur unnið merkilegt brautryðjendastarf til eflingar ís- lenskri hönnun og hefur m.a. staðið fyrir kynningu á íslenskri hönnun bæði hérlendis og erlendis en betur má ef duga skal. Til að hér geti dafnað öflugur framleiðslu- iðnaður, hljóta íslendingar að þurfa að stór- efla hönnunar- og listiðnaðarstarfsemi í land- inu. Af öðmm þjóðum má margt læra. Ný- lega dvaldi ég í Helsinki til að kynnast finns- kri hönnun og handverki. Finnar hafa náð glæsilegum árangri í framleiðslu á hágæða- vömm, sem em eftirsóttar víða um lönd. TEKETILL sem Þorbergur Halldórsson, gullsmiður, hefur hannað. Efnið er silfur, en íslenskt gabbró notað á snertifleti Stóllinn „Mímir“ er úr járngrind, klæddur íslensku selskinni Hönnun: Þordís Zöega, húsgagna- arkitekt. FLÓKATEPPI, „Fenja“ er úr þæfðri ull og hugmyndin er byggð á æfag- amalli aðferð frá steppum Mongólíu Það er Anna Þóra Karlsdóttir, myndlistarkona, sem hefur hannað teppið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.