Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.1995, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.1995, Blaðsíða 6
Svipmyndir úr Sturlungu UM STURLUNGU hefur margt verið rætt og ritað í aldanna rás. Þar hafa komið við sögu ýmsir ágætir fræðimenn, innlendir og erlendir, og aðrir áhugamenn á þessu sviði sagna og bókmennta. Sumum finnst Sturl- unga harla óárennileg við fyrstu sýn og þeir láta hendur falla. En nái þeir að bijóta ísinn, munu margir geta tekið undir orð próf. Magnúsar Jónssonar í formála fyrir Sturlungu-útgáfunni 1946, þar sem hann segir: „Þessi ásetningur, að koma Sturlungu út í þeirri mynd, að hún yrði hveijum skynsöm- um manni auðveld til lestrar, varð æ fastari í huga mér, er árin færðust yfir mig og ég fann betur og betur, hvílíkt dæmafátt meist- araverk þessi bók er og hve ótæmandi auð- lindir hennar eru.“ Sturlungaöldin hefst um 1200 og nær yfír lokaskeið þjóðveldisins. Sumir telja þó, að upphaf hennar eigi að miðast við 1150. Dr. Jón Jóhannesson segir svo um þessa einstæðu öld: „Þá bar mest á Sturlungum, sonum og öðrum niðjum Hvamm-Sturlu. Þeir náðu svo skjótum uppgangi, að einsdæmi var í sögu þjóðarinnar, enda voru þeir flestir afbragðs- menn að gáfum og glæsimennsku, þótt þeir væru annars ólíkir um margt og eigi allir gæfumenn." Sturlunga hefur sætt svipuðum örlögum og margar aðrar fornar sögur okkar að því leyti, að frumrit hennar er glatað. Verður því að ráða í efni þess eftir ýmsum leiðum, sem oft eru torsóttar og vandfarnar. Bókin „Staðarfell verður með réttu ásamt Hvammi kallað vagga Sturlungaættarinnar. Þórður Gilsson, faðir Hvamm-Sturlu, bjó þar, fyrsti eigandi Snorrungagoðorðs í þessum ættlegg.“ Kristian Kálund. Eftir FRIÐJÓN ÞÓRÐARSON er ritsafn sett saman úr mörgum sögum. Um höfunda er lítið vitað með fuliri vissu. En lengsta og merkasta sagan í þessu mikla safnriti er íslendingasaga eftir Sturlu Þórð- arson, lögmann og sagnaritara, f. 1214, d. 1284. Á hinn bóginn hafa sterk rök verið leidd að því, að sá maður, sem steypti sögun- um saman hafí verið Þórður Narfason, lög- maður á Skarði á Skarðsströnd, d. Í308. Hann var hollvinur _ Sturlu og náfrændi Helgu, konu h'ans. Á þetta benti fyrstur manna dr. Guðbrandur Vigfússon, prófessor í Oxford, - en hann var fæddur 1827 í Litla-Galtardal á Fellsströnd í Dalasýslu. Segja má að sögusvið Sturlungu sé allt ísland, en hún „segir mest sögu Dalasýslu allra héraða um nær tvær aldir“, eins og Þorsteinn Þorsteinsson, sýslumaður Dala- manna 1920-1955 hefur komist að orði. Haustið 1872 kom hingað til lands dansk- ur stúdent, Kristian Kálund, magister í nor- rænum fræðum. Hann dvaldist hér á landi í tvö ár og ferðaðist um byggðir landsins. Hann varð ótrúlega vel að sér í sögu lands og þjóðar, enda mikill íslandsvinur og áhugasamur um íslensk málefni. Hann varð síðar bókavörður við Árnasafn í Kaup- mannahöfn. Hann skrifaði stórmerkilegt rit um íslenska sögustaði (1877-1882), sem út kom loksins hér á landi á árunum 1984- 1986 í 4 bindum, þýtt af dr. Haraldi Matthí- assyni á Laugarvatni. Ein bókin greinir frá ferðum Kálunds um Vestfirðingafjórðung. Kemur þar fram sem oftar, að glöggt er gests augað. Þar segir svo á bls. 113: „Staðarfell verður með réttu ásamt Hvammi kallað vagga Sturlungaættarinnar. Þórður Gilsson, faðir Hvamm-Sturlu, bjó þar, fyrsti eigandi Snorrungagoðorðs í þess- um ættlegg." Þess má geta, að milli höfuðbólanna Hvamms og Staðarfells eru um 23 km eftir veglínu um Hvammssveit og Fellsströnd. Sturla Þórðarson bjó í Hvammi í röska þijá áratugi. Brandur biskup svaraði Sturlu eitt sinn með orðum, sem urðu allfleyg: „Engi maður frýr þér vits, en meir ertu grunaður um græsku". Hvamm-Sturla átti fjölda bama, en frægastir urðu þrír synir sem hann átti með seinni konu sinni, Guðnýju Böðvarsdóttur, þeir Þórður, Sig- hvatur og Snorri. Um þá og afkomendur þeirra, Sturlungana, segir dr. Sigurður Nor- dal svo í Arfí Islendinga: „Þó að það kyn væri mjög kvistað í víga- ferlum, má fullyrða, að engin ætt á íslandi hafí fyrr né síðar í þremur liðum alið svo marga mikilhæfa menn, bæði til veraldlegra framkvæmda og andlegra afreka.“ Einn af fremstu afreksmönnum í þessum ættbálki er án efa Þórður kakali Sighvats- son. Saga hans er ævintýri líkust og minnir um margt á sögu Sverris konungs í Nor- egi, eins og bent hefur verið á. Hann átti mikilla harma að hefna eftir föður sinn og bræður, - stóð síðast einn uppi af sjö bræðr- um, sem allir höfðu fallið fyrir óvinahendi. Samt sem áður tókst honum að ná fullnaðar- sigri í baráttu sinni og var í raun einvaldur yfír öllu landinu á árunum 1247-1250. Er vafamál, að landinu hafí í annan tíma verið betur stjómað en þessi þijú ár. Ólafur Hans- son, prófessor, segir í bók sinni um Gissur jarl: „Þórður kakali er eitt mesta mikilmenni Sturlungaaldar, og heildarmyndin af honum er geðþekk vegna þess, hve mennskur hann er.“ Árið 1988 kom út bók um Þórð kakala eftir Ásgeir Jakobsson. Margt er vel og skarplega athugað í þeirri bók. Höfundur bendir á og nefnir mörg dæmi þess, hversu frændur Þórðar voru deigir og dugðu honum illa, þegar hann var að hefja baráttu sína, fámennur og á alla vegu umkringdur óvin- um, sem sátu um líf hans. Satt er það, að stundum eru frændur frændum verstir og ekki þarf að spyija að leikslokum, ef Sturl- ungar hefðu ávallt staðið saman sem einn maður. Á hinn bóginn er það hveiju orði sannara, að Sturlungar áttu jafnan hauk í homi á Vestfjörðum og Vestfírðingar reynd- ust Þórði manna best. Þar var styrkasta fylgi hans, svo og í Breiðafjarðarbyggðum. Það sem fyrst og fremst gerir Sturlungu óaðgengilega í öndverðu er hinn mikli fjöldi fólks og hversdagslegra atburða, sem sagan greinir frá og rennur fram í stríðum straum- um. Sum mannanöfn em aðeins nefnd einu sinni. Sum oftar, en önnur koma mikið við sögu og vafalaust hefur margur „óþekktur hermaður" hnigið til moldar án þess að nafn hans hafí geymst lengi í minni manna eða komist á spjöld sögunnar. Fundið hefur verið að því, að sagan sé laus í reipum, óskipuleg og ruglingsleg með köflum. Ekki skal farið út í langar vangaveltur um þau efni. Margt hefur án efa raskast á langri leið. í annan stað má ætla að tími hafi ekki unnist til að fullvinna og hefla frásögnina svo sem fyrirhugað var. Þá verður að telja eðlilegt, að saga, sem lýsir atburðum líð- andi stundar að heita má, sé með nokkuð öðmm stílblæ en sú, sem fjallar um löngu liðna atburði eða skáldskaparefni. Vitað er, að Sturla sagnameistari stóð sjálfur í hring- iðu hinna stærstu viðburða aldarinnar og komst oft í hann kráppan. Er því ekki að undra, þó að skrif hans beri stundum keim af minnispunktum í dagbók eða drögum að frásögn, en engum getur dulist, að Sturla kunni vel til verka á ritvellinum, hvort sem um var að ræða bundið eða óbundið mál og var maður djúpvitur og stórfróður í mörgum greinum. „Marga hluti mátti hann sjálfur sjá og heyra, þá er á hans dögum gerðust til stórtíðinda," segir í formála Sturlungu. Það er engum vafa bundið, að Sturlunga á enn sem fyrr rík ítök í hugum og hjörtum íslendinga. Hún er víða hijúf á yfírborðinu, en undir niðri sem ólgandi straumþung elf- ur, sem iðar af lífí og bregður upp óteljandi svipmyndum úr örlagasögu þjóðarinnar. Fróðlegt getur verið og forvitnilegt að skoða eitthvað af þessum myndum örlítið nánar. Höfundur er fyrrverandi sýslumaöur, alþingis- maður og ráðherra. FREYSTEINN JÓHANNSSON Bosníu- madurinn Sérðu manninn í Bosníu. þennan sem skáskýtur sér út í daginn beint frá heitri konu og bömum sem hann kyssti á ennið svo fer hann pyndar karla nauðgar konum myrðir böm öskrandi traðkar hann á tilver- unni frá níu til fimm fer svo heim kyssir krakkana sína klípur konuna sína hvað er í kvöldmatinn, elskan er ég þessi maður fer hann með elskuna sína í Stokkseyrarfjöru eiga þau sitt Úlfarsfell að labba á á hann sinn Matthías í Tveggja bakka veðri situr hann táraður undir söng Benjaminos Giglis getur verið að hans uppáhalds- matur sé eitthvað í líkingu við siginn fisk og hamsa hvernig getur hann þá líka verið villdýr ekki myndi ég vilja mæta sjálfum mér í Bosníu milli níu og fimm Höfundur er blaðamaður. GUNNAR GUNNARSSON Vorið kemur Fagurt er blómskrúð sem glitrar og grær, í grósku á ylríku vorí. Leikur þar ilmþrunginn and- varablær, sem æ er svo léttur í spori. Blessaða, indæla, blómskreytta vor, með blæbrigðin fögru og æskunn- ar spor. Gleði á gjöfulu vori. Vaknar jörð af vetrarlöngum blundi, vermir sól úr moldu lítil blóm. Börn að leikjum - fagna góðum fundi fuglar loftsins hefja þýðan óm. Sunna björt - hún sífellt ljómar betur, sendir öllu lífi þrótt og yl. Þegar burt er liðinn langur vetur, lífið best ég veit - og vera til. Sé ég fögur sólskins lönd, sígræn tún og engi. Fjallahringur og fjarðarströnd, fagurt skartar lengi. Skagafjarðar fögur byggð, fangar hug og hjarta. Sýnum henni sæmd og tryggð, sumardaga bjarta. Höfundur býr í Syðra-Vallholti í Skagafirði. HVAMMUR í Dölum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.