Lesbók Morgunblaðsins - 08.07.1995, Side 1

Lesbók Morgunblaðsins - 08.07.1995, Side 1
O R G U N L A Ð S Stofnuð 1925 26. tbl. 8.júlí 1995 — 70. árg. GIMSTEINAR GLÓA í M ANN SORPINU BÚKAREST, sumpart glæsileg borg með íburðarmiklum húsum eins og forsetahöllinni, sem Ceausescu lét byggja, greinilega eftir fyrirmyndum frá Moskvu. Svo er það hin niðurnídda Búkarest fátæklinga og betlara, en jafnvel þar birtist allt í einu - eins og sést á myndinni - ung og glæsileg kona í nýjustu Parísartískunni. IHUGUM margra útlendinga er Rúmenína hvað best þekkt fyrir hrollvekjuna um Drakúla greifa. En blóð- sugan alræmda er ekkert annað en snjöll amerísk uppfinning því prinsinn Vlad Tepes var engin blóð- suga, þótt grimmur væri, heldur ein fræknasta hetj- Blóðsugur Rúmeníu leynast í rústum alræðisstjórnarinnar. En jafnframt er að rísa upp önnur og metnaðarfyllri þjóð í Rúmeníu; þjóð með drauma og þrár. Eftir BENEDIKT SIGURÐSSON an í blóði drifinni sögu Rúmeníu, sem hlaut ódauðlegan orðstír sinn fyrir að hræða og hrekja á brott óvina- og árásarheri Tyrkja á ofanverðri 15. öld. I dag leynast hins vegar hinar raunverulegu blóðsugur Rúmeníu í rústum alræðisstjórnar Ceau- sescu, þar sem þær nærast enn á leifum kommúnismans, þrautseigar og illdræpar. Það er þjóðhátíðardagur Frakka og við erum stödd í kokteilboði franska sendiráðs- ins í Búkarest, höfuðborg Rúmeníu, áður nefnd „París Austursins“, nú einfaldlega „litla París“ (eða parís). í sendiráðsgarðin- um franska er erfitt að fóta sig fyrir þeim aragrúa embættismanna sem spígspora þar um völl. Og þar er sjálfur forseti Rúmeníu Ion Iliescu sem tekur vel undir ræðu franska sendiherrans um mikilvægi tengsla ríkjanna tveggja. Víst er sambandið gott á milli landanna enda hafa margir Frakkar kvænst rúmenskum konum og í boðinu er úrval glæsilegra rúmenskra kvenna. París! París! kalla þær í huganum. En fáar eru útvaldar. Það er hvorutveggja æði dýrt að ferðast til Parísar og harla erfitt að verða sér úti um vegabréfsáritun þangað í kjölfar ólögmæts innflutnings Rúmena til Frakk- iands eftir byltinguna ’89. En vonin hefur verið glædd í hjörtum þeirra og lifir áfram góðu lífi. Ein þeirra kemst ekki hjá því að roðna þegar hr. París festir auga á henni. Kynni hefjast, sú rúmenska heitir Ariana og elsk- ar París, hún segist vera tilbúin að kynna fransmanninum Búkarest, já alla Rúmeníu, ef hann bara býður! Ariana er eins konar samnefnari þeirrar hugarfarsbreytingar sem nú á sér stað í Rúmeníu, einkum Búkarest. Með ágætis- einkunn í efnafræði sér hin snotra mær sig knúna til að venda kvæði sínu í kross og hella sér út í viðskiptalífið. Það vantar fjár- magn inn í landið og engar rannsóknir hægt að gera. Kennarastaða hennar skilar henni aðeins sem nemur 5.000 ísl. krónum á mánuði eða 100.000 lei, sem er undir meðallaunum þar í landi. Þar að auki er staða hennar ótrygg því nemendum fækkar stöðugt vegna sívaxandi atvinnuleysis (nálgast nú 10%) - þeir hafa einfaldlega ekki lengur efni á því að vera í skóla. En Ariana getur prísað sig sæla, hún er ein af þeim fáu heppnu, hún á ríka foreldra og þarf ekki að svelta þótt hún missi vinn- una. Önnur rúmensk gyðja er ekki eins hepp- in. Hún vinnur í bókabúð og er með álíka laun og Ariana en býr ásamt móður sinni og fótalausum frænda í eins herbergis íbúð. Þau hafa ekki efni á hjólastól en íbúðina á móðirin þó sjálf. Þau eru ekki þau fátæk- ustu. Aðrir eiga ekkert og þurfa að leigja dýru verði og enn aðrir lifa á götunni. Já, þetta er afleiðing stjórnar Ceausescu sem tókst að vísu að greiða niður allar erlendar skuldir ríkisins á mettíma og varðveita sjálfstæði þjóðarinnar gagnvart rússneska birninum, en hélt svo fast í útópíuhugmyndir sínar að hann byggði heilu hallirnar og götuhverfin að erlendri fyrirmynd á meðan almenningur svalt heilu hungri og hafði ekki einu sinni svo mikið fyrir því að grafa upp fólk, sem enn var lifandi í rústum jarðskjálftanna miklu ’71. Eftir það hlaut upp úr að sjóða, fólk- ið hafði fengið meira en nóg. Og að lokum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.