Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.1995, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.1995, Blaðsíða 8
RANNSOKN I R I S L A N D I Umsjón: Sigurður H. Richter Rannsóknir á PCB-mengun í hafínu um- hverfís ísland SKIPULEGAR íslenskar rannsóknir, sem hófust í byrjun þessa áratugar, hafa leitt í ljós mengun af völdum PCB-efna í sjó hér við land. Þótt mengunin sé mun minni en við strendur iðn- ríkja er mikilvægt að fýlgst sé nákvæmlega með henni og gæði rannsóknanna verði eins og best gerist erlendis, þannig að fyrir liggi trúverðugar upplýsingar um ástand helstu útflutningsvöru íslendinga, fisksins. Um miðjan sjöunda áratuginn sýndi sænski efnafræðingurinn Sören Jensen fram á víð- tæka útbreiðslu PCB-efnasambanda í náttúr- unni. I kjölfarið fylgdu mjög umfangsmiklar rannsóknir sem hafa sýnt að PCB-efni flytj- ast auðveldlega langan veg með loftstraum- um og safnast einkum fyrir í sjó og í botn- seti á strandsvæðum. Efnin brotna seint nið- ur í náttúrunni og safnast fyrir í fituvef dýra. I lífverum hafa PCB-efni einkum nei- kvæð áhrif á ónæmiskerfið og á hormónabú- skap sem getur leitt til ófijósemi, auk þess sem þau eru talin hugsanlega krabbameins- valdandi. Meginmagn PCB-efna sem farið hefur út í náttúruna hefur borist í sjó og botnset og umtalsverður hluti PCB-efna í fæðu manna er rakinn til neyslu sjávarfangs. tf Eftir STEFÁN EINARSSON VlÐUNANDI GEYMSLA OG FÖRGUN Pcb-Efna ErMikilvæg Frá árinu 1929 hafa PCB-efni verið fram- leidd til margvíslegra nota í iðnaði. Við fram- leiðsluna myndast blanda á annað hundrað PCB-efna (polychlorinated biphenyls). Aðal- lega hafa PCB-efni verið notuð í lokuðum kerfum, til dæmis sem kælivökvar í spennu- breytum, sem rafeinangrar í þéttum og sem hitaleiðarar. En efnin hafa einnig verið notuð í framleiðsluvörur sem síðan hafa borist beint út í náttúruna, til dæmis í málningu, lím og afritunarpappír. Um miðjan áttunda áratug- inn var notkun PCB-efna víðast hætt, nema í Iokuðum kerfum. Framleiðsla minnkaði og henni var alveg hætt í helsta framleiðsluland- inu, Bandaríkjunum, árið 1977. Talið er að flest raftæki sem innihalda PCB-efni verði tekin úr notkun á þessum áratug. Hvernig Dreifist PCB í NÁTTÚRUNNI? Alls hefur um ein og hálf milljón tonna af PCB-efnum verið framleidd. Talið er að um 30% heildarinnar hafi borist út í náttúr- una. Meginhluti þess magns, um 96%, hefur hafnað'í sjónum (61%) og í botnseti á strand- svæðum (35%). Eftir að farið var að draga úr notkun og framleiðslu PCB-efna fyrir rúmum tuttugu árum minnkaði magn þeirra sums staðar nálægt helstu mengunarvöldum, en hægar eða vart greinanlega á fjarlægari svæðum. PCB-mengun verður því viðvarandi fram á næstu öld. Mjög mikilvægt er þess vegna að þau átta hundruð þúsund tonn PCB-efna sem enn eru í notkun eða geymslu verði varðveitt eða fargað á viðunandi hátt. Styrkur PCB-efna er mestur á ósasvæðum og í stöðuvötnum við þéttbýlustu iðnsvæði en megnunin berst auðveldlega með loft- straumum langar vegalengdir. Talið er að nálægt 80% PCB-mengunar berist í heims- höfin með andrúmslofti en aðeins um 20% með árframburði. Mest magn PCB-efna hafn- ar í Norður-Atlantshafi sem er ekki óeðlilegt þar sem uppsprettur þeirra eru fyrst og fremst á norðurhveli jarðar. Þótt mikið sé af PCB-efnum í sjónum er styrkur þeirra lítill og mjög erfitt að mæla þau í upplausn. Styrkurinn í sjávarlífverum er hins vegar margfalt meiri vegna þrávirkni PCB og uppsöfnunar í fituvef dýra. Magn PCB-efna í sjávarlífverum er því notað sem mælikvarði á magn þessara efna í umhverf- inu. Fiskur tekur PCB-efni gegnum tálkn og roð, en einnig með fæðu. Dýr sem nærast á sjávarfangi fá síðan PCB-efni með sinni fæðu. í þessum dýrum er áberandi aukning á magni PCB-efna með aldri, en undantekn- , ' MtMm . Ljósm.: Svend Aage Malmberg. Annaö 1% í notkun, varðveitt eða urðað 65% Botnset 11% 4% ÁÆTLUÐ dreifing PCB-efna í umhverfinu. ing eru kvendýr sem losna við verulegt magn með mjólk til afkvæma sinna. Talið er að sjávarspendýrum sé sérstök hætta búin af völdum PCB-efna vegna mikillar uppsöfnun- ar þeirra; dýrin standa efst í fæðukeðjunni, eru langlíf og hafa takmarkaða hæfni til þess að brjóta efnin niður. Skipulag mælinga á Pcb-MengunSjávar Umhverfis Ísland Kerfisbundnar mælingar á PCB-efnum í lífríki sjávar og botnseti umhverfis ísland hófust í byijun þessa áratugar sem hluti af yfirgripsmikilli áætlun um mengunarmæling- ar sem ríkisstjórnin samþykkti árið 1989. Skýrsla með niðurstöðum þessara rannsókna hefur nú komið út á vegum umhverfisráðu- neytisins. Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins annaðist rannsóknir á þrávirkum lífrænum efnum í þessu verkefni. Mælt var ástand þorsks, sandkola og kræklings; tegunda sem finna má í afla víðast við Norðaustur-Atlants- haf en auk þessa voru síld og botnset rann- sökuð. Af þrávirkum lífrænum megnunarefn- um voru auk PCB-efna mæld iðnaðarefnið hexaklórobensen og DDE sem er niðurbrots- efni skordýraeitursins DDT. Þær niðurstöður sem fengist hafa gefa til kynna núverandi ástand mengunar, en reglubundin vöktun, sem nær yfir lengra tímabil, er nauðsynleg til þess að komast að því hvort magn mengun- arefnanna fari vaxandi eða minnkandi. Auk þessa verkefnis eru stundaðar rann- sóknir á PCB-mengun í mönnum og fuglum á Rannsóknastofu í lyfjafræði við Háskóla íslands. Mælingar á Þrávirkum Klórlífrænum Efnum Umhverfisrannsóknir kosta mikið fé og aðgerðir í umhverfismálum, sem byggjast á niðurstöðum rannsóknanna, eru oft mjög kostnaðarsamar. Því er mikilvægt að niður- stöðurnar séu sem áreiðanlegastar. Hér var Iögð áhersla á að þær aðferðir sem beitt var við mælingar Rannsóknastofnunar fiskiðnað- arins stæðust alþjóðlegan samanburð. Tekið var þátt í tveim alþjóðlegum verkefnum þar sem markmiðið var að auka nákvæmni mæl- inga. Árangur varð mjög góður og var stofn- unin valin til þess að vera meðal sex rann- sóknastofnana sem hafðar voru sem viðmiðun við mat niðurstaða. Mengun í Þorski Er Mælikvarði Um Svæði Þorskur er staðbundinn fram að kyn- þroskaaldri og hentar því að nota magn mengunarefna í honum sem mælikvarða á mengun einstakra svæða. Magn PCB-efna í þorsklif- ur er álíka hér við land og við strendur Labrador og út af Þrándheimi í Noregi. Magn efn- anna í þorski í norðurhluta Norðursjávar mælist tvö- til sjö- falt meira en hér við land, en í suðurhlutanum mælist allt að átt- falt meira magn af PCB-efnum heldur en í norðurhlutanum. Minnstur munur á magni PCB- efna í Norðursjó og hér við land er á þeim PCB-efnum sem eru rokgjörnust, í samræmi við niður- stöður sem benda til hærra hlut- falls rokgjarnra lífrænna mengunarefna í líf- ríki á norðurslóðum. Mengun í Kræklingi OgVið Strendur Kræklingur, sem yfirleitt er safnað í fjöru- borðinu, er góður mælikvarði á staðbundna mengun við land. Vegna strjálbýlis og tak- markaðs iðnaðar kemur ekki á óvart að magn PCB-efna í kræklingi hér við land reyndist lágt eða sambærilegt við það sem mælist í skelfiski sem safnað er fjarri íbúa- byggð á vesturströnd Bandaríkjanna. Vegna mikilla staðbundinna áhrifa er breytileiki í magni mengunarefna í kræklingi gríðarlegur og nauðsynlegt við samanburð að gera skýr- an greinarmun á sýnum sem safnað er fjarri og nærri íbúabyggð. Mengun í Botnseti Magn megunarefna í botnseti er mæli- kvarði á efnainnihald þeirra agna sem sáldr- ast úr sjónum og setjast fyrir á botni. Á ósasvæðum sest oft mikið til af gruggi og hefur setið reynst gagnlegt sem mælikvarði á mengun, jafnframt því sem það varðveitir sögu mengunar á viðkomandi stað. í út- höfunum safnast botnsetið hins vegar afar hægt fyrir. í botnseti við ísland er PCB- magn álíka og fjarri ströndum í norðanverð- um Norðursjó. Mest mælist að jafnaði í botn- seti á strandsvæðum og við mynni fljóta á iðnaðarsvæðum. Magn PCB-efna í botnseti í Norðaustur-Atlantshafi og innhöfum þess er að jafnaði 2-20 sinnum hærra en hér við land. Mikilvægt Fyrir Sjávarútvegsþjóð Meginmagn PCB-efna sem farið hefur út í náttúruna hefur borist í sjó og botnset og umtalsverður hluti PCB-efna í fæðu manna er rakinn til neyslu sjávarfangs. Mengun af völdum efnanna er því sérstakt áhyggjuefni fyrir þjóðir sem byggja lífsafkomu sína á sjávarafurðum. Magn PCB-efna í þorski, sandkola, kræklingi og síld hér við land er, að minnsta kosti enn, langt undir alþjóðlegum mörkum um leyfilegt hámarksmagn þessara efna í matvælum. En afar brýnt er að fylgj- ast með magni PCB-efna í lífríkinu við ísland ogjafnframt að leggja áherslu á að rannsaka fleiri þrávirk lífræn megnunarefni sem flytj- ast auðveldlega langar vegalengdir með loft- straumum. Höfundur er dr. í efnafræði og starfar við umhverf- isrannsóknir á Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins. —--

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.