Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1996, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1996, Blaðsíða 6
FYRIRTÆKI framtíðarinnar munu verða hnattræn; þau munu flytjast - t.d. gegnum tölvunet - þangað sem hagnaðurinn er mestur og reglu- gerðarfarganið minnst. Ein óhjá- kvæmileg afleiðing heimsvæðingar- innar verður að einskonar hátækni- borgir munu rísaa. Ein fyrirmynd er hin ólýðræðislega Hong Kong. aðsreglugetningu til stærri heilda, eins og Fríverslunarsamtaka Norður-Ameríku (NAFTA) eða Evrópusambandsins. Þessi meginlandsbandalög munu síðan beita efnahagslegum styrk sínum sem og bak- tjaldamakki með héraðsstjórnum til að grafa undan þjóðríkjunum. Ríkjum verður ekki einvörðungu att gegn ríkjum heldur munu svæði keppa við önnur svæði, bæir gegn bæjum, jafnvel úthverfi gegn úthverf- um. Óhjákvæmilega munu þjóðríkin á end- anum leysast upp: Rík svæði munu losa sig við fátæk svæði. Slíkar hreinsunarað- gerðir má túlka sem niðurskurðaraðgerðir sem flestar kænar risasamsteypur íhuga þessa dagana. Daniel Bell orðaði þetta á kjarnyrtan hátt: „Þjóðríkið er of lítið fyrir stórar ákvarðanir og of stórt fyrir litlar ákvarðanir." Sumir framtíðarfræðingar, eins og Heineken, gera ráð fyrir að snemma á næstu öld muni ríkjum innan Sameinuðu þjóðanna fjölga úr 184 upp í meira en 1.000. Hvert ríki mun veita þeim inngöngu er hafa í farteskinu fyrirtækjavegabréf í líkingu við það sem tíðkast hjá starfsmönn- um Sameinuðu þjóðanna. Skattfríðindi og fækkun laga og reglugerða í þeim tilgangi að laða að atvinnurekendur verður „inntak leiksins" alls staðar. Þessi þróun mun óumf- lýjanlega grafa undan innri löggjöf þjóð- ríkjanna og skattastefnu þeirra. Hvert svæði sem hefur metnað til að standa á eigin fótum mun beita efnahagslegum vopnum gegn nágrönnum sínum og-reyna að halda sig utan við þrúgandi lög og regl- ur. Ein óhjákvæmileg afleiðing heimsvæð- ingarinnar verður ris hins nýja borgríkis, eins konar tækniháborga, sem staðsett verður í miðdepli alþjóðlegs örtölvu- og flutningakerfis. Ein fyrirmynd er hin ólýð- ræðislega Hong Kong jafnvel þótt borgin sjálf hafi enn ekki áttað sig á því að hún hafi vísað leiðina til framtíðar. Singapore, undir upplýstri forystu Lee Kuan Yew, er annað dæmi. Hvaða evrópska borg verður fyrst til að hlaupast frá þjóðríkinu sem hamlar framförum? Fjölmargar evrópskar borgir eru færar um að taka stökkið. Liec- htenstein er þegar komin á fremsta hlunn með það; hvað um Mónakó? Og við skulum ekki gleyma Feneyjum; ef til vill mun hún endurheimta fyrri dýrð. Hvað um Lissabon? Eina fordæmið þar á bæ var þegar hún laðaði að sér Gulbenkian-auðinn fyrr á þessari öld. Lundúnaborg hefur einnig gríð- arlega möguleika og gæti því tekið stefn- una upp á við á ný. Hins vegar mun hin dauða hönd „móður þjóðþinganna" torvelda framvindu á þessu sviði. Til að vernda auð sinn munu rík svæði einnig framfylgja langtímastefnu til að tryggja hátt hlutfall (auðskapandi) þekk- ingarstarfsfólks í samanburði við þjónustu- starfsfólk (sem er þungt á fóðrum). Rík svæði verða að viðhalda og auka lágmarks- fjölda fólks sem býr yfir vísindalegri og tæknilegri sérþekkingu og nýta það til að renna styrkum stoðum undir áhrifaríkt menntakerfi, til þess að endurnýja auðlind- ina. Ríku svæðin munu hafna fijálslyndum viðhorfum þessarar aldar þar sem hin ört vaxandi lágstétt, sem þau ólu af sér, og óþjálfaðir innflytjendurnir, sem áður voru velkomnir, er nú í æ ríkari mæli álitin baggi á efnahagslífinu. „Alltof margt fólk fæðist. Ríkið var hannað handa hinum óþörfu" (Nietzshe). Fjöldaframleiðsluað- ferðir þurftu á offramboði mannkyns að halda; segja má að vélaöldin hafi getið af sér þjóðríkið. En með hruni þess vaknar sú spurning: Hvað skal gera við offramboð- ið þegar við færumst inn í upplýsingaöld- ina? Séð af sjónarhóli heimsfyrirtækja er frjálslynt lýðræði smíðisgripur vélaaldar- innar; hugmyndafræði frá þeim tímum þegar þörf var fyrir almúgann - en hún mun brátt verða óþörf. Lýðræðið verður aðeins formlegt tæki til að stjórna hinum óhreyfanlegu og háðu þjónustustarfsmönn- um. Það að borgarar kjósi sér þrælahald- ara gerir lýðræðið, samt sem áður, að þrælahaldi. Heimsfyrirtæki hafa enga hagsmuni af lýðdekri. En ef lýðskrum skaðar viðskipti þeirra munu þau einfaldlega hafa sig á brott: á upplýsingaöld „er lýðræði slæmt fyrir viðskipti“. Marxíska goðsögnin um að vinna skapi auð hefur verið grafin í eitt skipti fyrir öll. Mikill fólksfjöldi, sér- staklega ómenntaður og aldraður fólks- fjöldi, er nú orðinn meiriháttar vandamál sem allar ríkisstjórnir á Vesturlöndum standa andspænis. Lýðurinn mun sjálfur setja atvinnu og efnahagslega velsæld framar í forgangsröðina en þau vafasömu forréttindi að fá að kjósa sér áhrifalausa fulltrúa. Jafnvel Karl Marx gerði ráð fyrir því að stjómmálamenn yrðu áhrifalausir, en af öðrum ástæðum! Hlutafélagsríki Framtíðarinnar Þegar þjóðríkið þróast yfir í hlutafélags- ríki innan hinnar nýju heimsmyndar verður hlutverk sérhvers hlutafélagsríkis að fram- leiða rétta fólkið - með réttu þekkinguna og sérhæfnina - sem mun þjóna sem hrá- efni til handa heimsfyrirtækjunum sem hagnast af upplýsingaöldinni. Fólkið verður nýtt af fyrirtækjunum til að byggja upp hagkvæmari innviði, markaði sem stjómast af sem fæstum reglum og tryggt, stöðugt og þægilegt umhverfí. Geti ríki ekki fram- leitt hágæða „mannvöru", í nægilegu magni þá verður það að kaupa hana erlend- is frá. Sérhvert ríki getur ekki litið á mennt- un sem sjálfsögð réttindi borgaranna held- ur sem fjárfestingu sem skila skal arði: þau verða að fjárfesta í árangri en ekki vanhæfum einstaklingum. Geti ríkið sannfært hinn viðskiptalega aðlaðandi úrvalshóp þekkingarstarfsfólks og fmmkvöðlafyrirtæki á heimavelli um að vera um kyrrt, þá er viðvarandi vel- gengni tryggð. Vegna þess að þar með er líklegt að gæðavinnuafl hvaðanæva af heimsbyggðinni og auður þess muni líka laðast að landinu. Haldi ríkið hins vegar statt og stöðugt við sameignar- og lýðdek- ursafstöðu sína, undir slagorði horfinnar tíðar „valdið til fólksins“, þá munu fmm- kvöðlarnir og einvalalið þekkingarinnar færa sig um set til viðkunnanlegri og arð- bærari staða. Þar með verður landið skilið eftir efnahagslega ólífvænlegt þegar til lengri tíma er litið. Uppistaða þess yrði óvirkt og afkastalítið vinnuafl eins og nú er í þriðja heiminum og landsins biði það eitt að lokast inni í vítahring hnignunarinn- ar. Fyrirtæki og lönd sem standa utan við slík heimsbandalög eiga enga framtíð fyrir sér. Höfundurinn er prófessor í upplýsingatækni. Greinin birtist í tímariti sem London School of Economics gefur út. BERGÞÓRA Skarphéðinsdóttir. NJÁLL Þorgeirsson. Tryggvi Magnússon teiknaði myndirnar af þeim Njáli og Bergþóru og fleiri persónum Islendingasagna og þekkja landmenn þær af íslenzku spilunum. Hvað hétu dætur Njáls og Bergþóru? Sérstaklega má telja það athyglisvert, að allar þrjár dætur Njáls eru í fyrsta skipti nefndar með nafni við upptalningu og skipan gesta í brúð- kaupi Gunnars og Hallgerðar að Hlíðarenda í 34 kap.í 20 kap. Njálu er sagt að hjónin að „. . . en öllum lesurum virðist hafa orðið á það sama og mér, að gleyma því að Þorgerður Njálsdóttir í Mörk er talin áður upp með Katli manni sínum, næst á eftir Þráni og Þórhildi.“ Eftir RÓSU B. BLÖNDAL Bergþórshváli eigi þijá sonu og þrjár dæt- ur. Nöfn sonanna eru nefnd og mannlýsing- ar. En nöfn dætranna ekki nefnd fyrr en í Hlíðarenda brúðkaupsveislu. Þeir sem hafa skrifað um Njálu, minntust aldrei nema á tvær af dætrum Njáls, Þor- gerði sem gift var Katli Sigfússyni í Mörk austan Markarfljóts og Helgu, sem giftist Kára Sölmundarsyni. Þriðja dóttirin er hvergi nefnd í þeirra skrifum. Að yísu koma þær . allar lítið við sögu Njálu, en eru þó allar nefnd- ar með nafni. Nú skal upp taka nokkrar málsgreinar úr 34. kapítula Njálu þar sem byijað er að telja upp boðsgesti í Hlíðarenda brúðkaupi. „Þráinn hét maðr. Hann var Sigfúss son, Sighvatsson- ar hins rauða. Hann bjó at Gijótá í Fjótshlíð. Hann var frændi Gunnars ok virðingamaður mikill. Hann átti Þórhildi skáldkonu. Hún var orðgífr mikit ok fór með flimtan. Þráinn unni henni lítit." „Honum var boðit til boðsins til Hlíðarenda. Ok skyldi kona hans ganga um beina ok Bergþóra Skarphéðinsdóttir, kona Njáls." „Ketill hét annarr Sigfússon. Hann bjó í Mörk fyrir austan Markarfljót. Hann átti Þorgerði Njálsdóttur." Hér koma nöfn þeirra hjóna, beggja saman, sem veislugesta. En það er eins og öllum lesurum Njálu, sem athugað hafa og skrifað um persónurnar að Hlíðarenda, Mörk og Bergþórshváli, hafi sést yfir það, að Þorgerður er þarna talin sem veislugestur með manni sínum. Upptalningin stöðvast heldur ekki við hennar nafn heldur kemur upptalning Sigfússona áfram. „Þor- kell hét hinn þriðji Sigfússon, fjórði Mörður, fimti Lambi, sétti Sigmundr, sjauundi Sig- urðr.“ Konur þeirra hafa verið einnig í boð- inu, en hinu dýra skinni sem ritað er á, var ekki eytt í nöfn þeirra kvenna, sem ekki koma annað við sögu, en að vera þarna veislugest- ir með mönnum sínum. „Þær falla undir frændgarð Gunnars. Sigfússynir eru afgreidd- ir þannig að síðustu: „Þessir váru allir frænd- ur Gunnars og váru kappar miklir. Þeim hafði Gunnarr boðit öllum til boðsins. Gunnarr hafði boðit Valgarði hinum grá ok Úlfi ör- goða ok sonum þeira Runólfi ok Merði.“ „Þeir Höskuldr ok Hrútr kvámu til boðsins fjöl- mennir. Þar váru synir Hösklulds Þorleikr ok Ólafr. Þá var brúðrin í för með þeim ok Þor- gerðr dóttir hennar ok var hon kvenna fríð- ust. Hon var þá 14 vetra gömul. Mart var með henni (brúðrinni) annarra kvenna.“ Hér

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.