Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1995, Side 9

Lesbók Morgunblaðsins - 18.11.1995, Side 9
MYNDIRNAR eru af málverkum eftir Michael Kvium. Raunveru- leikinn umskrifaður Myndir hans eru byggðar fólki af tvíræðu kyni, sem ber svip hans, í drungalegu umhverfi við óræðar aðstæður. Þegar gesturinn spyr hvaðan myndirnir spretti, lítur hann undr- andi upp og spyr hvort þær komi eitthvað undarlega fyrir sjónir. Danski málarinn Michael Kvium segist finna myndir sem allir sjái en sjái samt ekki. Það sem ekki sést heillar hann og í það leitar hann í rým- inu, þar sem ekkert er og þar sem myndirn- ar geta sprottið fram. Sérkennilegar sköp- unarverur hans hafa dregið að sér athygli margra, ýmist heillað eða hrint frá, bæði í Danmörku og víðar. Hann verður fertugur seinna á árinu, fínnst það ögn ógnvekjandi og á tvö böm. Kona hans, Kristín Guðna- son, er af íslenskum ættum. Sjálfur brá Kvium sér fyrir nokkrum árum til íslands með norska málaranum Odd Nerdrum, sem er heillaður af íslandi og þótti ófært að útlendingur, giftur íslenskri konu, hefði aldrei heimsótt landið. Það eru áhöld um hversu mikil gróska sé í danskri myndlist, en það eru engin áhöld um að einn af þeim sem skarar fram úr í hópi yngri listamanna er Michael Kvium. Eftir SIGRÚNU DAVÍÐSDÓTTUR Að Finna Sér Stað... En meira um hvaðan myndirnar spretta. Hann segir sækja í þverstæður, sem ekki séu sérlega auðleysanlegar, en mjög raun- verulegar samt sem áður. „Ég sækist eftir að komast þangað sem aðrir hafa ekki kom- ið áður, þar. sem ég get verið í listrænum friði og þar sem ekki er hópur af málurum fyrir. Það er ekki hægt að mála eins og ekkert hafi gerst í hundrað ár. Tíminn er mikilvægur þáttur í málverkinu. Þegar ég byijaði að mála blés ekki byrlega fyrir málverkinu og það var dæmt úr leik. En það heldur manni við efnið að vera í útjaðr- inum, því þá neyðist maður til að gera það sem manni finnst sjálfum rétt. Það kostar heilmikið uppgjör við sjálfan sig að finna út hver maður er og hvar maður stendur. Það er mikilvægur liður í hinu listræna ferli að finna sinn stað, ekki endilega til að kom- ast í burtu, heldur til að vera sér meðvitað- ur um hvar maður stendur. Annars er mað- ur í stöðugri táningatogstreitu og það er ekki fijótt til lengdar. Tíminn skiptir mig máli í málverkinu og ég fer inn og út úr mínum tíma. Margt í verkum minum er skírskotun til eldri listar. Þó við lifum á Microsoft-tímum þá er gott að vera í snertingu við einfalda hluti eins og svínshársbursta, sem enn eru eins og þeir voru fyrir íjórum öldum. Ég vinn í fíg- úrativri hefð, en syndi samt móti straumn- um. Eina nútímaleiðin er að fylgja ekki hinni beinu og breiðu braut. Um það af hveiju hann máli, yppir Kvium öxlum. „Ég veit það ekki. Það er þægilegt, því ég er ekki mjög hagsýnn og kann vel við að vinna einn. Ég gríp stundum í kvik- myndagerð með öðrum og finnst.það spenn- andi, en það er erfitt verk að skrapa saman peninga til þess og óteljandi fólk flækt í hana með manni. Ég get hins vegar alltaf málað, því það kostar ekki neitt. Ég kann best við mig einn við málverkið. Undir niðri er eitthvert aðdráttarafl, sem dregur mig að málverkinu. Löngun til að rannsaka eitthvað, að vinna sig i gegnum hið einskisverða að því sem liggur að baki. í þessu ferli liggur mikil flokkunarvinna, að flokka frá hið einskisverða. Ég vinn fíg- úratívt og það fínnst mér mikill kostur, því þá þarf ekki heldur að finna myndunum nein skýringarorð. Á eftir er svo kannski hægt að útskýra, skoða aðrar myndir og samhengið. Hver mynd felur í sér allar myndirnar, sem áður er komnar, allt það sem maður er og getur. En hver mynd getur ekki inni- haldið allt og þá tekur við þetta flókna ferli að flokka frá. Flokka allt frá, sem ekki má stranglega missa sín. Líka það sem á einhvern hátt er of rétt verður að taka frá.“ Mynd Sprettur Af Mynd Myndefnið er svona eins og fæðukeðjan. Eitt tekur við af öðru og hefur áhrif á allt hitt. Þetta er hæg og seigbítandi þróun og að baki hverrar myndar liggja margar skiss- ur. Skissurnar eru grunnurinn, þar sem maður skrifar niður einstök leiðarorð. Þær ■ eru samfelld dagbók, þar sem hugmyndirn- ar eru reyndar og prófaðar. Það er erfítt I eqprV MpBRMN01 ttr>S<MS 10 NÖVSMRPR 1P9R 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.