Lesbók Morgunblaðsins - 26.10.1996, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 26.10.1996, Blaðsíða 8
INNVIÐIR 18. aldar kirkju í Reykjavík. Stílfærð hugmynd. Karl Aspelund teiknaði, jjlfll: II Éfii- mtíkí ■ tíít 'tím ■ ¥«v JU-fe tjU. | |i|l!j§ R vM DÓMKIRKJAN sé DOMKIRKJAN I RE EFTIR GÍSLA SIGURÐSON Dómkirkjan var arftaki hinnar fornu Víkurkirkju og vígð á þ >eim stað þar sem hún stendur nú árið 1796. En það var aðeins byrjunin. Veðurfarið og ótraustir byggingarhættir sáu til þess að hvað eftir annað var þessi höfuðkirkja þjóðarinnar að * nióuriotum komin. A gfmælinu kemur út saga Dóm- kirkjunnar í tveimur bindum sem sr. Þórir Stephen- sen hefur ritaó. Hér er gluggaó í fyrra bindió sem er um byggingarsögu kirkjunnar. ÓMKIRKJAN í Reykjavík hefur verið á sínum stað í tvær aldir. Hún hefur verið það hús sem löngum gnæfði yfír lágreista byggðina eins og sjá má á fjölmörgum teikningum frá síðustu öld. En hún hefur tekið veruleg- um breytingum, einkum á fyrri 100 árunum og kemur til af því að menn höfðu þá hvorki verkþekkingu né byggingarefni til þess að byggja hús sem staðizt gæti íslenzka veðráttu til langframa. Saga Dómkirkjunnar er um leið saga þjóðar í nauðum. Hún er saga þjóðar sem átti enga iðnaðarmenn og enga verkkunnáttu til að byggja annað en frumstæð hús eða torf- kofa. Við Dómkirkjusmíðina og á öllum við- gerðarstigum hennar fengu okkar menn verð- mæta, verklega kennslu, en Danir voru í þessu efni óralangt á undan hinum vanþróaða útnára í ríki sínu. Þeir gátu byggt traust og endingar- góð hús heima í Danmörku, en réðu ekki við það vandasama verkefni að byggja kirkju í Reykjavík sem staðið gæti meira en mannsald- ur. Að liðnum 30 árum var yfírleitt svo komið að kirkjan mátti kallast ónýt. Dómkirkjusaga sr. Þóris Stephensen Á þessum tímamótum kemur úr saga Dóm- kirkjunnar eftir sr. Þóri Stephensen, staðar- haldara í Viðey og fyrrverandi Dómkirkju- prest. Hún er viðamikið verk í tveimur bindum. Fjallar fyrra bindið um Víkurkirkjur, aðdrag- andann, og síðan sjálfa kirkjubygginguna. En þeirri sögu lýkur ekki þar með. Hún nær langt fram á þessa öld og bregður eiginlega átakan- legu ljósi á endingarleysi alls sem gert var. Þetta er heimilda- og sagnfræðirit, sem segir í rauninni miklu víðtækari sögu en af byggingu og endurbyggingum kirkjunnar. Þar er gengið langt í að tína til smáatriði og má vera að slík nákvæmni þreyti einhveija lesendur. En um leið er þetta viðamikil heimild, ekki aðeins um kirkjusmíðina og kirkjugripina, heldur um lífíð í höfuðstaðnum og aldarandann þar. Síðara bindið er sagan af safnaðarstarfínu, þar á meðal tónlistarþættinum, og verður fjallað um það á öðrum stað í Morgunblaðinu. Vikurkirkjan í bókinni er rakin saga Víkurkirkju; það var sú kirkja sem búin var að standa lengi í Kvo- sinni en ekki á sama stað og Dómkirkjan var byggð. Sú kirkja hafði verið byggð úr torfi og gijóti að þeirrar tíðar hætti og hún stóð í túni landnámsmannsins. Kirkja hefur verið reist í Reykjavík skömmu eftir kristnitöku, en hvar? Eftir fomum íslenzkum kirkjulögum stóð kirkj- an nánast alltaf í miðjum kirkjugarði, segir bókarhöfundurinn. Engin fom kuml hafa þó fundizt í heimalandi Reykjavíkur og engin merki eru um kristinn grafreit sem eldri er en kirkjugarðurinn gamli við Aðalstræti, hinn forni Víkurgarður. Á elzta uppdrættinum af Seltjarnamesi og eyjunum frá árinu 1715 er Víkurkirkja sýnd í kirkjugarði gegnt Víkurbænum. Af máldögum frá því á 17. öld má ráða að kirkjan sé á þess- um stað. Líklegast er, segir sr. Þórir, að afkom- endur Ingólfs hafí reist kirkju þar sem nú er Víkurgarður og að kirkjur hafí staðið þar til ársins 1796, að gamla múrkirkjan var vígð. Elztu heimildir um Víkurkirkju eru í skrá Páls Jónssonar biskups frá aldamótunum 1200 um þær kirkjur í Skálholtsbiskupsdæmi þar sem vantaði presta. Nokkrir máldagar hafa varðveizt; sá elzti frá 1379 og sá yngsti frá 1505. Eftir siðbreytingu er til einn máldagi og að auki vísitasíubækur prófasta. Frá alda- mótunum 1500 eru til nokkuð samfelldar heim- ildir um Víkurkirkju, sem hvorki var stór né ríkulega búin. Kirkjan virðist hafa verið helguð Jóhannesi guðspjallamanni, en kölluð Jóns- kirkja engu að síður. Hún átti land allt að Seli, hvar sem það hefur nú verið, selalátur í Örfírisey, sælding í Akurey, reka á Kirkusandi og fjórðung reka á móti Nesi, Engey og Laug- arnesi. Víkurholt átti hún með skóg og sel- stöðu; einnig 12 kýr og ýmsa kirkjugripi. Af bréfabók Gísla Oddsonar frá um 1634 má ráða að þá hafí verið torfkirkja í Vík, sjö stafgólf og þar af tvö í kór, en að kórinn hafí verið minni og mjórri. Sú gerð var kölluð róm- önsk og þannig eru hinar elztu kirkjur á Norð- urlöndum. Um 1720 var kirkjan stækkuð í níu stafgólf, en með stafgólfí er átt við bilin milli stoðanna sem héldu uppi bitum og sperrum. Sr. Þórir telur að þá hafí kirkjan verið byggð upp af þremur ferningum; tveir mynduðu kirkjuskipið, en sá þriðji var minni og myndaði kórinn. Ólíklegt er að það sé tilviljun, heldur hafí ákveðin hugmyndafræði og dulhyggja verið að baki. Siðabreytingin sem gekk í garð 1540 hafði í för með sér að dýrlingamyndir og aðrir „páp- ískir“ hlutir hurfu, þar á meðal dýrlingalík- neski Maríu og Jóhannesar. Þau tímamót urðu snemma á 18. öldinni, að Brandur Bjarnhéðins- son lögréttumaður og lögsagnari, sem bjó 5 Vík 1708-1730, endurbyggði og stækicaði kirkjuna og notaði til þess 60 greniborð, sem danskur maður gaf. Brandur gaf kirkjunni fyrstu altaristöfluna, sem síðar var flutt í Múrkirkjuna við Austurvöll og notuð þar til 1818. í tíð Skúla Magnússonar komst kirkjan í eignarhald og umsjá Innréttinganna og kemur fram í prófastsvísitasíu 1762 að „fyrir foranst- altning veleðla herra landfógetans Skúla Magn- ússonar hafi verið byggður einn nýr kór, allur af timbri.“ Árið 1769 var svo komið að Finnur biskup Jónsson fann mjög að ástandi kirkjunn- ar. Hún var þá endurbyggð um haustið úr timbri og stóð þá í fyrsta sinn í margar aldir 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 26. OKTÓBER 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.