Lesbók Morgunblaðsins - 26.10.1996, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 26.10.1996, Blaðsíða 7
 nokkrir menn sátu kijúpandi og báðust fyrir Gamall maður ákallaði Allah háum og styrkum rómi. Mjó malbikunarrönd afmarkaði götuna frá sölubásum. Geitumar skoppuðu nokkuð fijálsar um, en á götunni blandaðist saman bílaumferð og asnavagnar. Sólin var brenn- andi heit, og kliðurinn af götulífinu var bæði framandi og sefjandi. Ég fann aftur fyrir óttanum sem ég hafði fundið fyrir í flugvélinni. Óttinn beindist að því að þurfa að stíga út í þennan heim sem var mér svo ókunnugur, en á sama tíma fann ég fyrir gleði yfir að hafa náð þessu tak- marki að hafa loksins komist þangað og til- hlökkun að takast á við það sem beið mín. Ég held að við hefðum bæði getað hugsað okkur að standa þarna á svölunum allan morg- uninn og virða fyrir okkur Jiennan heim, en slíkt kom ekki til greina. Ég ýtti kvíðanum ákveðin í burtu. Við urðum að fínna annað hótel og komast í samband við náungann sem ætlaði að hjálpa okkur að fínna húsnæði. Tveimur dögum síðar komumst við í sam- band við fjölskyldu Idrissa kunningja okkar frá Tucson. Einhver' misskilningur sem við komumst aldrei til botns í, hafði valdið því að við vorum ekki sótt á flugvöllinn. Fjölskyld- an bauð okkur að búa hjá sér á meðan leigu- íbúð losnaði, þar sem við gátum verið í rúm- lega í einn mánuð. Við vorum gestir á heim- ili þeirra í þijá daga. Við borðuðum með heimil- isfólkinu, sváfum undir berum himni, eins og aðrir í fjölskyldunni og horfðum á sjónvarp sem var haldið gangandi með bílarafgeymi. í þennan hluta höfuðborgarinnar hafði ekki verið lagt rafmagn. Allt var eldað á hlóðum utandyra. Á daginn sýndi Buubi, bróðir Idr- issa, okkur borgina. Hann fór með okkur á markaðinn, náttúrugripasafnið og háskólann, ásamt því að fara með okkur í heimsóknir til kunningja sinna. Eitt kvöldið heimsóttum við fjölskyldu sem bjó í miðbæ Niamey. Við geng- um inn í þröngan götukrók og þaðan inn í lítinn bakgarð, þar sem fjölskyldan sat og horfði á sjónvarpið. Eina birtan kom frá sjón- varpstækinu. Það var svo mikið myrkur að ég hrasaði í sífellu, gat rétt greint hendurnar sem voru réttar til mín, bæði til stuðnings og í kveðjuskyni. Árni, alinn upp í Borgarfírðin- um, var betur settur og gat greint helstu misfellur í jarðveginum. Okkur var boðið besta sætið fyrir framan sjónvarpið þarsem við sát- um í myrkrinu, drukkum te og horfðum á franska sjónvarpsmynd. Eins yndislegt og það var að vera gestur hjá þessari fjölskyldu þá var léttir að fá okkar eigin samastað, sérstaklega þar sem mín biðu ákveðin verkefni. Litla íbúðin, þar sem við bjuggum þær fímm vikur sem eftir voru, var í rólegu hverfí, hinum megin við Níger-ána. Til þess að komast í miðbæinn þurftum við því að fara yfír brúna á ánni sem tengir sam- an borgarhlutana. I íbúðinni voru samliggj- andi herbergi, útiklósett, sturta og krani. Fjölskylda Buuba var svo almennileg að lána okkur matarílát, rúmfatnað, tvo stóla, ásamt járnfötu sem var notuð til að þvo upp matarílát og fötin okkar ásamt því að vera nauðsynleg til að sturta niður úr klósettinu. Þegar við vorum komin með samastað, fannst mér ég ekki geta verið ferðamaður lengur heldur væri tími til kominn að vinna að undir- búningi doktorsrannsóknar minnar. Ég hófst því handa næstu vikumar að koma mér í sam- band við aðila sem unnu að þróunarverkefnum í Níger, taka viðtöl og safna gögnum. Sú vinna reyndist þó mun flóknari en ég hafði gert ráð fyrir. Eftir á að hyggja held ég að hægt sé að_ staðhæfa að allt í Níger sé ákaflega erfítt. Ég er ekki að lasta landið með þessum orðum mínum, heldur að vísa til hvernig hlutir sem ég leiddi ekki hugann að sem mögulegum vandamálum reyndust þurfa vinnu, orku og undirbúning. Það eru til dæmis engar almenningssam- göngur í höfuðborginni, heldur þarf að ferð- ast á milli staða með leigubílum. Leigubílam- ir voru fylltir af fólki sem var að fara á svip- aðar slóðir, og jafnvel þótt verð væri nokkuð staðlað, þurfti samt að prútta. Oftast þurftum við að taka tvo leigubíla á ákveðinn áfanga- stað. Það reyndist okkur ómögulegt að ganga á milli staða vegna hitans, sérstaklega fyrstu vikurnar þegar heitast var. Það var enginn slmi í nágrenninu og þess vegna var okkar fyrsta verk flesta daga að taka leigubíl að næsta síma til þess að hringja á mismunandi staði, eða til að fínna fólk sem vissi hvar hitt og þetta væri að fínna. Götunöfn eru til í Níger en þau em almennt ekki notuð og því þekkt af fáum. Til þess að útskýra fyrir leigu- bílstjóra hvert ferðinni væri heitið, varð maður venjulega að vita nafnið á einhverri merki- legri byggingu, torgi eða stræti sem var í nánd við áætlunarstaðinn. Þegar maður er ókunnugur í landinu er ekki alltaf auðvelt að nálgast slíka vitneskju. Flestailir sem við kynntumst vom ótrúlega almennilegir og hjálpsamir. Ég hugsaði oft um þá neikvæðu mynd sem fjölmiðlum hættir til að draga af Afríku, sem heimsálfu ringulreiðar og ofbeldis. Mér er ákaflega minnisstætt í því sambandi eitt at- vik, kannski fyrir þá ástæðu hversu lítið og látlaust það var. Buubi hafði fengið lánaðan bíl hjá einum bræðra sinna til þess að keyra okkur í miðbæinn. Við vomm aðeins búin að keyra í tíu mínutur þegar bíllinn varð bensín- laus. Það var ekki annað að gera en að fara og sækja bensín. Árni fór með Buuba, en ég beið hjá bílnum. Hitinn var gífurlegur og ég stillti mér upp undir tré sem stóð nálægt slóð- anum til þess að njóta skjóls fyrir geislum sólarinnar. Á sömu stundu kom lítill drengur til mín, svona sjö, átta ára. Hann var alvarlegur í bragði og rogaðist með stól. Hann lét stólinn niður hjá mér og benti mér að setjast. Heim- ili hans var álengdar og ég sá mömmu hans horfa í áttina til okkar. Drengurinn settist á jörðina við hlið mér og beið þögull þangað til Árni og Buubi komu til baka með bensínið. Ég fór með stólinn til baka, ætlaði að þakka konunni fyrir en hún hafði lítinn áhuga á þakklæti. Brosti bara vinsamlega til mín, og hélt áfram við sín verk. Ég hugsaði með mér: „Hún hefði ekki þurft að gera þetta, hún gerði þetta ekki til þess að fá eitt eða neitt fyrir ómakið." Á einhvern hátt þá gerði sú hug- mynd mig hamingjusama og lét mér líða eins og heimurinn væri betri staður fyrir vikið. Það var ekki fyrr en í seinni hluta dvalar minnar i Níger sem ég komst i samband við einstaklinga í WoDaaBe þjóðflokknum. Á þeim tima hafði ég tekið viðtöl við nokkra aðila i hjálparstarfi, en allt hafði gengið hægt og erfíðlega fyrir sig, eins og ég lýsti fyrr. Við Árni eignuðumst tvo mjög nána vini í hópi WoDaaBe, sem heita Girgi og Ibouni. Girgi og Ibouni eru báðir farandverkamenn í Nia- mey. Þeir vinna ásamt konum sínum og börn- um í höfuðborginni níu mánuði á ári en dvelj- ast hjá stórfjölskyldu sinni á hirðingjasvæðinu í norðurhluta landsins í 3 mánuði á ári. Farandverkamennska hjá WoDaaBe hefur orðið æ algengara lífsmunstur á síðustu tveim- ur áratugum. Ástæðumar fyrir því eru marg- ar, en farandverkamennska felur í sér marg- vísleg vandamál. Farandverkamennska þýðir oft að hinir öldruðu, veiku eða lasburða og börn eru skilin eftir til að sjá um hjörðina á meðan dýrmætasta vinnuaflið yfírgefur heim- ilið til þess að fara i daglaunavinnu. Flestir WoDaaBe karlmenn vinna í Niamey við að búa til skartgripi, aðallega til þess að selja ferðamönnum og við varðgæslu á húsum. Konurnar vinna oft við að setja upp hár ann- arra kvenna. I fyrstu voru samskipti okkar við Girgi og Ibouni ákaflega erfíð vegna tungumálaörðug- leika. Báðir töluðu fjölmörg tungumál fyrir utan sitt eigið-, en á flestum þeirra höfðum við Árni hvorugt mikla þekkingu. Girgi talaði frönsku, en okkur gekk illa að halda uppi samræðum á frönsku. Þeir báðir höfðu lært svolítið i ensku í Nígeríu, en framburður og orðanotkun var mjög ólíkt því sem við Ámi áttum að venjast. Það sem skipti mestu var að viljinn til þess að skilja hvert annað var fyrir hendi. Þessir tungumálaörðugleikar voru leystir á ótrúlega skömmum tima, á þann hátt að við lærðum inn á orðanotkun hvers annars. Stundum töluðum við frönsku, en stundum ensku. Ég hafði lært nokkur orð í Fulfulde, sem er þjóðtunga þeirra, og sú þekking vakti mikla ánægju. En þeir voru báðir ákveðnir í að bet- ur skildi gert í þeim efnum. Á hveijum degi sagði annarhvor þeirra að nú ætti ég að ná í blað og penna og við skildum setjast niður og æfa Fulfulde. Þeir sátu þolinmóðir við hlið mér, og kenndu mér orð og setningar yfirþað sem þeir álitu gagnlegast. Þeir vissu að Arni kæmi ekki til baka til þess að gera rannsókn eins og ég, og eyddu því meiri tíma í að kenna mér og undirbúa mig undir næstu komu mína til Níger, en litu á Arna með mikilli virðingu sem vemdara minn og aðstoðarmann. Samskiptin við þá báða voru í alla staði ákaflega gefandi fyrir mig og Áma. Við kom- um með dagatal frá íslandi, með fjöllum, vötn- um og kvikfénaði, sem vakti mikla hrifningu. Árni var spurður spjörunum úr varðandi kind- ur og kýr og íslenska sveitamenningu. Þeirra hjálp reyndist mér ómetanleg, og það ásamt öðru gerði þessa ferð mína að mikilvægum undirbúningi fyrir vettvangsrannsóknina. Girgi og Ibouni hafa mikinn áhuga á doktors- verkefni mínu, en skilja þó ekki fyllilega af hveiju stúlka frá landi svo fjarlægu eins og íslandi vill dveljast í eyðimörk í Níger og gera rannsókn varðandi WoDaabe! Jafnvel þótt hvomgur þeirra sé læs eða skrifandi hafa þeir sent mér fjögur bréf. Þeir borguðu ein- hveijum kunninga sínum fyrir að skrifa upp texta eftir fyrirmælum þeirra. Hvert bréf kall- ar fram bros á andliti mínu, og eftirvæntingu að fara aftur til Níger og vinna með þeim. Höfundurinn er í mannfræðinómi og vettvangs- könnun í Níger var hluti af nóminu. Kristín er nú enn ó ný komin til Ntger. MARGT kemur spánskt fyrir sjónir. Hér eru fólks- og vöruflutningar á öldruðum vörubíl. TÚAREGAR eru hávaxnir og þekktir fyrir litskrúðug klæði. HÚSMÓÐIR í Níger. Landið er eitt af þeim fátækustu i Afríku. UNGIR Nígerbúar. Ævilfkurnar er ekki nema 45 ár og aðeins eru 30% þjóðarinnar læs. KRISTÍN og hjálparheilan Buubi leggja af stað í leiðangur. í MATMÁLSTÍMANUM er leitað íforsælu, en úlfaldinn bfður og er þolinmæðin upp- máluð. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 26. OKTÓBER 1996 T

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.