Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1997, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1997, Page 4
SLÓ AF lagi sérhvern sjó/ sat við stýri, kvað og hló. Þessi mynd um síðustu siglingu Stjána bláa er eftir Helga S. Jónsson í Keflavík. ÞEGAR VÍNIÐ VERMDI SÁI EFTIR SÆVAR TJÖRVASON L fasta Með sambúðinni með Guðrúnu í Holti fékk Stjáni búsetu, hætti sjómennsku á þilskipum og qerðist einyrki. Með þessu snarbreyttist hans félagslega netverk sem kallaði á miklar kvaðir byggðar á samskiptaregl um. Á þessum árum bjó Guðrún í Holti með tveimur dætrum sínum. Á 6 árum eignaðist hún síðan 4 fyrir- ferðarmikil börn með Stjána. IFYRSTA þætti þessarar samantektar um Stjána bláa var hans síðustu sigl- ingu lýst og því ljóð- og iagverki sem þessi sigling varða kveikjan að. Annar þátturinn fjallaði um æviferil og lífs- hlaup hans. í þriðja þættinum var reynt að lýsa þeim persónuleika sem varð inn- blástur að kvæðinu. í þessum lokaþætti er þessari lýsingu haldið áfram um leið og reynt verður að greina og skýra tilurð bæði persónuleikans og kvæðisins. Fjölskyldumaðurinn Orðstír Stjána myndaðist fyrst og fremst á tímabilinu 1890 - 1910 og byggðist á leik I hlutverkum samskiptamannsins og sjómanns- ins. Hann var m.ö.o.alræmdur fyrir drykkju- skap og slagsmál og annálaður fyrir sjó- mennsku sína. Upp úr 1910 hófst nýtt skeið í lífi hans. Hann settist að í Keflavík og byrjaði að búa með Guðrúnu Jónsdóttur, sem var ekkja með 4 dætur á framfæri. 1911, þegar Stjáni flutti inn, eru þær að verða 14,12 (tví- burar) og 8 ára. Eftir drukknun föður þeirra ólst önnur tvíburasystirinn að mestu leyti upp hjá móðurforeldrum sínum. Elsta systirinn réði sig í vist til Vestmannaeyja. Þá var eftir annar tvíburinn, sem dó 2. september 1911 sennilega úr berkium, og yngsta dóttirin. Því hefur verið haldið fram að Guðrún hafí flæmt dætur sínar út, þegar hún tók Stjána til sín. Þetta er sennilega eitthvað orðum aukið. Stúlkur hófu oftast vist eftir fermingu. Þetta getur þó hafa átt við yngstu dótturina. Hún fór til systur sinnar í Vestmannaeyjum 1914, þá rúmlega 10 ára. Hvað sem þessu líður varpar þetta kannski nýju ljósi á makaleit Guðrúnar. Þrjár dætur hennar voru eftir mælikvarða þeirra tíma að komast á vinnuald- ur. Hún var aðeins 34 - 35 ára, eiginlega á besta aldri, og gat ef til vill ekki hugsað sér að vera ekkja allt sitt líf. En varla hefur hún hrósað happi yfír makavali sínu. Með sambúðinni með Guðrúnu í Holti fékk Stjáni fasta búsetu, hætti sjómennsku á þil- skipum og gerðist einyrki. Með þessu snar- breyttist hans félagslega netverk sem kallaði á miklar kvaðir byggðar á samskiptareglum. A þessum árum bjó Guðrún í Holti með tveimur dætrum sínum. A 6 árum eignaðist hún síðan 4 fyrirferðarmikil börn með Stjána. Það reyndi því mikið á getuna að draga björg í bú. Stjáni varð því að gefa upp fyrra líferni ef endar áttu að ná saman. Við fjölgunina urðu fjölskyldusamskiptin flóknari og reyndi því enn meira á samskiptaeiginleika eins og gagnkvæmni og tillitssemi. Samskiptin urðu einnig enn örari því að húsnæðið stækkaði ekki. Búsetuhluti Holts var varla meira en 16- 20 fermetrar. I honum voru lítil kolaeldavél, smáborðkrókur, einn eldhússkápur, 2-3 geymslukistur og 2 rúm. Hér hafði hann ekk- ert afdrep fyrir sjálfan sig. Þéssum nýju og síbreytilegu aðstæðum varð að mæta á einhvem hátt. Stjáni var hins vegar ekki undirbúinn fyrir þessi miklu um- skipti sem fylgdi stofnun fjölskyldu. Hann var um 38 ára og í rúm 20 ár hafði hann eiginlega aldrei þurft að hugsa um neinn annan en sjálf- an sig.Hann hafði t.d. aldrei lært regluna að deila afrakstri vinnu sinnar með öðrum. Skipulag vinnunnar (handfæri) um borð í bát- um og þilskipum stuðlaði heldur ekki að sam- vinnu byggða á reglum um verkskiptingu. Þetta tímaskeið hafði því ekki þroskað sam- skiptahæfni Stjána. I uppeldi og félagsmótun hans hafði hann hvorki tekið út félagslegan né tilfínningalegan þroska. Ekki voru félagar hans til að bæta úr skák sem voru helstu bó- hemar þess tíma eins og Sæmundur sífulli, Símon Dalaskáld og Ásta málari (ein dætra hans var skírð í höfuðið á henni): Einu sinni voru þeir saman á einum báti, færeyskum báti, þessir fuglar: Sæmundur Snorrason, kallaður sífulli, Oddur vitlausi, Oddur á Skaganum, Stefán úr Hraunum, kall- aður Hrauna-Stebbi, og síðastur en ekki síst- ur, Stjáni blái. (Tilvitnun i viðtal við Guðmund Magnússon; í Fólk án fata (bls. 21) eftir Hilm- ar Jónsson. Sjá einnig Smára Geirsson: Norð- fjörður: saga útgerðar og fískvinnslu; 1983; bls. 28.) I sambúðinni með Guðrúnu urðu litlar sem engar breytingar á fyrri hegðun hans. Hvar- vetna fór hann sínu fram og enginn virðist hafa getað talað hann til. Hann réð meira að segja nafngift barna sinna (Helgu, Astu og Tjörva) að því fyrsta undanskildu (Karólína sem hét í höfuðið á látinni hálfsystur sinni). Minningar bama hans um hann voru ekki að- eins fátæklegar vegna aldurs þeirra við fráfall hans heldur einnig vegna tengslaleysis. Er engu líkara en að hann hafi verið einn og yfír- gefínn í þessari fjölskyldu. Þessi mikla ein- angrun náði ekki aðeins til aðstandenda held- ur einnig til byggðarlagsins. Þar varð hann óalandi og óferjandi eða „persona non grata“. Hér komu upp sömu einkennin og þegar hann ólst upp á Alftanesinu. Hann meðtók ekki gildi og viðmið samfélagsins og komst þess vegna í andstöðu og árekstur við þau. Hann var því utangarðsmaður í þess orðs fyllstu merkingu. Þetta 10 ára tímabil var skelfilegt fyrir alla í umhverfí hans því að hann réð ekki við þetta nýja hlutverk. Hann gat hvorki axlað ábyrgð makans né föðurins. Hann var ekld aðeins slæin fyrirvinna heldur flúði hann stöðugt í félagsskap fyrri óreglufélaga. Fyrra bóhemlíf hélt áfram með drykkjuskap, ábyrgðar- og af- skiptaleysi og þrúgandi andrúmslofti þess sem engum sönsum tekur. Þessu fylgdi nær óbærileg spenna og þögn, ekki aðeins fyrir hann heldur alla aðra í fjölskyldunni. Flótta- leiðin til Bakkusar lengdist því ekki - heldur styttist hún með tilkomu fjölskyldulífsins. Fjölskyldan beið hér lægri hlut og bar þess aldrei bætur. Börn hans áttu öll við mikil áfengis- og samskiptavandamál að stríða. Segja má að útilokað hafí verið að hjóna- bandsdætur Guðrúnar deildu sama þaki með þessum manni og hafi í þeim skilningi verið flæmdar í burtu. Þegar Guðrún var loks að komast yfir armæðuna heimsækir hana hálfu meiri fátækt en áður. Skortur á mat, fötum og öðrum nauðsynjum varð nú stöðugur föru- nautur hennar næstu 10 -15 árin. Um leið má leiða líkur að því að Stjáni hafí þjáðst af samfelldu og nagandi samviskubiti þessi ár og þá vegna þess að hann stóð ekki í stykkinu sem maki, faðir og fyrirvinna. Þegar hann drukknar siglir hann til baka frá Hafn- arfírði í aftakaveðri sennilega til að uppfylla loforð um að koma heim í tíma. Félagsmótun Stjána bláa og persánuleíkl Uppeldi og mótun Stjána var kynslóð eftir kynslóð skilyrt af félagsarfí ómagans. Líkt og allir aðrir fæðist ómaginn ekki aðeins inn í ákveðna samfélagsgerð og samhengi félags- legra tengsla heldur einnig í viss ferli þeirra. Þau og meðfædd skapgerð skýra að mestu leyti í hvaða farveg persónuleiki Stjána þró- aðist. I þessu tilfelli voru það tengsl hans við móður, meintan fóður, fósturforeldra og aðra, bæði fullorðna og börn í mótunarumhverfi hans. Eins og fram hefur komið eru afar litlar heimildir um þessi tengsl og því nánast ómögulegt að byggja á þeim við að skýra þroskaferil Stjána. Hins vegar sýnir lýsingin og greiningin hér að ofan ákveðinn persónu- leika. Ef gengið er út frá því að einstaklingur- inn fæðist a.m.l. sem óskrifað blað (tabula rasa) er hægt að endurgera þau samfélags- legu og félagslegu skilyrði sem steyptu Stjána í þessi mót. Móðir Stjána (einnig fósturbarn) starfaði sem vinnukona. Þegar hún lést 28. ágúst 1906 var hún skráð sem ráðskona að Suðurklöpp í Reykjavík. Milli hennar og Stjána voru náin tengsl. Hefur henni eflaust verið annt um hag sonar síns og reynt að tryggja hag hans eftir föngum. Sem fátæk vinnukona með búsetu fjarri heimili Stjána lágu áhrif hennar á upp- eldi hans, einkum í því að vera viðmið fyrir umhyggju, líkn, mildi og réttlæti. Einnig má vera að hið óljósa faðerni Stjána hafi gefið henni einhver áhrif gagnvart meintum föður Stjána. Stjáni elst upp sem niðursetningur og án föðurs og föðurímyndar. Sveinn Pálsson (einnig fósturbarn) skráður faðir Stjána drukknar þegar Stjáni er rúmlega tveggja ára. Fóstri hans kemur hér ekkert við sögu, hins vegar hefur presturinn (meintur faðir samkvæmt munnmælum) all nokkur áhrif á lífshlaup hans eins og áður hefur komið fram. Hið óljósa faðemi hans virðist því hafa skipt sköpum fyrir persónuleikamyndun Stjána. Með því fékk hann ekki áunna stöðu heldur áskipaða stöðu ómagans. Þegar orðin sveitarómagi eða niðursetning- ur voru valin í stað orðsins „barn“ þá var ver- ið að gera upp á milli mismunandi hópa barna; þeirra sem ólust upp hjá foreldrum sínum og þeirra sem ólust upp hjá einhverjum sem tók greiðslu fyrir framfærslu barnsins. í seinna tilfellinu varð framfærsla þess atvinna ein- hvers. Það breytti samskiptum bamsins við foreldrið og/eða framfærandann svo ekki sé talað um tengslin milli bamsins og þess yfir- valds, sem varð að greiða fyrir framfærslu barnsins. Tengsl foreldris við eigið barn ein- kennist af því að velferð barnsins verður að markmiði í sjálfu sér. Þegar greitt er hins vegar með barninu er hætta á að barnið verði gert að féþúfu fyrir framfærandann og það í tvennum skilningi. Annars vegar með pen- ingaframlagi hreppsins og hins vegar með vinnuframlagi barnsins. Slíkar aðstæður hlut- gera ómagann. Hann verður tæki og þar af leiðandi þolandi valds og duttlunga annarra. Þriðju tengslin voru við yfirvaldið og umbjóð- endur þess, þ.e. þá sem greiddu skatta í einu eða öðru formi meðal annars fyrir framfærslu ómaganna. Fyrir þessa einstaklinga voru ómagarnir afætur. Það þrýsti sennilega á yf- irvaldið að setja móður Stjána afarkosti vegna þessara fjárframlaga. Að vera á sveit þýddi m.ö.o. að viðkomandi átti ávallt á hættu að vera kastað á dyr, ef afarskilmálum framfær- andans var ekki hlýtt. Ómaginn var með öðr- um orðum réttlítill, útskúfaður, óalandi og óferjandi enda var dánartíðni þeirra og þurfalinga mun hærri sérstaklega á harðinda- tímum. Þessi mynd af mótunarskilyrðum ómagans var þó dálítið blendin í tilfelli Stjána vegna hins óljósa faðemis hans. Sem mögulegt frillubarn manns í valdastöðu má vera að hlut- skipti hans hafí orðið illskárra. Munnmælin herma að hann hafi notið velvildar prestsins. Hugsanlega hefur hann getað veitt fósturfor- eldrunum einhver hlunnindi. Sem niðursetn- ingur gat hann þannig notið vissrar vemdar vegna þess að meintur faðir hans hafði annað hvort samviskubit eða stóð ógn af því að upp- lýsingar um faðernið bæmst út. Ef þetta er rétt hefur hann alist upp í andrúmslofti tví- skinnungs með afar tvíræðum skilaboðum, annars vegar frá hinum fullorðnu og hins veg- ar frá börnunum. Fullorðnir létu hann meira og minna afskiptalausan meðan börn skatt- greiðenda fengu að heyra að Stjáni væri ekk- ert annað en ómagi og niðursetningur þau 10 ár sem hreppurinn greiddi með honum. Börn- in hafa eflaust yfírfært viðmið þeirra á niður- setninginn Stjána. Barn sem elst upp við slíkar aðstæður höfn- unar, óöryggis og tvíræðni getur ekki fest rætur hjá framfærandanum. Sem þolandi er hætta á að það sé beitt ofríki. Hvorki er til staðar gagnkvæmni í samskiptum né hlýja og umhyggja. Þessar aðstæður rækta upp kvíða og rótleysi. En Stjáni kynntist ekki aðeins þessum harða heimi höfnunar og mismununar. Annarri hlið mannlegra samskipta í formi um- hyggju, mildi og réttlætis komst hann í snert- ingu við í gegnum móður sína og t.d. móður Guðjóns Símonarsonar (sjá þriðja þáttinn). 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 15. NÓVEMBER 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.