Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1995, Qupperneq 1
O R G U N
L A Ð S
Stofnuö 1925
41. tbl. 18. nóvember 1995 — 70. árg.
Vínar-
fundurinn
1814-1815
EFTIR endalok kalda stríðsins hafa orðið þó
nokkrar breytingar á evrópska landakortinu.
Ríki hafa horfið af sjónarsviðinu og önnur
komið í staðinn. Að þessu leyti má segja að
Evrópa standi nú um margt í svipuðum sporum
og hún stóð í árið 1815. Þá var nýlokið
löngum ófriði og ljóst að ríkjaskipan myndi
raskast töluvert. En ólíkt því sem gerðist
í lok kalda stríðsins, þá var Evrópa árið
1815 endurskipulögð á sameiginlegum
fundi ráðamanna í ríkjum álfunnar.
Herir Frakka höfðu farið sigurför um
Evrópu undir stjórn Napoleons Bónaparte.
Hann varð æðsti maður hersins árið 1796
og var orðinn hæstráðandi í Frakklandi
þremur árum síðar. Árið 1804 var hann
svo krýndur til keisara. Þegar veldi Napo-
leons var í hámarki, árið 1812, náði það,
ásamt ríkjum bandamanna þess og lep-
príkjum, yfir mestan hluta meginlands
Evrópu. Þá fór hinsvegar að halla undan
fæti og þann 31. mars 1814 riðu Alexand-
er Rússakeisari og Friðrik Vilhjálmur Prús-
sakóngur inn í París ásamt hermönnum
sínum. Napoleon var neyddur til að segja
af sér og var sendur í útlegð til eyjarinnar
Eibu. Þar með lauk blóðsúthellingum sem
staðið höfðu í aldarfjórðung.
Á Vínarfundinam voru
saman komnir helztu
stj órnmálaskörungar
álfunnar og
aðalverkefnið var að
draga upp nýtt landakort
af Evrópu og ráðstafa
þeim ríkjum sem lent
höfðu undir Napoleoni
eða leppstjórnum hans.
Eftir HEIMIG.
HANSSON
FUNDURINN dansar. Frönsk skopmynd af Vínarfundinum 1915. Alexander I
er í miðjunni á milli Mettemichs fursta og Prússakonungs. Til þess var tekið
hve mikið var um veizluhöld og glæsilega dansleiki í tengslum við fundinn.
RÚSSL'A,NÐ
FRAKKLAND
AUSTURRlKI
MONTENEG!
SPÁNN
SIKIlsjYJA!
□ P<"ska sambandið
m Pýsk smáríki
I I íiólsk smáríki
EVRÓPA eftir Vínarfundinn 1815. Frakkland hefur næstum fengið sína núver-
andi mynd, en Austurríki er stórveldi og stærra að flatarmáli en Spánn og
Frakkland. Tyrkjaveldi er líka fyrirferðarmikið; nær yfir Grikkland og allan
Balkanskaga að undanskildu smáríkinu Svartfjallalandi.
Aðalsigurvegaramir í Napoleonsstríðun-
um voru stórveldin Rússland, Prússland,
Bretland og Austurríki. Settust nú fulltrú-
ar þeirra að samningaborðinu til að semja
um friðarskilmála til handa Frökkum.
Prússum var mjög í’mun að Frökkum yrði
hegnt grimmilega, en hin ríkin vildu taka
þá mildari tökum. Var það álit þeirra að
of harkalegir friðarskilmálar myndu ein-
ungis vekja upp hefndarþorsta, og að frið-
vænlegar myndi horfa í Evrópu ef Frakkar
gætu verið þokkalega sáttir við sinn hlut.
Margir áttu erfitt með að sætta sig við
að þurfa að sýna hinu sigraða ríki mis-
kunn. Frakkar höfðu róið að því öllum
árum að verða drottnarar Evrópu, höfðu
heijað harkalega á aðrar þjóðir álfunnar
og valdið þar þungum búsifjum. Það var
enda svo, að fram eftir 19. öldinni var
Frakkland sami ógnvaldur í augum Evr-
ópubúa og Þýskaland var fram eftir þeirri
20. En þrátt fyrir það urðu hin mildari
sjónarmið ofaná og Frakkar fengu að halda
landamærum sínum eins og þau höfðu
verið þann 1. janúar 1792. Þeim var hlíft
við að borga stríðsskaðabætur og þurftu
ekki heldur að skila aftur þeim gífurlega
fjölda listmuna sem þeir höfðu tekið
ófijálsri hendi í herferðum sínum um álf-
una. Þá fengu þeir til baka flestar þær
nýlendur sem þeir höfðu misst á meðan á
hildarleiknum stóð. Þessi friðarsamningur,
Fyrri Parísarfriðurinn, var undirritaður
þann 30. maí 1814. Fulltrúarnir í París
gerðu einnig frumdrög að nýrri ríkjaskipan
Evrópu, en sammæltust um að hittast á
nýjan leik í Vínarborg þá um haustið til
að ganga endanlega frá því máli.
FUNDURINN DANSAR
Vínarfundurinn hófst í septembermán-
uði árið 1814. Þar komu saman flestir
helstu stjórnmálaskörungar álfunnar, enda
var fulltrúum allra Evrópuríkja boðin þátt-
taka. Var það mál manna að líklega hefðu
aldrei verið jafnmargir tignarmenn saman
komnir á einum stað. En Vínarborg hafði
aðdráttarafl fyrir fleiri en þá tignustu, því
í borginni úði og grúði af gestum af öllu
tagi. Þangað streymdu jafnt aðalsmenn
sem óbreytt alþýðufólk, og betlarar, þjófar
og njósnarar söfnuðust þar saman í hundr-
aða tali. Gestgjafinn, Frans I. Austurríki-
skeisari, notaði þetta tækifæri, á meðan
Vín var miðpunktur Evrópu, til að varpa
ljóma á veldi þeirra Habsborgara og veitti
hinum tignu gestum sínum af mikilli rausn.
Var fundarmönnum séð fyrir stöðugum
skemmtunum af ýmsu tagi, svo sem dan-
sleikjum, leiksýningum, sleðaferðum og
veiðiferðum auk óteljandi glæsilegra mat-
arboða. Varð það að orðtaki, þegar spurt
var hvernig fundurinn gengi, að svara:
,Fundurinn gengur ekki, hann dansar.“
Aðalverkefni fundarins var þó ekki að
stíga dans, heldur að draga upp nýtt landa-
kort fyrir Evrópu. Fjölmargar nefndir voru
skipaðar til að sjá um hina ýmsu þætti
þessa verks. Skiluðu þær síðan niðurstöð-
um sínum, en fundurinn kom í raun aldrei
formlega saman.
Þeir sem flestu réðu, og báru um leið
hitann og þungann af fundarstarfinu voru
fulltrúar sigurvegaranna fjögurra. Robert
Steward Castlereigh, greifi og utanríkis-
ráðherra, fór fyrir sendinefnd Bretlands,