Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.1996, Side 12

Lesbók Morgunblaðsins - 14.09.1996, Side 12
FORMAÐUR KARLAKORSINS HEIMIS I SKAGAFIRÐI I 23 AR EKKISLITIÐ FRÁÞESSU Morgunblaóið/Ásdís Ásgeirsdóttir ÞORVALDUR G. Óskarsson formaður Karlakórsins Heimis ítrjágarðinum á Sleitustöðum. GET MIG Ekkert lát viróist vera á velgengni Karlakórsins Heimis og er það líklega einsdæmi aó sveitakór nái slíkum vinsældum. Söngmennirnir leggja líka á sig mikla vinnu og mikió mæóir á formann- inum. HELGI BJARNA- SON kom vió á Sleitu- stöóum og ræddi vió Þorvald G. Oskarsson formann Heimis. SÍÐASTA starfsár var eitt hið allra besta og jafnframt það lengsta í sögu Karlakórsins Heimis í Skagafirði. Vegna söngferðar til Kanada lauk því ekki fyrr en í júnílok og eftir það söng kórinn við ýmis tæki- færi, þannig að það var ekki fyrr en í lok júlí eða byrjun ágúst að eigin- legt sumarfrí hófst. Haldnir voru 25 tónleikar á árinu, auk þess sem sungið var við ýmis tækifæri. Þá var gefín út hljómplata. Nýtt söngár hefst svo að venju í október. Sleppa ýmsu fyrir kórinn Mikið mæðir á stjórn kórsins og þá sérstak- lega formanni. Þorvaldur G. Oskarsson bif- vélavirki á Sleitustöðum í Hólahreppi hefur verið formaður kórsins í 23 ár. Hann hefur verið 40 ár í kór, fyrst í Karlakórnum Feyki og síðan í Heimi eftir sameiningu þeirra 1970. „Það er mikil vinna að halda starfí kórsins gangandi, vinna sem maður innir af hendi í frístundum. Það fer einhver tími í þetta á hveiju einasta kvöldi allan veturinn, oft allt kvöldið," segir Þorvaldur. Starf formannsins felst í því að útvega söngstjóra og undirleikara, þegar sömu menn halda ekki áfram. Sjá um skipulagningu æfínga og tónleika í samráði við stjórn kórs- ins og söngstjóra. Mikil samskipti eru út á við, við að útvega hús fyrir tónleika, öku- tæki og fæði þegar farið er í söngferðir. Þorvaldur segist einnig aðstoða söngstjóra við að fínna skemmtileg lög og reyna að útvega nótur. Hann segir að konan sín, Sigur- lína Eiríksdóttir, hjálpi sér mikið við starfíð, til dæmis við að útbúa söngskrár og ljósrita nótur fyrir æfíngar. „Þetta er skemmtilegt. Stundum spyr maður sig þó að því af hveiju maður sé að eyða svona miklum tíma í þetta. Eg hef margoft ætlað að hætta en ekki látið verða af því. Einhvem veginn hefur maður ekki getað slitið sig frá þessu,“ segir Þorvaldur. Hann bætir því við að þótt hann leggi mikið af mörkum geri aðrir það ekki síður. Menn sleppi ýmsu fýrir kórstarfíð og margir aki langar leiðir á æfingar. Þá hjálpi eiginkonurn- ar þeim mikið, bæði með beinni aðstoð við kórinn og svo verði þær að vera heima á meðan karlamir syngi. Karlakórinn Heimir var stofnaður af bænd- um í framhéraði Skagafjarðar árið 1927 og verður því 70 ára á næsta ári. Enn eru nokkr- ir bændur í kórnum en þeim fer þó fækk- andi og í staðinn koma menn úr ýmsum stétt- um. Þriðjungur kórfélaga er frá Sauðár- króki. Tveir búa utan héraðs, Óskar Péturs- son frá Álftagerði keyrir á æfíngar frá Akur- eyri og Guðmundur Hagalín frá Blönduvirkj- un. Héraðið er víðlent og þurfa margir að aka langa leið á æfíngar. Æft er tvisvar í viku í Miðgarði allan veturinn og yfirleitt eru haldnir upp undir 20 tónleikar á hveiju ári úti um allt land, auk söngs við ýmis hátíðleg tækifæri. Gefnar hafa verið út fjórar plötur og farið í söngferðalög til útlanda. Margir vilja komast i kórinn Sextíu og fjórir félagar em í Heimi og mikil ásókn er í að komast í kórinn. Þorvald- ur segir að það sé vandamál að taka nýja menn inn því þeir sem fyrir eru hætti ekki, menn fari helst ekki úr kómum öðruvísi en láréttir. „Við leyfum mönnum að syngja með á meðan þeir treysta sér til. Þetta er góður félagsskapur og það er gott fyrir fullorðna menn sem hættir eru að vinna og hafa því nægan tíma, að hitta félagana og syngja," segir Þorvaldur. Hann segir að eingöngu mjög ungir menn séu teknir inn í kórinn þegar sæti losna. Nauðsynlegt sé að end- urnýja með ungum mönnum, annars verði kórinn of gamall. Segir Þorvaldur að ekki sé hægt að stækka kórinn endalaust því í núverandi stærð komist hann varla fyrir á venjulegu leiksviði og stundum-séu vandræði með að koma honum fyrir í húsum sem þeir leigi fyrir tónleikahald. Söngur er aðalverkefni hópsins en félags- skapurinn er einnig mikilvægur þáttur. „Menn hittast, spjalla saman og gera að gamni sínu. Miklar vegalegndir eru innan þessa héraðs og í kómum kynnast menn sem annars myndu ekki þekkjast," segir Þorvaldur. Lög fyrir fólkió i landinu Karlakórinn Heimir hefur undanfarin ár verið einn allra vinsælasti kór landsins og Þorvaldur segir að ekkert lát virðist vera á vinsældum hans. Bendir hann á að kórinn hafi yfirfyllt Háskólabíó sl. vetur og fjöldi fólks orðið frá að hverfa þegar haldnir voru tónleikar í Langholtskirkju í vor. Sumir kórar kvarta yfir viðtökunum heima, en ekki Heim- isfélagar. Skagfirðingar mæta vel á tónleika kórsins, þar er nánast alltaf fullt hús, og styðja vel við bakið á sínum mönnum. „Eg tel að því ráði nokkur atriði sem vinna saman,“ segir Þorvaldur spurður um ástæður vinsældanna. „Okkur hefur lánast að vera með skemmtileg lög. Við reynum að velja lög fyrir fólkið i landinu en ekki afmarkaða hópa fólks. Þetta eru bæði létt lög og þyngri, rammíslensk og erlend. Við höfum geysilega góðan söngstjóra, Stefán R. Gíslason, sem hefur rifið kórinn upp. Hann útsetur líka fyrir okkur og með því móti getum við verið með lög sem aðrir kórar syngja ekki. Þá erum við með góða einsöngvara, þá Álfta- gerðisbræður Gísla, Pétur, Sigfús og Óskar Péturssyni og Einar Halldórsson, og höfum verið heppnir með undirleikara, nú síðustu árin Thomas Higgerson píanóleikara. Svo hlýtur það einnig að vera að fólki þyki flutn- ingur okkar áhugaverður," segir Þorvaldur. Alls staðar fullt i Kanada Söngferðin til Kanada í sumar tókst mjög vel að sögn formanns Heimis. Haldnir voru fimm tónleikar í íslendingabyggðum Kanada og var fullt á þeim öllum og móttökur góð- ar. Eftir alla tónleikana hittu kórfélagar síðan Vestur-íslendinga í kaffiboðum og það jók mjög á gildi ferðarinnar sem að sögn Þorvaldar tókst í alla staði mjög vel undir öruggri stjórn sérstakrar ferðanefndar kórs- ins. Á næsta ári verður Karlakórinn Heimir sjötugur og segir Þorvaldur að eitthvað verði gert til hátíðabrigða af því tilefni, hvort sem það verði í vor eða næsta haust. Síðasta plata kórsins kom út fyrir síðustu jól og gekk vel og bytjað er á nýrri plötu sem ekki kemur þó út í vetur. Þá er stefnt að söngferð til Grænlands næsta sumar en endanleg ákvörð- un hefur ekki verið tekin um það. Þorvaldur telur enga ástæðu til að ætla annað en kórinn haldi núverandi stöðu sinni enn um sinn. „Ef við getum haldið okkar striki með lagaval og gerum eins vel og við getum tel ég að við þurfum ekki að óttast að aðsókn að tónleikum okkar minnki," seg- ir Þorvaldur G. Óskarsson. FERTUGASTA STARFSÁR KAMMERMÚSÍKKLÚBBSINS HEFST Á MORGUN KaMMERMÚSIKKLÚBBUR- INN hefur nú fertugasta starfsár sitt. Af því tilefni gengst hann fyrir sex tón- leikum í vetur í stað fimm, þar á meðal sérstökum af- mælistónleikum þann 9. febrúar en þá verða liðin 40 ár og tveimur dögum betur frá því fyrstu tónleikar klúbbsins voru haldnir í samkomu- sal Melaskólans í Reykjavík. Á afmælistón- leikunum verður meðal annars frumfluttur nýr íslenskur strengjakvartett sem saminn er sérstaklega af þessu tilefni. Hvaða tón- skáld er þar að verki verður á hinn bóginn ekki gefíð upp fýrr en nær dregur. Á starfs- árinu gefst einnig tækifæri til að minnast 200 ára afmælis Schuberts og 100 ára ártíðar Brahms. Það verður Erling Blöndal Bengtsson selló- leikari sem ríður á vaðið í Bústaðakirkju ann- að kvöld, sunnudagskvöld, og heíjast tónleik- arnir kl. 20.30. Mun hann leika Svítu fyrir selló nr. 6 í D-dúr eftir J.S. Bach, Dal regno del silenzio eða Úr þagnarheimi eftir Atla Heimi Sveinsson og Sónötu fyrir selló op.8 eftir Kodály. í tilkynningu frá stjóm Kammermúsík- klúbbsins segir að það sé sérstakt ánægju- efni að fá Erling Blöndal Bengtsson til að ERLING B. BENGTS- SON RÍÐUR Á VAÐIÐ fyrir blásturshljóðfæri eftir Ni- elsen, Sextett fyrir píanó og blás- arakvintett eftir Poulenc og Kvintett fyrir píanó og blásturs- hljóðfæri í Es-dúr eftir Mozart. Haydn, Mozart, Beethoven Sigrún og Sigurlaug Eð- valdsdætur, Guðmundur Krist- mundsson og Richard Talkowsky koma fram á þriðju tónleikum vetrarins, 24. nóvember. Á efnis- skrá verða Lævirkinn eftir Ha- ydn, Strengjakvartett í A-dúr eftir Mozart og Strengjakvartett í D-dúr, op.59.3 eftir Beethoven. Fjórðu tónleikamir, 12. jan- úar, verða tileinkaðir 200 ára syni píanóleikara. Munu þeir leika sex smálög afmæli Schuberts og mun Tríó Reykjavíkur fyrir blásturshljóðfæri eftir Ligeti, Kvintett ásamt Sigrúnu Eðvaldsdóttur fíðluleikara, hefja afmælisárið en til íslands kemur hann í því skyni að minn- ast þess, á öðrum vettvangi, að fimmtíu ár eru liðin frá því hann kom fyrst fram opinberlega á tónleikum hér á landi. „Hann hefur alla tíð verið klúbbnum haukur í horni og hefur síðan 1958 leikið á 14 tónleikum klúbbsins, einn eða með Árna Kristjánssyni. Fjórum sinnum hefur hann leikið allar svítur Bachs í röð og ásamt Árna öll verk Beethovens fyrir knéfiðlu og jn'anó," segir ennfremur. Á öðmm tónleikum starfsárs- ins, 13. október, verður Blásara- kvintett Reykjavíkur í sviðsljós- inu ásamt Kristni Emi Kristins- Erling Blöndal Bengtsson Sigurbirni Bemharðssyni víóluleikara og David Wells sellóleikara flytja verk hans Pía- nótríó í B-dúr, op.99 og Strengjakvintett í C-dúr, op.163. Fimmtu tónleikarnir, 9. febrúar, verða fyrr- nefndir afmælistónleikar Kammermús- íkklúbbsins. Verður þar fluttur af Bernardel- kvartettinum Strengjakvartett í B-dúr, op.130 eftir Beethoven, auk hins nýja íslenska strengjakvartetts. Á lokatónleikunum, 9. mars, verður 100 ára ártíðar Brahms minnst. Verkin sem flutt verða eru Kvintett fyrir píanó og strengi í f-moll, op.34, ljóðin Sapphische Ode, Geistliches Wiegenlied, Gestillte Sehnsucht og Botschaft, auk Kvintetts fyrir klarinettu og strengi í h-moll, op.115. Listamennirnir sem láta munu ljós sitt skína verða Sigrún og Sigurlaug Eðvaldsdætur fiðlur, Helga Þórarinsdóttir víóla, Richard Talkowsky selló, Alina Dubik messósópran, Einar Jóhannesson klarinetta og Richard Simm píanó. Ofangreindir tónleikar verða allir í Bústaða- kirkju og hefjast kl. 20.30 en fyrirvari er um breytingar á tónleikaskránni. Þá vekur stjórn klúbbsins athygli á því að Japis hf. mun eftir föngum reyna að hafa á boðstólum hljóðritan- ir af öllum þeim verkum sem flutt verða í vetur og standa þær klúbbfélögum til boða með 15% afslætti. 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 14. SEPTEMBER 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.