Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1997, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1997, Qupperneq 3
LESBÖK MORGLNBLAÐSINS - MENNING LISTIR 45. TÖLUBIAÐ - 72.ÁRGANGUR EFNI Náttúrufar í bútum er heiti á grein eftir Ara Trausta Guðmundsson, jarðeðlisfræðing, og fjallar um eitt og annað sem snertir hálendið. Þar segir m.a.: „Vegalagning og lagning slóða er gott dæmi um hamslausa reitun. Rúmlega 12 þús. km eru til af „löglegum" vegum í landinu og þúsundir kílómetra af vegum, slóðum og götum sem fáir vita um, enn færri nota og ekki eru til á korti. Árlega bætast við vegir og slóðar „eftir hentugleik- um“. Listaverkasafnarinn bandaríski, Charles H. Carpenter, jr., hefur heimsótt Island, en hann er efnaverkfræð- ingur og einn af kunnari söfnurum Banda- ríkjanna. Einar Falur Ingólfsson hitti hann að máli og vildi Carpenter hvetja Islendinga til að fjárfesta í og prýða heimili sín með myndlist. Fyrsta flauta Sinfóníuhljómsveitar íslands á árunum 1962-65, breski tónlistarmaðurinn og sál- greinirinn Averil Williams var á ferð hér á landi á dögunum f fyrsta sinn f tvo áratugi. Hún segir í samtali við Orra Pál Ormarsson, að hún hafi farið á tónleika nýverið og Sin- fónfuhljómsveit íslands sé orðin frábær hljómsveit. „Eg vissi eiginlega ekki hvort ég átti að hlæja eða gráta eftir tónleikana, það hafði enginn búið mig undir þetta,“ segir hún. Astrid Lindgren, sem heimsþekkt er fyrir barna- bækur sínar og Lfnu langsokk, er orðin ní- ræð. Af því tilefni skrifar Þorleifur Hauks- son grein um Astrid og sögur hennar sem eiga það sameiginlegt að vera sprottnar úr því umhverfi þar sem hún ólst upp, en í nóv- ember 1907 fæddist hún skammt frá Vimmerby í Smálöndum og ung tók hún ást- fóstri við Hamsun og telur að bók hans, Sultur, hafi hrifið sig mest. Hvolfþök án súlna voru byggð á dögum Rómverja og standa sum þeirra enn. Nú hefur gerð hvolf- þaka gengið í endurnýjun h'fdaganna með nýrri tækni, sem gerir fýsilegt að byggja yf- ir stór hús eða svæði, svo sem íþróttaleik- vanga. Tjald sem myndar yzta byrði hússins er blásið upp og steinsteypu og einangrun blásið innan á tjaldið. Komin er reynsla á slík hús í Bandarfkjunum og þykja þau þola fárviðri framúrskarandi vel. Forsíðumyndina tók RAX ó Landmannaafrétti. NORDAHL GRIEG LONDON - Brot - MAGNÚS ÁSGEIRSSON ÞÝDDI Vér hlustum í múgborgarmyrkri á moi’ðdrekaflugsins gný. A háloftsins helspunavélum öll hjól eiu þeytt á ný. Um vindása Vetrarbrautar sér verkhraðir gróttar þyrla. Svo fellur úr lofti farmm' af feigð yfir þök og hvirfla. Vérfínnum, hve fnæsandi nálgast hið fallhraða tundurstál, sem líkamans umkomuleysi laði eins og segulnál. Um húsið fer hriktandi skjálfti, er hryðjurnar yfír ríða. Svo þessi var ætluð öðrum! - Þá er hinnar næstu að bíða! Vor hlutur er betri en hinna, sem hugi-ekkið létu fyi’st, og óttast um hitt á eftir í álfunnar fangavist. í frelsi er oss fært að hjálpa þeim fjötruðu, er á oss kalla. Og því brosa menn í myrkri, á meðan sprengjiu'nar falla. Nordahl Grieg, 1902-1943, var norskt skóld, sem barðist með norsku andspyrnu- hreyfingunni ó stríðsórunum og féll í loftbardaga yfir Berlín. Hann dvaldist um tfma ó íslandi og kona hons, leikkonan Gerd Grieg, lék um tíma með Leikfélogi Reykjavíkur. Eftir Nordahl Grieg liggja skóldsögur og leikrit auk Ijóðanno. RABB AFMÆLI NÚ nýverið varð ég fimmtugur sem ekki er í frásögur færandi enda gengur þetta náttúrlega yfir alla þá sem lifa nógu lengi til þess ama. Eins og nærri má geta bárust mér margar gjafir og góðar sem eins kon- ar verðlaun fyrir umrætt langlífi. Eftir öll hátíðahöldin leit ég yfir gjafirnar með til- liti til þess hvað sýnist við hæfl að færa fimmtugum kennara. Skömmu áður hafði mér verið boðið í sextugsafmæli og af gjöfunum að dæma virtist sá sextugi engrar ánægju njóta nema þeirrar að drekka koníak og reykja vindla auk þess sem hann fékk tvö málverk, öðm þeirra stórspillt með forljótum silfurskildi neðst á rammanum. Hinn sextugi var ekki kenn- ari heldur deildarstjóri í fyrirtæki. Eg skipti gjöfunum mínum í flokka. Fyrsti flokkur var karlmannlegar gjafír. Það gladdi mig talsvert að enn sýndist við hæfl að telja mig til einhvers konar karl- mennis. Augljósasti vottur þess voru flrnaglæsilegar vöðlur. Ekld þessar úr gúmmíi sem sífellt em rifnar og hleypa heilu stórfljótunum í gegnum sig og láta mann sitja uppi með kvef og hálsbólgu eftir hverja einustu veiðiferð. Þessar mín- ar nýju vöðlur em léttar og falla vel að líkamanum og verja hann auk þess kulda. Þetta var karlmannlegasta gjöfin mín og mig dreymir um það dag og nótt er ég stend í miðri laxveiðiá næsta sumar og fylli kvótann - án þess að vera rassblaut- ur eins og venjulega. Onnur gjöf, sem benti til hins sama, var tímaritið Playboy, fornfrægt rit sem teng- ist minningum flestra manna með áhrifa- miklum hætti. Nú brá hins vegar svo við að mér fannst ritinu hafa hrakað nokkuð og hreint ekki eins æsandi sem forðum daga. Varð ég að þola margs konar ósmekklegar aðdróttanir fyrir þetta og verða þær ekki hafðar eftir hér. Eins og alkunna er hefur rit þetta þriflst á því að birta myndir af berrössuðum konum. Sú sem þetta gerði með mestum tilþrifum í afmælisgjöfinni minni reyndist vera 47 ára gömul og mér fannst það náttúrlega varla háttvísi að færa manni í hámarki síns gráa flðrings svo gamla kerlingu bera. Eg tel enn til karlmannlegra gjafa viskí það og koníak sem mér barst. Að vísu er svo komið að ég get hvorugan þessara drykkja snert, nema svo sem fingurbjarg- arfylli, án þess að veröldin taki alls kyns stökkbreytingum og ég með - og eru af því ljótar sögur. Samt þóttu mér þessar gjaflr mikilsverðar fyrir hugsunina sem lá að baki - og eru nú taldar upp hinar karl- mannlegu gjafir. Næsta flokk kalla ég gjafír bókmennta- fræðingsins. Það yrði of langt má að telja upp allar þær góðu bækur sem ég fékk. Það er bara þannig að af slíkum gjöfum fær maður aldrei nóg. Eg nefni þó eina sem fylgdi Playboy-gjöfinni. Það var lítið kver eftir einhvern Ingimund gamla, Leiðarvísir í ástamálum I, Fyrir karl- menn, frá árinu 1922 Þannig hefur hann pistilinn um það hvernig ástaþránni skuli fullnægt: „Að kynnast vændiskonu er eng- um efiðleikum bundið. Til þess þarf venju- lega eigi annað en peninga.“ Ég þurfti ekki að lesa lengra. Enn eina sönnun hafði ég þó fengið þess að flestöll lífsgæði strönduðu á kennaralaununum. Þriðja flokk gjafanna kalla ég kennara- gjafír. Þær gjafir eru í fyrsta lagi fót. Ég ætla ekki að hefja upp neinn barlóm - en eitt af því sem hægt er að spara, meðari þetta meinta góðæri gengur yfir, sumir kalla það „gróðæri", er fatakaup - sem verður náttúrlega til þess að larfarnir ut- an á okkur taka óðfluga að trosna. A fimmtugsafmæli mínu var það einkum fjölskylda mín sem greip í taumana. Ég eignaðist sem sé stælskó, stælskyrtu, stælbindi og fleira fallegt í nýjustu línun- um. Ég vonast til að eftir þessu verði tek- ið um skeið. Onnur dæmigerð kennaragjöf er pen- ingar. Landslýð er víst ljóst að til kennara fer lítið úr fjárhirslum ríkisins. Enginn vafi leikur á að fjöldi velunnara minna og vina hóf fjársöfnun - eins og stórflóð hefði fallið í fjarlægu ríki - og ég hef ekki verið svona vel stæður um langt skeið. Sumt fjárins er í formi úttektarseðla (gjafakorta) í Kringlunni svo að féð færi ekki allt í salt í grautinn og símareikn- inga. Það er ekki lítið tilhlökkunarefni að fá að skeiða um Kringluna gjörvalla og kippa einhverju fallegu úr hillunum og vera ofan á allt borgunarmaður fyrir því. Upptalningu minni er lokið. Hún leiðir í ljós að afmælisgjafir breytast með aldri afmælisbarnanna. Mínar gjafir sýndu að ég er enn í nokkrum blóma þótt ekki leyni sér að fyrri helmingnum er lokið. Nú er bara að reyna að vanda sig að lifa svo að einn góðan veðurdag geti maður fagnað sextugsafmæli. Líkast til verður kennara- stéttin liðin undir lok, stjórnvöldum til ævarandi gleði, og afmælisgjafirnar mínar fyrst og fremst málverk með silfurskjöld- um, haugar af dýrum vindlum og tunnur koníaks. ÞÓRÐUR HELGASON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 15. NÓVEMBER 1997 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.