Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1996, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1996, Blaðsíða 7
sést að eiginkonur eru ekki taldar með nafni ellegar fylgdarkonur brúðarinnar nema dóttir hennar. Þá kemur ný upptalning, þegar frændgarði Gunnars og venslamönnum og frændgarði Hallgerðar sleppir. Sú upptalning byijar svo. „Þar var ok Þórhalla, dóttir Asgríms Elliða- Grímssonar, ok dætur Njáls tvær Þorgerðr ok Helga.“ Og hafa fræðimenn alltaf talið, að þessi Þorgerðr væri Þorgerðr kona Ketils í Mörk. Enda þótt tekið sé fram, tvær dætur Njáls á Bergþórshváli, og allir sem lesið hafa frá byijun söguna, vita að Þórhalla var gift Helga Njálssyni og að þau hjón bjuggu að Bergþórshváli eins og öll börn og tengdaböm Njáls, nema Þorgerður kona Ketils í Mörk og maður hennar. En það er, eins og lesarar Njálu staðnæmist ekki við Þorgerðar nafnið í veislunni, fyrr en nefndar eru saman til veislunnar tvær dætur Njáls, Þorgerður og Helga og þá í upptalningu með Þórhöllu Ás- grímsdóttur, sem sýnir að þessar þijár konur eru allar frá sama bæ Bergþórshváli. Aug- ljóst er það líka að báðar systumar eru ógefn- ar Þorgerður og Helga, því að þær eru nefnd- ar með mágkonu sinni, en ekki með eigin- mönnum. í ritgerð minni Leyndar ástir í Njálu, taldi ég óvíst, hvor Þorgerðanna væri þama nefnd, þá hafði ég gleymt, þegar kom að Þorgerði og Helgu, að Þorgerður í Mörk var áður upptalin með manni sínum. Hinsvegar hafði ég slegið því föstu að tvær dætur Njáls hefðu heitið Þorgerður, vegna þess að ég gat aldrei, eftir að ég á ungum aldri fór að hugsa um Njáls brennu trúað því, að Ketill hefði haft konu sína þar á Bergþórshváli, þegar hann með Flosa var fyrirliði að hundrað manna her, sem ákveðinn dag, átti að ráðast á bæinn. Eg þarf ekki öðrum að lá þá yfir- sjón að gleyma því að Þorgerður var með Katli manni sínum talin næst á eftir Þráni og Þórhildi. En seint á ári 1993, las ég eitt kveld yfir brúðkaupið að Hlíðarenda 34. kap. og sá þá, hvar tvenn hjón eru þar nefnd fyrst allra gesta og Bergþóra. Þá taldi ég víst að höfundur Njálu hafí talið svo mikinn íjölda gesta upp á milli Þorgerðanna tveggja Njáls dætra til þess að ókunnur lesari mgli Þorgerð- unum ekki saman. En öllum lesurum virðist hafa orðið á það sama og mér, að gleyma því að Þorgerður Njálsdóttir í Mörk er talin áður upp með Katli manni sínum, næst á eftir Þráni og Þórhildi. Ekki kemur til mála að Þorgerður í Mörk sé talin tvisar upp, sem veislugestur. Öll er upptalning gestanna hröð, margir taldir á eftir Þórhöllu og systrunum. Og vandlega sagt hvar hver sat. Sæti fóru eftir mannvirðingum. Þau minnilegu atvik urðu í veislunni, sem að sjálfsögðu hafa ofboð- ið Bergþóru húsfreyju og ógiftum dætrum hennar. Svo greinir sagan frá. „Brúðr sat á miðjum palli, en til annarrar handar henni Þorgerðr dóttir hennar. Á aðra hönd sat Þór- halla dóttir Ásgríms Elliða Grímssonar. Þór- hildur og Bergþóra báru mat á borð“. „Þráinn Sigfússon, var starsýnn á Þorgerði Glúms- dóttur. Þetta sér kona hans Þórhildr. Hún reiðist ok kveðr til hans kviðling". „Era gapriplar góðir gægr er þér í augum.“ segir hon. „Þráinn steig þegar fram yfir borðit ok nemndi sér vátta ok sagði skilit vit Þórhildi. Ok svá var hann kappsamr of þetta, at hann vildi eigi vera, at veislunni nema hon væri í braut rekin, ok þat varð.“ „Sátu menn síðan at veislu, drukku ok váru kátir." Þráinn bað Þorgerðar Glúmsdóttur ok lét þegar gifta sér hana. Fastnaði Hallgerður dóttur sína.“ „Þá var skipt konum í annat sinn, sat þá Þórhalla Ásgrímsdóttir meðal brúða,“ senni- lega sem vígsluvottur. Hallgerður valdi Þór- höllu mesta heiðurssætið í brúðkaupsveisl- unni, sem nú varð tveggja brúðhjóna veisla. Þórhalla og Hallgerður voru skyldar í ættir fram, í ætt Auðar djúpúðgu. Þarna gátu mæðgumar á Bergþórshváli séð er Þráinn var svo altekinn af fegurð Þor- gerðar Glúmsdóttur, hvernig Hallgerður hafði heillað Gunnar við fyrstu sýn á Þingvöllum. Og hefur sennilega fleirrum en Bergþóru þótt framferði Þráins æði skefjalaust. Nærri má geta, að vonbrigðin yfir að missa Gunnar hafa margfaldað heift þeirra mæðgna og af- brýðssemi, að verða sjónar og heymarvottar að þeirri hrifningu, sem þær mæðgur úr Dölum vestur vöktu hjá þeim frændum. Aug- ljóslega hefur Hallgerður ætlað þar til vináttu í ókunnu héraði, sem Þórhalla frændkona hennar var. Einnig var Helgi Njálsson mestur vinur Gunnars af bræðrunum. Þorgerður Njálsdóttir, sú sem ekki giftist og var áfram að Bergþórshváli, er síðan ekki nefnd á nafn í allri Njálu fyrr en hún gengur út úr brennunni með Helgu systur sinni. í öllum útgáfum, af Njálu, sem enn em komn- ar, gengur Þorgerður þessi úr brennunni und- ir nafni Þorgerðar systur sinnar í Mörk, en ekki nefnt nafn Þorgerðar heimasætu að Bergþórshváli í nafnaregistri Njálu. Og þau afleitu mistök urðu í nafnaregistri við ritgerð mína, að þar stendur eitt nafn Þorgerðar í Mörk. Ég samdi því miður ekki nafnaregi- strið og komst ekki til Reykjavíkur, til þess að lesa síðustu próförk. Og það fyrsta sem ég sá, þegar ég fór yfir nafnaregistrið voru >essi mistök, og þá of seint úr að bæta. delga aftur á móti er næst nefnd í sögunni jegar Kári Sölmundarson hiður hennar eftir vetursetu að Bergþórshváli með bræðrum hennar og Njáli. Ekki er brúðkaupsveisla Helgu og Kára notuð til þess að lýsa systrun- um Þorgerði og Helgu, þótt þeim hafi aldrei áður verið lýst. En fyrr í sögu glæsileg lýsing af Kára. Nú hafði Helga fengið þann mann sem að öllu var jafnoki Gunnars Hámundar- sonar að glæsimennsku, svo hefur Kára lýst verið og það sama að vopnfimi og öllum íþróttum. Geta má því nærri, hvort Njáll hefði vísað Gunnari frá, ef hann hefði beðið Þor- gerðar eða Helgu, þegar hann kom heim úr hinni frægu siglingu og herförum, með fullar hendur fjár. Og hafði Njáll séð um heimili þeirra bræðra á meðan þeir voru í burtu. Þegar þar er komið sögu, að Helga er gefín Kára, þá var Gunnar allur. En þá eru synir Gunnars líka uppkomnir, geta þó hafa verið innan við tvítugt. En af þessu má sjá, að Þorgerður og Helga eru kornungar stúlk- ur, þegar Gunnar festi sér Hallgerði. Kann Helga að hafa verið aðeins nokkru eldri held- ur en Þorgerður Glúmsdóttir. Einkennilegt hefur mér þótt það, þegar fræðimenn og skáld hafa rýnt í Njálu, að enginn þeirra skyldi koma auga á dætur Njáls, tvær ógefnar ungar stúlkur í sambandi við heift Bergþóru í garð Hallgerðar. Þeir hafa heldur aldrei sett það í samband við von- brigði Njáls vegna mægða við Gunnar, er Njáll tók þungt á, er Gunnar vinur hans sagði honum, að hann hefði fest sér konu. Ég hygg að þau hjón á Bergþórshváli, hefðu engan mann fremur kosið fyrir tengdason, heldur en Gunnar á Hlíðarenda. Varla telst það ótrú- legt, að dætur Njáls, hafí hvor fyrir sig verið hrifnar af Gunnari, ekki síður en Hallgerður, viljað eiga vaskasta mann á Islandi. Ég hef áður giskað á, að ef til vill hafí Þorgerður á Bergþórshváli aldrei giftst, af því að hún hafi engan mann viljað eiga annan en Gunn- ar Hámundarson og kunni hún að hafa lagt á ráðin með móður sinni, hvernig sjá mætti til þess, að þær mæðgur þyrftu ekki framar „að sækja boð til Hallgerðar að Hliðarenda". „Næst átti Gunnarr at þyggja vetrgrið at Njáli.“ Nokkru eftir brúðkaupið að Hlíðar- enda, kom því til þeirra Gunnars og Hallgerð- ar boð frá Bergþóru. Þá hélt hún þeim hjón- um vinslitaveisluna. Eftirtektarvert er það, að þá lét hún ein hjón, sem bjuggu að Berg- þórshváli, koma síðust til veislunnar, þegar gestum hafði verið raðað í sætin. Þessi hjón voru Helgi sonur hennar og Þórhalla kona hans Ásgrímsdóttir, sú sem sat meðal brúða í giftingarveislunni að Hlíðarenda, í mesta heiðurssæti allra gesta. Leiddi Bergþóra hana fram fyrir Hallerði og mælti: „Þú skalt þoka fyrir konu þessi.“ Hún svarar: „Hvergi mun ek þoka, því at engi hornkerling vil ek vera.“ „Ek skal hér ráða,“ sagði Bergþóra. „Síðan settist Þórhalla niðr.“ Augljóst er af þessu,. að Bergþóra byijar þarna á því, að slíta í sundur vináttu Þórhöllu og Hallgerðar. Tengdadóttur á Bergþórshváli skyldi ekki líð- ast að launa Hallgerði virðingarsætið í brúð- kaupinu. Og höfðingjadóttirin úr Tungu virð- ist beygja sig fyrir orðunum. „Ek skal hér ráða.“ Hvernig getur mönnum blandast hugur um það, að nokkra orsök þurfi Bergþóra að hafa til svo ferlegrar framkomu við konu vin- ar síns. Víst hafa hjónin vitað hug dóttur sinnar eða dætra. Dalamönnum þótti heiður að mægðum við Gunnar og var þar þó ekki vin- átta fyrir. Bergþóru kann að hafa þótt nokk- ur smækkun fyrir dætur sínar og sig í ráðstöf- un Gunnars. Sagan getur þess ekki, hvort ' Þórhalla tók sæti Hailgerðar. Bergþóra sleit gjörsamlega öllum kynnum og vinskap við Hallgerði og allri umgengni við hana, þegar í stað eftir brúðkaupsveisluna að Hlíðarenda, er þau Hlíðarendahjón komu að Bergþórs- hváli til hins árlega fagnaðar, sem Bergþórs- hváls og Hlíðarenda fólk hélt hvert öðru til skiptis. Áugljóst var að þetta boð skyldi síðast verða þeirra bæja á milli. Bergþóra sá ekki ástæðu til að launa þann heiður, er Gunnar og Hallgerður höðfu sýnt þeim í sinni brúð- kaupsveislu nokkru fyrr. Ég tel að það liggi ljóst fyrir í gestaupptaln- ingu höfundar Njálu (kap. 34) í brúðkaupinu að Hlíðarenda að tvær dætur Njáls hafi heit- ið sama nafni, Þorgerður. Tvær ógiftu dæturnar, sem nefndar eru í veislunni með Þórhöllu Ásgrímsdóttur, Þor- gerður og Helga, þær álít ég að gangi saman út úr brennandi bæ að Bergþórshváli ásamt Þórhöllu Ásgrímsdóttur og öðru því fólki sem leyfð var útganga. En aftur á móti, þá hafi Þorgerður kona Ketils í Mörk verið heima hjá sér, er þeir hörmulegu atburðir urðu, sem lýst er í kap. 129 í Brennu-Njálssögu, enda Ketill i Mörk tilneyddur að vera fyrirliði þess 100 manna hers er sótti að Bergþórshváli. Höfundur er prestsekkja og býr á Selfossi. HALLDÓR KRISTJÁNSSON Til hjúkr- unarstétta Með þakklæti húsið þetta ég kveð því þar fannst mér gott að vera, og hér hef ég fundið, heyrt og séð hve heiminn má ljúfan gera. Og sterkari rök en reynsla mín þar réttlæta og styðja svarið því hér hafa blindir hlotið sýn og heim til sín sjáandi farið. Og kært er mér orðið það kvennalið er komumenn hússins annast, þó sumir lítils virði erum við, það við ég neyðist að kannast. En gott er að eiga sér griðastað og gisting á friðarstóli og mega höfðinu halla að svo hlýju og öruggu skjóli. Við heyrum svo marga hroða-frétt úr heiminum allt í kringum um hiyðjur, ofbeldi, hnefarétt, af hverskonar svívirðingum, þá verður huggun að vita hve þið á 'vaktinni standið nú. Ég held ykkur lánist að halda við á heiminum okkar trú. Að vita af ykkur er okkur hollt, þá alúð og hlýleika finna, og verði það alltaf íslenskt stolt að aumingjum vel að hlynna. Og bestu einkunn ég ykkur gef þó orðin fleiri ei noti. En enda með þökkum mitt ástarbréf til ykkar í Landakoti. Höfundurinn er kenndur við Kirkjuból í Önundarfiröi. RICHARD PIETRASS Kynslóða Tileinkað Velimir Klebnikov Gauti Kristmannsson þýddi. Ungútuð. Flippalupp. Útunguð. Uppalupp. Guðómlegt. Uppgerlingur. Legmóðlegt. Lingerðingur. Móðlegsköpun. Yngisspilin. Sköpleghröpun. Spilaskiiin. Hröpunarklipp. Skilahinma. Klippunarflipp; Himnannavímna. Höfundurinn er þýzkt skáld. GUÐJÓN SVEINSSON Sálu- messa Hrafnsvört nóttin er horfm á braut hvítgullið sólskin um fer, máir brott kulda er kvaddi sér hljóðs kvöld eitt í hjarta þér. Langt inn’í vitundþér leynist eitt bros sem ljómar á grundum og ver. Ó, þetta sólskin! svo blíðlegt og bjart býður þér unaðar dag. Þrestirnir, unnirnar, bátar og ból blístra sitt óskalag. Vonleysið bliknar þó bleik sé enn jörð brumknappar efla sinn hag. Þrátt fyrir verðfall, þrætur og kíf er þróttur í sólskinsins blæ. Frelsi og lífsorka flæðir um mig af fögnuði anda vart næ. Börnin í götunni brosa til mín, bjarteýg, kalla hvellt - hæ! Veist’ekki þjóð mín, að þetta er þitt land þetta er líf þitt og ást. Meðan að sólskinið flæðir um fold fjölmargir deyja og þjást. Við annesin sorfnu og angan í skóg er aflið sem trauðla mun mást. Komd’út í vorið minn kærasti vin kastaðu mammon á dyr. Hlustirðu vorbandsins hljómkviðu á hefurðu í skautunum byr. Beint inn í sólrisið, sunnevan mín, nú syngur lífíð sem fyrr. Höfundur býr á Breiðdalsvík. KATRÍN JÓNSDÓTTIR Martröð Að vakna eftir draumlausa nótt inní kaldan morgun með títuprjóna í hjartanu Biturleiki mánudagsins nístir inn að beini Regnið: Kalt og nöturlegt. Óvissa Að vænta einhvers sem kemur ekki. Að eiga eitthvað sem ekkert er Að óska einhvers sem rætist ekki Að eiga draum -blekkingu! Höfundur er ung Reykjavíkurstúlka. MjEEKMSII] |m|[SE®|I)!M] E® Taka upp þykkjuna fyrir einhvern Eftir JÓN G. FRIÐ JÓNSSON Orðatiltækið taka upp þykkjuna fyrír ein- hvern merkir oftast að móðgast fyrir hönd einhvers’ en getur einnig merkt að taka einhvem’ eins og sjá má í orðabók Blön- dals. Af því eru kunn nokkur afbrigði, t.d. taka upp þykkjuna með einhverjum (1841) og taka upp þykkjuna vegna einhvers (1841). Ekki er orðatiltækið ýkja gamalt í íslensku. Elsta dæmi sem ég þekki er frá lokum 17. aldar en í bréfi (1691) til Árna Magnússonar skrifar Þormóður Torfason: þá þykkju sem þér takið upp fyrirAra fróða. En hvernig er orðatiltækið hugsað? í fomu máli merkir þykkja oftast til ’álit, skoðun; afstaða’ enda skylt þykja og þótti en getur einnig vísað til ’misþokka; móðgunar, gremju’, sbr. sögnina þykkjast (við) og dæmin leggja mikla þykkju á mál og leggja þykkju á einhvern, sem kunn eru úr fornu máli. Ætla má að það sé síðari merkingin sem liggur til grundvallar í orða- tiltækinu taka upp þykkjuna fyrir einhvern. Ekki virðist ljóst hvers vegna sögnin taka upp er notuð í orðatiltækinu en benda má á að í fornu máli vísar sambandið taka eitt- hvað upp til afstöðu eða uppátækis. Þannig sagði Gunnar um Hallgerði: hún tekur það margt upp er fjarri er mínum vilja, sbr. enn fremur taka e—ð upp hjá sjálfum sér og annað dæmi úr Njáls sögu: Þess vil eg nú biðja þig ... að þú gefir ró reiði og takir það upp að minnst vandræði standi af. — Ef þetta er rétt er bein merking orðatiltæk- isins ’vera móðgaður fyrir hönd einhvers’. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 27. JANÚAR 1996 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.