Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1996, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 11.05.1996, Blaðsíða 12
4 ARK I TEKTUR AÐ UTANVERÐU: Nýja barokið er ekkert líkt því gamla. Hér takast á sviflétt form og þung, einnig fjölbreytt efni. SYNINGARSALUR í fjölnotahúsinu. Nútíma barok Fjölnotahús í Þýzkalandi eftir bandaríska arkitektinn Frank Gehry. Seytjánda öldin var megin tímaskeið þess stíls, sem kallað er barok; sá stíll einkennist öðru fremur af efn- ismiklum íburði og naut sín bezt í stórbyggingum. Hann setti og setur enn mikilúðlegan auðlegðarsvip á helztu borgir Evrópu og einstakar byggingar þar þykja gersemar. Þær væru svo dýrar ef þær væru byggðar í nútíðinni, að enginn stjórnmála- maður mundi greiða því atkvæði sitt. Barokið nær raunar yfir mun lengri tíma en 17. öldina, enda þótt vegur þess yrði mestur þá. Bygging Péturskirkjunnar hófst til dæmis í lok Endurreisnarinnar, en tók langan tíma. Þá hafði tízkan tekið stefnuna á barokstílinn og það var alveg lokið við kirkjuna á þeim nótum um og eftir 1600. Meðal síðustu glæsibygginga barokstílsins er hinsvegar Parísaróperan, sem lokið var við 1874. Áður hafði hluti hallanna í Versöl- um verið byggður í hreinræktuðum barokst- íl, en fyrir utan hallir eru það helzt frægar kirkjur sem standa sem minnismerki um þennan ríkulega stíl. Þar á meðal er Páls- kirkjan i London og einkum og sér i lagi Karlskirkjan í Vínarborg, sem telja má hreinræktaða perlu. Seytjánda öldin hafði samræmi í hlutun- um og fatatízka yfirstéttarinnar að minnsta kosti var alveg felld að hugmyndum barok- listarinnar. Húsgögn voru höfð stór og þung með íburðarmiklum útskurði. Hugmyndir um kvenlega fegurð drógu dám af þessu; konur áttu að vera vel þrýstnar; -akfeitar væru þær kallaðar núna. Þetta sést vel í málverkum Rubens, en hann og Rembrandt INNGANGURINN í fjölnotahús Ge- hrys í Oeynhausen, gengið eftir tré- brú yfir tjörn sem er umhverfis húsið. eru frægustu fulltrúar málaralistarinnar á baroktímanum. Til íslands er tæpast hægt að segja að barokið hafi náð nema í klæða- burði fyrirmanna sem reyndu að fylgjast með að þessu leyti. Mesta bygging sem í var ráðist á barok- öldinni á íslandi, var að öllum líkindum Brynjólfskirkjan í Skálholti, sem byijað var á 1652. Eins og aðrar kirkjur fyrri alda í Skálholti var hún úr timbri. Það ræður út- liti hennar; barokkirkjur voru hinsvegar úr steini og urðu að vera það til þess að sá stíll nyti sin. Úti í Evrópu þróaðist barokið síðan yfir í fínlegra afbrigði, rókókóstíl, en í rómantík- inni á síðustu öld var mjög leitað glæsilegra fyrirmynda úr fortíðinni og þá varð til svo- nefnd nýk-lassík. Allt vék þetta fyrir módern- ismanum í upphafi þessarar aldar, en sú breyting hélzt í hendur við gerbreytta bygg- ingatækni. Því er þessi stutti formáli um barokstíl fyrri alda, að nú er fullum fetum talað um nýtt barok. Því má þó alls ekki rugla saman við svonefndan post-módernisma, þar sem „vitnað“ er í sögu byggingarlistarinnar með gotneskum glugga hér og grískri súlu þar. Sá sem einkum er nefndur til þessarar sögu er bandaríski arkitektinn Frank O.Ge- hry. Hann er í flokki stjörnuarkitekta, sem taka að sér verkefni um víða veröld, en þær byggingar hans sem vakið hafa hvað mesta athygli hafa risið í Evrópu. Þar er fyrst að nefna listasafn í Hollandi, sem lítillega var kynnt hér í Lesbók og fjölnotahús í Bad Oeynhausen í Þýzkalandi sem nánar verður litið á hér. Það er fyrir þessi tvö hús sem Gehry hef- ur verið orðaður við nýtt barok, sem þó er svo frumlegt að það dregur engan dám af hinum frægu kirkjum og höllum. Það sem öðru fremur einkennir þetta nýja barok Franks 0. Gehrys, er að hann brýtur upp módernismann og hrærir saman öllum frum- formunum; lætur veggi hallast, oddhvassar línur og bogadregnar takast á við hreina fleti. Fjölnotahúsið í Þýzkalandi er alit í senn, marghliða tæknigarður með aðstöðu fyrir ráðstefnuhald, en að auki eru þar skrifstof- ur og veitingahús. Eftirtektarvert er hvern- ig byggingarefni eru tvinnuð saman. Um- hverfis bygginuna er vatn og gengið yfir trébrú að aðalinnganginum. Að utanverðu er byggingin klædd áli, kopar, en sumpart eru þar málaðir steinfletir. Gehry og félagar hans á arkitektastof- unni í Santa Monica i Kaliforníu hafa tekizt á hendur að bæta úr þekktu umkvörtunar- efni: að byggingar nútímans séu alltof oft álíka spennandi og skókassar eða frystikist- ur. Það er eftirtektarvert að Gehry velur sér ekki háar byggingar fyrir þessa tilraun; bæði listasafnið í Hollandi og fjölnotahúsið sem hér um ræðir, eru einnar hæðar hús. En þau standa bæði utan við þéttbýli með máulega hávöxnu skóglendi i kring og njóta sín vel. Sumir hafa þá bjargföstu skoðun að við þær aðstæður eigi hús að falla sem bezt að náttúrunni. Það er án efa, að Norður- landahúsið í Færeyjum, sem ég tel eitt markverðasta hús frá síðasta áratugi í Evr- ópu, falli mun betur að náttúrunni en fjöl- notahús Gehrys. í stað þess að mynda sam- stæðu, leitar Gehry eftir andstæðu, sem getur líka verið áhugavert. Allt er undir þvi komið hvernig til tekst hverju sinni. Ef þetta er nýja barokið, þá er megin frá- vik þess frá því gamla í þá veru, að hér er umtalsverður léttleiki á ferðinni við hliðina á þungum formum. Gehry eykur jafnvel á þyngslin með því að láta veggi hallast út að neðan. Á móti þeim lætur hann aðra veggi eða veggbúta hallast út að ofan og léttleikan- um nær hann með svifléttum álgrindum utan á gluggaveggi og lætur þær speglast í vatni. Tímaritið The Architectural Review kallar þetta „Modeme barok“. Kannski er þarna vísir að ráðandi stíl næstu áratuga? GÍSLI SIGURÐSSON PARÍSARÓPERAN frá árunum 1860-1874, síðbúið barok af gamla skólanum. FJÖLNOTAHÚS Gehrys - sviflétt form í bland viðþung. 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.