Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1996, Blaðsíða 9
Myndin: Málverk eftir Salvador Dali.
MYNDLISTARMAÐUR leitar að sannleikanum um sig og sinn tíma, og þótt sagnfræðingur leiti sannleika um annan
stað og annan tíma en þann sem hann lifir í sjálfur, á verk hans þó sama markmið og myndlistarmannsins um þessa
leit; því að verk sagnfræðingsins eins og málarans er frásaga handa samtíð sinni og Iifir ekki nema í henni (þótt sum
verk eignist meiri tíma en önnur). Jafnan er hætt við að frásagan lendi út í kappleik mannfélagsins um viðmiðanir
lífsins, nefnilega út í kappleikinn um forræðið fyrir því allra mikilvægasta sjálfu, sannleikanum - sem leiksoppi. En þá
er svo komið málum, að handknattleikur, til dæmis, getur verið orðin myndhverfing þeirrar baráttu um sannleikann
- hnöttinn - sem einnig er háð um völdin á hinum víðari kappvelli þjóðfélagsmálanna yfirleitt. ÍJjósi þessa er hollt að
leiða í huga sér, hve torvelt muni vera fyrir vísindi að vera ekkert annað en það. Ógerningur?
Getur spennusag
verið vísindagild
sagnfræði?
Eftir DAVÍÐ
ERLINGSSON
ormálsorð: Greinin hér neðanvið er tilraun til
þess að svara spurningu yfirskriftarinnar á
hugmyndlegu sviði, en ekki á því sviði hugsun-
ar eða athugunar þar sem við höldudm okkur
jafnan vera að fást við „raunveruleika“.
Vafalaust er, að hugmynd markar stöðu
okkar andspænis veruleika. Því hlýtur hver
grein hugvísinda, sem vill stefna að vísinda-
gildum árangri, að starfa með vökulli vitund
um og meðvitaðri afstöðu til samleiks þess
hugmyndlega og þess rauntæka eða raun-
gilda.
Greinin tekur sér ákveðið rannsóknarverk í
sagnfræði að hlutlegu viðmiði fyrir hug-
myndlega athugun sína. Nauðsynlegt er að
benda á, að það að ég hef ekki lesið þetta
verk er forsenda þess að mér sé unnt að
hafa það að skírskotunargrunni fyrir hugsun
og ályktanir um viðfang spurningarinnar, á
þann hátt sem hér er gert.
MiðanirOg Svar
Stúdentablað Röskvu, jólablað 1995, flytur
rýni eftir Ármann Jakobsson um bókina Milli
vonar og ótta eftir Þór Whitehead. Að yfir-
skrift yfir þessa grein eru sett orðin: Stjömu-
stríð þrjú. Með því vill Á.J. fyrirboða þann
Með þessu er frásögn
síðustu bókar Þ.W.
komin í flokk með
afþreyingarsögum, öðru
nafni reyfurum.
skilning og flokkun, að þegar bók Þórs sé
skoðuð sem frásögubókmenntir falli hún
greinilega í flokk með verkum á borð við
kvikmyndir George Lucas, Stjörnustrið, og
spennusögum eftir Frederick Forsyth, hún sé
spennusaga og „hasarbók" eins og þær að
efnistökum og framsetningaraðferð. „Eini
munurinn er sá að þeir ljúga upp staðreynd-
um, en hann ekki“, nl. hann Þór Whitehead
prófessor og sagnfræðingur, sem einnig fær
það lof að vera „stórkostlega góður rithöfund-
ur“. Með þessu er frásögn síðustu bókar (og
þar með allrar) striðsáraþrenningar Þ.W.
komin í flokk með afþreyingarsögum, öðru
nafni reyfurum, andstætt þeim sögum sem
eru (alvöru-)skáldsögur. Þær síðarnefndu eru
í sjálfu verkinu leit að sannleika, sem miðlast
þá einnig í rás frásagnarinnar; en í afþreying-
arsögum er sannleikurinn vitaður, gefinn, og
þarf því ekki að leita hans.
Verður hér gengið út frá því sem nú var
sagt.
Munurinn á reyfara og skáldsögu er mikil-
vægasta grein (greinarmunur) sem til er í
athugun frásagnarbókmennta. Hún þýðir það,
að skáldsagan rannsakar mannlífið og heim-
inn á þann hátt að niðurstaðan gæti orðið
ný heimsmynd, og neytandi sögunnar gæti
því orðið breyttur maður eftir, en gildi reyfar-
ans fyrir neytanda sinn er að staðfesta þá
heimsmynd sem hann hefur fyrir og er æfín-
lega einhvers konar höfuðáttar-lífsviðhorf. í
framhaldi af þessari hugsun skulum við líta
tii þeirrar athugasemdar Á.J. að það sé „varla
hægt að taka undir þá fullyrðingu ... á bók-
arkápu að [bókin]„dragi upp algjörlega nýja
mynd af þessum óvissutímum íslandssögunn-
ar“ því að myndin er jafngömul kalda stríð-
inu“. Að því er heildarviðhorfið varðar sýnist
þessi niðurstaða óyggjandi, en vafasamt er
að útgefandi hafi haft í huga það meginatriði
mismunar á bókmenntum sem áðan var nefnt,
og má því vera að honum hafi virzt rétt og
sjálfsagt að tala um nýja mynd um leið og
atvik sögunnar (áður þekkt sem áður óþekkt)
birtast í nýju samhengi nýs texta. Nýr texti
er að einhveiju leyti ætið ný túlkun. En það
nýja í skilningi, sem nýr texti leiðir fram,
varðar ef til vill ekki annað en stöku vitneskju-
atriði og getur því komizt hjá því að hreyfa
til heildarmyndina, - eða ættum við að kalla
það sannleiksviðhorfið? - það horf sem er
yfirskipað í hugverki, þannig að það getur
verið ósagt í því eða uppi yfir því. Við gætum
einnig nefnt það “hina raunverulegu mynd“,
sem barátta góðs og ills í heiminum er form-
gefandi uppistaða þeirrar myndar. Sú uppi-
staða gerir átökin og atvikin jafnan hluttekn-
ingarvæn og merkingarbær fyrir þann le-
sanda, sem á heimsskilning sinn reistan á
sömu formgerð og les því söguna sjálfum sér
og sjálfsmynd sinni tii staðfestingar. Slíkt sem
þetta skýrir oft vinsældir bóka, ekki sízt þeg-
ar efnið er fært fram með stílfærslu spennu-
sögu. Hvergi, nema þá að sínu leyti í tilvitn-
aðri umgetningu Ármanns Jakobssonar, hef
ég orðið annars var á prenti en að bók Þ.
W. teljist gilt og mætt framlag í sagnfræði.
Hlotnast honum og margvísleg þökk og sómi
fyrir. Efalaust er því, að fræðaumhverfinu
og þjóð þess telst þekkingarauki að verkinu.
í því kemur saman mikil vitneskja vitnum
studd, nokkuð af gamalli og talsvert af nýrri,
sem Þ.W. hefur dregið saman og leitt fram,
„án þess að slegið sé af sagnfræðilegum kröf-
um“, væntanlega um það að fara rétt með
og vitna á viðhlítandi hátt til heimilda.
En ætli ekki sé ástæða til að íhuga, hvort
ekki væri þörf á að véfengja gildi spennusögu-
aðferðarinnar í sagnfræðiritun með því að
spyija fyrst, hvort hún hafi ekki óæskileg
áhrif á:
(a) það, hvað af staðreyndum sögunnar nær
athygli, fyrst höfunda og síðan lesenda þeirra,
í slíkum bókum og hvað ekki, og síðan um það
(b) hvernig sagan (sem heild úr atburðum
í tíma) verður skilin, túlkuð í þeim?
Er (c) spennusögustílfærsla veijandi aðferð
í sagnfræðiritun?, verður síðan vitanlega loka-
spurningin.
Það eru ekki mjög mörg ár síðan alvarleg-
ir menn og málsmetandi höfðu af því áhyggj-
ur að forseti Bandaríkjanna, Ronald Reagan,
skildi heiminn bíómyndarskilningi. Snorri
Sturluson og aðrir miðaldamenn ýmsir sem
fóru með arfsagnir í ritum sínum áttu það
til að setja inn í bækur sínar nokkuð mikið
af eigin sköpun til þess að sjá og skilja sam-
hengi ofan gegnum tímann og fá merkingu
í margt, og þar með varð skáldskapur þeirra
sjálfra ómissandi hluti af þeim sögusannleika
sem slíkir menn báru fram fyrir samtíð sína.
En rannsakendur á siðustu öldum hafa verið
lengi og eru enn að starfa að því að átta sig
á takmörkunum slíkra verka sem sögulegra
heimilda, að bijóta niður og greina brotin úr
samhangandi veruleikamynd miðaldamann-
anna sundur í nýt og ónýt. Allt hygg ég þetta
vera með vissum hætti skylt, og spurningum
þessum verður að halda á loft.
Rétt er að líta fyrst á (b) því að það er út
frá heildarafstöðu sem fræðimaður og hver
maður metur síðan einstök tilvik (a), og héð-
an koma þá einnig efnin til að virða lokaspurn-
inguna (c) um vísindalega tækilega sagnfræð-
iaðferð -eða ekki - fyrir sér.
Meginatriði og grunnur þess verks sem
vísindalega stefnandi sagnfræði vinnur er
heimildir, fundur og kynning (helzt óyggj-
andi) vitna um það, sem afla þarf vitneskju
um, og síðan er ætlunin að leiða fram þekk-
ingu úr, um eitthvert gefið rannsóknarefni
úr liðnum veruleika manna. Með vitneskju er
hér átt við grunnefni heimilda, svo sem forn-
leifar og ritað mál, texta margvíslega; en úr
þeim þurfum við síðan að ná þekkingu í þágu
okkar sjálfra með því að bera vit okkar og
skilning að þeim og túlka þær með því.
Framlagning berrar (þ.e. ó-úr-unninnar,
sem allra minnst túlkaðrar) vitneskju, t. d.
útgáfa texta, er verk sem oft er gerlegt að
vinna eftir þvínær raunvísindalegri reglu, en
um úrvinnslu vitneskjunnar gegnir ekki sama
máli, eins og alkunnugt er. Virðingin fyrir
því markmiði að forðast villur, og þar með
óvísindaleg vinnubrögð, hefur leitt til þeirrar
afstöðu að það hefur talizt fullgott og gilt
starf í vísindagreininni sagnfræði að sjá,
greina frá og leggja fram heimildir án túlkun-
ar (sem þess vitsmunastarfs sem megnar að
gera safn vitneskju að (samfelldri) þekk-
ingu), eða að næstöruggasta kosti aðeins með
þeirri túlkun sem væri„vísindalega“ óhjá-
kvæmileg og óumdeilanleg eftir heimildunum
SJÁ NÆSTU SÍÐU
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11.MAÍ1996 9