Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1996, Side 1

Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1996, Side 1
ORGUNBLAÐS Stofnuö 1 92 5 4. tbl. 27.janúar 1996 — 71. árg LANDSLAG og heim- skautagróður á freð- mýrabelti við fjallsræt- ur á Svalbarða. Á HEIMSKA UTASAFNINU í Tromsö. Vaxmynd af manni í veiðikofa. A heimsenda Eg sat á hnullungi úti á Langgrunnodden, nesi sem gengur út úr Nordaustlandet á Svalbarða. Þetta var í júlí. Samt var svalt í veðri. Við höfðum verið feijuð í land á gúmmíbátum og haldið hvert í sína áttina. Ég sá til hinna ef Hér er sagt frá ferð með skipi á norðurhjarann, til nyrsta bæjar í heimi, til Svalbarða og langt inn í hafísinn. Eftir TERRY G. LACY ég reis á fætur en þegar ég sat á hnullungn- um sá ég ekki hræðu, ekki einu sinni rússn- eska hásetann sem annars var alltaf á hælum okkar; hann gekk með skammbyssu á sér og átti að gæta okkar gegn ísbjörn- um. Þarna er láglent, flatt og hrjóstrugt, malarflákar og hnullungar. Kuldalegt land. Meira að segja birtan er eyðileg. Manni verður Ijóst að hér er komið að endimörkum jarðar. Allt í einu flaug fugl hjá, ránfugl með sperrtar klær, gulhvítur á lit og alsettur ójöfnum, svörtum rákum. Hann tók hug minn fanginn um leið og ég sá hann útund- an mér — en jafnskjótt dró hann fæturna upp undir sig og flaug á sjó út, eflaust í leit að æti og hentugum lendingarstað á einhveijum ísjakanum. Þetta var ung snæ- ugla. Þann fugl hafði ég aldrei séð áður. Mynd snæuglunnar festist mér í minni, hún varð mér annað og meira en venjulegur fugl, ég ber hana með mér eins og verndar- grip. Eg var þarna á ferð með Skotum og Hollendingum á vegum hollenskrar ferða- skrifstofu sem tekið hafði rússneskt „her- Á SVALBARÐA. Skriðjökullinn sem kenndur er við 14. júlí. skip“ á leigu. Rússum var gjaldeyris vant og þegar Sovétríkin leystust upp þurfti flot- inn ekki lengur á öllum sínum fleytum að halda. Nú voru skipin í ævintýraferðum um öll höf — og verðið með ólíkindum lágt. Flogið Til Svalbarða Ferðin hófst í Tromsö. Þaðan hafa marg- ir lagt upp í heimskautaferðir. Nægir að nefna Amundsen. En meðal annarra orða: Rússar voru líka að afla gjaldeyris í Tromsö. Miðbæjartorgið moraði af Múrmansk-búum sem dreift höfðu varningi sínum á gang- stéttirnar og héldu honum að vegfarendum. Þarna voru sundurleitustu gripir: trébrúð- ur, axlaspeldi af liðsforingjajökkum, heið- ursmerki úr stjórnartíð kommúnista, málað- ir og lakkaðir tréspænir, ofurlitlir stólar og alls konar ferðamannaglingur. Margir sölu- mennirnir skildu ekkert nema rússnesku. Mér tókst með bendingum að kaupa helgi- mynd af sölukonu nokkurri. En reyndar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.