Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.1996, Qupperneq 9
BÆRINN íBólu eins og hann leit út 1975. Síðar voru öll merki um mannvist í Bólu jöfnuð út með jarðýtu
ríðar á Dálkstöðum 1801 og tóku þau hjón
þá við uppeldi Hjálmars að einhveiju leyti en
hann var öðru hvoru áfram hjá fóstru sinni
til fermingaraldurs. í upphafi nýrrar aldar er
Hjálmar til húsa hjá Jóni föður sínum og Val-
gerði konu hans á Dagverðareyri, handan
fjarðarins. Þau fluttu þaðan að Blómsturvölium
og að Ytra-Krossanesi árið 1818; Hjálmar þá
22 ára og til heimilis hjá þeim. Margt bendir
til að sambúðin hafí verið stirð. Hjálmar fær
þá einkunn í kirkjubók að vera „vel skarpur í
gáfum" og ungur fór hann að yrkja vísur;
raunar aðeins á fjórða árinu þegar hann orti
sína fyrstu vísu eftir því sem hann sagði. Og
vísuna um Halllands-Möngu orti hann sex ára.
Fyrsta dýrt kveðna níðvísan: Skært þegar sól-
in skín á pólinn, er frá því Hjálmar var 8 ára.
Hún var ort um Jóhann á Dálkstöðum og ung-
skáldið hlaut flengingu fyrir. Sá sami Jóhann
hafði kennt Hjálmari að skrifa og rithönd hans
varð að minnsta kosti mun fallegri en hjá flestu
nútímafólki. í Æviágripi um Hjálmar segir
Finnur Sigmundsson svo:
„Telja má víst, að Hjálmar hafi þauliesið
Biblíuna, Vídalínspostillu, Passíusálma séra
Hallgríms og önnur trúarleg rit, sem skylt
þótti og sjálfsagt að væru til á hverju heimili.
Hinsvegar hefur hann numið kvæði, sögur og
rímur og ýmiskonar þjóðlegan fróðleik að
mestu af skrifuðum bókum, sem víða voru til
og gengu manna á milli.“
Flest bendir til að drengurinn Hjálmar hafí
verið óvenju bráðþroska og áreiðanlega hefur
hann verið gáfaður, en einhvers konar brotalöm
í skapgerðinni birtist síðar á Eyjafjarðarárun-
um, þegar sóknarpresturinn, séra Jón Reykjal-
ín, kallar hann „þann hneykslanlega og blygð-
unarlausa lim Lögmannshlíðarkirkju safnað-
ar“.
Astæðan var sú að Hjálmar, þá til heimilis
á Ytra-Krossanesi, hafði ort níðkveðlinga um
prestinn, og jafnvel fíktað við galdrastafí. Sjálf-
ur mun Hjálmar hafa skemmt sér eitthvað við
að láta fólk trúa því að hann væri fjölkunnug-
ur. Undi séra Jón ekki öðru eins og kærði
Hjálmar fyrir yfirvaldi Eyfirðinga vorið 1818.
Meðal þess sem presturinn nefnir í kærunni,
er að Hjálmar úthrópi presta og segi þá brúka
hræsni, kenna rangt, dilla kvenfólki, leiða fólk
af réttum vegi og spilla trúarbrögðunum. Þá
hafí Hjálmar látið berast um sóknina níðvísur
til útsmánunar ákveðnum mönnum. Og til að
bæta gráu ofaná svart hafi þessi sami Hjálm-
ar ort iðrunarvísur og andlega lofsöngva; jafn-
vel einn huggunarsálm fyrir ekkju!
Kammerráð Briem réttaði í málinu í október
1818: „Hvönæst klaga prestsins var lögð til
protokollsins, dateruð 6. junii... Þar næst
fram lagði presturinn nokkrar níð- og klámvís-
ur Hjálmars". Ekki stóð á því að Hjálmár viður-
kenndi að hafa ort vísurnar og bað forláts.
Þegar ljóst var að séra Jón ætlaði ekki að þiggja
þær 20 álnir fríðar, sem nefndar voru til skaða-
bóta, viknaði níðskáldið og lofaði betrun. „Töff-
arinn“ sem sló um sig með galdrastöfum og
níðkveðlingum var þá ekki harðari inn við
beinið.
Hreppstjóranum var uppálagt að gera hús-
rannsókn í Ytra-Krossanesi og brenna þau
blöð sem fyndust með kveðlingum og rúnum.
Hvort það var gert veit nú enginn. Raunir
prestsins voru hinsvegar rétt að byija. Hann
var skömmu síðar dæmdur til hýðingar fyrir
hlutdeild í fölsunarmáli, en Landsyfirréttur
mildaði að vísu dóminn.
Hvernig var hann þá þessi ungi maður sem
m.a. taldi sig hafa komist nauðuglega undan
álfkonu sem vildi ná í hann og jafnvel að hann
hefði kynnst Þorgeiri sem vakti upp Þorgeirs-
bola og fengið hjá honum galdrakver? Um
sérkenni hans síðar á ævinni hefur Einar H.
Kvaran skrifað eftirfarandi eftir Guðrúnu dótt-
ur hans og er líklegt að þau sérkenni hafi
verið fullmótuð þegar hann hélt vestur til
Skagafjarðar:
„Hugarfarið var alveg óvenjulega barnalegt
og efanum frásneitt. Allt, sem er dularfullt,
æsti ímyndunarafl hans og gagntók hugann.
í sögur var hann ótrúlega fíkinn, hvað einfeldn-
ingslegar sem þær voru, alveg eins og barn ...
Trúgirni hans var svo mikil að hún var beinlín-
is mein fyrir hann. Hugsmíðaaflið var sístarf-
andi, og ýmislegt virðist benda á það að hann
hafi talið sjálfum sér trú um að hitt og annað
hafí hent sig sem ekkert var annað en hugar-
burður.“
Vestwr á bóginn
Vormánuðir 1820: Hjálmar Jónsson yfirgaf
Eyjafjörð af ókunnri ástæðu og stefndi vestur
yfír Oxnadalsheiði. Að líkindum hefur hann
farið fótgangandi og borið pokaskjatta með
fötum og einhveiju bókakyns. Ekki er þess
getið að hann hafi komið við á Hrauni í Öxnad-
al, en þar hefði hann þá getað séð dreng um
fermingu, sem áreiðanlega var farinn að yrkja
og átti eftir að gera garðinn frægan.
Við fréttum það næst af Hjálmari að hann
er orðinn vinnumaður á Silfrastöðum; strax
kominn í Blönduhlíðina sem átti eftir að verða
honum örðugt nágrenni. Á Uppsölum bjó þá
Guðbjörg Semingsdóttir, móðursystir Hjálm-
ars. Elzt barna hennar og Ólafs bónda á Upp-
sölum var Guðný, sem var tæplega tvítug þeg-
ar hér var komið sögu. Ekki þarf að orðlengja
að ástir tókust umsvifalaust með þeim Hjálm-
ari og Guðnýju og hefur þó einhveijum þótt
náinn skyldleiki skyggja nokkuð á það sam-
band. Það var vitaskuld sóknarpresturinn, séra
Pétur á Víðivöllum, sem helzt var í stöðu til
að hafa afskipti af því og ráðstöfun hans var
sú að koma heimasætunni fyrir í annarri vist,
í Héraðsdal handan Héraðsvatna. En það var
of seint; hún bar þegar undir belti fyrstu þung-
un sína og Héraðsvötnin urðu Hjálmari engin
fyrirstaða. En jafnframt var orðin full óvild
milli Hjálmars og séra Péturs.
Dóttur þeirra Hjálmars og Guðnýjar varð
ekki langra lífdaga auðið og 1821-22 virðast
þau hafa verið um kyrrt á Uppsölum og voru
gefín saman í hjónaband. Búskaparbaslið byij-
aði þó ekki þar, heldur á Bakka í Öxnadal í
sambýli við hjón sem þar voru fyrir og ástæð-
an harla óvenjuleg; Hjálmar eiginlega ráðinn
þangað til að yrkja níðvísur fyrir Egil bónda
HJÁLMAR JÓNSSON
ÞJÓÐ-
FUNDAR-
SÖNGUR
1851
Aldin móðir eðalborna,
ísland, konan heiðarlig,
eg í prýðifang þitt forna
faliast læt og kyssi þig,
skrípislæti skapanorna
skulu ei frá þér villa mig.
Þér á brjósti barn þitt iiggur,
blóðfjaðrirnar sogið fær;
eg vil svarinn son þinn dyggur
samur vera í dag og gær;
en hver þér amar ails ótryggur,
eitraður visni niður í tær.
Ef synir móður svíkja þjáða,
sverð víkinga mýkra er;
foreyðslunnar bölvan bráða
bylti þeim, sem mýgjar þér;
himininn krefjum heillaráða
og hræðumst ei, þó kosti fjer.
Legg við, faðir, líknareyra,
leið oss einhvern hjálparstig;
en viljirðu ekki orð mín heyra,
eilíf náðin guðdómlig,
mitt skal hróp af heitum dreyra
himininn rjúfa kringum þig.
Móðir vor með fald og feldi
fannhvítum á kroppi sér,
hnigin að æfi kalda kveldi,
karlæg nær og holdlaus er;
grípi hver sitt gjald í eldi,
sem gengur frá að bjarga þér.
Sjáðu, faðir, konu klökkva,
sem kúrir öðrum þjóðum fjær;
dimmir af skuggum dauðans
rökkva,
drottinn, til þín hrópum vær:
Líknaðu oss eða láttu sökkva
í leg sitt aftur forna mær!
LEGSTAÐUR Hjálmars og minnisvarði í Miklabæjar- TÓFTIR beitarhúsanna frá Brekku, þar sem Hjálmar fékk að vera síðustu
kirkjugarði. stundir ævinnar og átti þá ekki í önnur hús að venda.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 14. SEPTEMBER 1996 9