Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1997, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1997, Síða 7
daga viðdvöl hér á landi fyrir skömmu, heimsótti listamenn og sótti sýningar. Hann hreifst af mörgu sem hann sá og keypti nokkur verk. „Eg nýt þess að horfa á myndlist og vil hafa góð verk heima hjá mér,“ segir Carpenter. „Það var erfitt þegar stór hluti myndanna fór á þessar tvær sýningar í fyrra, ég saknaði þeirra svo mikið! Það var hræðilegt að sjá bara naglana í veggjunum. Verkin eru hluti af fjölskyldunni, hluti af sjálfum mér.“ Hann segist hafa um sjötíu verk uppi við á heimili sínu í Connecticut. „En ég er með einhver hundruð á háaloftinu. Ég reyni að hafa góða list umhverfis mig öllum stund- um. Ég er svokallaður „budget“-safnari. Ég hef aldrei átt mikla peninga en þó nógu mikið til að kaupa af ungu listafólki. Ég keypti verk eftir Jackson Pollock þegar það kostaði 100 dali. Ég keypti af Claes Olden- burg og Jim Dine í fyrsta skipti sem þeir sýndu í New York. Ég hef haft efni á hlut- unum meðan listamennirnir eru ungir. Ég hefði ekki efni á neinu heima hjá mér núna! Hvet fólk til að kaupa myndir Ég hef efni á að kaupa myndir af og til en ég á þegar of mörg verk. Ég treysti alltaf á minn persónulega smekk, mér verður að líka verkið. Og ég hef áhuga á allskyns list: á japanskri list, á húsgögnum „sheikera", list sem virðist innihalda sannan kjarna. Ég kann að meta list sem tjáir eitthvað en ég dái sjónræna list sem býr yfir kyrrð. Allir sem koma inn í stofuna heima hjá mér hafa á orði að hún sé falleg og kyrrlát. En til að ég sé ánægður með verk verða þau að vera fyrsta flokks að öllu leyti. Ég kaupi ekkert vegna þess að það er frægt nafn á því. Við sjáum hvað gerðist á níunda áratugnum. Japanir, og jafnvel japanskar fjármálastofnanir, keyptu gífurlegan fjölda verka á uppboðum, borguðu 20, 30 milljónir dala fyrir annarsflokks Monet eða Van Gogh. Nú þurfa þeir að selja og stórtapa á tiltækinu. Með öðrum orðum, þá trúi ég ekki á list sem fjárfestingu. En engu að síður er safnið mitt mikils virði. Ég mun þó ekki selja það, heldur skipta á milli safna, að minnsta kosti tveggja, kannski þriggja eða fjögurra. En ég hef myndirnar hjá mér með- an ég lifi.“ Carpenter segir safnaraeðlið sér í blóð borið og að einhver hafi sagt sér að einn af hverjum 25 hafi þetta í sér. „Mér skilst að hér á íslandi sé fátítt að ungt fólk kaupi Morgunblaðið/Einar Falur „ÞAÐ slær mig hversu lífleg myndlistar- sköpun fer fram á íslandi," segir Charles H. Carpenter yngri. myndlist en í guðanna bænum segðu því að kaupa eitthvað! Ég hef séð svolítið af því sem er á seyði hér og það slær mig fiversu lífleg myndlistarsköpun fer fram á íslandi. Líklega hef ég þegar keypt tvö eða þrjú verk. Hér eru yndislegir listamenn og fólk þarf ekki að kaupa stærstu verkin þeirra, en það á endilega að kaupa eitthvað! Kaupa eitthvað sem það kann að meta en hvort það verður síðan einhvers virði í framtíðinni, það veit ég ekki. Ég vissi ekki að mynd eftir Jackson Pollock yrði mikils virði. Ég keypti þrjá hluti á fyrstu sýningu Andy Warhol í New York, þeir kostuðu ekki mikið á þeim tíma en mér þótti þeir einstaklega áhuga- verðir. Þetta voru Brillo boxin meðal ann- ars. En fólk í bænum mínum gerði grín að mér og spurði hvað ég ætlaði eiginlega að gera við þennan Brillo kassa á heimilinu. Ég reyndi að benda því á að þetta væri ekki raunverulegur kassi utan af Brillo sápu heldur gullfallega smíðaður kassi með Brillo auglýsingu á hliðinni; að þetta væri kannski heimskulegur hlutur en hann væri áhuga- verður og ég kynni að meta hann. Eftir að Andy dó segir þetta sama fólk: sjáið Charles þarna, hann á þrjá Andy Warhola heima hjá sér! Og þá er það að tala um peninga, ekki um list. Keypti mynd eftir Pollock ó lOO dali Ég hitti gallerista héma sem sagðist að- eins hafa þrjá viðskiptavini. Mér finnst það algjört hneyksli! Ég vil hvetja ungt fólk í at- vinnulífinu - kennara, lækna, lögfræðinga eða hvað sem það gerir - til að kaupa myndlist, þessvegna lítil verk. Það auðgar andann og bætir umhverfíð. Ég er viss um að fólk fær að greiða verkin á afborgunum. Ég er vanur að kaupa á afborgunum. En það er mikilvægt að kaupendur kunni sjálfir að meta verkin og fái góð ráð frá fagfólki. Að kaupa listaverk getur verið svipað og að kaupa tíu bækur. Eða fimm myndlistarbæk- ur. Þú gætir örugglega fengið teikningu fyrir þá upphæð. Kauptu teikningar ef þú hefur ekki ráð á málverkum; kauptu teikningar, vatnslitamyndir, litla skúlptúra. Ég vona að það sem ég segi hvetji einhverja til að kaupa sér listaverk og að þeir fái sömu ánægju út úr þvi og listin hefur veitt mér.“ Carpenter segir að í gegnum listaverka- safn sitt liggi tvær meginlínur. „Önnur er mjög látlaus og oft með björtum litum. Ég kann vel að meta litá. En þótt Bretinn Alan Johnston geri grá verk þá dái ég þau engu að síður. Þessar myndir eru gjaman mjög hrein- ar og klárar. Hinsvegar á ég myndir í ákveðn- um expressjónisma, eins og eftir Pollock, Kline og Robert Colescott en hann var full- trúi Bandaríkjanna á Feneyjatvíæringnum í sumar og fjallar um veruleika svartra í hinni hvítu Ameríku. Ég á tvö af þekktustu verk- um hans og þetta eru allt öðruvísi myndir. Ég hef alltaf reynt að lesa mér til og árið 1946, þegar ég var að fá áhuga á að kaupa verk, þá las ég grein eftir Clement Green- berg, sem skrifaði að ef Jackson Pollock byggi í Frakklandi væri hann álitinn meist- ari. Og ég hugsaði að ég yrði að sjá verk þessa manns. A þeim tíma starfaði ég í Chicago og eyddi hverjum laugardegi á lista- safni borgarinnar og þá sá ég verk eftir Poll- ock í fyrsta skipti en hafði ekki eftii á því, verðið var 900 dalir. Árið eftir fór ég á far- andsýningu á vatnslitaverkum og þar var þessi gullfallega litla vatnslitamynd eftir hann á aðeins 150 dali. Ég gerði í hana tilboð að undirlagi safnstjórans, upp á 100 dali og því var tekið. En þetta voi-u aðrir dalir. Mað- ur gat keypt lítinn bíl fyrir 500 svo þetta hef- ur verið eins og 2000 dalir í dag. Þetta var eitt af fyrstu góðu verkunum sem ég eignaðist. Annað var vatnslitamynd inga í báðum verkum. Spurningin er hvort Gunnar hafi getað þekkt verk Proust þegar hann samdi Fjallkirkjuna. Hún birtist á dönsku á árunum 1923-8, en verk Proust fór að birtast á frönsku áratug fyrr, kom út 1913-27. Gunnar las víst ekki bókmenntir sér til gagns á frönsku, en átti Proust á ensku í útgáfu frá 1930, að sögn Fransisku, sonardóttur hans. Fyrst mun verk Proust hafa birst á ensku frá árinu 1922 að telja, en á þýsku 1926. Mun síðar birtist það á norðurlandamálum, fyrst á dönsku 1932-8. Eftir Fjallkirkjuna fer mest fyrir söguleg- um skáldsögum hjá Gunnari. Kristmann Guðmundsson fór í fótspor Gunnars um miðjan 3. áratuginn, en hafði vit á að gera það í öðru landi, Noregi. Hann varð einhver mesti metsöluhöfundur ís- lenskur, fyrr og síðar, bækur hans þýddar á fjölmörg tungumál, og yfirleitt umsvifa- lítið á dönsku. En Kristmann tók svo sömu örlagaríku ákvörðun og Gunnar, og á sama tíma, í lok fjórða áratugsins, að flytjast heim til íslands. Auðvitað gátu þeir ekki vitað fýrir, að nú hæfist heimsstyrjöld, sem myndi einangra þá frá fyrri útgefendum og lesendum næstu sex árin. En þetta reið al- þjóðlegum höfundarferli Kristmanns að fullu. Hann hélt áfram að skrifa á íslensku næsta aldarþriðjunginn, en sáralítið var nú gefið út erlendis, og ekki á upphaflegu rit- máli hans, norsku. Gunnar hélst betur við á dönsku, á því máli birtust skjótlega síðustu bækur sem hann frumsamdi á íslensku, Sálumessa 1953 og Brimhenda, 1955. En síðasta endurútgáfa bókar eftir Gunnar sem ég hefi séð, er frá 1967. Heyrt hefi ég að bækur hans, einkum Saga Borgarættar- innar hafi enn fyrir þrjátíu árum verið al- geng fermingargjöf. En nú segja mér danskir fornbókasalar, að þeir kaupi ekki bækur hans nema þær berist í heilum dán- arbúum, en þá fari þær beint út í til- boðskassann „allt fyrir tíkall“, enda seljist þær ekki. Stærstu fornbókaverslanir hafa þær þó á venjulegu verði skáldsagna fyrri áratuga, 60-100 d.kr. Við þessu er ekki ann- að að segja, en að slíkt bitnar á fleirum en Gunnari, þegar innfæddir öndvegishöfund- ar eins og H.C. Branner (1903-1966) virðast horfnir af bókamarkaðinum, en skelfileg- asta rusl selst vel. Guðmundur Kamban kom í humáttina á eftir Jóhanni og Gunnari, samdi verk sín yfirleitt bæði á dönsku og íslensku, og lagði sig einkum eftir leikritagerð framanaf, Hadda Padda, 1914; Konungsglíman 1915; Marmari 1918; Vér morðingjar 1920; Hin arabísku tjöldin, 1921, Öræfastjörnur 1925 og nokkur síðar. Móttökur voru með ýmsu móti, stundum mjög jákvæðar. Samt flutt- ist hann til Ameríku haustið 1915, ætlaði að gerast rithöfundur á máli þarlendra. En það gekk ekki, svo hann tók aftur upp þráð- inn í Danmörku tveimur árum síðar og varð afkastamikill höfundur, má ennfremur nefna skáldsögunar Ragnar Finnsson 1922 , Skálholt, 1930-32, þrítugasta kynslóðin 1933, og 1941 gamanleikina Vöf (Komp- lekser) og Stórlæti. Helga Kress segir í bók sinni um Guðmund Kamban m. a. (bls. 14- 16): „Öll eiga fyrstu verk þessara fjögurra ís- lensku rithöfunda [sem skrifuðu á dönsku] það sameiginlegt að vera samin undir áhrif- um nýrómantíkur. Þau gerast í íslensku umhverfi og fjalla um ást og aftur ást, grimm örlög og átök upp á líf og dauða í hrikalegri náttúru íslenskra fjalla og auðna með íslenska þjóðtrú og sveitasiði að bak- sviði. Stíllinn er ljóðrænn, oft þrunginn skáldlegum líkingum. [...En] Kamban snöggbreytir um stefnu eftir tvö fyrstu verk sín með íslensku efni. Hann vill út- rýma þeirri skoðun, að á íslandi sé allt eins og í fornsögunum. Hann vill láta taka mark á sér án nokkurrar viðmiðunar við ísland, og því velur hann næstu verkum sínum al- þjóðleg viðfangsefni og markar þeim stað í stærstu borg heimsins." Eins og fullveldi Islands áður, þannig var nú og lýðveldisstofnuninni fagnað 1944 með danskri útgáfu á kvæðum íslensku þjóð- skáldanna, það var Hvide falke, þýðingar Guðmundar Kamban á 45 kvæðum; eftir Hallgrím Pétursson, Bjarna Thorarensen, Jónas Hallgrímsson, Grím Thomsen, Stein- grím Thorsteinsson, Matthías Jochumsson, Stephan G., Þorstein Erlingsson, Hannes Hafstein, Einar Benediktsson, auk eins kvæðis eftir Guðmund sjálfan. Það sem ég hefi skoðað, er þetta afarvel þýtt, þótt þýð- andinn gefist stundum upp, svosem gagn- vart hinu magnaða næststíðasta erindi í „Kvöld í Róm“ Einars Benediktssonar. Stundum endurþýðir Guðmundur kvæði sem Olaf Hansen hafði áður þýtt, og virðast mér þýðingar Hansen þó síst verri. Einhversstaðar að hefi ég þá sögu, að þessar þýðingar hafi kostað Guðmund lífið. Því hann las þær upp í danska útvarpinu, og sótti greiðslu fyrir á stað sem and- spyrnuhreyfingin taldi leynilögreglu nas- ista nota til að borga njósnurum sínum. Raunar reyndi Guðmundur víst líka að beita hernámsstjóranum þýska fyrir sig til að fá vinnu sem leikstjóri á Konunglega leikhúsinu, en leikhússtjórinn stóðst þrýst- inginn (sagði mér Sveinn Skorri Höskulds- son, 1994). Guðmundur var skotinn af and- spyrnumanni á sjálfan frelsunardaginn, af því að hann neitaði að gangast undir hand- töku. En hvað sem öllu þessu líður, þá hef- ur nasistaorðið svo oft verið þvegið af Kamban, að vart er á bætandi. Ég verð bara að segja, að verk hans afsanna það orð gjörsamlega. Þau eru vissulega þrungin boðskap, afstöðu til samfélagsins, og það úreldir þau nú. En hún var ótvírætt vinstrisinnuð á þeim tima, og frjálslynd, sérlega áberandi er að þau taka afstöðu með kvenréttindum, og gegn frelsisskerð- ingum. Fyrstu tveir íslensku rithöfundarnir sem skrifuðu á dönsku, Jóhann Sigurjóns- son og Jónas Guðlaugsson, létust sem sagt á öðrum áratug aldarinnar, en hinir virk- ustu og frægustu hurfu með seinni heims- eftir John Maiin. Samkvæmt skoðanakönnun á meðal safnafólks og sérfræðinga var hann vinsælasti myndlistamaður Bandaríkjanna á þeim tíma en ég féll fyrir myndinni, borgaði 750 dali fyrir hana og konan mín varð alveg bálreið! Sagði að við þyrftum nýjan bíl, að ég þyrfti ný jakkaföt og ég veit ekki hvað. Ég var ár að borga fyrir myndina. En tíu árum seinna rifjaði konan mín þetta upp og sagðist hafa haft rangt fyrir sér, ég hefði gert rétt.“ Carpenter viðurkennir að þetta sé dæmi- gerð ákvörðun ástríðufulls safnara, en í stað þess að láta bílakaup alltaf ganga fyrir, þá sé hægt að setja það í annað sætið, hægt að sleppa því í nokkur skipti að fara út að borða og þannig sé hægt að eignast gott listaverk. Góð list breytist ekki „Flestir virðast vilja eignast list en ekkert leggja á sig til þess; listin er strokuð fyrst út af innkaupalistanum. Ég býst við að ég hafi alltaf verið öðruvísi. Ég hef alltaf valið mér ódýra bíla. Þegar fólk í kringum mig eignast peninga þá kaupir það sér fyrst hús - og það er ekki mikið í því. Þá er keyptur dýrari bíll, sumarhús, börnin fara í bestu skólana. En mér skilst að í sumum þessarra húsa séu ekk- ert nema plaköt, jaftivel eftirprentanir af listaverkum. Einn kunningi minn var yfirmaður hjá mjög stóru fyrirtæki, áhrifamaður með mjög góð laun. Fyrir tveimur árum kom hann in í stofu til mín þar sem meðal annars voru tvö verk eftir Ad Reinhardt, tvö stór eftir Ellsworth Kelly og sitthvort eftir Kline og Dubuffet. Hann spurði: Ertu að mála? Og ég hugsaði: Guð minn góður, hann heldur að ég hafi málað þessar myndir! Þarna var þessi Harvardmenntaði lögfræðingur, bráð- skemmtilegur og vel að sér að flestu leyti, en hafði ekki hundsvit á myndlist. Það var alveg ótrúlegt. Listin hefur verið miðdepill lífs míns og stutt mig gegnum þykkt og þunnt. Ég hef lif- að þá tíma að mennimir hafa drepið hver annan í tugum milljóna, og fáviska og glæpir hafa vaðið uppi. En góð list breytist ekki - ef verkin sjálf detta ekki í sundur. Verkin sem ég á eru öll vinir mínir. Ég eldist og stundum er ég að heiman í nokkra mánuði, en þegar ég kem aftur heim eru myndimar þar ennþá. Þær breytast ekki. Og eins og ég segi, þá undrast ég gæði list- arinnar sem ég hef rekist á hér. Ef ég væri ungur og ætti nýtt hús, þá sýnist mér að það væri auðvelt að fylla það með frábærri ís- lenskri list. En söfnunin tæki tíma og þannig á það líka að vera.“ styrjöld, Guðmundur Kamban sem eitt síð- asta fórnarlamb stríðsins, en Gunnar Gunnarsson hætti að skrifa á dönsku fyrir stríð. Það gerðu fleiri íslendingar sem skrifað höfðu á dönsku; Friðrik Brekkan sem gefið hafði út þrjár bækur á árunum 1923-6, og Jón Bjömsson sem sent hafði frá sér fjórar skáldsögur á árunum 1942-46. Auk þeirra má telja Þórð Tómasson sem ég veit engin deili á, en hann gaf út a.m.k. fimm bækur á árunum 1922-31, allar mjög kristilegar af titlum að dæma. Tryggvi Sveinbjörnsson fékk eitt leikrit birt, Regnen, 1926. Karl Einarsson (Dunganon) sendi frá sér ljóðabækurnar Vartegn 1931 og Enemod 1935, og svo hina frægu Corda atlantica 1962, en sú bók geymir ljóð á mörgum tungumálum; dönsku, sænsku, ís- lensku, færeysku, ensku, frönsku, þýsku, ítölsku, spænsku, latínu, rússnesku, finnsku, hebresku, kínversku, hindústaní og maorí, auk þess á einni mállýsku tungu- máls hins sokkna lands Atlantis. Bjarni M. Gíslason sendi frá sér þrjú skáldverk á ár- unum 1939-51, og hefur sagan Gullnar töfl- ur birst á íslensku. þorsteinn Stefánsson þýddi smásögur Friðjóns bróður síns 1949, en sendi sjálfur frá sér skáldsöguna Dalinn 1942, og aftur aukna 1958, hún hefur birst á íslensku eins og fríljóðabálkar hans þú sem komst, en þeir birtust á dönsku 1979-80, en á íslensku fyrir fáeinum áram. Fleira mætti telja, en hér verður sérstaklega að nefna að hann hefur þýtt ýmis íslensk skáldverk á dönsku, en kona hans Birgitte Hovring gef- ið út. Að því komum við fljótlega, en loks er að nefna Ragnhildi Ólafsdóttur (nýlega látna), sem gaf út amk. þrjár bækur, Forf- ald 1974, Audur, 1977 og Melkorka 1992, en í þeirri bók vora sögur jöfnu báðu á dönsku og íslensku. Flestir þessir höfundar gefa út bækur á dönsku á svo skömmu tímaskeiði, að það vekur grunsemdir um lítið gengi. Þannig fjaraði þessi bókmenntastarfsemi hægt út, eftir að seinni heimsstyrjöld gekk að mestu frá henni. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 15. NÓVEMBER 1997 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.