Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1996, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1996, Page 4
Sigurvegarar og undirmálsmenn Ú ÞARFT ekki nema að fietta blaði, kveikja á útvarpinu eða sjónvarpinu og þá berast til þín fregnir hvaðanæva af heimsbyggðinni sem harma hættuástand sem skapast hefur vegna dvínandi trausts á pólitískum leiðtogum, lýð- Allt stefnir í að þjóðríkið verði brátt fórnarlamb upplýsingabyltingarinn- ar. Það er verið að þröngva nýrri skipan (sem sumir vilja kalla skipulagsleysi) upp á grunlausan heim með framþróun ljósleiðaramiðlunar. Eftir IAN ANGELL Glúmur Baldvinsson þýddi. ræðislegum stofnunum (frá þjóðþingum til stéttarfélaga) og stjórnsýslukerfum (frá skattheimtu til almannatrygginga og líf- eyrissjóða). Tilfmningin á meðal frétta- manna er sú.að allt sé á hverfanda hveli. Það er vegna þess að þeir vita að við erum á barmi upplýsingabyltingar sem er að færa okkur út úr vélaöldinni, inn í.. . ja,hver veit? Hið óþekkta. Margir tíðindamenn eru mjög svartsýn- ir, þeir sjá aðeins ringulreið framundan. „Hvað varð um „ vellíðunar-þáttinn “? er spurning sem geríst æ áleitnarí í hugum stjórnmálamanna og fjölmiðlamanna á Bretlandi. Jafnvel þegar „opinberar tölur“ bera jákvæðri þróun vitni, hagvöxtur fer vaxandi, verðbólga er lág og atvinnuleysi fer minnkandi. .. þá ríkir vesæld, en ekki velsæld í landinu. Uppdráttarsýki virðist hafa náð tökum á meðvitund þjóðarinnar. Bretar eru ekki heimskir. Þeir vita fullvel að fyrir meirihluta þegna þjóðfélagsins, hvaða þjóðfélags sem er, er velmegunin glötuð að eilífu - og enginn getur aðhafst nokkuð í málinu. Hvarvetna er hið félags- lega og efnahagslega öryggi sem einkennt hefur seinni helft tuttugustu aldarinnar að riða til falls. Veröldin eins og við þekkjum hana er að breytast: hún gæti jafnvel ver- ið að stefna afturábak. „Sagan er hið náttúrulega val á tilviljun- um“ (Trotsky) og veröldin okkar í dag er full af tilviljunum sem bíða þess einungis að gerast. Sjálft eðli vinnunar, stofnana þjóðfélagsins, þjóðfélagsins sjálfs og jafn- vel hins eina sanna kapítalisma er að breyt- ast. Þessar umbreytingar beijast um að fylla hið pólitíska tómarúm sem fall kom- múnismans hefur skilið eftir sig sem og hið vaxandi getuleysi frjálslyndra lýðræðis- ríkja, en þar hefur útópían sem átti að koma í kjölfar nýjustu tækni og vísinda snúist upp í martröð hins „almenna borg- ara“. Fátækt, atvinnuleysi, mengun, of- fjölgun mannkyns, fólksflutningar í massa- vís, sjúkdómsplágur o.s.frv. hafa eftirlátið okkur veröld sem er full af óttaslegnu fólki. Því að almenningur mun ekki standa uppi sem sigurvegari í vali náttúrunnar á stjórn- endum í heimi sem í auknum mæli er hann- aður fyrir fáa útvalda. Að sjálfsögðu líkar stjórnmálamönnunum það ekki. Undanf- arnar tvær aldir „hafa gildi hinna veiku náð yfirhöndinni vegna þess að hinir sterku hafa tekið þau upp og nýtt sem tæki til að styrkja yfirráð sín“ (Nietzche). En úti er ævintýri. Loforð stjórnmálamanna mega sín lítils gagnvart valdi markaðarins. Heimsvæðing Og Staðarval En af hveiju er þetta að gerast núna? Svarið er afar einfalt: Það er verið að þröngva nýrri skipan (sem margir vilja kalla skipulagsleysi) upp á grunlausan heim með framþróun ljósleiðaramiðlunar. Fram- tíðin er að fæðast á hinum svokölluðu upp- lýsingahraðbrautum. Mjög bráðlega munu þessi ljósleiðaranet, sem ná til allra svæða á hnettinum fyrir tilstilli kapla og gervi- tungla, gera öllum í heiminum kleift að „tala“ við alla aðra. Við erum að þokast inn í nýja öld heimsborgaúrvalsins. Heim- sviðskiptin munu flæða í gegnum íjölmiðl- unarhraðbrautir sem eru í uppbyggingu. Sá sem ekki kemst inn á þessar brautir horfir fram á gjaldþrot. Upplýsingatækni, ásamt með hraðvirkri alþjóðlegri ferðaþjón- ustu, er að umturna eðli pólitískra yfirráða og tengslum þeirra við viðskiptalífið, og viðskiptaháttunum sjálfum. Ein meiriháttar afleiðing þessa nýja frelsis, sem fengist hefur með hnattrænum ljósleiðarasamskiptum, er ekki einvörðungu fjölþjóðavæðing fyrirtækja heldur heim- svæðing þeirra. Einstaklingar og fyrirtæki eru að setja upp viðamikil fjölþjóðleg kerfi sem taka nákvæmlega ekkert tillit til landa- mæra þjóða og hindrana af hvaða tagi sem er. Fyrirtæki framtíðarinnar munu sannan- lega verða hnattræn; þau munu flytjast (með hefðbundnum leiðum eða í gegnum tölvunet) þangað sem hagnaðurinn er mest- ur og reglugerðarfarganið minnst. Klippt hefur verið á naflastrenginn; alþjóðafyrir- tæki finna ekki lengur hjá sér þörf til að styðja þjóðarmetnað föðurlands síns. Þau eiga sér ekkert föðurland. Akio Morita lýsti þessum viðskiptaháttum framtíðarinnar nýlega á áhrifamikinn hátt, en hann olli miklum taugatitringi í Japan þegar hann tilkynnti að Sony væri heimsfyrirtæki, ekki japanskt! Það kann að vera mótsagnarkennt en hnattvæðing hefur haft í för með sér þróun í átt til staðvæðingar eða, eins og Morita kallar það, „alþjóðlegrar staðvæðingar“. Fyrirtæki í heimsviðskiptum eru að koma sér fyrir í innsta hring fyrirtækja á heima- markaði, þau hafa myndað lauslegt banda- lag staðbundinna fyrirtækja sem eru tengd saman af heimsneti, bæði rafeindaneti sem og hefbundnu fyrirtækjaneti. Þessi fyrir- tæki taka höndum saman til að nýta sem best viðskiptatækifæri sem upp koma í takmarkaðan tíma; síðan slíta þau sam- starfínu og hefja leit að nýjum stórviðskipt- um. Fyrir utan framleiðslu frá heimamark- aði þá leggja heimafyrirtæki einnig til stað- arþekkingu og aðgang að heimamarkaði fyrir aðrar vörutegundir sem framleiddar hafa verið innan bandalagsins. Fyrirtæki og lönd sem standa utan við slík heims- bandalög eiga enga framtíð fyrir sér. Nýir greiðsluhættir hafa þróast í alþjóða- viðskiptum á þessum tölvunetum, sér í lagi hvað varðar viðskipti með hátækni, vísindi og sérþekkingu. Peningar, sem eingöngu eru aðferð til að auðvelda efnahagslegar tilfærslur, eru orðnir rafeindaboð sem ber- ast eftir ljósleiðaranum. Ríkisstjórnir þjóð- ríkjanna geta ekki lengur einokað þessi peningaboð, né hindrað þau. Þetta dregur óhjákvæmilega úr kostnaði við peninga- færslur og er því raunverulegur ávinningur fyrir sérhvert fyrirtæki sem flutt getur starfsemi sína fram og til baka um hnött- inn líkt og hendi sé veifað; og fyrir þá ein- staklinga sem tilbúnir eru að sýsla með sérfræðiþekkingu sína á örtölvumarkaðn- um. Þekkingarstarfsmenn Vs. Þjónustustarfsmenn I ljósi þessarar íjarskipta- og samskipta- byltingar hefur Peter Drucker sett fram ÓHUGNANLEGT: Framtíðin gæti að sögn greinarhöfundar borið í skauti sér „mismunandi mannréttindi“ til handa „mismunandi borgurum“ sem verða flokkaðir af tölvum og stjórnað af handhöfum rafrænna korta. V ÞEKKINGARSTARFSMENNIRNIR ve ur auðsins og tekjur þeirra munu aul að þessi „elíta“ muni gre athyglisverða spásögn. Hann segir að mannkynið sé á góðri leið með að skiptast í tvenns konar atvinnuflokka: mennta-, menningar- og kaupsýsluúrval (hreyfan- legir og sjálfstæðir þekkingarstarfsmenn) og afganginn (óhreyfanlegir og staðbundn- ir þjónustustarfsmenn, sem eru upp á aðra komnir). Robert Reich hefur svipaðar hug- myndir. Hann telur að á upplýsingaöldinni muni fyrirfinnast þrír flokkar: Rökgrein- ingarþjónusta (þekkingarstarfsmenn sem koma auga á vandamálin, leysa þau og versla með lausnirnar), persónuleg þjón- usta og hefðbundin fjöldaframleiðsla á vör- um. Starfsmenn í síðasttöldu tveimur flokk- unum er nokkum veginn hliðstæðir þeim sem Drucker flokkaði sem þjónustustarfs- menn. Hefðbundin fjöldaframleiðsla getur ann- aðhvort verið stunduð af vélmennum eða flutt hvert sem er á hnettinum. Laun innan þessa flokks eru um gervallan heim þegar farin að nálgast launastig í þriðja heimin- um. Dæmi um þetta er breska Polythene (plastefni notað t.d. í rörlagnir) samsteyp- an. Hún fyrirhugar að loka verksmiðju sinni í Telford og flytja starfsemina í heilu lagi til Kína. Launakostnaður BPI verður skor- inn niður um 90 prósent. Jafnvel breska innanríkisráðuneytið íhugaði eitt sinn al- varlega að fela fyrirtæki á Filippseyjum smíð á viðamiklum en einföldum upplýs- ingahugbúnaði. „Félagsleg undirboff‘ sem þessi eru að valda verulegum launalækkun- um hjá þjónustustarfsfólki, en tölvur eru í æ ríkari mæli að taka yfir störf þess. Áætlað er að 150 þúsund störf í breskum bönkum muni á endanum verða óþörf vegna tölvuvæðingar. Milljónir starfa munu tapast nái sjónvarpsverslun flugi. Hægfara þróun síðustu alda í átt til jafnari auðs- og tekjuskiptingar hefur óhjákvæmilega verið snúið við og það með miklum hraða. Þjóðfélög eru að lagskiptast; nýir úrvals- hópar eru að koma fram á sjónarsviðið. Framtíðin mun bera með sér ójöfnuð; á botni píramídans verður lágstéttin en hún er nú þegar í örum vexti í vestrænum þjóð- félögum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.