Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1997, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1997, Blaðsíða 19
Morgunblaöið/Ámi Sæberg HLUTI flytjenda sem fram koma á tónleikum Caritas í Kristskirkju á morgun, sunnudag. Gunnar Kvaran, sellóleikari, Ragnhildur Pétursdóttir, fiðluleikari, Einar Jóhannesson, klar- inettleikari, og Zbigniew Dubik, fiðluleikari. ✓ TONLEIKAR TIL STYRKTAR BÁGSTÖDDUM CARITAS á íslandi efnir til tónleika til styrktar bágstöddum fyrir jólin í Krists- kirkju, Landakoti, sunnudaginn ltí. nóvem- ber kl. 17. Aðstoðin fer fram í samstarfi við Hjálparstofnun kirkjunnar. Leitað hefur verið til fjölmargra listamanna og efnisskrá tónleikanna er viðamikil. I hópi flytjenda eru einleikarar, söngvari og kór. Flytjendur á tónleikunum eru Einar Jó- hannesson, klarinettleikari, sellóleikararnir Gunnar Kvaran og Nora Kornbluh, fiðlu- leikararnir Ragnhildur Pétursdóttir og Zbigniew Dubik, Signý Sæmundsdóttir, sópransöngkona, og Hamrahlíðarkórinn undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Org- elleikari er Steingrímur Þórhallsson. A efn- isskrá eru kórverk eftir Atla Heimi Sveins- son og Þorkel Sigurbjörnsson. Gunnar Kvaran flytur kafla úr einleikssvítu eftir Bach og verk eftir Gounod ásamt orgelleik- aranum Steingrími Þórhallssyni, sem einnig leikur með í einleiksverkum Einars Jóhann- essonar eftir Tartini og Hovhaness. Signý Sæmundsdóttir syngur aríur eftir Hándel. Önnur verk eru eftir Johan Halvorsen og Schubert. Caritas er alþjóðlegt styrktarfélag innan kaþólsku kirkjunnar sem stofnað var í Þýskalandi seint á síðustu öld. íslandsdeild Caritas var komið á laggirnar árið 1989 og formaður félagsins er Sigríður Ingvarsdótt- ir. Ár hvert stendur félagið að átaki til styrktar alhliða líknarstarfi og marka góð- gerðartónleikarnir upphaf þess starfs. Síð- asti sunnudagur í nóvember er söfnunar- dagur Caritas. Meðal þeirra sem notið hafa aðstoðar Caritas má nefna krabbameinsveik börn og alzheimer-sjúklinga á Islandi. I ár beinir félagið athygli sinni að. öllum þeim sem líða skort í samfélaginu. GESTALEIKUR FRA VILNlUS í ÞJÓÐLEIKHÚSINU LÍTHÁÍSK uppfærsla á Grímudansleikn- um, Maskarad, eftir rússneska skáldið Mik- hail Lérmontov, verður sýnd á Stóra sviði Þjóðleikhússins 19. og 20. nóvember næst- komandi. Leikstjóri er Rimas Tuminas, sem kunnur er af uppfærslum sínum á Mávinum, Don Juan og Þremur systrum í Þjóðleikhús- inu en sýningin er samstarfsverkefni þjóð- leikhúss þein’a Litháa og Litla leikhússins í Vilníus. í kynningu kemur fram að leikararnir átján, sem þátt taka í sýningunni, séu í fremstu röð litháískra leikara og að sýningin á Grímudansleiknum hafi unnið til verð- launa í Litháen, Póllandi og Rússlandi, auk þess að vera boðið á fjölda leiklistarhátíða víða um heim. Mikhail Lérmontov (1814-1841) hefur oft verið nefndur arftaki Pushkins. Hann telst í hópi rómantískra höfunda en jafnframt ein- kennast verk hans af háðskri ádeilu og bitru raunsæi. Lérmontov skrifaði fimm leikverk en afkastamestur var hann í ljóðlist og skáldsagnagerð. Söguhetjur hans eru gjarn- an fulltrúar „óþörfu mannanna“, ungra gáfumanna sem voru áberandi á tímum skáldsins og komu síðar mjög við sögu í rússneskum bókmenntum. Texti Grímudansleiksins mun birtast í ís- lenskri þýðingu á skjá í Þjóðleikhúsinu og mun það vera í fyrsta sinn sem slíkt er gert í leikhúsi. Hefur þessi tækni til þessa ein- göngu verið nýtt á óperusýningum. ÚR uppfærslu þjóðleikhússins í Litháen á Grímudansleik Lérmontovs. Menntamálaráðhen-a Litháens verður með leikhópnum í för en heimsókn þessi er liður í samstarfssamningi sem þjóðleikhús landanna tveggja hafa gert sín á milli. AKALL TIL FRIÐAR IÓM.ISI Sfgildir diskar BARTÓK Béla Bartók: Strengjakvartettarnir 6. Emer- son strengjakvartettinn (Eugene Drucker, Philip Setzer, fiðlur; Lawrence Dutton, vfóla; David Finckel, selló.) Deutsche Grammophon 423 C57-2. Upptaka: DDD, Ncw York 1-3/1988. Útgáfuár: 1988. Lengd (2 diskar): 148:39. Verð (Skífan): 2.999 kr. ÁSAMT 15 kvartettum Sjostakovitsjar eru hinir 6 strengjakvartettar Bartóks tald- ir merkasta framlag til tóngreinarinnar á 20. öld (hugsanlega eiga 20 kvartettar Holmboes eftir að teljast þar með, þótt enn séu mun óþekktari, enda fyrst að koma út í heild á plötu núna). En ef áhrifamáttur einn og sér er mælikvarði, þá skaga hin ein- stæðu verk Bartóks upp úr flestu öðru, jafnvel að síðustu kvartettum Beethovens meðtöldum. Bartók-kvartettamir eru engar jólalummur. Þeir heimta sitt af áheyrand- anum, en skila því líka margfalt aftur eftir hæfilega legu í sém'tunnum þroskans. Engu að síður er svo mikið vatn nú til sjáv- ar runnið, að nýr hlustandi sem torgað get- ur Gorecki og MacMillan, ætti auðveldlega að geta fundið eitthvað við sitt hæfi strax við fyrstu heym, þó að enn fleira eigi eftir að bætast við síðar. Nóg er t.a.m. fyrir hrynfíklana - heyrið bara „tangó“-músík- ina og „búlgörsku" rytmana í nr. 5! Og fyrir sögumeðvituðum lifnar fyrri hluti 20. aldar bókstaflega við - fríða skeiðið í nr. 1 (1909), fyrri heimsstyrjöldin í nr. 2 (1917), milli- stríðsárin í nr. 3, 4 og 5 (1927,1928 & 1934) og dögun seinni heimsstyrjaldar í nr. 6 (1939), djúpu, persónulegu ákalli manns- andans til friðar. I einu orði sagt mögnuð tónlist. Sem meginprófsteinar í sinni grein er lítil furða þótt margar hljóðritanir séu þegar í boði af Bartók-kvartettunum á geisladisk- um. Meðal heildarútgáfna má nefna fram- lög fjórmenningshópa sem kenna sig við Takács, Végh, Alban Berg, Lindsay, New Budapest, Chilingrian, Keller, Novák og Bartók. Hinn aðeins níu ára gamli Emer- son-kvartett (á upptökutíma) stendur þar framarlega. Hann hlaut verðlaun tímarits- ins Gramophone fyrir sína túlkun, og ekki að ófyrirsynju, því spilamennskan er bæði innlifuð og örðulaus, þó að blóðið freyði kannski ekki jafnheitt og hjá Janácek-kvar- tettnum á átakamestu sveiflustöðum í nr. 5 (aðalviðmiðun undirritaðs), því Tékkamir tóku ívið meiri áhættu, e.t.v. á kostnað fág- unar. En túlkun Emersons er engu að síður mjög sannfærandi, og miðað við fremm- hagstætt verð (fyrir DG), fína hljóðritun og velskrifaðan bækling verða þessi að teljast afar góð kaup fyrii' lífstíðarfylginaut. THOMSON Virgil Thomson: Kvikmyndatónlist (Svíta úr The Plough that Broke the Plains; Svíta úr Louisiana Story; Akadiskir dansar og söngv- ar úr Louisiana Story; Fúgur og kantílenur úr Power Among Men. Nýja Lundúnahljóm- sveitin u. stj. Ronalds Corps. Hyperion CDA6G576. Upptaka: DDD, Londonj?] 10/1991. Útgáfuár: 1992. Lengd: 68:06. Verð (Japis): 1.490 kr. VIRGIL Thomson (1896-1989) naut sem tónlistargagnrýnandi ekki ósvipaðrar stöðu óttablandinnar virðingar í Bandaríkj- unum á fyrri hluta aldarinnar og Eduard Béla Bartók Hanslick í Vínarborg tveimur kynslóðum á undan. En andstætt Hanslick var Thomson einnig virtur sem tónskáld. Hann nam tón- smíðar við Harvard, síðar hjá Nadiu Bou- langer, og tengdist Satie og franska tón- skáldahópnum Les Six vináttuböndum. Og þó að lítt væri gefinn fyrir að bera tilfinn- ingar á torg, náði Thomson að semja þrjár óperur, Fjórir dýrlingar í þrem þáttum, Móðir okkar allra (báðar við librettó eftir Gertrude Stein) og Byron lávarður, sem að vísu hafa enn ekki hlotið mikla útbreiðslu, og líklega að ósekju. Thomson samdi aldrei fyrir Hollywood. Samt er kvikmyndatónlist hans meðal fremstu framlaga Bandaríkjamanna til greinarinnar. Heimildai-mynd Pares Lor- entz um Sléttuplóginn (1936) og hörmung- ar Rykbalans svonefnda (Dust Bowl), þeg- ar akurlendi miðvesturríkjanna blés upp í þurrkum í byrjun heimskreppunnar, var ríkisstyrkt - gerð fyrir nýstofnaða Kvik- myndaþjónustu ríldsins (Hollywood sá fljótlega til þess að slík „ójöfn samkeppni“ yrði lögð niður), og mynd Roberts Flaher- tys, Louisiana Story (1948) og heimildar- mynd Thorolds Dickinsons, Power among Men (1958) voru einnig óháðar drauma- verksmiðjunni. Góð kvikmyndatónlist er ekki gerð til að standa ein, heldur til að styðja myndferlið; helzt án þess að áhorfandinn veiti henni sérstaka eftirtekt. En kvikmyndatónlist Thomsons er meðal fárra undantekninga sem eiga óhikað erindi á hljómdisk. Reynd- ar eru Plógsvítan og sú Ákadíska sagðar mest fluttu tónverk hans. Sú fyrri vitnar m.a. í kúrekalög, og hin síðarnefnda - kennd við frönskumælendi þjóðarbrot (Cajuns) í Louisiönu, er þangað fluttust þegar Nýja Skotland (áður Acadia) komst undir enska stjórn 1755 - angar af sér- stæðum dreifbýlissjai-ma Cajun-þjóðlaga. Þessi tæra sinfóníska alþýðutónlist er í sumu ekki ólík þjóðleigheitunum í kvik- myndatónlist og ballettum Coplands, og hljómasamböndin í Pastoral-þætti hinnar Louisiönu-svítunnar geta m.a.s. minnt á v- fágaða útgáfu af Jóni Leifs. Þó kennir fleiri grasa, þ.á m. nokkurra fúgna, en sjaldnast á kostnað lagrænunnar, því undir niðri finnur maður heiðríka sálmalagshefð Baptistakmkjunnar streyma, sem Thomson ólst upp við í Kansas City. Allt piýðilega vel túlkað af New London Orchestra og Ronalds Corps í vammlausri hljóðritun. Ríkarður Ö. Pálsson LEIÐRETTING í prósaþ'óði Marianne Pidoux, Til Michaels, sem birtist í Lesbók 8. nóv. sl. víxluðust orð í fyrstu línu og breytist merking þeirra við það. Ranglega stóð: Fyrst tókst þú þér ferð á hendur...,en rétt er þessi setning þannig: Fyrst þú tókst þér ferð á /ie/idur...Leiðréttist þetta hér með og eru liöfundur og lesendur beðnir velvirðingar. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 15. NÓVEMBER 1997 19

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.